Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 28. maí 2020 Mál nr. S - 7538/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Baldvin Einarsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Valgarð i Þór Guðmundss yni ( Bjarni Hólmar Einarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 17. desember 2019, á hendur : fyrir eftirtalin umferðarlagabrot: I. Með því að hafa, fimmtudaginn 12. apríl 2018, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti um Lyngháls við Bæjarháls í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. [...] II. Með því að hafa, laugardaginn 10. nóvember 2018, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti, án lögboðinnar vátryggingar og án skráningarmerkja um Reykjanesbraut við Kaplakrika í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 48. gr., 1. mgr. 63. gr. og 1. mgr. 93. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. [...] Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar 2 Í þinghaldi 28. maí 2020 féll ákæruvaldi ð frá þeim hluta verknaðarlýsingar í II. ákærulið, er tilgreinir að ákærði hafi ekið án lögboðinnar vátryggingar, sbr. þágildandi 1. mgr. 93. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, enda varðar það ekki lengur refsingu samkvæmt núgildandi umferðarlögum nr. 77/2019. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og ve rjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök . Þann 1. janúar 2020 tóku gildi umferðarlög nr. 77/2019, er leystu af hólmi eldri umferðarlög nr. 50/1987. Verða brot ákærða því heimfærð undir samsvarandi ákvæði núgildandi umferðarlaga, sbr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. B rot ákærða samkvæm t ákærulið nr. I varða nú við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . Brot ákærða samkvæmt ákærulið nr. II, að virtum framangreindum breytingum ákæruvaldsins á sakargiftum í málinu, varða nú við 1. mgr. 58. gr. sbr. 1. mgr. 95. gr. og 1. mgr. 72. gr. sbr. 1. mgr. 94. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Ákærði er fæddur 1974, Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 9 . desember 2019 , á ákærði að baki nokkurn sakaferil, allt aftur til ársins 1993. Þar af hefur hann í eftirgreindum til vikum frá því á árinu 20 11 sætt refsingum fyrir að aka sviptur ökurétti. Ákærði gekkst undir sátt hjá lögreglustjóra 19. ágúst 2011 , m.a. fyrir að aka sviptur ökurétti og samþykkti með sáttinni greiðslu sektar. Ákærði var dæmdur til 30 daga fangelsisrefsin gar með dómi Héraðsdóms Suðurlands 6. september sama ár fyrir akstur sviptur ökuréttindum og fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Með tveimur sáttum hjá lögreglu stjóra 3. apríl 2012 samþykkti hann sektargreiðslur, í báðum tilvikum fyrir að aka sviptur öku rétti. Með dómi 24. júlí 2012 var hann dæmdur í sjö mánaða fangelsi, skil orðsbundið til tveggja ára, m.a. fyrir að aka sviptur ökurétti í janúar og mars það ár. Með þeim dómi var ákærða gerður hegningarauki og var refsing samkvæmt dómi 18. apr íl 2012, þar sem ákærði var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir þjófnað og brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, dæmd upp og ákærða gerð refsing í einu lagi. Með dómi 15. nóvember 2013 var ákærði dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að aka sviptur ökurétti. Með þeim dómi var dæmd upp refsingin samkvæmt dómnum frá 24. júlí 2012 og ákærða gerð refsing í einu lagi. 3 Enn var ákærði með dómi 26. nóvember 2014 dæmdur í 90 daga fangelsi og ævilöng ökuréttarsvipting hans áréttuð, vegna brota hans með því að aka undir áhrifum ávana - og fíkniefna og sviptur ökurétti fyrr á því ári. Loks var ákærði dæmdur í 4 mánaða fangelsi, meðal annars fyrir akstur sviptur ökurétti, með dómi Héra ðsdóms Reykjaness 13. desember 2016. Sakaferill ákærða hefur að öðru leyti ekki þýðingu við ákvörðun refsingar í máli þessu, en honum er nú í sjötta sinn gerð refsing fyrir akstur sviptur ökuréttindum , innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegni ngarlaga nr. 19/1940 . Við ákvörðun refsingar er litið til skýlausrar játningar ákærða , sbr. 9. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegnin g a r laga . Með hliðsjón af sakarefni málsins , dómvenju og ákvæðum 77. gr. almennra hegningarlaga, þykir refsing ákærða hæfileg a ákveðin fangelsi í 6 mánuði. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Bjarna Hólmar s Einarssonar lögmanns, 137.640 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari fyrir Baldvin Einarsson aðstoðarsaksóknara. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Valgarð Þór Guðmundsson, sæti fangelsi í 6 mánuði . Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Bjarna Hólma r s Einarssonar lögmanns, 137.640 krónur , að meðtöldum virðisaukaskatti. Björg Valgeirsdóttir