Héraðsdómur Suðurlands Dómur 27. febrúar 2020 Mál nr. S - 423/2019: Héraðssaksóknari (Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Jónas Örn Jónasson lögmaður) Dómur Mál þetta var þingfest þann 12. september 2019 og dómtekið að lokinni framhaldsaðalmeðferð þann 3. febrúar 2020. Málið er höfðað með tveimur ákærum héraðssaksóknara á hendur ákærða, X , Í fyrsta lagi er málið höfðað með ákæru, dags. 29. ágúst 2019, á hend ur ákærða, X : Y 14. mars 2019: 1. Fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa á lögreglustöðinni að Þ ítrekað hótað lögreglumönnunum A , B , C , D , E , F og G og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum og líflát i. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Fyrir eignaspjöll, með því að hafa stungið göt á alla fjóra hjólbarða lögreglubifreiðar númer þar sem hún var kyrrstæð og mannlaus við og valda þannig skemmdum á þeim. Te lst þetta varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3. Fyrir eignaspjöll, með því að hafa borið eld að og kveikt í tveimur teppum í fangaklefa á lögreglustöðinni að Þ og rifið upp bólstraðan kodda og tætt svamp úr honum og valdið þannig s kemmdum á teppunum og koddanum. Telst þetta varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2 Í ákæru er tekin upp einkaréttarkrafa ríkislögreglustjóra og er krafan svohljóðandi: : Af hálfu ríkislögreglustjóra, er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða embættinu bætur að fjárhæð 118.960.00 [sic] krónur vegna tjóns á hjólbörðum lögreglubifreiðar númer Krafist er greiðslu va xta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá tjónsdegi þann 14. mars 2019, en greiðslu Í öðru lagi er málið höfðað með ákæru, dags. 2. október 2019, á hendur ákærða, X : I. Fyrir fjársvik, með því að hafa, að H , notað kreditkort í eigu I , á tímabilinu 26. maí til 13. júní 2018 í alls 4 skipti til að svíkja út vörur í gegnum vefverslun Heimkaup.is hjá fyrirtækinu Wedo ehf., , [s i c] samtals að verðmæti kr. 300.070. - og með því að hafa notað debetkort í eigu I þann 13. júní 2018 í alls 5 skipti til að svíkja út vörur í gegnum sömu vefverslun, samtals að verðmæti kr. 252. 966. - með því að nota greiðslukortaupplýsingarnar í blekkingarskyni og án heimildar eiganda og látið þannig skuldfæra andvirði varanna á kortareikninga eiganda, eins og hér greinir: Tilvik Dags. Skýring Teg. korts Fjárhæð 1. 26.05. 2018 Heimkaup.is - vefverslun Kredit Kr. 115.990. - 2. 27.05. 2018 Heimkaup.is - vefverslun Kredit Kr. 49.420. - 3. 30.05. 2018 Heimkaup.is - vefverslun Kredit Kr. 4.670. - 4. 13.06. 2018 Heimkaup.is - vefverslun Kredit Kr. 129.990 3 5. 13.06. 2018 Heimkaup.is - vefverslun Debet Kr. 59.990. - 6. 13.06. 2018 Heimkaup.is - vefverslun Debet Kr. 49.980. - 7. 13.06. 2018 Heimkaup.is - vefverslun Debet Kr. 4.016. - 8. 13.06. 2018 Heimkaup.is - vefverslun Debet Kr. 116.990. - 9. 13.06. 2018 Heimkaup.is - vefverslun Debet Kr. 21.990. - Samtals: Kr. 553.036. - Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. (M.318 - 2018 - 005958) II. Fyrir fjársvik með því að hafa, að H , notað kreditkort í eigu J , á tímabilinu 28. maí til 13. júní 2018 í alls 5 skipti til að svíkja út vörur í gegnum vefverslun Heimkaup.is hjá fyrirtækinu Wedo ehf., samtals að verðmæti kr. 281.055. - með því að nota greiðslukortaupplýsingarnar í blekkingarskyni og án heimildar eigan da og látið þannig skuldfæra á kortareikninga eiganda, eins og hér greinir: Tilvik Dags. Skýring Teg. korts Fjárhæð 1. 28.05. 2018 Heimkaup.is - vefverslun Kredit Kr. 118.930. - 2. 28.05. 2018 Heimkaup.is - vefverslun Kredit Kr. 28.757. - 3. 28.05. 2018 Heimkaup.is - vefverslun Kredit Kr. 26.171. - 4. 28.06. 2018 Heimkaup.is - vefverslun Kredit Kr. 88.707. - 4 5. 13.06. 2018 Heimkaup.is - vefverslun Kredit Kr. 18.490. - Samtals: Kr. 281.055. - Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. (M.318 - 2018 - 005958) III. Fyrir líkamsárás, með því að hafa fimmtudaginn 14. mars 2019 innandyra að í Y , veist með ofbeldi að K , með ítrekuðum spörkum og höggum í líkama hans og höfuð með þeim afleiðingum að K hlaut af mar, tognun og ofreynsl u á hálshrygg og mar á vinstri framhandlegg og í kjölfarið hótað honum meira ofbeldi með því að ógna honum með hnífi með 8,5 sentímetra löngu blaði. Var háttsemin til þess fallin að vekja með K ótta um líf sitt og heilbrigði. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. (M. 319 - 2019 - 1054) Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að sæta upptöku á vasahníf af gerðinni Kongsber g, sem lögreglan lagði hald á við rannsókn málsins, samkvæmt heimild í 1. Í ákæru eru teknar upp einkaréttarkröfur Wedo ehf., og K og eru kröfurnar svohljóðandi: L , fjármálastjóri, gerir kröfu fyrir hönd Wedo ehf, að ákærða verði gert að greiða fyrirtækinu kr. 834.091, auk vaxta, samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 7. desember 2018 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar , en síðan dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Aníta Óðinsdóttir, lögmaður, gerir fyrir hönd K kröfu um að ákærði verði dæmdur til að greiða honum miskabætur að fjárhæð kr. 800.000, - auk vaxta samkvæm t 8. gr., sbr. 5 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. mars 2019 til þess dags þegar mánuður er liðinn frá því að bóta krafa [sic] er kynnt fyrir ákærða en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til gre iðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi að viðbættum Við fyrirtöku málsins þann 19. desember sl., tilkynn ti skipaður verjandi um afstöðu ákærða til ákæruefna. Þá játaði ákærði sök samkvæmt fyrsta tölulið ákæru frá 29. ágúst 2019, þ.e. gagnvart þeim lögreglumönnum sem handtóku hann umrætt sinn en neitaði sök að öðru leyti. Einnig játaði ákærði sök samkvæmt þri ðja tölulið ákæru en neitaði sök samkvæmt öðrum tölulið. Ákærði neitaði sök í öllum liðum ákæru frá 2. október 2019. Við upphaf aðalmeðferðar, þegar