Héraðsdómur Reykjaness Dómur 20. nóvember 2020 Mál nr. E - 1678/2020 : Þrb. Jarðbundin s ehf. ( Ragnar Björgvinsson lögmaður ) g egn Jósep Geir Guðvarðss yni ( Hilmar Magnússon lögmaður ) Dómur Mál þetta var höfðað með birtingu stefnu þann 16. júní 2020 og tekið til dóms að lok inni aðalmeðferð þann 1 1. nóvember sl. Stefn andi er þrotabú Jarðbundins ehf., kt. 000000 - 0000 , , . Stefnd i er Jósep Geir Guðvarðss on , kt. 000000 - 0000 , , . Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að endurgreiða stefnanda skuld að fjárhæð 3.921.239 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 13.080 krónum frá 1. janúar 2018 til 2. janúar 2018, af 16.09 5 krónum frá þeim degi til 3. janúar 2018, af 18.712 krónum frá þeim degi til 4. janúar 2018, af 18.895 krónum frá þeim degi til 5. janúar 2018, af 22.295 krónum frá þeim degi til 6. janúar 2018, af 29.435 krónum frá þeim degi til 8. janúar 2018, af 35.430 krónum frá þeim degi til 9. janúar 2018, af 55.463 krónum frá þeim degi til 10. janúar 2018, af 61.236 krónum frá þeim degi til 11. janúar 2018, af 68.716 krónum frá þeim degi til 12. janúar 2018, af 114.140 krónum frá þeim degi til 13. janúar 2018, af 35 1.138 krónum frá þeim degi til 15. janúar 2018, af 354.933 krónum frá þeim degi til 16. janúar 2018, af 363.287 krónum frá þeim degi til 17. janúar 2018, af 373.825 krónum frá þeim degi til 18. janúar 2018, af 442.034 krónum frá þeim degi til 19. janúar 20 18, af 466.873 krónum frá þeim degi til 20. janúar 2018, af 517.914 krónum frá þeim degi til 21. janúar 2018, af 521.243 krónum frá þeim degi til 22. janúar 2018, af 530.149 krónum frá þeim degi til 23. janúar 2018, af 535.431 krónu frá þeim degi til 24. j anúar 2018, af 543.100 krónum frá þeim degi til 25. janúar 2018, af 553.680 krónum frá þeim degi til 26. janúar 2018, af 561.020 krónum frá þeim degi til 27. janúar 2018, af 572.222 krónum frá þeim degi til 28. janúar 2018, af 580.551 krónu frá þeim degi t il 29. janúar 2018, af 613.795 krónum frá þeim degi til 30. janúar 2018, af 622.126 krónum frá þeim degi til 31. janúar 2 2018, af 624.879 krónum frá þeim degi til 1. febrúar 2018, af 647.753 krónum frá þeim degi til 2. febrúar 2018, af 679.803 krónum frá þe im degi til 3. febrúar 2018, af 682.747 krónum frá þeim degi til 4. febrúar 2018, af 691.431 krónu frá þeim degi til 5. febrúar 2018, af 693.037 krónum frá þeim degi til 6. febrúar 2018, af 709.143 krónum frá þeim degi til 8. febrúar 2018, af 715.521 krónu frá þeim degi til 9. febrúar 2018, af 721.721 krónu frá þeim degi til 10. febrúar 2018, af 729.860 krónum frá þeim degi til 11. febrúar 2018, af 734.145 krónum frá þeim degi til 12. febrúar 2018, af 743.639 krónum frá þeim degi til 13. febrúar 2018, af 76 1.776 krónum frá þeim degi til 14. febrúar 2018, af 780.242 krónum frá þeim degi til 15. febrúar 2018, af 1.003.472 krónum frá þeim degi til 16. febrúar 2018, af 1.008.855 krónum frá þeim degi til 17. febrúar 2018, af 1.041.420 krónum frá þeim degi til 18. febrúar 2018, af 1.054.063 krónum frá þeim degi til 19. febrúar 2018, af 1.055.562 krónum frá þeim degi til 20. febrúar 2018, af 1.056.902 krónum frá þeim degi til 21. febrúar 2018, af 1.064.747 krónum frá þeim degi til 22. febrúar 2018, af 1.071.549 krón um frá þeim degi til 23. febrúar 2018, af 1.089.276 krónum frá þeim degi til 24. febrúar 2018, af 1.107.531 krónu frá þeim degi til 25. febrúar 2018, af 1.114.134 krónum frá þeim degi til 26. febrúar 2018, af 1.132.839 krónum frá þeim degi til 18. febrúar 2018, af 1.134.134 krónum frá þeim degi til 1. mars 2018, af 1.152.222 krónum frá þeim degi til 2. mars 2018, af 1.174.372 krónum frá þeim degi til 3. mars 2018, af 1.208.617 krónum frá þeim degi til 4. mars 2018, af 1.212.218 krónum frá þeim degi til 5. m ars 2018, af 1.230.832 krónum frá þeim degi til 6. mars 2018, af 1.433.527 krónum frá þeim degi til 7. mars 2018, af 1.454.631 krónu frá þeim degi til 8. mars 2018, af 1.476.656 krónum frá þeim degi til 9. mars 2018, af 1.490.477 krónum frá þeim degi til 1 0. mars 2018, af 1.491.817 krónum frá þeim degi til 11. mars 2018, af 1.503.407 krónum frá þeim degi til 12. mars 2018, af 1.519.242 krónum frá þeim degi til 13. mars 2018, af 1.525.652 krónum frá þeim degi til 14. mars 2018, af 1.537.996 krónum frá þeim d egi til 15. mars 2018, af 1.841.973 krónum frá þeim degi til 16. mars 2018, af 1.869.424 krónum frá þeim degi til 17. mars 2018, af 1.885.271 krónu frá þeim degi til 18. mars 2018, af 1.896.796 krónum frá þeim degi til 21. mars 2018, af 1.915.432 krónum fr á þeim degi til 22. mars 2018, af 1.944.690 krónum frá þeim degi til 23. mars 2018, af 1.949.937 krónum frá þeim degi til 24. mars 2018, af 1.963.067 krónum frá þeim degi til 25. mars 2018, af 1.968.511 krónum frá þeim degi til 26. mars 2018, af 1.983.700 krónum frá þeim degi til 27. mars 2018, af 1.986.423 krónum frá þeim degi til 28. mars 2018, af 1.986.523 krónum frá þeim degi til 29. mars 2018, af 1.989.496 krónum frá