1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjaness mánudaginn 29. júní 20 20 í máli nr. S - 1 3 02 /20 20 : Ákæruvaldið ( Alda Hrönn Jóhannsd óttir aðstoðar saksóknar i ) gegn Kestas Tepelys ( Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður) I Mál þetta, sem þingfest var 22. júní 2020, en d ómtekið 26. júní, höfðaði l ögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 6. maí 2020 á hendur Kestas Tepelys, kt. 000000 - 0000 , [...] , svohljóðandi ; fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, stórfelldan þjófnað, með því að hafa á tímabilinu 08.07.2018 til 25.08.2018, staðið að stórfelldum þjófnaði, í félagi við A , kt. 000000 - 0000 , B , kt. 000000 - 0000 , og C , kt. 000000 - 0000 , úr Fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, með því að hafa í alls 11 skipti keypt sér flugmiða, innritað sig í flug, farið í Fríhafnarverslanirnar, þar sem þeir tóku samtals 217 karton af tóbaki ófrjálsri hendi, samtals að áætluðu verðmæti kr. 1.456.683, - en yfirgáfu flugstöðina svo án þess að fara um borð í loftförin sem hér segir ; 1. Þann 08.07.2018, í félagi við A tekið samtals 1 karton úr komuverslun fríhafnarinnar, 2. Þann 15.07.2018, í félagi við C og B , tekið samtals 22 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar, og samtals 4 karton úr komuverslun fríhafnarinnar, 3. Þann 06.08.2018, í félagi við A , tekið samtals 4 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar, 4. Þann 07.08.2018, í félagi við A , tekið samtals 16 karton úr brottfararver slun fríhafnarinnar, 5. Þann 11.08.2018, í félagi við A , tekið samtals 9 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar, 6. Þann 15.08.2018, í félagi við A , tekið samtals 14 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar, 7. Þann 17.08.2018, í félagi við C og A , tekið samtals 10 karton, úr brottfararverslun fríhafnarinnar og samtals 5 karton í komuverslun fríhafnarinnar, 2 8. Þann 19.08.2018, í félagi við A , tekið samtals 41 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar, 9. Þann 22.08.2018, í félagi við A , tekið samtals 27 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar, 10. Þann 24.08.2018, í félagi við A , tekið samtals 35 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar, 11. Þann 25.08.2019, í félagi við A og B , tekið samtals 19 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar, og samtals 10 úr komuverslun fríhafnarinnar . Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 2. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í málinu liggur ei nnig fyrir einkaréttarkrafa Fríhafnarinnar ehf., kt. 000000 - 0000 , þess efnis að ákærði verði í félagi við B , kt. 000000 - 0000 , og C , kt. 000000 - 0000 , dæmdur til greiðslu skaðabóta, samtals að fjárhæð kr. 13.266.000, - , auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá tjónsdegi þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar. Þá er krafist dráttarvaxta af heildarfjárhæð kröfunnar skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Við þingfestingu málsins óskaði sækjandi eftir því að leiðrétta dagsetningu þess brots sem ákærði er sakaður um samkvæmt 11. tölulið . Rétt dagsetning sé 25 . 08.2018, en ekki 25.08.2019. Sætti þetta ekki andmælum. Við sama tækifæri lýsti lögmaður einkaréttar kröfuhafa yfir lækkun einkaréttarkröfunnar í 1.456.683 krónur. Ákærði viðurkenndi skýlaust þá háttsemi sem hann er sakaður um og lýst er í töluliðum 1 - 11 í ákæru , en hafna r þeirri lýsingu ákæruvaldsins að áætlað ver ð mæti þýfisins hafi samtals numið 1.456.683 krónum. Þar sem dómari t aldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning ákærð a væri sannleikanum samkvæm var ákveðið að fara með málið að hætti 164. gr. laga nr. 88/2008 eftir að sækjanda og verjanda hafði verið gefinn kostur á að reifa lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Krefst ákærði vægustu refsingar sem lög framast leyfa og að refsingin verði skilorðsbundin að öllu leyti. Þá krefst hann verulegrar lækkunar á einkaréttarkröfunni. Jafnframt er þess krafist að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. 