1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 2. október 2019 í máli nr. E - 1678/2017: A (Steingrímur Þormóðsson lögmaður) gegn íslenska ríkinu (Einar Karl Hallvarðsson lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 4. september 2019, er höfðað 10. maí 2017 af A [ ] gegn í slenska ríkinu vegna Hafrannsóknastofnunar [ ] og 11. maí 2017 gegn Sjóvá - Almennum tryggingum hf. til réttargæslu. Í þinghaldi 15. september 2017 lýsti stefnandi því yfir að ekk i væri lengur þörf á aðild réttargæslustefnda í málinu. Endanlegar dómkröfur s tefnanda eru aðallega þær að stefnda verði gert að greiða honum 25.197.356 krónur með 4,5% vöxtum af 4.110.400 krónum frá 19. júlí 2013 til 23. nóvember 2015, en af 25.197.365 k rónum frá þeim degi til 7. janúar 2017, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6 . gr.laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 500.000 krónum sem greiddar voru 23. desember 2015 og 2.453.360 krónum sem gre iddar voru 20. júlí 2017. Til vara er þess krafist að stefnda verði gert að gr eiða stefnanda 21.193.293 krónur með 4,5% vöxtum af 4.127.727 krónum frá 19. júlí 2013 til 19. júlí 2014, en af 21.193.293 krónum frá þeim degi til 7. janúar 2017, en með drátt arvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags , allt að frádregnum 500.000 krónum sem greiddar voru 23. desember 2015 og 2.453.360 krónum sem greiddar voru 20. júlí 2017. Til þrautavara er þess krafist að stefnda verði g ert að greiða stefnanda 11.751.552 krónur með 4,5% vöxtum frá 19. júlí 2013 til 1 9. júlí 2014, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 500.000 krónum sem greiddar voru 23. desember 20 15 og 2.453.360 krónum sem greiddar voru 20. júlí 2017. Þá krefst stefnandi í öl lum tilvikum málskostnaðar eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans . Stefndi krafðist upph aflega frávísunar málsins, en þeirri kröfu var hafnað með úrskurði 26. október 2017 . 2 I Helstu málsatvik Mál þetta á rætur að rekja til slyss sem stefnandi varð fyrir 19. júlí 2013 þegar hann var við störf sem háseti um borð í rannsóknarskipinu Ö sem er í eigu Hafrannsóknastofnunar. Slysið varð með þeim hætti að verið var að hífa inn fl otvörpu þegar tóg sem hélt flotvörpustýringunni slitnaði. Við það slóst varpan yfir á bakborða og stýringin lenti á brjóstkassa og andliti stefnanda. Stefnandi kastaðist aftur á bak þannig að hann skall á bakið ofan á keðjulóð og með höfuðið á þil bobbinga rennu. Hann missti meðvitund og var fluttur með þyrlu til Akureyrar og þaðan með sjúkraflugi á bráðamóttöku Landspítalans. Með beiðni 2. febrúar 201 4 óskuðu þáverandi lögmaður stefnanda og stefndi sameiginlega eftir því að örorkunefnd legði mat á líkamleg ar afleiðingar slyssins í samræmi við ákvæði skaðabótalaga nr. 50/1993. Álit nefndarinnar lá fyrir 28. janúar 2015. Þar var talið að heilsufar stefna nda hefði verið orðið stöðugt 19. júlí 2014 eða ári eftir slysið. Hafi hann verið veikur vegna afleiðinga s lyssins frá 19. júlí 2013 til 10. júlí 2014, þar af rúmliggjandi í tvo daga. Tímabundið atvinnutjón stefnanda vegna afleiðinga slyssins var talið 100 % frá 19. júlí 2013 til 19. júlí 2014. Í niðurstöðu nefndarinnar var meðal annars tekið fram um heilsu og e verkir í brjósthrygg um herðar og á milli herðablaða og út í vinstri síðu. Þrálátur höfuðverkur, þreyta, gleymska, skert e inbeiting og minna úthald. Hann sefur illa vegna verkja, er endalaust að snúa sér og hann á erfitt með að k læða sig í og úr. Hann hefur reynt svefnlyf en varð að hætta því vegna fótapirrings. Hann hefur fundið fyrir eyrnasuði og svima og kveðst ekki ráða v ið erfiðari heimilisstörf, hann þoli illa langar stöður vegna bakverkja. Getuleysi, almenn vanlíðan og atvi nnuleysi hafa valdið hefðu þvertindar tveggja brjósthryggjarliða o g tvö rif vinstra megin brotnað. Þá hefði stefnandi að öllum líkindum hlotið vægan heilahristing og tognuna ráverka á bakið. Varanlegur miski var metinn til 15 stiga, en miskinn var ekki sundurgreindur, svo sem eftir líkamlegum eða geðrænum einkennum. Varan leg örorka stefnanda var talin vera 15%. Því til stuðnings var meðal annars tekið fram að stefnandi, sem he fði starfað við sjómennsku þegar slysið varð, væri menntaður framreiðslumaður og hefði oft sinnt slíkum störfum á veitingahúsum og hótelum. Hann gæti að einhverju marki sinnt þeim störfum sem hann hefði áður gegnt, en afleiðingar slyssins hefðu dregið úr m öguleikum hans til að afla sér atvinnutekna. Samkomulag var gert 5. júní 2015 um uppgjör slysatryggingabóta vegna líkamstjóns stefnanda samkvæmt kja rasamningi Sjómannafélags Reykjavíkur og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs vegna Hafrannsóknastofnunar. Bætu r voru miðaðar við niðurstöðu örorkunefndar og nam heildargreiðsla 9.367.477 krónum. Fram kom í 3 samkomulaginu að bótauppgjörið fæli í sér