Héraðsdómur Suðurlands Dómur 6. mars 2020 Mál nr. S - 419/2019: Héraðssaksóknari (Matthea Oddsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Ingi Tryggvason lögmaður) og Y (Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður) Dómur Mál þetta var þingfest 29. ágúst 2019 og dómtekið að lokinni framhaldsaðalmeðferð 7. febrúar 2020. Málið er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dags. 22. ágúst 2019, á hendur ákærðu, X og Y , fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt 28. mars 2016, fyrir framan skemmtistaðinn A í félagi veist að B , með ofbeldi, en ákærði Y tók B niður í jörðina og þar sem hann lá í jörðinni þá veittust ákærðu í sameiningu að honum með s pörkum í andlit hans, höfuð og líkama auk þess sem að ákærði Y kýldi hann nokkrum sinnum í andlit, höfuð og líkama. Af þessari atlögu missti B meðvitund og hlaut bólgið nef, mar á vinstri upphandlegg, eymsli framan á vinstri öxl og margúl á hnakka og vinst ri hlið höfuðs. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákæruvaldið gerir þær kröfur sem í ákæru greinir. Ákærði X krefst þess að allega að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Komi til sakfellingar er þess krafist að ákvörðun refsingar verði frestað skilorðsbundið og til þrautavara að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. 2 Ákærði Y krefst þess aðalle ga að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Komi til sakfellingar er þess krafist að ákvörðun refsingar verði frestað skilorðsbundið og til þrautavara að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Báðir ákærðu krefjast þess að a llur sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda ákærðu, verði greidd úr ríkissjóði. Helstu málavextir Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að klukkan 03:46 aðfaranótt mánudagsins 28. mars 2016, sem það ár bar upp á annan í páskum , hafi lögreglu borist tilkynning um slasaðan mann við skemmtistaðinn A . Á vettvangi hafi, brotaþoli í máli þessu, B , legið meðvitundarlaus á stétt fyrir framan skemmtistaðinn, nánar tiltekið norðan við Hann lá á vinstr i hlið og var blóðugur í framan og allt í kringum hann var fólk að hlúa að honum sjúkrabifreið á C . Fram kemur í frumskýrslu að eftir viðræður við vitni á vettvangi hafi lögregla farið inn á skemmtistaðinn og handt ekið ákærðu í máli þessu og í framhaldinu flutt þá á lögreglustöðina á Selfossi. Haft er eftir ákærða Y að ákærði hafi stöðvað slagsmál milli brotaþola og annars stráks inni á skemmtistaðnum. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að ákærði X hafi verið blóðugu r á vinstri hendi. Einnig hafi verið blóð á skyrtu hans og á vinstri skyrtuermi, buxum og skóm. Þá segir að ákærði Y hafi verið blóðugur á hnúum hægri handar og einnig hafi skór hans verið blóðugir. Í málinu liggur frammi áverkavottorð, dags. 8. apríl 201 6, undirritað af D á C . Í vottorðinu segir að brotaþoli hafi verið nokkuð útsleginn og greinilega ölvaður. Einnig kemur fram í vottorðinu að svörun hafi verið lítil en hann þó svarað áreiti. Hafi brotaþoli verið lágur í sykri en vakað vel eftir að hafa dru kkið sykraðan djús. Er áverkum brotaþola Skurður um 3,5 - 4 cm rétt ofan við vi. augabrún. Bólgið nef, aðeins skakkt. n þá sést að hann er með hematoma á hnakk [sic] og vi. hlið höfuðs ca 3 - 4 stöðum. Mar á upp handlegg rétt ofan olnboga vi. megin og eymsli framan á vi. öxl Auk ákærðu gáfu skýrslur við aðalmeðferð málsins brotaþolinn, B , vitnin E , F , G , H , I , J , K , L , M , N , O dyravörður, D læknir, P lögreglumaður, R rannsóknarlögreglumaður og S sérfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 3 Framburður ákærðu og vitna verður ekki að öllu leyti rakinn, en vikið að honum í niðurstöðukafla að því leyti sem þörf krefur ti l úrlausnar málsins. Forsendur og niðurstaða Ákærðu er gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás fyrir