ákærði sjálfur kom fyrst fyrir dóm, breytti hann áðurgefinni afstöðu sinni til fyrsta töluliðar ákæru frá 2 9. ágúst sl., og neitaði þá alfarið sök samkvæmt þeim tölulið ákæru. Að öðru leyti var afstaða ákærða til ákæruskjala óbreytt og sama gilti um afstöðu hans til einkaréttarkrafna. Hann hafnaði einkaréttarkröfu ríkislögreglustjóra, sbr. þriðja tölulið ákæru frá 29. ágúst 2019 og einkaréttarkröfu Wedo ehf., sbr. I. og II. lið ákæru frá 2. október 2019 og einkaréttarkröfu K , sbr. III. lið sömu ákæru. Með úrskurði dómsins frá 15. janúar sl., var einkaréttarkrafa ríkislögreglustjóra, sbr. annan tölulið ákæru frá 29. ágúst 2019, felld niður. Með sama úrskurði var einkaréttarkröfu Wedo ehf., vísað frá dómi, sbr. I. og II. lið ákæru frá 2. október sama ár. Ákæruvaldið féll frá tilviki sem tilgreint er í 4. tölulið II. liðar ákæru, dags. 2. október 2019, þ.e. um not kun á kreditkorti í eigu J hjá Heimkaupum þann 28. júní 2018 að fjárhæð 88.707. Að framangreindu virtu gerði ákæruvaldið þær kröfur sem í ákæruskjölum greinir. Ákærði krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum ákæruatriðum í máli þessu að undan skildum þriðja tölulið ákæru, dags. 29. ágúst 2019, sbr. það sem að framan greinir. Til vara krefst ákærði vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði krefst þess aðallega að einkaréttarkröfu K verði vísað frá dómi en til vara að krafan verði lækkuð verulega. Loks er þess krafist að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Jónasar Arnar Jónassonar lögmanns. Verjandi ákærða mótmælti sérstaklega áformum ákæruvaldsins um að leggja fram 6 viðbótarsakarkostnaða ryfirlit vegna ferða - og dvalarkostnaðar tveggja vitna sem komu frá Spáni til skýrslugjafa fyrir dómi, en framangreint kom fram í munnlegum málflutningi ákæruvaldsins. Verjandi lýsti sömu afstöðu til kröfu frá lögmanni brotaþolans K um endurgreiðslu kostna ður vegna leigubifreiðar fyrir brotaþola sem lögmaðurinn mun hafa greitt fyrir. Í málinu liggur frammi tímaskýrsla frá fráfarandi verjanda ákærða, Jónínu Guðmundsdóttur lögmanni. Lögmaður krefst þess að henni verði dæmd þóknun vegna vinnu í þágu ákærða í m álinu, þ.e. á tímabilinu frá 9. september til 3. desember 2019. Að ósk ákærða var framangreindur lögmaður leystur frá verjandastörfum og Jónas Örn Jónasson lögmaður skipaður verjandi í hennar stað í þinghaldi þann 19. desember 2019. Ákæra héraðssaksóknar a, dags. 29. desember 2019, fyrsti ákæruliður. Málsatvik Í frumskýrslu lögreglu og skýrslu um handtöku vegna atburða fimmtudaginn 14. mars 2019, kemur fram að lögreglumennirnir G og B hafi handtekið ákærða að í Y klukkan 15:40. Umræddir lögreglumenn sáu einnig um flutning ákærða á lögreglustöðina að Þ , þar sem hann var vistaður í fangaklefa. Í frumskýrslu kemur fram að er á lögreglustöð kom hafi ákærði sýnt mótþróa er færa átti hann í fangaklefa. Hafi ákærði slegi Þurfti að halda honum niðri í gólfinu og færa hann í fótalás til að koma í veg fyrir að hann sparkaði í lögreglu . X sagði við lögreglu að hann þekkti þá og ætli sér að vera skuggi barna þeir ra, hann sverji það Þegar búið var að loka fangaklefanum öskraði X á eftir okkur að hann vissi hvar við ættum heima lögreglumanna í kjölfar afskipta af ákærða eftir að komið hafi í ljós að eldur hafi verið laus í teppum inni í fangaklefanum. Meðal gagna málsins er upptaka úr búkmyndavél sem lögreglumenn þeir sem sáu um handtöku ákærða báru umrætt sinn, þ.e. bæði meðan á handtöku stóð og við flutning ákærða í fangaklefa. Þá má sjá af upptöku úr búkmyndavélinni að vélin hafi verið í gangi og staðsett nærri fangagangi á lögreglustöðinni. Einnig liggja frammi upplýsingaskýrslur sem eftirtaldir lögreglumenn rituðu um framangreind atvik: E , C , A , D , F og B. Vegna þessa ákæruliðar gáfu auk ákærða skýrslur fyrir dómi vitnin og lögreglumennirnir G , B , C , A , F , E og D . Framburður ákærða og vitna verður ekki að 7 öllu leyti rakinn, en vikið að honum í niðurstöðukafla að því leyti sem þörf krefur til úrlausnar málsins. Niðurstaða Ákærði, sem neitaði sö k, kvaðst fyrir dómi umrætt sinn hafa verið í geðrofi og sjúku drykkjuástandi og vísaði ákærði til þess að af þeim sökum hafi hegðun hans umrætt sinn ekki verið marktæk. Neitaði ákærði að hafa haft í frammi hótanir um líkamsmeiðingar og líflát í garð lögre glumanna eftir að á lögreglustöð kom. Þá kvaðst hann ekki kannast við að hafa sagt við þá að hann ætlaði að vera skuggi í horni barna þeirra eða önnur slík ummæli sem honum voru kynnt að kæmu fram á upptöku búmyndavélar lögreglu. Vitnið G lögreglumaður lý sti því að þegar færa hafi átt ákærða í fangaklefa á lögreglustöðinni hafi hann orðið brjálaður og lögregla átt í miklum átökum við hann. Þá hafi ákærði hrópað að þeim ýmsum ókvæðisorðum. Kom fram hjá vitninu að umrætt sinn hafi verið fundur á lögreglustöð inni og því margir lögreglumenn viðstaddir þegar ákærði hafi verið færður í fangaklefa. Vitninu kvaðst hafa fundist það óþægilegt þegar ákærði hafi verið að ræða við vitnið um tiltekið áhugamál sem vitnið stundi og sé á fárra vitorði. Hafi honum þá fundist stúdera mig það. Hafi ákærði sagt við sig að hann ætlaði að vera skuggi barna vitnisins, alltaf verið að hrópa á C , þ.e. C yfirlögregluþjón, og einnig hrópað að hann vissi hvar þeir ættu heima. Vitnið k vaðst hafa upplifað orð ákærða sem hótun og ógnun og að þau hafi beinst að honum persónulega. Vitnið B lögreglumaður sem ásamt vitninu G sá um handtöku og flutning á ákærða umrætt sinn lýsti atvikum eftir að í lögreglustöðina kom með sama hætti og vitnið G . Vitnið kvaðst ekki muna orðalag þeirra hótana sem ákærði hafi viðhaft, en hann hann hafi hótað fjölskyldum lögreglumanna og börnum. Vitnið mundi ekki hvort ákærði hafi nafngreint lögreglumenn og kvaðst ekki hafa tekið þetta persónulega. Vitnið C yfirlögregluþjón kvaðst hafa aðstoðað við að koma ákærða í fangaklefa umrætt sinn. Lýsti vitnið ástandinu með sama hætti og vitnin G og B. Kvað vitnið ákærða ég [þ.e. vitnið] viss i hvað það þýddi að athuga með ákærða og þá hafi hann nafngreint sig og látið áðurnefnd ummæli falla. Kvaðst vitnið hafa tekið ummæli ákærða alvarlega, full ástæða hafi verið til þess. 8 Í 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir að hver sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínum eða út af því, skuli sæta fangelsi allt að sex árum. Þá segir í sömu málsgrein , eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 25/2007, að ef brot beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, megi beita fangelsi allt að 8 árum. Undir þetta ákvæði falla lögreglumenn og aðrir handhafar lögr egluvalds sem hafa lögum samkvæmt slíkar heimildir. Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 25/2007 segir m.a. að markmiðið með 1. gr. frumvarpsins sé að skerpa og auka þá refsivernd sem opinberum starfsmönnum er hafa heimild til líkamlegrar valdbeitingar sé veitt í refsilögum, enda lendi þessi hópur opinberra starfsmanna mun oftar í þeirri aðstöðu að sæta ofbeldi eða hótunum um ofbeldi en aðrir opinberir starfsmenn. Í ákæru eru ekki tekið fram með hvaða orðum ákærði lét umræddar hótanir falla. Hins vegar liggja frammi í málinu upplýsingaskýrslur lögreglumanna þar sem tekin eru dæmi um orð sem ákærði hafi látið falla. Þá hefur dómari kynnt sér upptöku úr búkmyndavél lögreglu sem er meðal gagna málsins. Við skoðun á tveimu r myndskeiðum Sakborningur handtekin G , B og C eru með Ég þekki þig. Ég mun verða skug gi í horni barnanna þinna svo lengi sem ég lifi, já ég sver það Sakborningur færður í klefa 4 og skemmdir á kodda fangaklefa þeim sem ákærði var vistaður í og áfram, má heyra eftir að lögre glumenn loka Ég veit hvar þið allir eigið heima Ég veit hvar þið eigið heima tu 06:33 Ég veit hvar allir ykkar búið og ég veit hvar börnin ykkar búa Ég veit hvar þú átt heima C C , þú ert búinn að vera Í athugasemdum með frumvarpi sem varð að almennum hegninga rlögum segir að árás samkvæmt 1. mgr. 106. gr. verði að vera á starfsmanninn persónulega. Samkvæmt framangreindum myndbandsupptökum var full ástæða fyrir vitnin og lögreglumennina B og G , sem voru með ákærða í tökum, sem og vitnið og yfirlögregluþjóninn C , sem kvaðst hafa aðstoðað við að koma ákærða í fangaklefann og síðar hugað að honum í 9 fangaklefanum, að taka hótanir ákærða alvarlega. Eru ekki efni til annars en að líta svo á að þau orð hafi falið í sér hótun um ofbeldi í skilningi 1. mgr. 106. gr. almen nra hegningarlaga. Af öllu framansögðu virtu, rannsóknargögnum málsins og framburði vitnanna og lögreglumanna B , G og C , sem fær einnig stoð í framburði vitnanna og lögreglumannanna A , D , E og F , sem öll voru stödd á lögreglustöðinni umrætt sinn, þykir fra mkomin nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, fyrir því að ákærði hafi umrætt sinn ítrekað hótað lögreglumönnum B , G og C , eins og nánar greinir í ákæru, og þannig brotið gegn 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að öðru leyti er það mat dómsins að hótanir ákærða hafi ekki beinst persónulega að öðrum þeim lögreglumönnum sem tilgreindir eru í ákæru. Ákæra héraðssaksóknara, dags. 29. desember 2019, annar ákæruliður. Málsatvik Í áðurnefndri frumskýrslu lögreglu vegna atvika fimmtudaginn 14. mars 2019, kemur fram að lögreglu hafi borist tilkynning klukkan 14:29 um meinta líkamsárás ákærða á hendur K á heimili hans að [ ... ] . Lögregla fór strax á vettvang og ræddi við brotaþolann, M og N sem þar voru stadd ir, en ákærði var ekki á vettvangi. Er lögregla yfirgaf vettvang kom í ljós að skorið hafði verið á hjólbarða lögreglubifreiðarinnar nr. þar sem hún stóð við heimili brotaþola. Meðal gagna málsins er samanburðarrannsókn sem O rannsóknarlögreglumaður hj á tæknideild lögreglustjórans Engar einkennandi eða sérstæðar rákir eða rispur fundust í vettvangsförum en út frá því sem að framan er rakið er það mat undirritaðs að stungugöt á hjólbörðum geti verið 10 eftir verkfæri B á viðkomandi vasahníf orðalag ið get i verið Þetta stig er notað þegar rannsóknari finnur fá sérkenni/einkenni og ekki grundvöllur til að k veða fastar að orði. Hér er því um að ræða sanngjarnan vafa Vegna þessa ákæruliðar gáfu auk ákærða skýrslur fyrir dómi vitnin Q og lögreglumennirnir G , B og O . Framburður ákærða og vitna verður ekki að öllu leyti rakinn, en vikið að honum í niðurstöðuka fla að því leyti sem þörf krefur til úrlausnar málsins. Niðurstaða 10 Ákærði, sem neitar sök, kvaðst hafi farið beint frá , heimili K að þar sem lögregla handtók hann skömmu síðar, og ekki komið nálægt umræddri lögreglubifreið. Fyrir dómi kom fram h já vitninu G lögreglumanni að lögreglubifreiðinni hafi verið lagt í innkeyrslu að húsinu nr. umrætt sinn, þ.e. meðan vitnið og lögreglumaðurinn B fór inn á heimili brotaþolans í áðurnefndu húsi. Ákærði hafi verið farinn af vettvangi og kvaðst vitnið hafa farið af og til út til að svipast eftir ákærða en félagi hans, B , rætt við brotaþola og vitni á vettvangi. Þegar því hafi verið lokið hafi komið í ljós að lint hafi verið í dekkjum lögreglubifreiðarinnar. Vitnið G kvaðst hafa rætt við vitnið Q einhvern tíma dagsins en umrætt vitni bjó í húsi við hliðina á heimili brotaþola, nánar tiltekið að . Kvað vitnið Q hafa greint frá því að ákærði hafi komið hlaupandi heim til vitnisins og þegar lögregla hafi farið inn til K hafi ákærði farið út og stu ngið á dekk lögreglubifreiðarinnar. Vitnið B bar um samtal þeirra við vitnið Q með sama hætti. Hvorki vitnið G né vitnið B sáu til ferða ákærða í nágrenni við vettvang. Af upptöku úr búkmyndavél, sem er meðal gagna málsins og dómari hefur kynnt sér, má sjá aðstæður á ætluðum brotavettvangi greinilega. Þar sést að umræddri lögreglubifreið var lagt í innkeyrslu við húsið nr. , þ.e. heimili brotaþola, klukkan 14:38. Húsin nr. , en í síðarnefndu húsinu bjó vitnið Q , standa hlið við hlið og er stutt