fullnaðarup pgjör á tjóni stefnanda. Þáverandi lögmaður stefnanda undirritaði samkomulagið með fyrirvara um rétt stefna Með beiðni 16. maí 2016 óskaði lögmaður stefnanda einhliða eftir því að B lögfræðingur, C geðlæknir og D bæklunarlæknir legðu mat á afleiðingar sly ssins 19. júlí 2013. Í niðurstöðu þeirra frá 16. nóvember 2016 var talið að miski stefnan da af völdum slyssins næmi 35 stigum og að varanleg örorka hans væri 60%. Þá var talið að heilsufar stefnanda hefði versnað í skilningi 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/19 93 frá janúar 2015, aðallega vegna andlegra einkenna sem hefðu byrjað að þróast eftir sly sið. Fram kom í matsgerðinni að ekkert tillit hefði verið tekið til þeirra einkenna í áliti örorkunefndar. Tekið var fram að af 35 stigum vegna varanlegs miska væru 15 stig vegna geðeinkenna og 5 stig vegna vægs heilataugaskaða. Hvað varðaði varanlega öror ku var meðal annars tekið fram að andleg vanlíðan hefði haft mikil áhrif á framtaks leysi, áhugaleysi og tregðu til athafna . Stefnandi krafði stefnda um frekari bætur með vísan til þessarar matsgerðar með bréfi 7. desember 2016. Þeirri kröfu var hafnað með bréfi 10. janúar 2017. Með matsbeiðni 1. febrúar 2017, sem var lögð fram samkvæ mt XII. kafla laga nr. 91/1991, fór stefnandi fram á dómkvaðningu tveggja manna til að me ta afleiðingar þess líkamstjóns sem hann varð fyrir 19. júlí 2013. Í þinghaldi 24. febrúar 2017 voru E lögfræðingur og F heila - og taugalæknir dómkvödd til þess að fra mkvæma hið umbeðna mat. Meðal annars var leitað álits hefði versnað frá janúar 2015, sem og hver varanlegur miski og varanleg örorka teldist vera . Í matsgerð frá 13. júní 2017 var talið a ð heilsufar stefnanda hefði versnað frá janúar 2015. Tekið var fram að líkamleg einkenni í formi mjóbakseinkenna og einkenna frá hægri öxl hefðu heldur aukist, auk þess sem geðræn einkenni hefðu aukist og haft neikvæð áhrif á hugræn einkenni. Þá hefði komi ð í ljós vanstarf á heiladingli. Talið var að varanlegur miski stefnanda væri 35 stig, en þar af væru 10 stig vegna tognunareinkenna í hrygg, 20 stig vegna þunglyndis, kvíða - og áfallastreitueinkenna og heilkennis eftir heilahristing, svo og 5 stig vegna g etuleysis til kynlífs af líkamlegum ástæðum. Varanleg örorka vegna slyssins var talin 50%. Því til stuðnings virðist hafa verið miðað við að stefnandi hefði stundað sjómannsstörf eða aðra líkamlega vinn u til til frambúðar hefði ekki komið til slyssins. Þá var meðal annars vísað til þess að ekki væri síður horft til andlegra afleiðinga slyssins en [væri] matsbeiðandi þjakaður af félagsfælni, kvíða og einangrun . 4 Stefndi óskaði eftir dómkvaðningu yfirmatsmanna 12. desember 2017. Í yfirmatsbeiðni var tekið fram að þess væri óskað að yfirmatsmenn svöruðu að auki líkamlegra og/eða andlegra, hafi verið ófyrirsjáanleg meðal annars leitað álits á því hvaða áverkum stefnandi hefði orðið fyrir í slysinu, sem og því hvort heilsufar hans hefði versnað frá janúar 2015. Ágre iningur reis á milli aðila um sérfræðikunnáttu yfirmat smanna og vildi stefndi dómkveðja bæklunarlækni, ásamt heila - og taugalækni og lögfræðingi. Stefnandi taldi aftur á móti nauðsynlegt að geðlæknir yrði dómkvaddur, ásamt lögfræðingi og heila - og taugalæk ni, þar sem í undirmatsgerð hefði miski verið metinn 3 5 stig, þar af 20 stig vegna þunglyndis, kvíða og áfallastreituröskunar. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 22. desember 2017 var fallist á að dómkveðja, bæklunarlækni, ásamt heila - og taugalækni og lö gfræðingi, til að framkvæma umbeðið yfirmat. Dómkvaddi r voru læknarnir G og H , og jafnframt I lögfræðingur. Fyrir liggur yfirmatsgerð frá 27. apríl 2018. Þar var talið að heilsufar stefnanda hefði ekki versnað frá því í janúar 2015 og var því til s tuðning s meðal annars vísað til vottorðs J geðlæknis frá 23. nóvember 2015 þar sem fram kom að stefnandi hefði við komu til læknisins 12. sama mánaðar sagt einkennin lítið hafa breyst. Talið var að þeir áverkar sem stefnandi varð fyrir hefðu ve rið á höfði, lendhr ygg og neðri hluta brjósthryggjar. Væru þessir áverkar þess eðlis að slá mætti því föstu að einkenni þeirra hefðu verið komin fram þegar afleiðingar slyssins voru metnar af örorkunefnd og hefðu ekki versnað eftir það. Tekið var fram að í matsgerðinni, sem stefnandi aflaði einhliða, væri auk þess lýst geðrænum einkennum og varanlegur miski metinn vegna þeirra. Þá sagði í kafla 13.2 að þau geðrænu einkenni og einkenni sem flokkuð væru sem heilkenni eftir höfuðáverka sköruðust verulega og væ ri því ekki eðlileg t að meta varanlegan miska vegna hvors tveggja, heldur einungis þess ástands sem alvarlegra gæti talist og væri sá háttur hafður á í matsgerðinni. Vísað var til þess að í matsgerð dómkvaddra matsmanna hefði verið metinn varanlegur miski vegna heiladingulsb ilunar. Yfirmatsmenn