þeim degi til 3 30. mars 2018, af 1.990.795 krónum frá þeim degi til 31. mars 2018, af 1 .997.335 krónum frá þeim degi til 3. apríl 2018, af 1.999.025 krónum frá þeim degi til 4. apríl 2018, af 2.009.117 krónum frá þeim degi til 5. apríl 2018, af 2.009.673 krónum frá þeim degi til 6. apríl 2018, af 2.066.664 krónum frá þeim degi til 7. apríl 2 018, af 2.070.284 krónum frá þeim degi til 8. apríl 2018, af 2.073.172 krónum frá þeim degi til 9. apríl 2018, af 2.092.516 krónum frá þeim degi til 10. apríl 2018, af 2.095.895 krónum frá þeim degi til 11. apríl 2018, af 2.098.895 krónum frá þeim degi til 12. apríl 2018, af 2.105.514 krónum frá þeim degi til 13. apríl 2018, af 2.123.567 krónum frá þeim degi til 14. apríl 2018, af 2.128.154 krónum frá þeim degi til 15. apríl 2018, af 2.130.349 krónum frá þeim degi til 16. apríl 2018, af 2.329.566 krónum frá þeim degi til 17. apríl 2018, af 2.347.944 krónum frá þeim degi til 18. apríl 2018, af 2.351.414 krónum frá þeim degi til 19. apríl 2018, af 2.359.414 krónum frá þeim degi til 22. apríl 2018, af 2.362.307 krónum frá þeim degi til 24. apríl 2018, af 2.370. 100 krónum frá þeim degi til 25. apríl 2018, af 2.371.200 krónum frá þeim degi til 26. apríl 2018, af 2.376.952 krónum frá þeim degi til 27. apríl 2018, af 2.390.478 krónum frá þeim degi til 28. apríl 2018, af 2.391.162 krónum frá þeim degi til 29. apríl 2 018, af 2.391.381 krónu frá þeim degi til 30. apríl 2018, af 2.392.537 krónum frá þeim degi til 1. maí 2018, af 2.432.991 krónu frá þeim degi til 2. maí 2018, af 2.435.491 krónu frá þeim degi til 3. maí 2018, af 2.440.524 krónum frá þeim degi til 4. maí 20 18, af 2.441.864 krónum frá þeim degi til 5. maí 2018, af 2.445.175 krónum frá þeim degi til 6. maí 2018, af 2.446.483 krónum frá þeim degi til 7. maí 2018, af 2.452.849 krónum frá þeim degi til 8. maí 2018, af 2.481.213 krónum frá þeim degi til 9. maí 201 8, af 2.489.571 krónu frá þeim degi til 10. maí 2018, af 2.701.801 krónu frá þeim degi til 11. maí 2018, af 2.704.298 krónum frá þeim degi til 12. maí 2018, af 2.718.514 krónum frá þeim degi til 13. maí 2018, af 2.732.987 krónum frá þeim degi til 14. maí 2 018, af 2.735.284 krónum frá þeim degi til 29. maí 2018, af 2.745.708 krónum frá þeim degi til 30. maí 2018, af 2.753.882 krónum frá þeim degi til 31. maí 2018, af 2.754.816 krónum frá þeim degi til 1. júní 2018, af 2.767.896 krónum frá þeim degi til 2. jú ní 2018, af 2.774.539 krónum frá þeim degi til 14. júní 2018, af 2.925.232 krónum frá þeim degi til 15. júní 2018, af 2.941.592 krónum frá þeim degi til 16. júní 2018, af 2.945.026 krónum frá þeim degi til 17. júní 2018, af 2.947.333 krónum frá þeim degi t il 18. júní 2018, af 2.949.066 krónum frá þeim degi til 19. júní 2018, af 2.977.076 krónum frá þeim degi til 20. júní 2018, af 2.987.727 krónum frá þeim degi til 22. júní 2018, af 2.997.456 krónum frá þeim degi til 25. júní 2018, af 2.999.528 krónum frá þe im degi til 27. júní 2018, af 4 3.000.728 krónum frá þeim degi til 30. júní 2018, af 3.261.728 krónum frá þeim degi til 13. júlí 2018, af 3.461.728 krónum frá þeim degi til 27. júlí 2018, af 3.464.627 krónum frá þeim degi til 28. júlí 2018, af 3.466.227 krón um frá þeim degi til 31. júlí 2018, af 3.501.427 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 2018, af 3.514.507 krónum frá þeim degi til 2. ágúst 2018, af 3.623.007 krónum frá þeim degi til 9. ágúst 2018, af 3.624.356 krónum frá þeim degi til 10. ágúst 2018, af 3.63 1.110 krónum frá þeim degi til 11. ágúst 2018, af 3.641.184 krónum frá þeim degi til 12. ágúst 2018, af 3.644.443 krónum frá þeim degi til 13. ágúst 2018, af 3.658.942 krónum frá þeim degi til 14. ágúst 2018, af 3.908.942 krónum frá þeim degi til 15. ágúst 2018, af 3.920.976 krónum frá þeim degi til 16. ágúst 2018, af 3.926.308 krónum frá þeim degi til 17. ágúst 2018, af 3.964.866 krónum frá þeim degi til 20. ágúst 2018, af 3.965.140 krónum frá þeim degi til 23. ágúst 2018, af 3.983.140 krónum frá þeim degi til 27. ágúst 2018, af 3.983.790 krónum frá þeim degi til 29. ágúst 2018, af 4.053.291 krónu frá þeim degi til 2. september 2018, af 4.132.291 krónu frá þeim degi til 5. september 2018, af 4.132.839 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnu m innborgunum á 15.000 krónum þann 4. apríl 2018, á 8.000 krónum þann 19. apríl 2018, á 3.100 krónum þann 30. apríl 2018, á 44.000 krónum þann 1. maí 2018, á 2.500 krónum þann 2. maí 2018, á 8.000 krónum þann 3. maí 2018, á 8.000 krónum þann 5. maí 2018, á 4.000 krónum þann 7. maí 2018, á 3.000 krónum þann 8. maí 2018, á 9.000 krónum þann 14. maí 2018, á 6.000 krónum þann 16. maí 2018 og á 200 krónum þann 5. september 2018. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu að mati réttarins. Stefndi krefst sýknu af öllum dómkröfum stefnanda. Þá krefst stefndi þess að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu að teknu tilliti til greiðslu virðisaukaskatts . Málavextir og sönnunarfærsla: B ú stefnanda var tekið til gjaldþrotaskipta m eð úrskurði H éraðsdóms Reykjaness 1 0. október 2019 og var Ragnar Björgvinsson skipaður skiptastjóri . Stefndi er annar stofnenda hins gjaldþrota félags, og var eigandi að 50% hlutafjár á móti 50% hluta , og þá sat stefndi í stjórn félag sins til 31. maí 2018 , auk þess sem hann hafði prókúru á reikningum félagsins á sama tíma. Skiptastjóri kveður að við skoðun á bókhaldi félagsins ásamt upplýsingum frá viðskiptabanka þess, hafi hann orðið þess áskynja að fjármunum stefnanda virtist hafa 5 v erið ráðstafað til persónulegra hagsbóta fyrir stefnda, með millifærslum í heimabanka, reiðufjárúttektum í hraðbanka og notkun á viðskiptakortum félagsins í eigin þágu . Hafi hann því krafið stefnda, með bréfi dagsettu 27. desember 2019, um endurgreiðslu. Með bréfi lögmanns stefnda, dagsettu 4. febrúar 2020 , var þeirri kröfu hafnað og vísað til þess að úttektirnar ættu sér eðlilegar skýringar. S kiptastjóri sendi stefnda á ný bréf , dagsett 13. mars 2020 , þar sem hann áréttað i og ítrekað i kröfu sína um endurg reiðslu vegna úttekta stefnda. Í svarbréfi stefnda 24. apríl 2020 var ítrekuð afstaða ste fnda . Til sönnunar leggur s tefnandi meðal annars fram afrit framangreindra bréfa og yfirlit frá viðskiptabanka stefnanda yfir notkun á viðskiptakorti stefnanda, yfirli t um úttektir reið u fjár úr hraðbönkum, yfirlit millifærslna , innborgana og hreyfinga á bankareikningi stefnanda , afrit af bréfi RSK um ábyrgð á kostnaði þrotabúsins vegna höfðunar riftunarmáls , bókun um dómkröfur og kvittanir úr bókhaldi. Stefndi leggur m eðal annars fram tilkynningu um eigendaskipti ökutækis, afrit launaseðla, rekst r ar - og efnahagsreikning stefnanda 2017 - 2018, uppgjörsyfirlit vegna úttekta, launa og bifreiðakaupa, lista yfir einkaúttektir stefnda af viðskiptakorti stefnanda og útprentun úr bókhaldi stefnanda vegna bifreiðakaupa. Stefndi gaf aðilaskýrslu fyrir dómi. Málsástæður og lagarök stefn anda: Stefn andi byggir á því að við skoðun skiptastjóra á bókhaldi og bankareikningum stefnanda hafi kom ið í ljós fjölmargar úttektir af fjármunum stefnanda í þágu stefnda í formi beinna millifærslna af reikningum stefnanda inn á persónulegan bankareikning stefnda, reiðufjárúttekta úr hraðbönkum og greiðslna með viðskiptakortum stefnanda á persónulegri neyslu og öðrum útgjöldum stefnda. Stefnandi byggir á því að u m sé að ræða úttektir að fjárhæð 1.313.304 krónur, í 502 úttektum, eins og nánar sé gerð grein fyrir í gögnum málsins, vegna notkunar á viðskiptakorti við kaup á vörum/þjónustu í þágu stefnda , á tímabilinu 1. janúar 2018 til og með 5. september 2018. Skiptastjóri hafi borið úttektirnar saman við fyrirliggjandi bókhaldsgögn stefnanda og í þeim fáu tilvikum þar sem nótur ligg i fyrir staðfest i þær með óyggjandi hætti að um persónuleg útgjöld í þágu stefnda hafi verið að ræða , og tengist ekki með nokkrum hætti tekjuöflun stefnanda , og sé ekki hægt að telja sem hluta af eðlilegum útgjöldum stefnanda. 6 Þá byggir stefnandi á því að átta ólögmæ tar reiðufjárúttekt ir úr hraðbönkum hafi átt sér stað á tímab ilinu 12. janúar 2018 til og með 17. ágúst 2018, samtals að fjárhæð 135.485 kr ónur, eins og nánar sé gerð grein fyrir í gögnum málsins. Loks byggir stefnandi á því að stefndi hafi millifært samtals 2.573.250 krónur, í 65 millifærslum , af reikningum stefnan da inn á persónulegan bankareikning stefnda á tímabilinu 14. janúar 2018 til og með 2. september 2018 , eins og nánar sé gerð grein fyrir í gögnum málsins . Stefnandi b endir á að fyrir liggi að stefndi hafi greitt samtals 110.800 krónur, í 19 færslum , inn á bankareikning stefnanda, á tímabilinu 4. apríl 2018 til og með 5. september 2018 , eins og nánar sé gerð grein fyrir í gögnum málsins , sem koma eigi til frádráttar kröfu stefnanda. Samanlagt nemi krafa stefnanda skv. framangreindu, 1.31 3 .30 4 krónum + 135.485 krón ur + 2.573.250 krónu r , að frádregnum 100.800 krónum, eða samtals 3.921.239 krónum. Stefnandi byggir á því að stefnda beri að endurgreiða stefnanda umkrafða fjármuni þar sem úttektirnar, í hvaða formi sem er, hafi verið í andstöðu við ákvæði XI I. kafla laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Samkvæmt umræddum ákvæðum sé heimilt að greiða fé til hluthafa þegar um sé að ræða úthlutun arðs, endurgreiðslu vegna lækkunar hlutafjár eða varasjóðs eða vegna félagsslita. Við blasi að ekki hafi verið um að ræða slíkar úttektir í tilviki stefnda. Byggir stefnandi þannig aðallega á því að í öllum tilvikum hafi verið um að ræða óheimilar lánveitingar til stefnda í skilningi 1. mgr. 79. gr. laga um einkahlutafélög , sem stefnda beri að endurgreiða stefnanda ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 4. mgr. 79. gr. sömu laga. Ákvæðið feli í sér bann við hvers kyns lánveitingum til hluthafa, stjórnarmanna eða framkvæmdastjóra einkahlutafélags, að undanskildum venjulegum viðskiptalánum. S tefnandi byggir á því að hvort heldur sem um sé að ræða beinar