á milli þeirra og ekkert sem skyggir á innkeyrslu við húsið ef staðið er í bakinngangi íbúðar vitnisins Q . Á upptöku búkmyndavélar klukkan 15:19 má sjá lögreglumennina G og B koma akandi á hvítri fólksbifreið að heimili brotaþola og ganga síðan rakleitt að bakinngangi heimilis vitnisins Q þar sem þeir ræða við vitnið. Vitnið bar þess greinilega merki að vera ölvaður og var frásögn hans ruglingsleg. Hann lýsti því að ákærði hafi komið heim til hans og að fyrra bragði greinir hann lögreglu frá því að hafa séð ákærða stinga á dekk lögreglubifreiðarinnar. Hins vegar virtist vitnið ekki vera með tímalínu atvika á hreinu og lýsti atvikum annars vegar þannig að ákærði hafi farið frá honum yfir til K og ráðist á hann og hins vegar að ákærði hafi verið heima hjá h onum þegar lögreglubifreiðin kom að heimili K og þá farið út og stungið á dekk lögreglubifreiðarinnar. Heyra má lögreglumenn ítrekað leiðrétta vitnið að þessu leyti. Vitnið Q , kunningi ákærða, greindi frá því fyrir dómi að ákærði hafi umrætt sinn verið á heimili vitnisins, hlaupið út um bakdyr hússins, tekið upp lítinn hvítleitan vasahníf og skorið á öll dekk lögreglubifreiðar sem hafi verið lagt við húsið nr. . Eftir það hafi ákærði hlaupið burtu. Kvaðst vitnið hafa reynt að stöðva ákærða með því að k alla til hans. Aðspurt kvaðst vitnið hafa verið ölvað umrætt sinn en muna vel eftir 11 atvikum. Nánar aðspurt um hnífinn kvaðst vitnið ekki minnast þess að hafa séð hnífinn en tók fram að ákærði væri alltaf með þennan hníf á sér. Sérstaklega aðspurt hvort ákæ rði Fjögur skildist mér kvaðst vitnið hafa séð ákærða stinga á tvö dekk lögreglubifreiðarinnar og vísað til austurhliðar lögreglubifreiðarinnar, hin dekkin hafi verið í skjóli. Hins vegar kvaðst vitnið hafa frétt að ákærði hafi stungið í öll dekkin. Ítrekað aðspurt kvaðst vitnið ekki hafa séð ákærða koma út frá K . Vitnið kvaðst ekki muna hve lengi ákærði hafi dvalið hjá sér áður en hann rauk út um bakdyrnar og skar á dekkin. Ákærði hafi of t komið á heimili hans og einnig gist. Nánar aðspurt hvort ákærði hafi umrætt sinn verið hjá vitninu í fimm mínútur, hálftíma eða klukkutíma, taldi vitnið að ákærði hafi e.t.v. verið búinn að vera aðeins lengur. Aðspurður hvort það hafi verið tveir, þrír t já, alveg það sko Vitnið Q var yfirheyrður vegna þessa atviks og liggur frammi í málinu samantekt lögreglu af yfirheyrslunni. Dómari hefur kynnt sér hljóðupptökur af umræddri yfirheyrslu sem fram fór að kvöldi 14. mars 2019, nánar tiltekið klukkan 22:06. Var vitnið yfirheyrt um meinta líkamsárs ákærða á hendur K , meint brot gegn valdstjórninni, hótanir og eignaspjöll. Eftir að vitninu var kynnt að hann hafi fyrr um daginn sagt lögreglu að ákærði hafi gert eitthvað við lögreglubifrei ðina og greindi vitnið frá því að hafa séð ákærða stinga á öll fjögur dekk bifreiðarinnar þar sem vitnið hafi staðið í vestur inngangi íbúðar sinnar. Vitnið kvaðst ekki hafa séð með hverju ákærði hafi stungið á dekkin en hann hafi verið mjög einbeittur. Kv aðst vitnið hafa kallað til ákærða í þeim tilgangi að reyna að stöðvað verknaðinn. Þá kom fram hjá vitninu að B lögreglumaður hafi einnig reynt að stöðva ákærða. Skýrt kemur fram í upptöku af umræddri skýrslutöku lögreglu að ástand vitnisins hafi ekki veri ð gott umrætt sinn. Þar greinir vitnið frá því að hafa verið við drykkju fyrr um kvöldið og aðspurt kvaðst vitnið hafa drukkið síðasta vínsopann 2 - 3 mínútum áður en lögregla sótti hann til skýrslutökunnar. Má glöggt heyra á mæli vitnisins að hann var undir verulegum áhrifum áfengis og var allur framburður hans óskýr og ruglingslegur. Sjálfur kvaðst vitnið vera vel fullur. Fyrir dómi kvaðst vitnið ekkert muna eftir framangreindri skýrslutöku. Ákærði hefur frá upphafi rannsóknar málsins neitað sök. Vitnið O rannsóknarlögreglumaður staðfesti fyrir dómi þá niðurstöðu sína að um væri að ræða sanngjarnan vafa um að stunguför á umræddum fjórum hjólbörðum Swiss 12 Army r er rakið í málavaxtalýsingu hér að framan, en vasahnífinn mun lögregla mun hafa fundið í fórum ákærða eftir að á lögreglustöð kom umræddan dag og hnífurinn þá haldlagður í þágu rannsóknar málsins. Eina vitni ákæruvaldsins að umræddu atviki er Q sem umræt t sinn var undir áhrifum áfengis er lögregla ræddi við hann skömmu eftir atvikið og enn ölvaðri er hann gaf skýrslu hjá lögreglu umrætt kvöld eins og rakið hefur verið hér að framan og gat vitnið ekki greint frá atvikum er varðaði þennan ákærulið í sjálfst æðri frásögn. Í hljóðupptöku af þeirri yfirheyrslu má heyra vitnið greina frá því að að hann hafi orðið vitni að ætlaðri líkamsárás ákærða á hendur K á heimili hans fyrr um daginn, m.a. séð ákærða hamra í andlit K , eins og vitnið orðaði það. Í samantekt lögreglu af yfirheyrslunni er hins vegar haft eftir vitninu að hann hafi ekki verið heima hjá K fyrr um daginn og hafi hann því ekkert um hina ætluðu líkamsárás ákærða að segja. Engin skýring hefur fengist á þessu m isræmi af hálfu ákæruvaldsins. Eru framangreind vinnubrögð lögreglu ámælisverð. Í upphafi skýrslutöku fyrir dómi fullyrti vitnið Q að hafa séð ákærða stinga á öll fjögur dekk lögreglubifreiðarinnar með litlum hvítum hníf. Þann framburð sinn dró vitnið að h luta til baka síðar í yfirheyrslunni eins og rakið hefur verið hér að framan. Dregur það verulega úr trúverðugleika vitnisins sem og það að vitnið taldi að ákærði hafi dvalið á heimili hans í tvo eða þrjá tíma áður en hann hafi stungið á hjólbarða lögreglu bifreiðarinnar. Hins vegar bera gögn málsins það með sér að eingöngu níu mínútur liðu frá því lögreglu barst tilkynning um ætlaða líkamasárás á heimili K að þar til umrædd lögreglubifreið var komin á vettvang. Að virtum rannsóknargögnum málsins og alls þess sem að framan er rakið hefur ákæruvaldið að mati dómsins ekki fært fram nægilega sönnun þess að ákærði hafi framið eignaspjöll þau sem honum er gefið að sök í öðrum tölulið ákæru og vísast í því sambandi til 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga um meðfe rð sakamála nr. 88/2008. Ákærði verður því sýknaður af þessum þætti málsins. Ákæra héraðssaksóknara, dags. 29. desember 2019, þriðji ákæruliður. Niðurstaða Eins og áður greinir játaði ákærði sök í þessu lið ákæru, þ.e fyrir eignaspjöll með því að hafa þ ann 14. mars 2019 valdið skemmdum á tveimur teppum og kodda í fangaklefa á lögreglustöðinni að Þ eins og nánar greinir í ákæru. Um málavexti að öðru leyti er vísað til ákæru. Með vísan til játningar ákærða, sem er í samræmi við rannsóknargögn málsins, er s annað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum 13 er gefin sök í þriðja ákærulið ákæru, dags. 29. ágúst 2019. Með framangreindri háttsemi hefur ákærði brotið gegn 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákæra héraðssaksóknara, dags . 