teldu aftur á móti ekki unnt að draga þá ályktun af fyrirliggjandi upplýsingum að orsakasamhengi væri á milli slyssins og lækkunar testósteróns hjá stefnanda. Kom í því samhengi fram að dómkvaddir matsmenn hefðu ekki haft réttar upplýs ingar um áfengis - og vímuefnavandamál stefnanda. Við mat á varanlegum miska var vísað til þess að varanlegar heilsufarslegar afleiðingar slyssins væru heilkenni eftir höfuðáverka og eftirstöðvar áverka á lendhrygg og neðri hluta brjósthr yggjar. Varanlegur miski vegna slyssins var metinn 15 stig, en þar af voru heilkenni eftir höfuðáverka metin til 5 stiga. Yfirmatsmenn töldu að varanleg örorka stefnanda vegna slyssins væri 35%. Að teknu tilliti til menntunar og starfsreynslu stefnanda v ar talið nærtækast að leggja til 5 grundvallar getu hans til framreiðslustarfa, enda hefði verið komin lítil reynsla á störf hans hjá Hafrannsóknastofnun og með engu móti unnt að fullyrða að hann hefði unnið við sjómannsstörf út starfsævina hefði slysið ekki komið til. Þó teld u yfirmatsmenn rétt að taka sérstakt tillit til getu stefnanda til líkamlega erfiðari starfa, svo sem sjómennsku. Tekið var fram að stefnandi hefði lítið sem ekkert verið á vinnumarkaði eftir slysið, en hann hefði þó tekið einn túr á lín ubát og reynt að vi nna sem þjónn [ ] . Þá hefði hann verið metinn til fullrar örorku hjá Tryggingastofnun ríkisins, meðal annars vegna þeirra áverka sem hann hlaut í slysinu og metnir hefðu verið til varanlegs miska. Í ljósi þessa hefðu áverkar ve gna slyssins, einkum í brjóst - og lendhrygg, haft þó nokkur áhrif á starfsgetu hans og tekjuöflunarhæfi. Á hinn bóginn yrði ekki litið fram hjá því að gögn málsins bentu ótvírætt til þess að áfengisneysla, sem og neysla annarra vímuefna, hefði haft umtalsv erð áhrif á óvinnufærni stefn anda eftir slysið. Talið var ólíklegt að stefnandi gæti unnið störf sem útheimtu burð, beygjur og bogur, svo sem sjómannsstörf. Þá væri geta stefnanda til að vinna framreiðslustörf nokkuð takmörkuð, en viðbúið væri að hann gæti aðeins unnið sem þjónn í hlu tastarfi, auk þess sem hann gæti sinnt léttari störfum, svo sem skrifstofustörfum. Tekið var fram að yfirmatsmenn teldu heilsufar stefnanda ekki hafa versnað frá því að álitsgerð örorkunefndar lá fyrir og að slík breyting væri því ekki ástæða til hækkunar á stigi varanlegrar örorku. Stefnandi óskaði á ný eftir dómkvaðningu matsmanna við fyrirtöku málsins 18. maí 2018. Í matsbeiðninni var óskað álits á því hvort stefnandi hefði orðið fyrir og þá hvers eðlis það væri. Jafnframt var slysinu og um hvaða læknisfræðilegu einkenni væri að ræða. Stefndi mótmælti því að dómkvaðning færi fram, en fallist var á beiðni stef nanda með úrskurði 20. júní 2 018. K geðlæknir og L , sérfræðingur í klínískri taugasálfræði, voru dómkvaddar sem matsmenn 31. ágúst 2018. Fram kemur í matsgerð þeirra frá 5. apríl 2019 að stefnandi hafi orðið fyrir andlegu eða geð rænu tjóni vegna slyssins. Hefði þróast alvarlegur og la ngvinnur þunglyndis - og kvíðasjúkdómur ásamt einkennum um langvinna áfallastreituröskun sem hefðu haft mikil áhrif á líf hans og lífsgæði. Alvarleiki áfalls og streituraskanir í kjölfarið, eins og atv innumissir, fjárhagslegar áhyggjur og skilnaður, séu ste rkir áhættuþættir fyrir þróun áfallastreituröskun ar og eigi við í tilfelli stefnanda. Tekið er fram að stefnandi hafi átt sögu um þunglyndi og kvíða fyrir slysið og sé það áhættuþáttur, en þrátt fyrir viðkvæmni þegar slysið varð hafi eðli áfallsins og afle iðingar skipt miklu máli fyrir þróun einkenna. Þá er tekið fram að mjög líklegt sé að mikill áfengis - og vímuefnavandi stefnanda eftir slysið hafi átt þátt í því að geðræn einkenni þróuðust yfir í lan gvinnan vanda. Tekið var fram að erfitt væri að meta umf 6 stefnandi hefði fengið heilaskaða eftir höfuðáverka í slysinu. Helstu einkenni væru veikleikar á sviði framkvæmdastjórnunar og vís bendingar um breytingu á persónuleika. Hann væri með ske rt vinnsluminni, athygli og úrvinnsluhraða. Slík skerðing hefði áhrif á skammtímaminni, auk þess sem stefnandi ætti erfitt með að halda athygli í samræðum í stórum hópi, hann ynni hægar, ætti erfiðara með að skipuleggja sig og væri lengi að tileinka sér ný jar upplýsingar. Hann sýni minna frumkvæði í daglegu lífi og samskiptum við aðra, hafi lítið úthald og sé orkulaus. l angvinns neysluvanda fyrir og eftir slys og vegna geðræn fram að matsmenn hefðu ekki sérfræðiþekkingu til að meta hvort skortur á kynhormónum væri afleiðing höfuðáverkans eða hann mætti rekja til annarra orsaka. II Helstu málsást æður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir í fyrsta lagi á því að stefndi beri skaðabótaábyrgð á líkamstjóni hans. Megi rekja orsök slyssins til vanbúnaðar á veiðibúnaði skipsins sem útgerð Ö beri ábyrgð á samkvæmt sakarreglunni, s br. 171. gr. siglingalaga nr. 