millifærslur fjármuna, úttekt reiðufjár eða greiðslur á persónulegum kostnaði, sé í öllum tilvikum um að ræða lánveitingu í skilningi framangreinds ákvæðis , og hvernig sem á málið sé litið hafi í engu tilviki getað verið um að ræða ve njulegt viðskiptalán, ekki síst þegar litið sé til starfsemi stefnanda og eðlis þeirra lánveitinga sem um ræði. Fáist lán ekki endurgreidd sé sá sem framkvæmir ráðstöfun ábyrgur fyrir tapi félagsins, sbr. 5. mgr. 79. gr. laga nr. 134/1994 um einkahlutafélö g, en umræddar ólögmætar ráðstafanir hafi allar verið framkvæmdar af stefnda og endurgreiðsluskylda hans því ótvíræð. Eðli úttekta stefnda 7 sýn i að stefndi nýtti fjármunina í eigin þágu og án tengingar við hagsmuni stefnanda eða tekjuöflunarhæfi hans. Ver ði ekki fallist á að um hafi verið að ræða óheimilar lánveitingar í skilningi 79. gr. laga nr. 138/1994 byggir stefnandi í öllu falli á því að um hafi verið að ræða greiðslur til hluthafa sem hafi verið í andstöðu við ákvæði laganna og þær beri að endurgre iða með vöxtum á grundvelli 77. gr. laganna. Verði ekki fallist á að fjármunina beri að endurgreiða á grundvelli ákvæða einkahlutafélagalaga nr. 138/1994, eða að talið verði að um hafi verið að ræða lögmætt lán í skilningi laganna, styðst endurgreiðslukra fa stefnanda til vara við meginreglu kröfuréttar um efndir fjárskuldbindinga og endurgreiðslu lána. Stefndi hafi borið ábyrgð á því að bókhald félagsins væri í góðu horfi og í samræmi við þær kröfur sem séu gerðar í lögum um bókhald nr. 145/1994, sbr. 5. g r. laganna. Með sama hætti hafi stefnda borið á grundvelli laga um einkahlutafélög að sjá um að nægilegt eftirlit væri með bókhaldi félagsins. Í þeim tilvikum þar sem ekki hafi verið að finna reikninga fyrir umræddum útgjöldum, sem v ar í næstum öllum tilvi kum, sé það stefndi sem ber i hallann af því að slíkir reikningar skiluðu sér ekki í bókhald stefnanda. Kröfu sína um dráttarvexti byggir stefnandi á því að þar sem um ólögmætar lánveitingar hafi verið var að ræða , í skilningi 1. mgr. 79. gr. laga nr. 138/ 1994, beri stefnda að endurgreiða stefnanda umrædda fjárhæð ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 4. mgr. 79. gr. laganna. Um fjárhæð dráttarvaxtakröfu stefnanda vísast til 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Til stuðnings kröfum sínum vísar stefnan di til ákvæða laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, sér í lagi 73., 77., og 79. gr. laganna og ákvæða laga um bókhald nr. 145/1994, sérstaklega 5. gr. laganna. Kröfur um dráttarvexti styður stefnandi við reglur III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðt ryggingu, einkum 5. og 6. gr. laganna. Krafa um málskostnað byggi st á XXI. kafla laga nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. laganna , og varðandi varnarþing er byggt á 32. gr. sömu laga. Málsástæður og lagarök stefnd a : Stefnd i byggir á því að á ður en til stofnunar hins gjaldþrota félags hafi komið hafi stefndi unnið einn við raf iðn sína og nýtt til þess sérstak lega útbúna Benz - sendibifreið, sem innréttuð hafi verið sem rafverkstæði. Við stofnun stefnanda hafi bifreiðin hins vegar alfarið verið nýtt í þágu félagsins og rekstur bifreiðarinnar því verið á hendi félagsins, 8 þó tt formlegt eignarhald væri á hendi stefnda til að byrja með. Bifreiðin hafi verið skráð á félagið í október 2017 , skv. samningi við stefnda , og kaupverðið ákveðið 2 millj ónir króna, og þá verið tekið mið af því að hún var sérstaklega útbúin sem verkstæði auk þess sem horft var til þess að bifreiðin hafði verið nýtt af félaginu í rúmt ár án nokkurs endurgjalds til stefnda. Enginn sérstakur gjalddagi hafi verið ákveðinn, en við það mið að að úttektir stefnda úr félaginu gengju upp í söluverðið, enda um sannanlega skuld félagsins við stefnda að ræða , og félagið ekki í stakk búið til að greiða kaupverðið út í einu lagi. Hafi bifreiðakaupin verið færð í bókhald félagsins sem skuld félagsins við stefnda og bifreiðin hafi m.a. verið fyrnd á kaupári um 400.000 krónur skv. heimild í skattalögum og bókfært virði hennar í árslok 2017 skv. ársreikningi því talið 1.600.000 krónur. Í byrjun árs 2018 hafi bifreiðin orðið fyrir verulegu tjóni er hún var nýtt á verkstað, þegar hún hafi fallið nokkra vegalengd niður af grunni og á steyptan vegg. Við það hafi b laðfjaðrir beggja vegna g efið sig , auk þess sem startari og viftureim eyðilögðust , og undirvagninn hafi orðið fyrir ve rulegu hnjaski. Viðgerðarkostnaður hafi verið áætlaður varlega um ein milljón króna og úr orðið að stefndi leysti til sín bifreiðina fyrir 300.000 krónur í febrúar 2018, en hún st andi enn óviðgerð við hesthúsin að Heimsenda í Kópavogi. Endurkaupsverð ið haf i endurspegl ast í aldri, viðgerðarkostnaði og þ ví að innréttingar og tæki bifreiðarinnar til nota sem rafverkstæði fylgd u ekki með við söluna. Stefndi hafi ekki greitt kaupverðið með reiðufé, heldur hafi það verið fært til skuldar hans við stefnanda og þar með til lækkunar á kröfum