2. október 2019, fyrsti og annar ákæruliðir. Málsatvik Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þann 29. júní 2018 hafi I tilkynnt um misnotkun á greiðslukortum í hans eigu, nánar tiltekið hafi kortin verið notuð til að leysa út vörur hjá vefverslun Heimkau pa. Fram kom að tilkynnanda hafi grunað að ákærði í máli þessu hafi verið þar að verki en ákærði mun hafa verið við störf á heimili ákærða framangreint vor. Meðal gagna málsins eru reikningar frá Heimkaupum sem sýna m.a. vörur sem greitt hafi verið fyrir með greiðslukortum í eigu áðurnefnds I og eiginkonu hans, J , tilkynningar korthafa til Valitor hf., vegna umræddra viðskipta, upplýsingar frá Arion banka og P óstinum auk vinnuskjal rannsakara. Vegna þessa ákæruliða gáfu auk ákærða skýrslur fyrir dómi vitnin I og J . Framburður ákærða og vitna verður ekki að öllu leyti rakinn, en vikið að honum í niðurstöðukafla að því leyti sem þörf krefur til úrlausnar málsins . Niðurstaða Ákærði neitaði sök bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Ákærði staðfesti fyrir dómi að hafa verið í vinnu á heimili I og konu hans, J , m.a. við umhirðu dýra. Ráðningarsamningur þeirra í milli hafi verið munnlegur og kvað ákærði það kunni að vera rétt sem hann hafi greint frá í yfirheyrslu hjá lögreglu að vikulaun hafi átt að vera 100.000 krónur. Taldi ákærði að hann hafi verið samfellt í vinnu á bænum í tvo mánuði. Á þessum tíma hafi hann búið á heimili þeirra hjóna og verið þar í fæði. Hann kvað st hafa haft heimild I til nota greiðslukort hans og konu hans til kaupa á vörum í gegnum vefverslun Heimkaupa og staðfesti ákærði að hafa pantað þær vörur sem voru að baki viðskiptum þeim sem tilgreind eru í I. og II. tölulið ákæru. Tók ákærði fram að öll viðskiptin hafi verið með samþykki og vitund I , utan einnar sendingar, en henni hafi verið snúið við. Ákærði kvað umræddar úttektir vegna kaupa hjá Heimkaupum hafa verið launagreiðslur sér til handa en tók fram að I skuldi sér enn. Vitnið I bóndi stað festi fyrir dómi að hafa ráðið ákærða í vinnu á bæ sinn vorið 2018 til aðstoðar við sauðburð. Líklega hafi ákærði komið til starfa í lok 14 aprílmánaðar 2018 en vitnið mundi ekki hvenær ákærði hafi lokið störfum, líklega í maí. Ráðningarkjör hafi verið munnle g. Ákærði hafi gert kröfu um 25.000 krónur á viku en vitnið kvaðst hafa greitt honum 30.000 krónur. Vitnið kvað það ekki rétt hjá ákærða að samið hafi verið um 100.000 krónur á viku. Minnti vitnið að venjulega hafi hann greitt tímabundnum starfsmönnum 60.0 00 krónur á viku auk fæðis og húsnæðis. Kvaðst vitnið hafa greitt ákærða í reiðufé og engir launaseðlar hafi verið gefnir út. Vitnið hafnaði því alfarið að hafa veitt ákærða greiðslukortaupplýsingar sínar og eiginkonu sinnar sem og að úttektir þær sem í ákæru greini hafi verið verið með samþykki vit nisins og ígildi launagreiðslna til ákærða. Vitnið kvaðst á umræddum tíma aldrei hafa verslað í gegnum vefverslun Heimkaupa en umrædd viðskipti hafi ekki komið í ljós fyrr en búið hafi verið að tæma kortið. Vitninu voru kynnt vörukaup hjá Heimkaupum sem ti lgreind eru í I. tölulið ákæru. Kvaðst vitnið hvorki hafa pantað né keypt þær vörur sem um ræðir, og hvorki gefið ákærða heimild til þess að greiða fyrir þær með greiðslukortum vitnisins né J , eiginkonu vitnisins. Þá kvaðst vitnið hvorki hafa gefið ákærða upplýsingar af greiðslukortum sínum né eiginkonu sinnar. Tók vitnið fram að kortin hafi verið geymd í opnum skáp í eldhúsinu en ákærði hafi haft aðgang að eldhúsinu enda búið hjá þeim í íbúðarhúsinu. Vitnið kvaðst minnast þess að ákærði hafi fengið sending u á heimili vitnisins en þá hafi honum ekki verið kunnugt um að vörurnar hafi hafi verið keyptar með korti vitnisins. Þá kannaðist vitnið ekki við að hafa undirritað framlagðar tilkynningar frá póstinum vegna sendinga frá Heimkaupum. Vitnið J kvað I eiginm ann sinn hafa séð um öll samskipti við ákærða varðandi störf hans umrætt vor, þ.m.t. launagreiðslur. Minnti vitnið að ákærði hafi verið við störf hjá þeim í um þrjár vikur og hafið störf rétt fyrir mánaðarmót apríl/maí. Vitninu var kynnt vörukaup hjá Heimk aupum sem tilgreind eru í II. tölulið ákæru. Kvaðst vitnið aldrei hafa verslað við fyrirtækið, ekki hafa pantað eða keypt þær vörur sem um ræðir og hvorki gefið ákærða né I heimild til þess að greitt yrði fyrir þær með greiðslukortum vitnisins. Vitnið kvað kortin hafa verið og hafi ákærði haft aðgang . Vitnið J greindi frá því að ákærði hafi einu sinni fengið pakka með póstinum og hafi I borgað póstkröfuna fyrir ákærða og sú fjárhæð síðan verið dregin frá kaupi ákærða. Vitnið kvaðst ráma í að um haf i verið að ræða vatterað vesti og ýmislegt annað en vitnið mundi ekki hvað þetta hafi kostað. Vitninu var kynntur framburður hennar hjá lögreglu þar sem fram komi að einu sinni hafi komið pakki frá Heimkaupum m.a. lítill fartölva, vesti og belti. Kom f ram í lögregluskýrslunni að vitnið hafi ekki verið viss hvort 15 fyrir vörurnar hafi verið greitt fyrirfram með greiðslukorti eða hvort I hafi greitt fyrir þær og þá sem laun til ákærða. Aðspurð