framan skemmtistaðinn A aðfaranótt 28. mars 2016 með þeim afleiðingum sem nánar greinir í ákæru. Ákærða Y er gefið að sök að hafa tekið brotaþola niður í jörðina. Ákærðu báðum er gefið að sök, þegar brotaþoli hafi legið í jörðinni, að hafa í sameiningu veist að brotaþola með spörkum í andlit, höfuð og líkama brotaþola. Auk þess er ákærða Y gefið að sök að haf a kýlt brotaþola nokkrum sinnum í andlit, höfuð og líkama. Ákærðu neita báðir sök. Hluti framlagðra gagna í máli þessu fjalla um rannsókn lögreglu á ætlaðri líkamsárás M gegn brotaþola í máli þessu inni á skemmtistaðnum A umrædda nótt. Má ráða af gögnum málsins að ætluð líkamsárás hafi átt sér stað fyrir atburð þann sem ákæra í máli þessu tekur til. Með bréfi Héraðssaksóknara, dags. 16. ágúst 2019, var áðurnefndum M tilkynnt að rannsókn á ætluðu broti hans gegn 1. mgr. 217. gr. almennrar hegningarlaga vær i felld niður með vísan til fyrningar. Samkvæmt framburði ákærðu fyrir dómi munu þeir hafa blandað sér inn í samskipti brotaþola og vitnisins M inni á skemmtistaðnum. Fyrir dómi kvað ákærði X brotaþola hafa reynt að skalla sig áður en til framangreindra samskipta kom en ákærði kvaðst hafa ákveðið að blanda sér í ágreining milli brotaþola og vitnisins M . Lýsti ákærði X því hvernig vitnið M hafi stokkið á brotaþola og slegið hann, alla vega einu sinni, þannig að sprungið hafi fyrir á augabrún brotaþola með þeim afleiðingum að mikið hafi blætt. Eftir það hafi meðákærði Y gengið með brotaþola út af skemmtistaðnum. Ákærði Y kvaðst, þegar brotaþoli hafi gert sig líklegan til að ráðast aftur á vitnið M inni á skemmtistaðnum, hafa tekið utan um brotaþola, snúið honum við og gengið með hann að dyravörðum og sagt þeim að fara með brotaþola út. Þar sem hann hafi engin svör fengið hafi hann sjálfur farið með brotaþola út af skemmtistaðnum. Þá hafi blætt töluvert úr nefi brotaþola og einnig blætt úr augabrún. Tólf vi tni sem voru inni eða fyrir utan skemmtistaðinn A umrædda nótt gáfu skýrslu fyrir dómi. Í framburði fjögurra þeirra kom fram að þau hafi ekki verið stödd fyrir utan skemmtistaðinn umrædda nótt þegar atvik þau, sem ákæra í máli þessu tekur til, hafi átt sér stað. Eins og áður greinir beindist hluti rannsóknar lögreglu að ætlaðri líkamsárás M á hendur brotaþola inni á skemmtistaðnum umrædda nótt og yfirheyrði 4 lögregla áðurnefndan M og þrjú vitni um atvik inni á skemmtistaðnum. Um var að ræða vitnin I , N og L . Vitnið I , kunningi ákærðu, sem í yfirheyrslu hjá lögreglu 4. apríl 2016, bar um ágreining inni á skemmtistaðnum milli brotaþola og vitnisins M lýsti atvikum þannig. Ákærði X hafi togað aftan í hálsmál brotaþola þannig að brotaþoli hafi fallið í gólfið. Þá hafi vitnið M farið ofan á brotaþola og kýlt hann nokkrum sinnum en vitnið I kvaðst ekki hafa séð nákvæmlega hvar. Eftir þetta hafi brotaþoli verið blóðugur í andliti. Vitnið I bar við minnisleysi í skýrslutöku fyrir dómi. Var vitninu kynntur framburður hennar hjá lögreglu en vitnið kvað atvik umrædda nótt þó ekki rifjast upp. Vitnið M , sem var yfirheyrður af lögreglu 19. desember 2017 grunaður um líkamsárás gagnvart brotaþola umrædda nótt, kvaðst fyrir dómi ekki hafa séð áverka á brotaþola eftir samskipt i þeirra í milli inni á skemmtistaðnum umrætt kvöld. Vitnið N , kærasta vitnisins M , bar með sama hætti fyrir dómi, þ.e. að hafa ekki séð áverka á brotaþola eftir samskipti vitnisins M og brotaþola inni á skemmtistaðnum. Vitnið L , brotaþola, lýsti atvik um inni á skemmtistaðnum fyrir dómi með líkum hætti og hjá lögreglu, að tveir eða þrír strákar, sem vitnið þekkti ekki, hafi verið í kringum brotaþola inni á skemmtistaðnum. Einnig minnti vitnið að brotaþoli hafi fengið eitt högg í andlitið og fallið við. Atvikum fyrir utan inngang skemmtistaðarins, sem mál þetta fjallar um, lýsti ákærði X í öllum meginatriðum með sama hætti hjá lögreglu og fyrir dómi. Meðákærði Y hafi