34/1985 og reglunni um vinnuveitendaábyrgð. Hafi sl ysinu verið valdið með stórkostlegu gáleysi þess skipstjórnarmanns sem stjórnaði hífingu flotvörpunnar umrætt sinn. Í öðru lagi er byggt á því að fyrirvari þáverandi lögmann s stefnanda við bótauppgjör 5. júní 2015, sem hafi verið samþykktur af ríkislögma nni, sé lögmætur fyrirvari um að mat á varanlegum afleiðingum slyssins samkvæmt áliti örorkunefndar kynni að vera rangt og að stefnandi ætti rétt til frekari bóta yrðu varanle g örorka og miski síðar metin meiri . Liggi nú fyrir sérfræðimatsgerð, sem og mats gerð, sem sýni að mat á varanlegum miska og varanlegri örorku hafi hækkað verulega. Þá hafi mat á varanlegri örorku hækkað verulega samkvæmt yfirmatsgerð. Hafi við gerð umrædd s samkomulags komið skýrt fram að gerður væri fyrirvari um frekari bótarétt yrðu varanlegar afleiðingar slyssins síðar metnar meiri , en réttur stefnanda til að gera slíkan fyrirvara sé ótvíræður, sbr. athugasemdir við 48. gr. frumvarps þess er varð að lögu m nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Komi hvergi fram á umræddu skjali að endur upptaka bótaákvörðunar komi ekki til álita nema skilyrði 11. gr. skaðabótalaga séu uppfyllt og sé réttur stefnanda óháður þeim skilyrðum. Beri stefndi sönnunarbyrðina fyrir þv í að vikið verði frá skýru orðalagi samkomulagsins, en honum hefði verið í lófa l agið að hafna fyrirvaranum þegar samkomulagið var gert. Það hafi verið forsenda stefnanda með gerð fyrirvarans að fá tjón sitt að fullu bætt. Einnig er tekið fram að þar sem a fleiðingar slyssins séu mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir við bótauppgjör le iði reglur kröfu - og samningaréttar til þess að stefnandi eigi rétt á frekari bótum. 7 Í þriðja lagi vísar stefnandi til þess að verulegir annmarkar séu á álitsgerð örorkunefn dar sem leiði til þess að líta beri fram hjá niðurstöðu nefndarinnar. Þannig komi fram í álitinu að ekki verði litið fram hjá fyrri áverkasögu tjónþola, en ekki verði séð af niðurstöðu nefndarinnar að hvaða leyti slík saga hafi haft áhrif á mat á varanlegu m miska. Þá sé niðurstaðan illa rökstudd og útilokað að átta sig á því á hvaða gr unni hún sé byggð, en það standist ekki rökstuðningsreglu 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hafi til að mynda verið látið undir höfuð leggjast að færa einkenni stefnanda un dir viðeigandi liði í miskatöflu , eins og beri að gera samkvæmt 4. gr. skaðabótal aga. Standist þetta heldur ekki óskráða reglu stjórnsýsluréttar um að stjórnvaldsákvörðun verði að vera efnislega skýr og ákveðin til að málsaðili geti skilið hana og metið ré ttarstöðu sína. Leiði verulegir annmarkar á rökstuðningi stjórnvalds að meginstef nu til þess að stjórnvaldsákvörðun sé talin ógildanleg. Þá sé óljóst hvernig formaður örorkunefndar hafi komið að mati á varanlegri örorku þar sem hann hafi ekki mætt á matsfu nd 25. febrúar 2016. Vegna þessara verulegu annmarka hafi álitsgerðin ekki jafn r íkt sönnunargildi og þær matsgerðir sem stefnandi hafi aflað. Verði ekki fallist á að tjón stefnanda verði rakið til saknæmrar háttsemi, sem stefndi beri ábyrgð á, er byggt á því að tjónið sé bótaskylt á grundvelli kjarasamnings Sjómannafélags Reykjavíku r og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs vegna Hafrannsóknastofnunar sem hafi verið í gildi á þeim tíma sem slysið varð. Komi fram í grein 7.1.1 að Hafrannsóknastofnun beri að tr yggja þá sjómenn sem starfi á vegum stofnunarinnar í samræmi við 172. gr. sigling alaga, en þar sé kveðið á um hlutlæga ábyrgð útgerðarmanns á bótakröfum vegna lífs - og líkamstjóns skipverja. Bætur samkvæmt slysatryggingunni ákvarðist í samræmi við skaðabót alög og beri stefnda á þeim grunni að greiða stefnanda vangreiddar bætur, að frád regnum þeim bótum sem Sjóvá - Almennar tryggingar hf. hafi greitt honum. Verði talið að líta beri til 11. gr. skaðabótalaga þrátt fyrir fyrirvara við bótauppgjör er byggt á þv í að skilyrðum til endurupptöku bótaákvörðunar sé fullnægt. Eigi það við hvort se m fallist verði á skaðabótaskyldu stefnda eða bótarétt samkvæmt kjarasamningi. Ófyrirséðar breytingar hafi orðið á heilsu stefnanda eftir að bótauppgjörið fór fram. Hafi þær o rðið til þess að varanleg örorka stefnanda og miski sé verulega meiri en talið va r samkvæmt álitsgerð örorkunefndar. Í álitsgerðinni hafi ekki verið litið til þeirra andlegu afleiðinga sem síðar kom í ljós að slysið hefði haft í för með sér. Vísað er til v ottorðs M heimilislæknis frá 15. febrúar 2016 þessu til stuðnings. Staðfesti sú m atsgerð sem stefnandi aflaði einhliða að heilsa hans hafi versnað með ófyrirséðum hætti eftir bótauppgjörið, einkum vegna andlegra einkenna sem ekkert til lit hafi verið tekið til í álitsgerð örorkunefndar. Hafi matsmenn talið þunglyndi stefnanda alvarlegt og að hann þyrfti á meðferð að halda. Þessu til