fyrir dómi um framangreint kvaðst vitnið ekki hafa verið viðstöd d þegar umræddur pakki kom en verið inn í stofu þegar ákærði hafi komið með pakkann þangað. Þá upplýsti vitnið að I hafi nokkrum sinnum greitt ákærða fyrirfram, t.d. þegar ákærði hafi farið á . Framangreindur framburður J var borinn undir vitnið I og kv að vitnið framangreint ekki rétt, hann reki ekki minni til þessa. Vitnið kvaðst minnast þess að ákærði hafi komið með einhverjar vörur inn í stofu sem vitnið kvaðst engan áhuga hafa sýnt. Ákærði hafi síðan borið það út að vitnið hafi heimilað honum að fara í kortin hans til að greiða fyrir vörur. Þá kvaðst vitnið aldrei hafa greitt póstkröfur fyrir ákærða en verið geti að hann hafi greitt ákærða laun fyrirfram. Í máli þessu liggur fyrir að ákærði starfaði hjá hjónunum á vorið 2018 í sauðburði, og verið í fæði og húsnæði á heimili þeirra hjóna og haft aðgang að eldhúsi hússins. Enn fremur liggur fyrir samkvæmt framburði ákærða og vitnisins I að ekki hafi verið gerður skriflegur ráðningarsamningur og staðfesti vitnið I að greiðslur til ákærða hafi verið í reiðufé, svokölluð svört vinna. Ákærði hefur haldið því fram að úttektir af greiðslukortum vitnanna I og J til kaupa ákærða á ýmsum varningi hjá vefverslun Heimkaupa hafi verið launagreiðslur honum til handa. Ákærði greindi frá því fyrir dómi að hann hafi stofnað aðgang að umræddri vefverslun að vitninu I viðstöddum og að hafa þá vistað upplýsingar um greiðslukort í síma sinn í framangreindu skyni með samþykki vitnisins I sem þá hafi verið með kortið í höndunum. Kvað ákærði það geta verið að slá hafi þurft inn sérstakan kóða til að staðfesta að eigandi væri að skrá inn kort. Fram kom hjá ákærða að eiginkona I , J , hafi vitað af þessu. Vitnin I og J vísuðu framburði ákærða alfarið á bug. Ákærði hafi ekki haft heimild til að nota greiðslukort þeirra til innkau pa í umræddri vefverslun. Bæði vitnin greindu frá því að greiðslukort þeirra hafi verið geymd í eldhússkáp og var á vitninu I að skilja að honum hafi ekki dottið til hugar að ákærði myndi nýta sér það og ekkert vitað um úttektirnar fyrr en ekkert hafi veri ð eftir inni á kortinu. Þó svo ekki liggi fyrir hvernig staðið hafi verið að launagreiðslum til ákærða og ákærða og vitnunum I og J beri ekki saman um hve lengi ákærði hafi verið við störf hjá þeim vorið 2018, eru skýringar ákærða á tilurð kaupanna ótrúve rðugar að mati dómsins. Vísast í því sambandi í fyrsta lagi til samhljóða framburðar vitnanna I og J um að ákærði hafi ekki haft heimild til að nýta greiðslukort þeirra til kaupa í vefversluninni. Í öðru lagi er sá framburður ákærða að vitnið I hafi verið viðstaddur þegar ákærði stofnaði til 16 viðskipta hjá vefversluninni og vistaði greiðslukortaupplýsingar inn á síma sinn með samþykki vitnisins með miklum ólíkindablæ. Í þriðja lagi er til þess að líta að samtals voru úttektir af kortum hjónanna, sbr. ákæruli ð I og II að fjárhæð 745.384 krónur, að teknu tilliti til breytinga sem ákæruvaldið gerði á síðari ákæruliðnum, auk þess sem ákærði kvað vitnið I enn vera í skuld við sig. Með vísan til rannsóknargagna málsins og alls þess sem að framan er rakið hefur ákær uvaldið að mati dómsins fært fram sönnur þess að ákærði hafi ekki haft heimild til að greiða fyrir innkaup hjá vefverslun Heimkaupa, með greiðslukortum I , sbr. I. lið ákæru, samtals að fjárhæð 533.036 krónur, og greiðslukorti J , sbr. II. lið ákæru, samtals að fjárhæð 192.348 krónur. Samkvæmt öllu framansögðu telur dómurinn sannað, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 108 og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærði hafi í þrettán skipti nýtt sér greiðslukort I og J til kaupa á ýmsum vörum hjá vefverslun Heimkaupa og í blekkingarsyni og án heimildar látið skuldfæra kaupin á kortareikninga I og J og þannig haft af þeim fé, allt eins og nánar greinir í ákæru. Með greindri háttsemi braut ákærði gegn 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákæra héraðssaksóknara, dags. 2. október 2019, þriðji ákæruliður. Málsatvik Í frumskýrslu lögreglu vegna atvika fimmtudaginn 14. mars 2019, kemur fram að klukkan 14:29 hafi lögreglu borist tilkynning um líkamsárás á heimili brotaþolans, K , að og að g erandi væri ákærði í máli þessu. Fram kemur að lögregla hafi farið strax á vettvang og hitt þar fyrir brotaþola og tvö vitni, M , sem hafi verið ölvaður, N , sem hafi virst ódrukkinn og brotaþola sem einnig hafi verið ódrukkinn. Hafi nokkur geðshræring veri ð á vettvangi og M óðamála. Þá segir í frumskýrslu að í rúmi í stofunni hafi legið vasahnífur með viðarskefti sem vitni hafi greint frá að ákærði hafi notað. Lagði lögregla hald á hnífinn. Meðal gagna málsins er læknisvottorð undirritað af P sérfræðingi á slysa - og bráðadeild Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi, dags. 26. mars 2019. Kemur þar fram að brotaþoli hafi leitað á bráðamóttöku klukkan 11:05 þann 15. mars 2019. Þar segir Við skoðun sést mar ofarlega á hálshrygg vinstra megin og e r þetta um 5x3 cm að stærð og rauðleitt að sjá. Þess utan er hann aumur yfir hálshrygg og niður á öxlina vinstra megin. Hreyfigeta í hálsi er þokkaleg en nær þó ekki að hreyfa að fullu vegna þá er mar á 17 framhandlegg sem er bláleitt. Það er um 3x2 að stærð, þar eru þreifieymsli yfir. Við skoðun á vinstri öxl þá eru þreifeymsli yfir vöðva utanvert á öxlinni sjálfri en ekki að sjá mar eða áverkamerki þar. Við skoðun á starfsemi tauga þá lýsir han n dofa út í litla fingur og aðeins niður í baugfingur. Meðal gagna málsins eru einnig ljósmyndir af vettvangi og af áverkum á hnakka og höfði brotaþola umræddan dag. Þá eru einnig ljósmyndir af hníf þeim vísað er til í ákæru og lögregla fann á heimili bro taþola, nánar tiltekið í rúmi í stofu. Þar kemur fram að um hafi verið að ræða vasahníf með viðarskefti af gerðinni Kongsberg, 19 cm að lengd með 8,5 cm löngu blaði. Vegna þessa ákæruliðar gáfu auk ákærða skýrslur