haldið höndum brotaþola fyrir aftan bak og þannig haldið honum upp að rúðu fyrir utan skemmtistaðinn, sagt brotaþola, sem hafi verið blóðugur í framan, að hætta og vera rólegan. Þegar meðákærði hafi sleppt brotaþola hafi brotaþoli snúið sér við og slegið meðákærða Y einu sinni, en ákærði X mundi ekki hvar höggið hafi lent. Í framhaldinu haf i meðákærði tekið brotaþola niður. Hafi brotaþoli við það lent utan í ákærða X. Þá hafi meðákærði Y farið ofan á brotaþola og slegið hann nokkur högg. Aðspurður kvaðst ákærði X ekki muna hvar höggin hafi lent. Ákærði X kvaðst , þegar brotaþoli hafi legið í jörðinni, hafa sparkað tvisvar í brotaþola. Ítrekað aðspurður kvaðst ákærði hafa sparkað ofarlega í vinstri upphandlegg brotaþola en neitaði að hafa sparkað í höfuð eða andlit brotaþola. Aðspurður um ástæðu þess að á honum og fötum hans hafi verið blóð þegar hann var handtekinn kvað ákærði brotaþola hafa verið alblóðugan þegar hann kom út af skemmtistaðnum og hafi brotaþoli dottið utan í ákærða fyrir utan skemmtistaðinn. Ákærði Y lýsti atvikum fyrir utan skemmtistaðinn með s ama hætti hjá lögreglu og fyrir dómi að því undanskildu að hjá lögreglu kvað ákærði meðákærða X hafa tekið brotaþola niður. Fyrir dómi kvaðst ákærði hafa haldið höndum brotaþola fyrir aftan bak 5 upp við vegg fyrir utan skemmtistaðinn en brotaþoli hafi verið nokkuð æstur. Kvaðst ákærði hafa sagt brotaþola að hann ætlaði ekkert að gera honum. Í því að hann hafi sleppt brotaþola hafi brotaþoli snúið sér við og slegið ákærða á vangann, en höggið hafi ekki verið þungt. Kvaðst ákærði í kjölfarið hafa snúið brotaþo la niður og haldið honum niðri með því að halda um hendur hans. Þá hafi fjöldi manna komið að og kvaðst ákærði halda að þá hafi verið sparkað í höfuð brotþola en ákærði kvaðst ekki hafa séð hver þar hafi verið að verki og ekki geta fullyrt að það hafi veri ð meðákærði X . Neitaði ákærði alfarið að hafa sparkað í brotaþola og kýlt hann eins og lýst er í ákæru. Aðspurður um ástæðu þess að á fötum hans hafi verið blóð þegar hann var handtekinn kvað ákærði að blætt hafi úr nefi brotaþola þegar hann hafi haldið ho num og blóð úr brotaþola þannig farið á föt hans. Brotaþoli, B , sem kvaðst hafa neytt áfengis umrædda nótt, lýsti því fyrir dómi að hafa lent upp á kant við ákærðu, skólafélaga sína, fyrir utan skemmtistaðinn en muna lítið eftir atvikum fyrr en hann hafi vaknað upp á C . Kvaðst brotaþola minna að ákærði Y hafi lamið hann og ákærði X sparkað í höfuð hans, eða öfugt, eins og vitnið orðaði það. Brotaþoli kvaðst hvorki geta lýst upphafi átakanna né með hvaða hætti hann hafi verið kýldur. Vitnið minnti að ha fa fengið áverka á upphandlegg. Vitnið O , sem umrædda nótt var dyravörður á skemmtistaðnum, kvaðst fyrir dómi muna eftir slagsmálum fyrir utan staðinn umrætt sinn en ekki eftir átökum inni á staðnum. Fyrir dómi kvaðst vitnið ekkert þekkja til ákærðu og mun T T slá eða sparka í mann þann sem legið hafi á jörðinni fyrir utan skemmtistaðinn. Fyrir dómi kvaðst vitnið G ekkert muna eftir atvikum umrædda nótt. Tók vitnið fram að hann þekkti ekki til á U og hafa hvorki þekkt til ákærða né brotaþola. Er það í samræmi við framburð hans hjá lögreglu 28. mars 2016. Vitninu var kynntur framburður hans hjá lögreglu, þ.e. að maður sem slengt hafi verið utan í rúðu fyrir utan skemmtistaðinn hafi verið alblóðugur þegar hann kom út af skemmtistaðnum í fylgd annars manns. Þá hafi tilraunir vitnisins til að stoppa átök á þessu stigi ekki borið árangur og næst hafi hann séð þann alblóðuga á jörðinni og hafi þrír eða fjórir verið að sparka í hann og kýla. Kvaðst vitnið hafa heyrt að sá sem hafi haldið þeim alblóðuga héti X og kvaðst vitnið myndi þekkja þann mann aftur en hina ekki. Greindi vitnið lögreglu frá því að um hafi verið að ræða spörk af alef li, bæði í höfuð og síðu og þá hafi einhver, sem buna 6 munað betur eftir atvikum þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu en tók fram að atvik rifjuðust ekki upp fyrir honum við l estur framburðar hans hjá lögreglu. Vitnið H , skólafélagi ákærðu og brotaþola, sem kvaðst umrætt sinn hafa verið undir áhrifum áfengis, greindi frá atvikum í öllum aðalatriðum með sama hætti fyrir dómi og hjá lögreglu þann 1. apríl 2016. Vitnið kvaðst um rætt sinn hafa komið gangandi frá bílastæði gengt skemmtistaðnum og séð rifrildi milli brotaþola og ákærða Y . Þá hafi hann sé ákærða Y kannski X sparka í síðu brotaþola. Vitnið kvaðst ekki hafa séð hvar högg ákærða Y hafi lent. Á upptöku af yfirheyrslu yfir vitninu hjá lögreglu, sem dómari hefur kynnt sér, kvaðst hann hafa séð hnefa fara upp og niður en ekki hvar hann lenti. Hjá lögreglu kvaðst vitnið hafa séð ákærða X sparka í brjóstkassa brotaþola. Þá l ýsti vitnið því fyrir dómi að hafa tekið ákærða X frá og að einhver annar hafi tekið ákærða Y . Kvað hann brotaþola hafa legið á jörðinni en verið með meðvitund og kvaðst vitnið hafa séð hann skríða fyrir horn. Sérstaklega aðspurður kvaðst vitnið hvorki ha fa séð áverka né blóð á brotaþola. Vitnið kvaðst ekki geta lýst því nánar hvernig ákærði Y hafi tekið brotaþola niður. Vitnið kvað fjölda manns hafa verið á staðnum. Aðspurður hjá lögreglu kvaðst vitnið ekki hafa séð einhverja aðra en ákærðu ráðast að brot aþola. Vitnið E , sem þekkti til ákærðu og brotaþola, kvaðst umrætt sinn hafa verið edrú og verið stödd fyrir utan skemmtistaðinn umrætt sinn. Fyrir dómi kvaðst vitnið muna, en og hann áb yggilega á móti líka bombað honum utan í glerið á A berja hann á fullu og síðan enda hann, B á jörðinni og þá eru þeir báðir að sparka í hann og kýla hann á fullu aðspurð hvar ákærðu hafi kýlt brotaþola, kvaðst vitnið ekki hafa séð það nákvæmlega, hún hafi ekki staðið það nálægt, en það var eitthvað í andlitið og eitthvað í efri hluta líkama hans. Aðspurt hvort vitnið hafi séð báða ákærðu kýla brotaþola í höfuðið, svaraði vitnið því játandi. Þá kvað vitnið báða hafa sparkað í brotaþola, en hún ekki séð nákvæmlega hvar spörkin lentu, en það hafi verið á líkama brotaþola. Aðspurð hvort 100% núna Vitnið kvaðst ekki muna hvernig það atvikaðist að brotaþoli hafnaði í jörðinni en vitnið kvaðst hafa verið beint fyrir framan skemmtistaðinn vinstra megin við innganginn. Í lokin hafi ekkert samband náðst við brotaþola og blóð verið út um allt, þ.e. í andliti hans 7 og fötum, en vitnið tók fram að þetta myn 100% að margt fólk hafi verið þarna í kring. Aðspurð af verjanda ákærða X kvaðst vitnið hafa séð ákærða X kýla brotaþola en ekki geta lýst því nákvæmlega hvar höggin lentu. Hún kvaðst einnig hafa séð ákærða X sparka í brotaþola en ekki geta sagt nákvæmlega hvar spörkin hafi lent. Kvað vitnið ákærðu hafa kropið eða setið yfir brotaþola á jörðinni meðan þeir hafi kýlt hann, en ákærðu hafi verið standandi þegar þeir spörkuðu í brotaþola og brotaþoli legið á jörðinni. Þá k alveg 100% á því eingöngu verið ákærðu sem hafi lamið brotaþola umrætt sinn. Síðar í yfirheyrslunni staðfesti vitnið hins vegar að, eins og þegar lögregla yfirheyrði hana, muni hún ekki eftir hvað hvor ákærðu hafi gert í umr æddum átökum. Aðspurð af verjanda ákærða Y kvaðst 100% áverka á brotaþola í upphafi atburðarásarinnar kvaðst vitnið ekki hafa séð neitt blóð fyrr en eftir að annar hvor ákærðu hafi hent höfði brotaþola utan í A . Vitninu var kynntur framburður hennar hjá lögreglu þar sem hún lýsti atvikum þannig að hún hafi séð annan árásarmanninn bomba höfði brotaþola í glugga A, hinn draga brotaþola niður á stéttina, setjast ofan á hann og b erja hann. Þá hafi sá sem slegið hafi höfði brotaþola utan í húsið komið og sparkað í höfuð brotaþola. Sérstaklega aðspurð í lok skýrslutöku fyrir dómi kvaðst vitnið vera viss um að ákærðu hafi báðir sparkað og kýlt í brotaþola. Þegar athygli vitnisins va r vakin á því að hún hafi ekki greint