stuðnings hafi verið vísað til vottorðs J geðlæknis, frá 23. nóvember 2015 , þar sem 8 þetta sé s taðfest. Þá hafi breytingar á heilsu stefnanda verið verulegar, en mat á varanlegum miska hafi hækkað um 20 stig o g mat á varanlegri örorku um 40%. Samkvæmt matsgerð dómkvaddra matsmanna hafi miskastig einnig aukist um 20 stig og örork ustig um 35%, en þess i hækkun sé vegna ófyrirsjáanlegra breytinga á heilsu stefnanda eftir að bótauppgjör fór fram. Stefnandi tekur f ram að hann telji yfirmatsgerð háða verulegum annmörkum þar sem ekki hafi verið horft til geðræns tjóns hans vegna slyssins. Í því sambandi er bent á að fram komi í svari við matsspurningu um áverka stefnanda vegna slyssins, kafla 13.2 í matsgerð, að matsm enn hafi talið rétt að meta ekki varanlegan miska sérstaklega vegna geðrænna einkenna. Af þessum sökum hafi miski verið vanmetinn og verði að horfa fram hjá niðurstöðum yfirmatsmanna. Við munnlegan málflutning var því hreyft að yfirmatsmenn hefðu aflað ými ssa gagna sjálfstætt og án þess að stefnandi fengi að koma að athugasemdum. Hefði verið byggt á þessum gögnum í matsgerð, en telja verði þetta verulegan ágalla á yfirmatsgerðinni. Hvað sem þessu líður bendir stefnandi á að yfirmatsmenn hafi talið varanlega örorku stefnanda vera 35% , eða 20% hærri en í álitsgerð örorkunefndar. Sé skilyrði 11. gr. skaðabótalaga um verulega hækkun örorkustigs því u ppfyllt að þessu leyti. Kröfur stefnanda eru byggðar á því að hann eigi rétt á bótum vegna þeirrar hækkunar sem hefur orðið á miskastigi og varanlegri örorku frá því að bótauppgjör fór fram. Jafnframt er krafist miskabóta, sbr. a - lið 1. mgr. 26. gr. skað abótalaga. Aðalkrafa stefnanda er reist á þeirri matsgerð sem stefnandi aflaði einhliða og varakrafa á matsgerð hi nna dómkvöddu matsmanna. Þá er þrautavarakrafa byggð á yfirmatsgerð og þar er eingöngu gert ráð fyrir því að stefnandi eigi rétt á frekari bót um vegna varanlegrar örorku. Í öllum tilvikum er gert ráð fyrir frádrætti vegna annarra greiðslna sem stefnandi he fur notið, sbr. 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga. G erð er nánari grein fyrir tölulegum forsendum krafna stefnanda í stefnu, auk þess sem hann skýr ði þær nánar við munnlegan flutning málsins. III Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi vísar til þess að grundvöllur uppgjörs aðila 5. júní 2015 hafi falist í hlutrænum rétti stefnanda til bóta úr slysatryggingu sjómanna í samræmi við kjarasamnin g. Hafi bótaréttur byggst á því að stefnandi hefði orðið fyrir slysi í skilningi slysatryggingarinnar og sé réttur hans í þessum efnum óumdeildur. Hafi líkamstjón stefnanda þannig verið bætt án tillits til sakar, sbr. 172. gr. siglingalaga sem vísað sé til í kjarasamningi. Séu engar forsendur til kröfugerðar á grundvelli sakar, enda taki bótaréttur samkvæmt slysatrygg ingu sjómanna til tjóns sem til álita kæmi á grundvelli skaðabótaréttar að fullnægðum skilyrðum um saknæmi, orsakasamband og sennilega afleiði ngu. Að greiddum bótum úr slysatryggingu á 9 grundvelli skaðabótalaga geti engu óbættu skaðabótaskyldu tjóni verið t il að dreifa. Áréttað er að ásetningi eða skaðabótaskyldu gáleysi sé ekki til að dreifa í málinu og geti stefnandi því ekki haldið uppi miskab ótakröfu á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga, auk þess sem fjárhæð kröfunnar sé mótmælt sem órökstuddri og ósannaðr i. Einfalt gáleysi dugi ekki og hafi skipverjar hvað sem öðru líði ekki sýnt af sér gáleysi þegar stefnandi slasaðist. Tekið er fram að stef nandi beri sönnunarbyrði fyrir því að tjón hans sé annað og meira en greini í áliti örorkunefndar sem legið hafi t il grundvallar bótauppgjöri. Stefnandi sé bundinn við samning aðila og dugi ekki að vísa til almennt orðaðs fyrirvara sem hann gerði við uppgj örið. Dómstólar hafi hafnað því að leggja almenna fyrirvara, sem vísi ekki til ákveðinna afmarkaðra matsefna sem l águ til grundvallar uppgjöri, til grundvallar nema fullnægt sé skilyrðum 11. gr. skaðabótalaga um endurupptöku bótaákvörðunar. Þá hafi stefnan di ekki gert athugasemdir við efnislega niðurstöðu örorkunefndar þegar hann kraf ð ist uppgjörs á grundvelli álitsin s. Hafi fyrirmæla 22. gr. stjórnsýslulaga verið gætt við samningu álitsins og sé öndverðum málsástæðum stefnanda mótmælt sem röngum. Stefndi vísar til þess að það sé skilyrði endurupptöku samkvæmt 11. gr. skaðabótalaga að ófyrirsjáanlegar breytingar hafi orðið á heilsu stefnanda þannig að ætla megi að miskastig eða örorkustig sé verulega hærra en áður var talið. Hafi stefnandi í kjölfar uppgjö rsins strax hafist handa við að afla frekari gagna um afleiðingar slyssins, en sú gagnaöflun hafi að mestu lotið a ð einkennum sem lágu til grundvallar áliti örorkunefndar. Í álitinu hafi fyrra heilsufar stefnanda verið rakið. Komi þar fram að hann hafi glí mt við þráláta bakverki