fyrir dómi vitnin, K , brotaþoli, M , N , lö greglumennirnir G og B , og P læknir. Framburður ákærða og vitna verður að öllu leyti ekki rakinn, en vikið að honum í niðurstöðukafla að því leyti sem þörf krefur til úrlausnar málsins. Niðurstaða Ákærði, sem neitar sök, kvaðst umræddan dag hafa verið d rukkinn, reiður og í ójafnvægi. Ákærði neitaði því alfarið að hafa veitt brotaþola, K , ítrekuð spörk og högg í líkama og höfuð og í kjölfarið að hafa hótað brotaþola meira ofbeldi með því að ógna brotaþola með hníf, eins og nánar greinir í ákæru. Ákærði kv aðst hafa verið æstur og hraunað yfir brotaþola svívirðingum. Þá hafi hann orðið reiðari þegar hann hafi séð að brotaþoli hafi verið í bol ákærða. Í framhaldinu hafi það atvikast að brotaþoli hafi lent aftur fyrir sig með hnakkann á borðbrún. Ákærði vildi ekki tjá sig nánar um framangreint fall. Þá lýsti ákærði því að hafa tekið upp hníf sem legið hafi á stofuborði og rétt vitninu N . Vitnið kvaðst ekki hafa átt umræddan hníf en kannaðist við að um hafi verið að ræða hníf þann sem lögregla lagði hald á heim a hjá brotaþola og mynd er af í gögnum málsins. Brotaþoli, K , sem kvaðst hafa verið edrú umrætt sinn, lýsti því fyrir dómi að ákærði hafi ráðist að honum, dregið hann úr rúminu og slegið til hans og hafi smá högg lent á öxl hans. Kvaðst brotaþoli enga áverka hafa hlotið. Þá kvaðst honum hafa skilist á vinum sínum, N og M , sem þar hafi verið staddir, að ákærði hafi sveiflað hníf í áttina að brotaþola en þeir hafi náð hnífnum af ákærða. Hnífinn kvaðst brotaþoli ekki hafa séð. Brotaþoli kvaðst hafa leitað til læknis til að láta kanna hvort einhverjir áverkar væru og farið í skýrslutöku hjá lögreglu. Þá kvaðst brotaþoli ekki vita hvort læknisskoðun hafi leitt í ljós einhverja áverka. Þar sem nokkuð bar á milli framburðar brotaþola fyrir dómi 18 og hjá lögreglu var eftirfarandi framburður hans hjá lögreglu daginn eftir umræddan atburð kynntur honum sérstaklega. Í fyrsta lagi að brotaþoli hafi náð að verjast höggum frá ákærða en tvö högg hafi lent á honum, annars vegar á aftanverðan háls og hins vegar vinstri fram handlegg. Í öðru lagi að ákærði hafi tekið upp hníf og reynt að stinga hann en vinir hans, M og N , hafi náð að stöðva ákærða. Aðspurður um skýringar á breyttum framburði vísaði brotaþoli til þess að langt væri um liðið. Einnig greindi b rotaþoli frá því fyr ir dómi að hafa f engið hótun með sms - skilaboðum þann 26. janúar sl., frá nafngreindum manni og las brotaþoli skilaboðin upp í réttinum. Þar kom meðal annars fokkaði hann laminn þannig að hann myndi aldrei jafna sig og sama ætti við um vitnið N . Þá kom einnig fram að þeir ættu að halda kjafti og halda sig í burtu. Kvaðst sendandi skilaboðanna vita hvaða klúbb á eir sæki, hann, þ.e. brotaþoli, fái eitt tækifæri annars séu þeir ekki öruggir. Brotaþoli greindi frá því fyrir dómi að hafa farið frá Y umræddan dag þar sem lögreglan hafi ekki viljað veita honum vernd gegn ákærða. Aðspurður kvaðst brotaþoli í dag ekk i óttast ákærða eins mikið og áður. Þó svo brotaþoli hafi í upphafi skýrslugjafar fyrir dómi dregið úr lýsingum á ætlaðri árás ákærða umrætt sinn verður ekki horft fram hjá því að skýrlega kom fram að mati dómsins að brotaþola stendur ógn af ákærða auk þ ess sem fyrir liggur að brotaþola voru send skilaboð sem fólu í sér hótun og ekki fór milli mála að tengdust skýrslugjöf brotaþola fyrir dómi í máli þessu. Þá staðfesti brotaþoli, eftir að honum var kynntur áðurgreindur framburður hans hjá lögreglu, að sá framburður væri réttur að atvik hafi verið með þeim hætti sem þar greinir. Einnig staðfesti brotaþoli að um hafi verið að ræða hníf þann sem lögregla lagði hald á og mynd er í gögnum málsins en tók fram að hnífurinn hafi ekki komið við sig. Vitnið N kva ðst hafa verið edrú umrætt sinn. Kvað hann ákærða hafa ráðist að brotaþola, lagst ofan á hann í sófanum, slegið hann í síðuna og andlit og brotaþoli þá dottið á borðið. Einnig hafi ákærði hótað brotaþola bæði með orðum og með eldhúshníf sem ákærði hafi síð an hent í gólfið. Vitnið kannaðist ekki við að ákærði hafi rétt honum hníf meðan á þessu stóð. Þegar vitninu var sýnd mynd af hinum haldlagða hnífi kvaðst hann halda að þar væri um sama hníf að ræða en tók fram að hann hafi minnt að um eldhúshníf hafi veri ð að ræða. Aðspurður kvað vitnið engar hótanir hafa borist honum frá ákærða varðandi mál þetta. 19 Vitnið M , sem kvaðst umrætt sinn hafa verið undir litlum áhrifum, kvað ákærða hafa staðið upp, gengið að brotaþola og kýlt hann. Hafi brotaþoli dottið fram úr r úminu og ákærði haldið áfram að berja brotaþola þar sem hann hafi legið í gólfinu. Hafi höggin m.a. lent í andliti brotaþola sem hafi reynt að verja sig. Vitnið kvaðst ekki muna hvort brotaþoli hafi hafnað á maganum eða bakinu á gólfinu. Um hafi verið að r æða mörg högg sem vitnið minnti að hafi lent á andliti og höndum brotaþola. Vitnið kvaðst ekki minnast þess að ákærði hafi reynt að sparka í brotaþola, ákærði hafi beitt hnefunum. Aðspurður hvort hnífur hafi verið notaður umrætt sinn kvað vitnið ákærða haf a verið, eins og oft áður með hníf á lofti, þegar hann hafi verið að ræða við brotaþola, en ákærði hafi hent hnífnum frá sér áður en réðst á brotaþola. Vitnið kannaðist ekki við þann framburð sinn hjá lögreglu að kvöldi umrædds dags að ákærði hafi lagt til brotaþola með hnífnum af miklum krafti en brotaþoli snúið sér undan. Kvað vitnið framangreint ekki rétt og vísaði til þess að hann hafi verið að ýkja að þessu leyti er hann gaf skýrslu hjá lögreglu. Vitnið kvað hvorki ákærða né neinn á hans vegum hafa haf t samband við sig fyrir þinghaldið en vitnið kvaðst óttast ákærða. Vitnið kvaðst ekki muna um hvernig hníf hafi verið að ræða og kannaðist ekki við hníf þann sem lögregla haldlagði umrætt sinn. Eins og áður greinir liggur frammi upptaka úr búkmyndavél lögreglu er hún kom á vettvang á heimili brotaþola skömmu eftir að hann tilkynnt