hans á hendur stefnanda, sem hafi þá verið mun hærri en endurkaupsverðið. Stefndi bendir á að hann hafi verið á launum hjá félaginu fyrstu sex mánuði ársins 2018 , sbr. framlagð a launaseðla og staðgreiðsluskrá RSK . Útgáfa launaseð la og tilkynninga r til skattsins hafi verið í höndum bókhalds s tofunnar Alex ehf., sem jafnframt hafi séð um að færa bókhald félag sins . Samkvæmt staðgreiðsluskrá stefnda um laun og afdregna staðgreiðslu stefnda , sem launagreiðandi hafi gert skil á , sé ósamræmi miðað við það sem fram k omi í stefnu málsins um að hvorki hafi verið innt af hendi lífeyrisgreiðslur né staðgreiðsla á umræddu tímabili , þ.e. fyrstu sex mánuði ársins 2018 . Á sama tíma hafi stefndi selt fyrir stefnanda þjónustu að andvirði a.m.k. 5.965.889 krónur skv. þeim reikningum sem höfðu þá verið bókfærðir í bókhaldi stefnanda. Hvað varðar úttektir stefnda , þ.e. beinar millifærslur peninga, úttektir úr hraðbanka og notkun á viðskiptakorti félagsins, bendir stefndi á að stór hluti kortaúttekta hafi varðað rekstur stefnanda beint , en að öðru leyti hafi verið um úttektir að ræða vegna 9 launa sem stefndi naut hjá stefnanda svo og greiðslna sem gengu upp í kröfur stefnda á hendur stefnanda , sem aðallega stöfuðu af skuld vegna sölu bifreiðar , líkt og áður sé rakið. Eins og fyrirliggjandi staðgreiðsluskrá ber i með sér hafi nettólaun stefnda hjá stefnanda á árinu 2018 verið 1.231.434 krónur, þ.e. eftir að skattar og lífeyrissjóðsiðgjöld höfðu verið dregin frá heildarlaunum. Það ásamt söluverði bifreiðar ger i samtals 3.231.434 krónur, sem sé mun hærri fjárhæð en sem ne mi endurkaupsverði bifreiðarinnar að fjárhæð 300.000 krón ur og millifærslum af bankareikningi stefnanda á reikning stefnda sem voru samtals 2.462.459 krónur þegar frá haf i verið dregnar innborganir stefnda að fjárhæð 110.800 krónur, svo og hraðbankaúttektir sem námu 135.485 krónum. Varðandi notkun stefnda á viðskiptakorti félagsins þá legg i stefndi fram yfirlit þar sem fram koma úttektir hans, sem telja ver ði einkaúttektir er ekki k oma rekstri félagsins við og séu unnar upp úr framlögðu dómskjali sem sýn i úttektir stefnda á viðskiptakortinu á árinu 2018. Úttektir stefnda sem ekki geti talist varða beint rekstur félagsins nem i skv. yfirlitinu samtals 282.663 krónu m . Aðrar úttektir teng ist hins vegar rekstri félagsins, en aðallega sé um að ræða fæðiskostnað vegna hádegis - og kvöldverðar, en einatt hafi verið unnið að verkum utan starfsstöðvar stefnanda og langt fram á kvöld. Þá séu úttektir á bensínstöðvum vegna rekstur s bifreiðar og greiðslur til Reebo o k sem væri líkamsræktarstyrkur félagsins til stefnda. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að stefnandi eigi ekki neina fjárkröfu á hendur honum, og að þeir fjármunir sem gengu til stefnda eigi sér eðlilegar skýringar, þar sem um hafi verið að ræða greiðslur vegna lögmætra krafna sem stefndi hafi átt á hendur stefnanda, eða úttektir sem hafi staðið í beinum tengslum við rekstur stefnanda. Stefndi hafi hvorki tekið fjármuni að láni hjá stefnanda né hafi verið um greiðslur að ræða til stefnda sem hluthafa. Þá hafi úttektir á viðskiptakorti ekki verið nýttar til persónulegra nota stefnda, nema í einstaka tilfellum . Stefndi byggir á því að úttektir stefnda hjá stefnanda upp að fjárhæð 1.231.434 krónur hafi verið greiðsla á launum , sem hann hafi átt rétt á frá félaginu, enda hafi stefndi verið launþegi hjá stefnanda og unnið í þágu hans. Óumdeilt sé að stefndi hafi verið á launaskrá hjá stefnanda og skráður sem slíkur á launagreiðendaskrá hjá RSK. Launaseðlar hafi verið gefnir út vegna vinnu stefnda fyrstu sex mánuði ársins 2018 og tilkynningar sendar RSK vegna staðg reiðslu launa og lífeyrissjóðsiðgjalda . R anglega k omi fram í stefnu að launaseðlar hafi ekki verið gefnir út. Í því sambandi skipti vissulega engu hvort launagreiðandi, sem haldið h afi eftir staðgreiðslu og iðgjöldum , hafi gert skil 10 á þeim í ríkissjóð , en slíkt út iloki ekki réttmæt a launakröfu stefnda sem endurgjald fyrir veitt vinnuframlag. Byggir stefndi á því að stefnandi hafi notið endurgjalds vegna vinnu stefnda , enda gef i ársreikningar til kynna að seld þjónusta hafi numið verulegum fjárhæðum, en ein ungis hafi verið um vinnuframlag stefnda að ræða á því tímabili. Þá bendir stefndi á að laun hafi ekki verið greidd reglulega út við lok hvers mánaðar, heldur hafi hann fengið greitt eftir því sem aðstæður stefnanda leyfðu. Engin skylda hafi hvílt á stefna nda að greiða laun í einu lagi við lok hvers vinnumánaðar eins og hér háttaði til. Sé slíkt heimilt skv. ákvæðum í almennum kjarasamningum sem gild a á vinnumarkaðnum og ber i því að skoða greiðslur til stefnda, að því marki sem launakröfur hans nema, sem greiðsl u á vinnulaunum og sem stefnda beri fráleitt að endurgreiða stefnanda. Þá sé ekki heimilt að lögum að skuldajafna slíkum greiðslum við aðrar kröfur er stefnandi kunni a ð eiga. Stefndi byggir jafnframt á því að hann hafi átt