þannig frá í símaskýrslu hjá lögreglu 5. febrúar 2019, kvaðst vitnið muna eftir að hafa séð þá báða kýla brotaþola, þ.e. áður en höfuð hans hafi endað í rúðunni, en á þeim tíma hafi þeir allir þrír, ákærðu og brotaþoli , verið í átökum. Þá ítrekaði vitnið að ákærðu báðir hafi sparkað í brotaþola liggjandi á jörðinni. Aðspurð um ástæðu þessa misræmis sagðist vitnið hafa hugsað meira um atvikið og muni nú aðeins betur eftir því. Vitnið kvaðst ekki hafa undirbúið sig sérsta klega fyrir skýrslutökuna og ekki rætt við aðra sem á vettvangi voru. Vitnið J kvaðst hafa séð brotaþola liggjandi á jörðinni og tvo menn standa yfir honum fyrir utan skemmtistaðinn. Kvaðst vitnið hafa gripið inn í þegar hann hafi séð sparkað í brotaþola og kvaðst vitnið vera nokkuð viss um að mennirnir hafi sparkað í höfuð brotaþola. Þessu hafi fylgt mikill dynkur og ekkert farið á milli mála hvað gerst hafi. Vitnið kvaðst hins vegar ekki geta sagt til um það hvort báðir mennirnir hafi sparkað í brotaþol a og þá kvaðst vitnið ekki vera viss um að hafa séð mennina kýla brotaþola. Tók vitnið fram að þetta hafi allt gerst mjög hratt. Vitnið, sem kvaðst vera frá V , kvaðst aldrei hafa séð árásarmennina áður og ekki hafa þekkt þá með nafni. Brotaþola, sem sé 8 frá W hafi hann hins vegar kannast við. Vitnið staðfesti það sem fram kemur í samantekt af skýrslu hans hjá lögreglu 6. febrúar 2019, þ.e. að hafa séð annan mannanna sparka af miklu afli í höfuð brotaþola. Fram kom hjá vitninu að það hafi gefið sig fram hjá l ögreglu í kjölfar þess að lögregla hafi auglýst eftir vitnum af atvikinu. Vitnið kvaðst ekki geta borið kennsl á ákærðu sem sátu í dómsal meðan vitnið gaf skýrslu. Vitnið K , sveitungi vitnisins J , kvaðst fyrir dómi hafa séð mann liggjandi á stéttinni og an nan mann ofan á. Vitnið kvaðst hvorugan manninn hafa þekkt. Vitnið mundi ekki eftir að hafa séð liggjandi manninn kýldan og ekki hafa séð sparkað í hann. Vitnið kvaðst ekki geta borið kennsl á ákærðu sem sátu í dómsal meðan vitnið gaf skýrslu. Vitnið F kva ðst fyrir dómi hafa þekkt ákærðu með nafni en engin deili á brotaþola. Vitnið, sem kvaðst umrædda nótt hafa neytt áfengis, bar við minnisleysi en staðfesti að ákærðu hafi verið á vettvangi umrætt sinn og samkvæmt bestu vitund hafi ákærðu báðir átt aðild að slagsmálum fyrir utan skemmtistaðinn. Beðin um að segja frá því sem hún myndi eftir svaraði vitnið. Eða ég get náttúrulega ekkert neitað því að þeir slógu eða þeir sem sagt, já slógu hann og svona ð halda að það hafi verið ákærði X . Þá kvaðst vitnið muna eftir að hafa séð ákærða X sparka einu sinni í brotaþola þar sem hann hafi legið á jörðinni en ekki hvar sparkið hafi lent í brotaþola. Sérstaklega aðspurð hvort hún geti fullyrt að þar hafi ákærði X verið að verki svaraði Ja, ég alla vega sá einhvern sparka í hann Ég bara, veistu það ég bara Hér að framan hefur verið rakinn framburður brotaþola og sjö vitna sem gáfu skýrslu fyrir dómi og öll voru staðset t fyrir utan skemmtistaðinn A í nágrenni við þann stað þar sem lögregla og síðar sjúkraliðar kom að brotaþola umrætt sinn. Flest vitnanna báru við minnisleysi og áttu erfitt með að skýra sjálfstætt frá atburða r ás umrætt sinn. Má án efa rekja það til þess a ð nær fjögur ár voru liðin frá atburðinum. Atburðurinn var um nótt og mörg vitnanna undir áhrifum áfengis. Þrátt fyrir að fjöldi vitna hafi gefið skýrslu fyrir dómi er þó er margt óljóst um atvik máls umrætt sinn. Hefur sú staðreynd að langur tími leið frá atburðinum þar til hluti vitna voru yfirheyrð af lögreglu án efa áhrif. Þá gerir það sönnunarfærslu erfiðari að samkvæmt gögnum málsins og framburði ákærðu og vitna, sem voru inni á skemmtistaðnum, mun brotaþoli hafa lenti í átökum fyrr um nóttina inni á staðnum. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort og þá hvaða áverka brotaþoli hafi hlotið í þeim átökum. Samkvæmt framburði vitnisins M , sem grunaður var um líkamsárás á hendur brotaþola og sætti rannsókn lögreglu, hafi þeir báðir, vitnið og brotaþoli hafnað í 9 gólfinu í kjölfar samskipta þeirra í milli. Þá liggur einnig fyrir samkvæmt framburði ákærðu að þeir hafi komið með einhverjum hætti að ágreiningi milli brotaþola og áðurnefnds M . Málatilbúnaður ákæruvaldsins verður ekki skilinn á annan veg en þann að bygg t sé á því að brotaþoli hafi hlotið áverka í umræddum átökum og vísaði ákæruvaldið til þess að áverkar á augabrún brotaþola, sem getið er í framlögðu læknisvottorði, væru ekki tilgreindir í ákæru. Eins og rannsókn máls þessa var háttað er því ekki útilokað að brotaþoli hafi hlotið frekari áverka í átökum inni á skemmtistaðnum. Brotaþoli, B , sem bar við minnisleysi í yfirheyrslu hjá lögreglu daginn eftir atburðinn, lýsi fyrir dómi óljósum minningarbrotum af hinni ætluðu atlögu ákærðu. Um hið ætlaða spark í höfuðið kvaðst brotaþoli muna eftir því en ekki vita hvort það sé eitthvað sem heilinn hafi búið til eftir áfallið. Hann eigi minningu um að hafa fengið stóran skó í höfuðið eða hnakkann. Kvaðst brotaþoli vera nokkuð viss um að ákærði X mig minnir það, ég sé alltaf þessa skó sem hann átti, þannig að ég myndi áætla það umræddan atburð kvaðst brotaþoli ekki vita hverjir hafi ráðist á hann fyrir utan skemmtistaðinn. Brotaþoli kvaðst hins vegar muna eftir að hafa lent í stympingum inni á staðnum en ekki vita hverjir hafi verið þar að verki, en þó muna eftir að hafa heyrt nafnið Y á meðan árásinni stóð. Fyrir dómi fullyrti brotaþoli hins vegar að fyrir a tburðinn utan við skemmtistaðinn hafi hann ekki verið með áverka og hafnaði því að hafa verið blóðugur eftir átök inni á skemmtistaðnum. Vitnið G , sem ekkert þekkti til ákærðu, bar við minnisleysi í skýrslugjöf fyrir dómi en í yfirheyrslu hjá lögreglu um h ádegisbil sama dag greindi vitnið frá því að þrír eða fjórir menn hafi sparkað og kýlt brotaþola þar sem hann hafi legið á jörðinni fyrir utan skemmtistaðinn. Vitnið og dyravörðurinn O bar einnig við minnisleysi í skýrslugjöf fyrir dómi og upplýsti að hann þekkti ekkert til ákærðu. Vitnið K , sem ekkert þekkti til ákærðu, greindi frá því í yfirheyrslu hjá lögreglu tæpum þremur árum eftir atburðinn að hann minnti að hafa séð mann kýla brotaþola, en gat ekki borið um atvik máls fyrir dómi. Vitnið E , sem einnig var fyrst yfirheyrð hjá lögreglu tæpum þremur árum eftir atburðinn, bar talsvert á annan veg fyrir dómi en hjá lögreglu eins og rakið hefur verið hér að framan. Vitnið þekkti til ákærðu en í yfirheyrslu hjá lögreglu gat vitnið ekki greint frá hlut hvors á kærða fyrir sig í hinni ætluðu atlögu. Haft er eftir vitninu hjá lögreglu að sá sem hafi dregið brotaþola niður hafa sest ofan á hann og barið, en hinn hafi sparkað í höfuð brotaþola. Gætti ósamræmis í veigamiklum atriðum í framburði vitnisins fyrir dómi, eins og rakið hefur verið að framan. Að mati 10 dómsins voru skýringar vitnisins á breyttum framburði fyrir dómi ekki trúverðugar og framburður vitnisins ruglingslegur. Eins og rakið hefur verið hér að framan bar vitnið F við minnisleysi í skýrslutöku fyrir dómi og gat ekki gefið skýra og greinargóða lýsingu á atvikum umrætt sinn. Af frumskýrslu lögreglu í máli þessu má ætla að vitnið hafi verið sjónarvottur að atvikum fyrir utan skemmtistaðinn frá upphafi til enda. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu ræddi lögreg la við vitnið á vettvangi, sem eins og áður greinir, þekkti ákærðu með nafni. M.a. greindi vitnið á vettvangi frá því að ákærði Y hafi veitt brotaþola hnefahögg í kvið og höfuð og brotaþoli við það vankast og dottið í jörðina. Þá hafi ákærði X komið að og hafi hann ásamt ákærða Y sparkað endurtekið í kvið og höfuð brotaþola. Taldi vitnið að brotaþoli hafi misst meðvitund við spark í höfuðið. Vitninu var kynnt framangreint í skýrslutöku fyrir dómi. Kvað vitnið atvik máls ekki rifjast upp og þá mundi vitnið e kki eftir frá hverju hún hafi skýrt í yfirheyrslu hjá lögreglu sem fram fór í gegnum síma sama dag, þ.e. 28. mars 2016. Samantekt lögreglu af framangreindri yfirheyrslur eru eingöngu Hún staðfesti framburð sinn í frumskýrslu að vi ðlagðri vitnaskyldu og ábyrgð og bætti við að með henni þarna fyrir utan og einnig vitni hafi verið G , , sem hafi séð það sama og hún auk þess hafi hann skvett úr bjórglasi á Y til að reyna að stöðva hann þegar hann var að sparka í höfuð B . Hún sagði G hafa verið nokkuð ölvaðan og farið af vettvangi þegar þessu var að ljúka ber ekki með sér að við skráningu á frásögn vitnisins F á vettvangi, hafi, eftir því sem við átti, verið gætt ákvæða 63. - 65. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sa kamála, sbr. 1. mgr. 60. gr. sömu laga. Vitnið P lögreglumaður, sem ritaði frumskýrslu, kvaðst fyrir dómi ekki muna eftir viðræðum við vitnið F á vettvangi. Þá liggja hvorki frammi upptökur af viðræðum lögreglu við vitnið á vettvangi né af áðurnefndri síma skýrslu lögreglu af vitninu. Vitnið R rannsóknarlögreglumaður, sem kvaðst fyrir dómi að hafa stjórnað rannsókn málsins, staðfesti að hafa hringt í vitnið F 28. mars 2016, en vitnið gat hvorki skýrt af hverju yfirheyrslan hafi ekki verið tekin upp né hverni g staðið hafi verið að skýrslutökunni. Liggur því ekki fyrir hvort vitnið F hafi gefið lögreglu sjálfstæða frásögn af atvikum máls umrædda nótt í símaskýrslunni. Bendir orðalag í samantekt Hún staðfesti framburð sinn í frumskýrslu ss að svo hafi ekki verið. Samkvæmt framansögðu fellst dómurinn hvorki á að leggja til grundvallar við sönnunarmatið frásögn vitnisins F á vettvangi né samantekt lögreglu af símaskýrslu yfir vitninu. Vitnið J sem yfirheyrður var af lögreglu á sama tíma og vitnið K , lýsti atvikum 11 undir lok atburðarásar fyrir framan skemmtistaðinn í öllum megin atriðum með sama hætti hjá lögreglu og fyrir dómi eins og rakið hefur verið að framan. Hins vegar gat vitnið ekki borið um hvort og þá hvor ákærðu hafi verið þar að ve rki. Vitnið H , sem þekkti til beggja ákærðu, bar með skýrum og greinargóðum hætti um atvik máls fyrir dómi. Var framburður hans í öllum meginatriðum samhljóða framburði hans hjá lögreglu, þ.e. um að ákærði Y hafi tekið brotaþola niður og slegið hann og að ákærði X hafi sparkað í síðu brotaþola. Ákærðu neita báðir að hafa sparkað í andlit og höfuð brotaþola og ákærði Y neitar að hafa sparkað í líkama brotaþola og að hafa kýlt brotaþola nokkrum sinnum í andlit, höfuð og líkama. Með vísan til framburða vitna hefur ákæruvaldinu, gegn eindreginni neitun ákærðu, að mati dómsins hvorki tekist að færa fram lögfulla sönnun, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008, fyrir því að ákærðu báðir hafi sparkað í andlit og/eða höfuð brotaþola né að ákærði Y hafi kýlt brotaþol a nokkrum sinnum í andlit og/eða höfuð. Að þessu virtu, dómaframkvæmdar varðandi heimfærslu til 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga og þess að ákæruvaldinu hefur ekki tekist sönnun þess að ætluð spörk og hnefahögg ákærðu beggja hafi beinst að andliti o g/eða höfði brotaþola, verða ákærðu ekki sakfelldir fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hins vegar þykir það hafið yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008, með vísan til framburðar ákærða Y , meðákær ða X og vitnisins H , að ákærði Y hafi tekið brotaþola niður í jörðina umrætt sinn. Með sama hætti þykir sannað með vísan til framburðar meðákærða X og vitnisins H , að ákærðu hafi í sameiningu veist að brotaþola. Í fyrsta lagi með því að ákærði Y hafi kýlt brotaþola, og vísast í því sambandi til framburðar meðákærða X og vitnisins H . Í öðru lagi með því að að ákærði X hafi sparkað tvisvar í efri hluta líkama brotaþola, og vísast í því sambandi til framburðar ákærða sjálfs fyrir dómi og framburðar vitnisins H . Þar sem