um langt árabil áður en slysið varð og greinst með brjósklos tæpum mánuði fyrir slysið. Me gi álykta að stefnandi hafi tæplega verið fullfær um að sinna erfiðisvinnu fáum vikum síðar. Þá hafi hann verið til meðferðar vegna áfengisvan da nokkrum sinnum, en verið edrú frá 14. nóvember 2014 , tæpum mánuði fyrir fund með örorkunefnd 12. desember sama ár. Sé tekið fram í álitinu að getuleysi, almenn vanlíðan og atvinnuleysi í kjölfar slyssins hafi valdið stefnanda félagslegri einangrun og an dlegri vanlíðan. Þessi sömu einkenni séu svo til umfjöllunar í mati dómkvaddra matsmanna. Sé með öllu ósannað að ó fyrirsjáanlegar breytingar hafi orðið á heilsu stefnanda og sýni niðurstaða dómkvaddra matsmanna ekki fram á slíkt. Byggist niðurstaða matsins á mismunandi afstöðu matsmanna til einkenna sem örorkunefnd hafi áður fjallað um í áliti sínu, en einnig á atburð arás sem átti sér stað eftir slys ið . Þá blasi við að dómkvaddir matsmenn hafi metið stefnanda sérstaklega til miska vanvirkni í heiladingli á grundvelli frásagnar stefnanda um hóflega áfengis - og fíkniefnaneyslu. Sú frásögn samrýmist hvorki þeim gögnum sem hafi verið reifuð í áliti örorkunefndar né síðar tilkomnum gögnum. Vegna þessara ágalla sé ekki hægt að leggja matsgerð dómkvaddra 10 matsmanna til grundvallar. Yfirmatsgerð sýni glögglega að skilyrði til endurupptöku bótaákvörðunar séu ekki uppfyllt. Yfirma tsmenn hafi meðal annars lagt til grundvallar upplýsingar um fyrra heilsufar og áfengisneyslu stefnanda við matið. Því er mótmælt að yfirmatsg erðin sé haldin annmörkum og tekið fram að þar hafi meðal annars verið litið til geðrænna einkenna sem stafi af sl ysinu, líkt og sjá megi af niðurstöðum yfirmatsgerðarinnar . Þá sé sú málsástæða að það sé annmarki á yfirmatsgerð að matsmenn hafi aflað gagna sjálfstætt og lagt þau til grundvallar án þess að leita athugasemda frá stefnanda of seint fram komin. Hún eigi e kki heldur við rök að styðjast, enda sé alvanalegt að matsmenn afli gagna með þessum hætti og hafi gögnin haft að geyma upplýsingar um staðrey ndir sem athugasemdir frá stefnanda hefðu ekki getað breytt. Bent er á að í stefnu sé bæði byggt á því að verulegi r annmarkar séu á álitsgerð örorkunefndar sem leiði til þess að horfa verði fram hjá niðurstöðu nefndarinnar, sem og á því að álitsgerðin verð i að teljast rétt á þeim tíma sem matið fór fram. Þessar málsástæður stefnanda séu augljóslega ósamrýmanlegar. Fjá rhæð dómkrafna stefnanda er mótmælt sem rangri og ósannaðri , þar með talið vaxtareikningi. IV Niðurstaða Kröfur stefnanda eru í fyrsta lagi á því reistar að tjón hans megi rekja til saknæmrar háttsemi sem útgerð Ö beri ábyrgð á. Ekkert liggur fyrir í mál inu sem styður það að rekja megi orsök slyssins til vanbúnaðar á skipinu eða að slysinu hafi verið valdið með sakn æm ri háttsemi þess skipverja sem stjórnaði hífingu flotvörpunnar umrætt sinn. Þegar af þeirri ástæðu geta kröfur stefnanda ekki byggst á þessu m grunni og kemur ekki til álita að dæma stefnda til greiðslu miskabóta, sbr. a - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga, ein s og gerð er krafa um. Aftur á móti er ágreiningslaust að stefnandi á rétt á bótum frá stefnda vegna slyssins án tillits til sakar, sbr. 1 72. gr. siglingalaga sem vísað er til í þeim kjarasamningi sem við á. Um uppgjör bóta á þeim grunni fer eftir skaðabót alögum. Eins og rakið hefur verið fékk stefnandi greiddar bætur samkvæmt kjarasamningnum 5. júní 2015 og miðuðust þær við niðurstöðu öro rkunefndar. Var í samkomulaginu miðað við að varanlegur miski væri 15 stig og varanleg örorka 15%. Aðila greinir á um hvernig túlka beri þann fyrirvara sem stefnandi gerði við hærri miska, en ekki liggja fyr ir gögn um nánari skýringu á honum , svo sem um hvers vegna hann var gerður eða hvort stefnandi hafi talið að tilteknar forsendur matsins s tæðust ekki. Skýra verður þennan almenna fyrirvara með þeim hætti að stefnandi hafi áskilið sér rétt til frekari bóta ef varanlegur miski eða varanleg örorka yrði meiri en talið var í 11 áliti örorkunefndar vegna síðari breytinga á heilsu hans. Að mati dómsin s er ekki unnt að skýra fyrirvarann með þeim hætti að stefnandi hafi áskilið sér rétt til endurupptöku bótaákvörðunar vegna þess að matið, sem hún var reist á, kynni að vera rangt. Gera verður þá kröfu að slíkir fyrirvarar séu ótvíræðir, sbr. til hliðsjóna r dóma Hæstaréttar frá 20. febrúar 2014 í máli nr. 576/2013 og frá 18. febrúar 2016 í máli nr. 391/2015. Verður því ek ki talið að fyrirvarinn geti falið annað í sér en að stefnandi hafi áskilið sér rétt til að krefjast frekari bóta ef síðar yrðu ófyrirséða r breytingar á heilsufari hans sem leiddu til frekari varanlegs miska og varanlegrar örorku en lagt var til grundvalla r við uppgjörið 5. júní 2015. Þá leiða meginreglur kröfu - og samningaréttar , sem stefnandi hefur