Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 28. maí 2020 Mál nr. S - 1078/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Kristín Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Steingrím i B. Sigurjóns syni () Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 11. febrúar 2020, á hendur Steingrími B. Sigurjónssyni, óstaðsettu m í hús, með dvalarstað í Fangelsi nu Litla - Hrauni, Eyrarbakka, f yrir eftirtalin brot framin á árinu 201 9 í Reykjavík: I. Fyrir húsbrot, með því að hafa laugardaginn 22. júní, farið heimildarlaust inn í hjólhýsið BMY58 þar sem það stóð við Háaleitisbraut 103 og dvalið þar í heimildarleysi síðustu daga þar á undan. Telst bro t þetta varða við 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Fyrir þ jófnað, með því að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 3. júlí, brotist inn í húsnæði Saumsprettunnar við Síðumúla 31 með því að brjóta rúðu í útidyrahurð húsnæðisins og stolið þaðan 2.500 kr. í peningamynt. Telst brot þe tta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. 2 Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins a ð ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í september 1980 . Hann á að baki langan sakaferil og hefur margítrekað verið dæmdur fyrir auðgunarbrot. Síðast hlaut hann 12 mánaða fangelsi með dómi 23. nóvember 2017, fyrir þjófnað og tilraun til húsbrots. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls, dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði . A f hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristín Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari. Símon Sigvaldason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Steingrímur B. Sigurjónsson , sæti fangelsi í 6 mánuði. Símon Sigvaldason