vafi er um það hvaða áverka brotaþoli hafi hlotið í átökum inni á skemmtistaðnum fyrir atvik það sem mál þetta fjallar um, telur dómurinn ekki framkomin lögfull sönnun þess að sú háttsemi sem sannað þykir að ákærðu hafi viðhaft umrætt sinn og lý st er hér að framan, hafi valdið þeim áverkum sem lýst er í ákæru. Samkvæmt öllu framansögðu brutu ákærðu báðir gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það skal tekið fram að vörnum varðandi framangreinda heimfærslu til ákvæða var ekki áb ótavant. Samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 fyrnist sök á tveimur árum ef ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi eða refsing 12 sú sem til er unnið fer ekki fram úr sektum. Í máli þessu voru teknar lögr egluskýrslur af ákærðu og fjórum vitnum 28. mars 2016, sama dag og atburður sá sem mál þetta fjallar um átti sér stað. Skýrslur voru teknar af vitnum 1. og 4. apríl 2016. Þá eru skýrslur tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um fatnað ákærðu d agsettar 30. maí og 3. júní sama ár. Þann 2. apríl 2019 sendi lögreglustjórinn á Suðurlandi málið til meðferðar hjá Héraðssaksóknara með vísan til h - liðar 1. mgr. 23. gr. laga nr. 88/2008. Það var ekki fyrr en í byrjun febrúar 2019, nánar tiltekið 5. og 6 . þess mánaðar sem rannsókn máls þessa var fram haldið og lögregla tók skýrslur af fjórum vitnum og ræddi við fjóra aðra einstaklinga. Ákæra barst dómnum 26. ágúst 2019 og var hún birt ákærða X í þinghaldi 29. sama mánaðar, en fyrirkall var birt ákærða Y 3. september sama ár. Aðalmeðferð fór fram 19. desember 2019 og var framhaldið 7. febrúar sl. Að virtum sakarferli ákærðu og þeirri hámarksrefsingu sem tiltekin er í 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, er ljóst að refsing sú sem ákærðu hefði verið á kveðin fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga hefði ekki farið fram úr eins árs fangelsi. Fyrnist því sök í máli þessu á tveimur árum. Þá skal það tekið fram að yfirheyrsla yfir M , sem grunaður var um líkamsárás gagnvart brotaþola inn á sk emmtistaðnum A fyrr umrædda nótt, og fram fór á Z 19. desember 2017, rífur ekki fyrningarfrest, sbr. 4. og 5. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga. Þá verður ákærðu ekki kennt um þann drátt sem varð á meðferð málsins hjá lögreglu. Samkvæmt öllu framansögðu verður sök ákærða Y og X því talin fyrnd. Með vísan til 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 233. gr. sömu laga, greiðist allur sakarkostnaður málsins úr ríkissjóði sem hér segir: Samkvæmt sakarkostnaðaryfirlitum héraðssaksóknara: 21.065 krónur vegna læknisvottorðs og 170.030 krónur vegna ferðakostnaðar vitna. Þá greiðast málsvarnarlaun verjanda ákærðu einnig úr ríkissjóði sem hér segir: Málsvarnarlaun verjanda X Axels, Inga Tryggvasonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 484.840 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og ferðakostnað verjanda samtals að fjárhæð 46.200 krónur. Málsvarnarlaun verjanda ákærða Y , Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 590.240 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og ferðakostnaður verjanda samtals að fjárhæð 36.300 krónur. Ragnheiður Thorlacius héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: 13 Ákærði, X , er sýkn af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Ákærði, Y , er sýkn af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Allur sakarkostnaður 1.348.675 krónur greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda ákærða X , Inga Tryggvasonar lögmanns, 484.840 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og ferðakostnaður verjanda samtals 46.200 krónur, og málsvarnarlaun verjanda ákæ rða Y , Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 590.240 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og ferðakostnaður verjanda samtals 36.300 krónur. Ragnheiður Thorlacius