vísað til , ekki til annarrar niðurstöðu. Kemur samkvæmt þessu til skoðunar hvort uppfyllt séu skilyrði 11. gr. skaðabótalaga til endurupptöku bótaákvörðunar. Það er frumskilyrði þess að ákvörðun um bætur verði tekin upp að nýju að breytingar hafi orðið á heilsu tjónþola sem ekki hafi verði fyrir sjáanlegar þegar ákvörðunin var tekin. Í samræmi við það kemur fram í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, að ekki sé heimilt að taka slíka ákvörðun upp að nýju þótt örorkustig reynist hærra en gert var ráð fyrir ef ástæður þess eru aðrar en bre ytingar á heilsu tjónþola. Stefnandi telur verulega annmarka vera á álitsgerð örorkunefndar, einkum þar sem þar skort i rökstuðning fyrir niðurstöðum og hafi einkenni hans ekki verið færð til viðeigandi liða í miskatöflu. Að mati dómsins verður ráðið af ál itsgerðinni hvaða einkenni það eru sem metin eru stefnanda til varanlegs miska vegna slyssins, enda þótt skýrara hef ð i verið að sundurliða matið að þessu leyti. Þá verður ekki séð að rökstuðningi sé svo áfátt eða að aðrir annmarkar séu á álitsgerðinni sem leiði til þess að horfa beri fram hjá henni, en stefnandi hefur sjálfur þegið bætur á grundvelli álitsgerðarinnar og b yggir málatilbúnað sinn að hluta á henni. Málatilbúnaður stefnanda er einkum byggður á því að í álitsgerð örorkunefndar, sem lá til grun dvallar bótauppgjöri, hafi ekki verið tekið tillit til geðræns tjóns af völdum slyssins. Með þeirri matsgerð sem stefn andi aflaði einhliða, matsgerð dómkvaddra matsmanna og þeirri matsgerð sem aflað var sérstaklega um geðrænt tjón hafi verið sýnt fram á að slíkt tjón sé til staðar, sem og að það hafi aukist með ófyrirséðum hætti eftir að bótauppgjör fór fram. Stefndi telu r aftur á móti að yfirmatsgerð, sem leggja verði til grundvallar við úrlausn málsins, sýni að skilyrði til endurupptöku bótaákvörðunar séu ekki uppfyllt, enda hafi ekki orðið breytingar á heilsu stefnanda sem leiði til verulegrar hækkunar á miska stigi eða varanlegri örorku. Að mati dómsins verður það mat sem stefnandi aflaði einhliða , og án þess að stefndi gæti komið sjónarmiðum sínum á fr amfæri, ekki lagt að jöfnu við matsgerð þeirra tveggja dómkvöddu matsmanna sem stefnandi aflaði undir rekstri málsins og getur það enn síður gengið henni framar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 13. 12 júní 2013 í máli nr. 20/2013. Þá er sönnunargildi yfirmatsgerðar að öllu jöfnu ríkara en undirmatsgerðar, að því tilskildu að ekki hafi verið sýnt fram á galla á henni, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 8. mars 2007 í máli nr. 315/2006. Við munnlegan málflutning hreyfði stefnandi því að yfirmatsmenn hefðu aflað gagna og lagt til grundvallar matinu án þess að gefa honum færi á að koma að andmælum, en það væri verule gur annmarki á yfirmatsgerð. Gerð er grein fyrir þessari gagnaöflun yfirmatsmanna í matsgerðinni og sækir hún stoð í 3. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . Umrædd gögn vörðuðu heilsufar og sjúkrasögu stefnanda. Hvað sem líður athugasemd ste fnda um að málsástæðan sé of seint fram komin þá verður a ð teknu tilliti til eðlis þessara gagna ekki séð að andmæli frá stefnanda hefðu g etað haft þýðingu þannig að borið hefði að gefa honum færi á að koma athugasemdum á framfæri. Verður því ekki fallist á að yfirmatsgerðin sé að þessu leyti haldin annmarka. Að framan hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðum fyrirliggjandi matsgerða, en þe ir læknar sem komu að þeirri matsgerð sem var einhliða aflað, dómkvaddir matsmenn og yfirmatsmenn gáfu skýrslu fyrir d ómi og skýrðu nánar niðurstöður sínar. Í yfirmatsgerð var varanlegur miski stefnanda metinn til 15 stiga og var þannig komist að sömu ni ðurstöðu og í álitsgerð örorkunefndar. Eins og rakið hefur verið telur stefnandi þann annmarka vera á yfirmatsgerð að láðst hafi að taka tillit til geðræns tjóns sem sé sannarlega afleiðing slyssins og hafi það ekki verið metið honum til miska. Sé um að ræ ða verulegan annmarka sem sýni að forsendur yfirmatsmanna fyrir mati á miska, sem og varanlegri örorku, standist ekki. Í kafla 13.2 í yfirmatsgerðinni er, svo sem áður greinir, fjallað um einkenni stefnanda vegna slyssins. Vísað er til þess að í þeirri mat sgerð sem stefnandi aflaði einhliða hafi verið lýst geðrænum einkennum og varanlegur miski verið metinn vegna þeirra. Þá segir : skarast verulega og því er ekki eðlilegt að me ta varanlegan miska vegna hvors tveggja, heldur einungis þess ástands sem alvarlegra getur talist og er sá háttur hafð ur á í út í þýðingu og ástæðu þessa. Fram kom í skýrs lu G , heila - og taugalæknis, að yfirmatsmenn hefðu talið geðræn einkenni og einkenni vegna höfuðáver ka að miklu leyti til vera þau sömu og því ekki standast að meta miska vegna hvors tveggja. Að þeirra mati vær u ekki til staðar geðræn einkenni vegna