3 I I Í ljósi skýlausrar játningar ákærða telst sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann er sakaður um og lýst er í töluliðum 1 - 11 í ákæru. Eru brot hans þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákærð i er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði gekkst hann undir greiðslu sektar vegna umferðarlagabrota hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 10. september 2019, að fjárhæð 200.000 krónur, og var frá sama degi sviptur ökurétti í 12 mánuði. Brot þau sem ákærði er nú sakfelldur fyrir framdi hann fyrir þ au viðurlög sem hann gekkst undir hjá lögreglustjóra og ber því að dæma honum hegningarauka við þá refsingu, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar hans ber e innig að líta til 77. gr. , 6. tl. 1. m gr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr . sömu laga, en brot ákærða voru þaulskipulögð og framin í samverknaði við aðra einstaklinga. Til málsbóta horfir hins vegar að ákærði gekkst greiðlega við brotum sínum fyrir dómi, sbr. 9. tl. 74. gr. áðurnefndra laga. Að þessu virtu , svo og að teknu tilliti til þess að nokkur dráttur hefur orðið á meðferð málsins og útgáfu ákæru, sem ákærða verður ekki um kennt, þykir refsing hans hæfileg a ákveðin fangelsi í sex mánuði. Ekki þykja efni til að skilorðsbinda refsinguna , en til fr ádráttar refsivist kemur að fullri dagatölu sá tími sem ákærði sætti gæsluvarðhaldi, frá 4. til 7. september 2018. Eins og áður greinir liggur fyrir einkaréttarkrafa í málinu , þar sem þess er krafist að ákærða verði ásamt tveimur öðrum nafngreindum einsta klingum gert að greiða Fríhöfninni ehf. skaðabætur alls að fjárhæð 13.266.000, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Við þingfestingu lækkaði kröfuhafi höfuðstól k röfunnar til samræmis við verknaðarlýsingu í ákæru í 1.456.683 krónur. Ákærði krefst þess að fjárhæð k röfunnar verði verulega lækkuð og hafnar um leið þeirri lýsingu ákæruvaldsins að áætlað verðmæti þýfisins hafi samtals numið 1.456.683 krónum . Í 173. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er að finna fyrirmæli um form og efni kröfu þe ss sem telur sig hafa öðlast kröfu að einkarétti á hendur sakborningi. Jafnframt er þar kveðið á um nauðsynleg gögn kröfunni til stuðnings og sk al þeim komið á framfæri við lögreglu, ásamt greinargerð kröfuhafa . Skaðabótakrafa Fríhafnarinnar ehf. fullnægir e kki áskilnaði umrædds ákvæðis og fylgja henni heldur engin gögn til stuðnings þeirri fjárhæð sem krafist er úr hendi ákærða. V erður því ekki á henni byggt. Hins vegar fylgir málinu skýrsla rannsóknarlögreglumanns þar sem greind eru brot þeirra f jögurra sakborninga sem stóðu að þjófnaði á ýmsum vörum, þ. á m. tóbaksvörum úr Fríhöfninni ehf. á tímabilinu frá 22. október 2017 til 30. ágúst 2018. Samkvæmt þeirri skýrslu er ákærði sagður hafa tekið ófrjálsri hendi 217 karton af ótilgreindri tegund af tóbaki og miðast verð þess við söluverð á heimasíðu Fríhafnarinnar þann 16. apríl 2019, eða alls 4 1.453.683 krónur. Þá er t ekið fram að miðað sé við verð á tegundinni Capri blue, sem mun hafa verið ódýrasta tóbakið sem fannst við húsl eit á heimili ákærða. Umræddri skýrslu fylg ir hvorki afrit af heimasíðu Fríhafnarinnar ehf. 16. apríl 2019 né önnur gögn sem staðfest g ætu söluverð tóbaksins úr verslun Fríhafnarinnar ehf. eða stutt að öðru leyti þá kröfu sem hér er gerð. Þá er þar heldur ekki upplýst um h vort söluverð ið hafi verið hið sama 16. apríl 2019 og þegar ákærði framdi brot sín á tímabilinu frá 8. júlí til 25. ágúst 2018 . Fyrir vikið er krafan ódómtæk og ber því að vísa henni frá dómi án kröfu. Í samræmi við ákvæði 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns , Sögu Ýrrar Jónsdóttur lögmanns, sem ákveðst 1.027.340 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Ingimundur Einarsson héraðsd ómari kvað upp dóminn. D ó m s o r ð: Á k ærði, Kestas Tepelys, sæti fangelsi í sex mánuði . Til frádráttar refsivist ákærða kemur að fullri dagatölu gæsluvarðhald sem hann sætti frá 4. til 7. september 2018. Einkaréttarkröfu Fríhafnarinnar ehf. er vísað frá dómi. Ákærði greiði 1.027.340 krónur í þóknun til skipaðs verjanda síns, Sögu Ýrrar Jónsdóttur lögmanns. Ingimundur Einarsson