kröfu á hendur stefnanda vegna kaupa félagsins á bifreið sem hafi verið í eigu stefnda, að fjárhæð 2.000.000 krón a . Bifreiðakaupin hafi átt sér stað í október 2017 og verið skráð hjá Samgöngustofu 1. desember sama ár. Hafi kaupin jafnframt verið bókfærð í bókhaldi stefnanda og kaupverðið fært til skuldar við stefnda líkt og framlögð gögn sýni. Þá hafi bifreiðin verið fyrnd í samræmi við skattalög á kaupári . Stefndi hafnar því alfarið að um einhvers kon ar málamyndagerning hafi verið að ræða, líkt og skiptastjóri í stefnanda h afi haldið fram. Bifreiðin hafi frá upphafi rekstrar stefnanda verið nýtt í hans þágu án nokkurs endurgjalds, fram að því að hún var seld stefnanda. Bifreiðin hafi verið nauðsynleg í rekstri stefnanda, og ljóst að stefnandi hefði átt erfitt með að sinna verkefnum án bifreiðarinnar. Kaupverðið hafi verið ákveðið í samræmi við verð sambærilegra bifreiða á þeim tíma sem notkun hennar í þágu stefnanda hófst og tekið tillit til þess að hún var þá innréttuð sem verkstæði. H afi stefnandi ekki sýnt fram á með nokkrum hætti að kaupverðið hafi verið óeðlilegt á þessum tíma, en fyrirliggjandi yfirlýsing frá Vinnuvélum tækjamiðlun ehf. staðfesti að kaupverðið hafi verið eðlilegt, en umrætt félag h afi með höndum milligöngu um sölu atvinnubifreiða. Stefndi bendir á, s vo sem að framan sé rakið , að bifreiðin hafi orðið fyrir verulegu tjóni í upphafi árs 2018 og ónothæf til verka, en fyrir ligg i m.a. tilboð umboðsaðila bifreiðarinnar um viðgerðarkostnað . S tefnandi hafi ekki treyst sér til að standa að viðgerð á bifreiðinni og svo farið að stefndi leysti til sín bifreiðina. Kaupverðið hafi tekið mið af ástandi bifreiðarinnar og þ ví að rafverkstæði hennar hafði verið fjarlægt úr henni fyrir 11 sölu. H afi stef ndi boðið stefnanda að taka aftur við bifreiðinni án þess að við því hafi verið brugðist, en endurkaupsverðið hafi dregist frá skuld stefnanda við stefnda. Hraðbankaúttektir stefnda að fjárhæð 135.485 krónur hafi sömuleiðis farið til lækkunar á kröfum stef nda á hendur stefnanda, og ber i því ekki að endurgreiða þær til stefnanda. Stefndi hafnar því að greiðslur skv. viðskiptakorti sem stefndi hafði hjá stefnanda séu óviðkomandi stefnanda og því beri að skoða þær allar sem einkaúttektir stefnda. Kortaúttektir stefnda hafi numið samtals 1.313.304 krónum skv. framlögðu yfirliti. Langstærsti hluti þeirra teng ist beint rekstri stefnanda, en einungis lítill hluti úttekta séu einkaúttektir stefnda. Líkt og greina megi á úttektum með kortinu þá séu þær að langmestu leyti bensín - og matarúttektir á bensínafgreiðslustöðum og veitingastöðum í hádeginu og á kvöldin, en stefndi hafi einatt unnið langt fram á kvöld í verkum sínum fyrir stefnanda utan starfsstöðvar, og hafi stefnanda borið að sjá honum fyr ir fæði við þær aðstæður. Samkvæmt meðfylgjandi lista , sem stefndi h afi unni ð , sé viðurkennt að úttektir í vínbúðum og rafr e ttu búðum teng ist ekki rekstri félagsins auk úttekta erlendis og örfárra úttekta á vínveitingastöðum , sem ekki tengd u st tekj u öflun f yrir stefnanda. Samkvæmt mati stefnda séu fjárhæðir þær sem um ræðir og telja megi til einkaúttekta samtals 282.663 krónur . Þessar úttektir stefnda gang i með sama hætti og aðrar úttektir til lækkunar á kröfum stefnda á hendur stefnanda, en skv. framlögðu y firliti stefnda m egi sjá að þegar tekið h afi verið tillit til launa stefnda og uppgjörs bifreiðakaupa eigi stefndi í raun inni hjá stefnanda 50.836 krónur. Stefndi áréttar að í bréfaskiptum við skiptastjóra hafi lögmaður stefnda byggt á því að úttektir st efnda, að því marki sem þær snertu ekki rekstur stefnanda, hafi gengið til lækkunar á kröfum stefnda á hendur stefnanda m.a. vegna sölu bifreiðar og launa. Stefnandi h afi í máli þessu kosið að krefja stefnda um endurgreiðslu fjármuna á þeim grunni að um ól ögmætar lánveitingar hafi verið að ræða eða greiðslur til hluthafa, hvor t tveggja í andstöðu við ákvæði einkahlutafélagalaga. Stefnandi h afi á engan hátt í málatilbúnaði sínum hrakið þann málatilbúnað sem stefndi h afi frá upphafi byggt á og hafnar stefndi því að umræddar greiðslur til hans hafi gengið gegn ákvæðum einkahlutafélagalaga, enda hvorki um ólögmætar né lögmætar lánveitingar til hans að ræða. Stefndi hafi á hinn bóginn l éð stefnanda tekjuöflunarhæfi sitt gegn endurgjaldi og jafnframt lánað stefnan da verulegar fjárhæðir í tengslum við áðurnefnd bifreiðakaup. Stefndi hafnar því að bókhald stefnanda hafi ekki verið í góðu horfi, en da fært af bókhald s skrifstof u , sem hafi séð um gerð ársreikninga og framtals. Svo sem greina megi 12 af framlögðum rekstrar - og efnahagsreikningi hafi bifreið sú sem stefnandi hafi keypt af stefnda verið færð til eignar í efnahagsreikningi og afskrifuð á kaupári um 400.000 krónur eins og sundurliðun með reikningum ber i glögglega með sér. Þá m egi greina af sundurliðun að á árinu 2018 skuldaði stefnandi eiganda sínum , þ.e. stefnda , 2.352.114 krónur, sem að meginstefnu til