slyssi ns umfram þau einkenni sem leiða megi af þeim höfuðáverka sem stefnandi varð fyrir í slysinu. Sams k onar skýringar voru gefnar í skýrslum yfirmatsmannanna H og I , en þeir lögðu báðir áherslu á að um skörun einkenna væri að ræða. Að mati dómsins er sú aðf erð yfirmatsmanna að meta eingöngu miska vegna einke nna höfuðáverka, sem talin eru vega þyngra en geðræn einkenni samkvæmt 13 miskatöflu, með vísan til þess að einkenni skarist , í samræmi við þá aðferðafræði sem ber að beita þegar lagt er mat á varanlegan mis ka samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga. Að teknu tilliti t il lýsingar á þeim einkennum sem um ræðir, sbr. meðal annars það sem haft er eftir stefnanda í yfirmatsgerð, er jafnframt fallist á að einkenni sem verða rakin til höfuðáverka og geðræn einkenni séu um ma rgt þau sömu þannig að rétt hafi verið að fara þessa leið. Verður samkvæmt þessu ekki fallist á að láðst hafi að líta til geðrænna einkenna stefnanda við matið þannig að yfirmatsgerðin sé að þessu leyti haldin annmarka. Þá verður ekki séð að sú matsgerð se m stefnandi aflaði eftir að yfirmatsgerð lá fyrir sý ni fram á að varanlegur miski vegna geðrænna einkenna hafi verið vanmetinn eða að annmarkar séu á yfirmatsgerð. Til þess er að líta að hinir dómkvöddu matsmenn treystu sér ekki til að leggja mat á umfang geðrænna einkenna, sem mætti rekja til slyssins, og gerðu margs konar fyrirvara vegna fyrri áfengisneyslu og fyrri geðrænna einkenna stefnanda. Getur umrædd matsgerð í ljósi þessa ekki stutt kröfur stefnanda. Að teknu tilliti til þeirra gagna sem liggja fy rir dóminum og heimilda hans, sem og þess að niðurst öðu yfirmatsmanna hefur ekki verið hnekkt, telur dómurinn að leggja verði til grundvallar að varanlegur miski stefnanda vegna slyssins sé 15 stig, líkt og gengið var út frá við bótauppgjör í júní 2015. Eins og rakið hefur verið , þá er það skilyrði þess a ð til endurupptöku bótaákvörðunar geti komið að heilsufar stefnanda hafi versnað með ófyrirsjáanlegum hætti og að slík versnun leiði til verulegrar hækkunar á miska - eða örorku stigi . Í yfirmatsgerð kom, s vo sem áður greinir, skýrt fram að yfirmatsmenn teld u heilsufar stefnanda ekki hafa versnað frá því að bótauppgjör fór fram í júní 2015. Var nánar rökstutt í kafla 13.1 að yfirmatsmenn teldu áverka stefnanda, sem væru heilkenni eftir höfuðáverka, sem og áv erka á lendhrygg og neðri hluta brjósthryggjar, vera þess eðlis að slá mætti því föstu að einkenni vegna þeirra hefðu verið komin fram þegar afleiðingar slyssins voru metnar af örorkunefnd og að þau hefðu ekki versnað eftir það. Þetta fær að mati dómsins j afnframt stoð í lýsingu á þeim einkennum sem um ræði r, en eins og rakið hefur verið var ýmis s konar geðrænum einkennum lýst í álitsgerð örorkunefndar og eru þau einkenni sem stefnandi lýsti fyrir yfirmatsmönnum af sama toga. Þá tók yfirmatsmaðurinn I skýrt fram fyrir dómi að ástæðu þess að yfirmatsmenn teldu varanlega örorku hærri en örorkunefnd væri ekki að rekja til versnunar á einkennum stefnanda, heldur hefðu yfir matsmenn lagt mat á varanlega örorku með öðrum hætti og teldu örorkustigið hafa verið vanme tið af örorkunefnd. Þá var meðal annars vísað til þess að yfirmatsmenn hefðu haft meiri upplýsingar um erfiðleika stefnanda við að fóta sig á vinnumarkaði eftir slysið. Samkvæmt þessu verður að leggja til grundvallar að ástæður þess að örorkustig stefnan da var talið hærra í yfirma tsgerð séu aðrar en ófyrirsjáanlegar breytingar á 14 heilsu hans, en við þær aðstæður er ekki heimilt að endurupptaka bótaákvörðun, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 2. febrúar 2012 í máli nr. 423/2011. Samkvæmt framangreind u eru ekki uppfyllt skilyrð i 11. gr. skaðabótalaga til að endurupptaka bótaákvörðun vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku stefnanda. Þá hefur kröfu stefnanda um greiðslu miskabóta áður verið hafnað, enda ekki uppfyllt skilyrði a - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Að þessu vi rtu verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Rétt þykir að málskostnaður á milli aðila falli niður. Stefnandi fékk gjafsókn með bréfi innanríkisráðuneytisins 15. júní 2016. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr rí kissjóði, þar með talin þók nun lögmanns hans sem þykir að teknu tilliti til umfangs málsins hæfilega ákveðin 2.200.000 krónur. Dóm þennan kveður upp Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómari ásamt sérfróðu meðdómendunum Elíasi Ólafssyni , heila - og taugalækni , o g Kristni Tómassyni, geð - og embættislækni. D Ó M S O R Ð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfum stefnanda, A . Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans , Steingríms Þormóðsson ar, 2.200.000 krónur. Ásgerður Ragnarsdóttir (sign.) Elías Ólafsson (sign.) Kristinn Tómasson (sign.)