sé tilkomið vegna umræddra bifreiðakaupa. Stefndi áréttar að mál þetta sé ekki höfðað til riftunar umræddra greiðslna og endurgreiðslu þe irra skv. ákvæðum gjaldþrotaskiptalaga , t.d. greiðslur til nákominna, greiðslu skuldar með óvenjulegum greiðslueyri eða greiðsl ur sem skertu greiðslugetu þrotamanns verulega eða vegna óheimilaðar skuldajafnaðar. Kom i ákvæði XX. kafla gjaldþrotalaga þannig ekki til skoðunar í þessu máli og á þeim verður ekki byggt. Stefndi bendir á að fjárhæð dómkröfu sé ekki í samræmi við þann grundvöll sem lagður sé að henni í stefnu. Í stefnu á bls. 18 - 19 sé að finna yfirlit yfir kröfugerðina , þ.e. úttektir og millifærsl ur til stefnda að frádregnum innborgunum sem séu skv. bankayfirliti samtals 110.800 krónur, sbr. 5. kafl a í stefnu. Hins vegar virðist sem við útreikninginn séu einungis dregnar frá 100.800 krónur og ætti höfuðstóll dómkröfu skv. því að vera 3.911.239 krón ur. Stefnandi h afi í stefnu viðurkennt umræddar innborganir í dómkröfukafla málsins auk þess sem þær styðjast við óyggjandi gögn. D ráttarvöxtum er sérstaklega mótmælt en krafa þess efnis hafi fyrst komið fram í stefnu. Í bréfum skiptastjóra til stefnda og lögmanns hans hafi einungis verið áskilinn réttur til dráttarvaxta án þess að frekari grein væri gerð fyrir þeim. Að minnsta kosti verð i ekki hægt að krefja st dráttarvaxta fyrr en í fyrsta lagi frá 27. janúar 2020, sem sé mánuði eftir fyrsta kröfubréf þó tt ekki felist í því nein viðurkenning stefnda á greiðslu þeirra . Þá bendir stefndi á að verði einhver hluti greiðslna til stefnda talin hafa farið fram andstætt ákvæðum laga um einkahlutafélög og sem stefnd i eigi að endurgreiða, ber skv. 77. gr. laganna að miða við vexti jafnhá a hæstu vöxtum á almennum sparisjóðsreikningum. Krafa stefnanda um vexti fullnægi ekki þeim áskilnaði , sbr. og ákvæði vaxtalaga , og telur stefndi við svo búið óhjákvæmilegt annað en að vísa vaxtakröfunni frá dómi ex officio vegna vanreifunar . Verði fallist á fjárkröfur stefnanda þá ber i að dæma dráttarvexti frá þingfestingardegi málsins. Bendir stefndi einnig á það að dráttarvaxtakrafa málsins sé röng en svo virðist sem dráttarvaxta sé k rafist af höfuðstól sem ætti að vera 4.022.039 krónur að teknu tilliti til innborgana stefnda . Stefndi vísar til almennra reglna kröfu - , samninga - og vinnuréttar um greiðslu og uppgjör l auna og að gerða samninga skuli efna. Þá vísar stefndi vegna dráttarva xta til 13 laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Varðandi kröfu um málskostnað vísar stefndi til XXI. kafla laga nr. 91/1991, einkum 130. gr. laganna , en stefndi er ekki virðisaukaskatt s skyldur aðili og ber því að taka tillit til þess við ákvörðun málsk ostnaðar. Forsendur og niðurstaða: Stefnandi byggir á því að úttektir og millifærslu r stefnda af reikningi stefnanda, að fjárhæð 3.921.239 krónur, að teknu tilliti til innborgana stefnda, ha fi verið ólögmætar lánveitingar í skilningi 1. m gr. 79. g r. eða greiðsla til hluthafa, sbr. 77. g r. laga nr. 13 8 /1994 um einkahlutafélög, eða að fjárhæðina beri að endurgreiða samkvæmt meginreglu kröfuréttar um efndir fjárskuldbindinga og endurgreiðslu lána. Ekki virðist ágreiningur um fjá rhæðir úttekta og/eða millifær slna , þótt aðila málsins greini á um það hvort þær hafi verið í þágu stefnanda eða stefn d a. Stefndi byggir á því að stefnand i hafi skuldað honum 2.000.000 króna vegna kaupa stefnanda á bifreið , o g þá hafi stefndi átt rétt til launa vegna vinnu sinnar fyri r stefnanda, sem hafi numið 1.231.434 krónum eftir að skattar og lífeyrissjóðsiðgjöld hafi verið dregin frá. Samkomulag hafi verið við stefnanda um að stefndi mætti taka út framangreinda skuld og laun í formi úttekta og /eða millifærslna. Í gögnum málsins er afrit tilkynningar , móttekin ni af Samgöngustofu 1. desember 2017, um sölu stefnda á bifreiðinni til stefnanda, og var söluverðið 2.000.000 króna. Í gögnum málsins er einnig bókunarfærsla þar sem bifreiðin er eignafærð hjá stefnanda þann 1. október 2 017, að fjárhæð 2.000.000 króna, og bóka ð að stefnandi skuldi stefnda 2.000.000 króna . Í ársreikningi stefnanda árið 2017 kemur fram að þann 31. desember 2017 hafi rekstrarfjármunir numið 1.600.000 krón um eftir 400.00 0 króna afskrift , og viðskiptaskuldir hafi numið 5.620.974 krónum. Í sundurliðun viðskiptaskuldar í rekstrarreikningi kemur fram að 2.350.917 krónur af þeim 5.620.974 krónum , hafi verið viðskiptaskuld stefnanda við eigendur. Samkvæmt framangreindum gögnum skuldaði stefnandi stefnda a.m.k. 2.0 00.000 króna í upphafi ársins 2018. Samkvæmt tilkynningu , móttekin ni af Samgöngustofu 23. apríl 2018, þá keypti stefndi bifreið ina aftur af stefnanda þann 1. febrúar 2018, skemmda að hans sögn, á 300.000 krónur. Engar forsendur eru í þessu máli til að reng ja það kaupverð. Stefndi ber að kaupverð ið hafi ekki verið greitt , heldur fært til lækkun ar á kröfum hans við stefnanda . Engin gögn liggja fyrir um það í málinu að stefnandi hafi greitt stefnda þær 1.700.000 krónur sem þannig stóðu eftir af kaupverði bifreiðarinnar. 14 Stefndi lagði fram afrit launaseðla f rá 1. janúar 2018 til og með 30. júní 2018 , og yfirlit skilagreinar staðgreiðslu til RSK fyrir sama tímabil. Samkvæmt þeim gögnum átt i ha nn rétt á útborguðum laun um, 205.239 krónum á mánuði, eða alls 1.231.434 krónum á tímabilinu . Af hálfu stefnanda hefur ekki verið sýnt fram á að laun in hafi verið greidd sérstaklega , eða verður það séð af framlögðum yfirlitum bankareikning s . Eins og fram e r komið byggir stefndi á því að samkomulag hafi legið fyri r um að hann hafi mátt taka út framangreinda skuld og laun , með úttektum af viðskiptakorti stefnanda , sem hann hafði prókúru fyrir, og með millifærslum. S tefnandi hefur ekki sýnt fram á að það samkomulag hafi ekki verið til staðar , eða að sá háttur á útborgun launa sé með einhverjum hætti óheimil l . Verður því fallist á skýringu stefnda að þessu leyti. Stefndi bar fyrir dómi að hann hefði ekki fylgst með stöðu úttekta með öðrum hætti en að hún ha fi verið í kollinum á honum, og að hann hafi ekki vitað stöðuna á hverjum tíma. Að mati dómsins verður m eð engum hætti fullyrt af gögnum málsins hverjar af nánar tilgrein d um úttektum og /eða millifærslum hafi verið í þágu stefnanda og hverjar í þágu stefnda . Stefndi hefur viðurkennt að einhverjar þeirra hafi verið í eigin þágu þótt þær hafi verið teknar út af reikningi stefnanda. Stefndi virðist lítið hafa haldið utan um kvittanir og nótur , og ekki sundurliðað hvað var í hans þágu, og ætti því að koma til fr ádráttar framangreindri skuld stefnanda við hann eða sem laun , þótt það h afi staðið honum næst. Þá hefur stefndi upplýst að hann hafi litið svo á að hann ætti enga kröfu á hendur þrotabúinu , þrátt fyrir að bróðurpartur inn af úttektum af viðskiptakorti hafi að hans sögn verið í þágu stefnanda , og hefði samkvæmt því ekki átt að koma til frádráttar skuld eða óborguðum launum. Sá framburður stefnda að í flestum tilfellum hafi úttektir af viðskiptakorti verið rekstrarkostnaður stefnanda, fær enga stoð í rekst r ar reikningi ársins 2018 , sem stefndi lagði sjálfur fram. B er því að mati dómsins að álykta að allar tilgreindar úttektir og /eða millifærslur hafi verið í þágu stefnda , sem kom a eigi til frádráttar skuld stefnanda við hann eða sem laun stefnda , eins langt og það nær . Eins og mál þetta liggur fyrir dóminum verður með engum hætti tekin afstaða til þess hvort sá frádráttur geti ver ið riftanleg ur eftir ákvæðum XX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti , eins og virðist hafa verið upplegg málsins, sbr. samþykki RSK fyrir höfðun riftunarmáls. Að öllu framangreindu virtu verður að leggja til grundvallar að stefndi hafi með framangreindum hætti, sem prókúruhafi á reikningi stefnanda, veitt sjálfum sér lán með umræddum úttektum og/eða millifærslum, andstætt ákvæðum 1. mgr. 79. gr. laga nr. 15 138/1994 um einkahlutafélög , að því leyti sem þær námu hærri fjárhæð en skuld stefnanda við stefnda og ógreiddum launum stefnda. Samkvæmt framangreindu námu eigin úttektir og /eða millifærslur stefnda af reikningi stefnanda á tilgreindu tímabili samtals 3.921.239 krónum. T il frádráttar kemur 1.700.000 króna skuld stefnanda við stefnda vegna bifreiðaviðskipta, og ógreidd laun stefnda að fjárhæð 1.231.434 krónu r, eða samtals 2.9 31.434 krónu r . Samkvæmt þessu hefur stefndi tekið 989.805 krónu m meira út hjá stefnanda en hann átti inni hjá honum. Verður stefnda gert að endurgreiða stefnanda þá fjárhæð ásamt dráttarvöxtum, sbr. 4. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994. Hvað varðar upphafsdag dráttarvaxta verður ekki ráðið af gögnum málsins hvenær framangreind lántaka h ófst . Þá var af hálfu stefnanda ekki gerð krafa á hendur stefnda um greiðslu dráttarvaxta fyrr en í stefnu. Með vísan til 4. mgr. 5. gr. , sbr. 1. mgr. 6. g r . , laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu verður stefnda gert að greiða dráttarvexti af höfuðstól endurgreiðslunnar , frá höfðun málsins þann 16. júní 2020 til greiðsludags. Í bréfi lögmanns stefnda til skiptastjóra , dags. 24. apríl 2020 , sem sent var í framhaldi af endurgreiðslukröfu skiptastjóra , var með svipuðum hætti og í niðurstöðu málsins nú, upplýst að óútskýrðar úttektir stefnda næmu um einni milljón króna. Með hliðsjón af því, og samkvæmt 1. og 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, verður stefn da gert að greiða stefn anda málskostnað, sem hæfilegur þykir 350 .000 krónur . Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari k veð ur upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Jósep Geir Guðvarðsson, greiði stefnanda, þrotabúi Jarðbundins ehf., 989.805 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. lag a nr. 38/2001, frá 16. júní 2020 til greiðsludags. Stefn di greiði stefn anda 350 .000 krónur í málskostnað. Bogi Hjálmtýsson Rétt endurrita staðfestir: Héraðsdómur Reykjaness, 2 0 . nóvember 2020