lögreglu um ætlaða ársás ákærða og hefur dómari kynnt sér hana. Vitnið M var æstur, óðamála, óskýr í tali og bar öll merki þess að vera undir verulegum áhrifum áfengis. Eins var ástatt um vitnið er hann gaf skýrslu hjá lögreglu sama dag, nánar tiltekið klukkan 22:48, og hefur dómari kynnt sér upptöku af yfirheyrslunni. Þar lagði vitnið mikla áherslu á þá ógn sem af brota þola hafi stafað vegna hnífs sem vitnið kvað ákærða hafa beitt að miklum krafti að brotaþola. Ákærði, brotaþoli og vitnið N greindu frá því fyrir dómi að ákærði hafi umrætt sinn rifist við brotaþola út af sveðju eða hníf sem brotaþoli hafi afhent lögreg lu. Eins og samantekt framburða ákærða, brotaþola og vitna hér að framan, bæði fyrir dómi og hjá lögreglu, ber með sér er atburðarás umrætt sinn nokkuð óljós. Þó ber brotaþola og vitnunum N og M saman um að ákærði hafi ráðist að brotaþola sem þá hafi verið í rúmi gengt sófa þeim sem vitnin og ákærði sátu í og að ákærði hafi veitt brotaþola högg. Hins vegar ber þeim ekki saman um hvar þau högg hafi lent á brotaþola. Vitnið N g kvað högg ákærða hafa lent í síðu og andliti brotaþola en vitnið M að þau hafi len t í andliti og á höndum brotaþola. Eingöngu brotaþoli kvað höggin tvö sem ákærði hafi veitt honum hafa lent annars vegar á aftanverðan háls og hins vegar vinstri framhandlegg og er hér 20 verið að vísa til framburðar brotaþola hjá lögreglu sem hann staðfesti í lok skýrslutöku fyrir dómi. Framangreind lýsing brotaþola er í samræmi skoðun vitnisins P læknis á brotaþola daginn eftir umræddan atburð, sbr. læknisvottorð vitnisins. Vitnið, sem staðfesti vottorð sitt fyrir dómi, kvað umrædda áverka hafa verið 5x 3 cm mar, auk roða og tognun í vöðva. Ekki hafi verið um að ræða blóðgúl og því ekki um alvarlegan áverka að ræða. Staðfesti vitnið að umræddur áverki hafi verið staðsettur þar sem í daglegu tali er kallast háls, nánar tiltekið aftan á hálsi eða hálsvöðva. Þá kemur einnig fram í vottorði vitnisins að bláleitt mar hafi verið á vinstri framhandlegg, 3x2 cm að stærð. Kvað vitnið framangreinda áverka hafa samræmst lýsingu brotaþola á höggi aftan á háls og sparki á framhandlegg. Einnig liggja frammi í máli þessu tvæ r ljósmyndir sem lögregla tók af áverkum aftan á hálsi brotaþola umræddan dag. Má þar sjá roða efst á hálsi og upp í hársrót, langleiðina upp að eyrum. Að virtum framburði brotaþola, sem fær að hluta til stoð í framburði vitnanna N og M ljósmynda af áve rkum brotaþola og framburði vitnisins P læknis, er það mat dómsins, þrátt fyrir neitun ákærða, að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um að ákærði hafi veitt brotaþola tvö högg með þeim afleiðingum sem í ákæru grein ir og með því brotið gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hvorki brotaþoli né vitnin N og M greindu frá því hjá lögreglu að ákærði hafi sparkað í brotaþola umrætt sinn. Brotaþoli og vitnið M kváðu ákærða hins vegar hafa reynt að spark a í brotaþola. Ekki verður byggt á þeim framburði vitnisins N , sem fyrst kom fram fyrir dómi, að ákærði hafi sparkað í brotaþola, líklega í síðuna, er ákærði var á leiðinni út. Kvaðst vitnið hafa gleymt að greina frá þessu þegar hann gaf skýrslu í gegnum s íma hjá lögreglu 3. apríl 2019. Framangreind skýring vitnisins fyrir dómi er í andstöðu við þá yfirlýsingu hans fyrir dómi að hafa munað betur eftir atvikum þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu. Að framangreindu virtu og gegn eindreginni neitun ákærða hefur ákæruvaldinu að mati dómsins ekki tekist lögfull sönnun þess að ákærði hafi ítrekað sparkað í brotaþola umrætt sinn. Í upptöku af tilkynningu brotaþola til Neyðarlínu umræddan dag kemur fram að ákærði hafi verið með hníf og hafi ætlað að stinga brotaþola . Eins og áður hefur verið rakið lagði lögregla hald á hníf með 8,5 löngu blaði á vettvangi sem brotaþoli og vitnin N og M kváðu ákærða hafa notað umrætt sinn. Jafnframt má sjá á upptöku úr búkmyndavél lögreglu er hún kom á vettvang að þeim sem á vettvangi voru, brotaþola 21 og vitnunum N og M , var verulega brugðið, m.a. má sjá brotaþola pakka niður í ferðatösku í því skyni að ná bátnum upp á land. Að framangreindu virtu og með vísan til samhljóða framburða brotaþola og vitnisins N , telst sannað að ákærði hafi hótað brotaþoli ofbeldi með því að ógna brotaþola með hníf eins og nánar er lýst í ákæru. Var háttsemin til þess fallinn að vekja ótta hjá brotaþola um líf sitt og heilbrigði svo sem lýst er í 233. gr. almennra hegningarlaga. Með framangreindri háttsemi þ ykir ákærði hafa sýnt af sér hótun í verki. Samkvæmt öllu framangreindu verður ákærði sakfelldur fyrir brot gegn 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákvörðun refsingar Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði tíu sinnum áður sætt ref singu, þar af fjórum sinnum vegna ofbeldisbrota og fjórum sinnum vegna auðgunarbrota. Þann 4. nóvember 2010 var ákærði fundinn sekur um þjófnað, en ákvörðun um refsingu hans var frestað skilorðsbundið. Rétt er að taka fram að ákærði var ekki fullra átján á ra þegar framangreint þjófnaðarbrot var framið. Þann 14. mars 2012, var ákærði fundinn sekur um eignaspjöll og honum gerð sekt. Hafði ákærði þá með broti sínu rofið skilorð fyrrgreinds dóms, en skilorðið var ekki dæmt upp og ákærða gerð refsing sér í lagi án skilorðs. Þann 22. maí 2013 var ákærði fundinn sekur um líkamsárás samkvæmt 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og hótanir og honum gert að sæta fangelsi í átta mánuði, en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið. Hafði ákærð i með brotum sínum enn rofið skilorð framangreinds dóms frá árinu 2010 og var hann þá dæmdur upp. Þann 24. október 2013 var ákærði meðal annars fundinn sekur um eignaspjöll og líkamsárás, samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Var ho num þá dæmdur hegningarauki en ekki gerð sérstök refsing. Þann 28. janúar 2014 var ákærði fundinn sekur um líkamsárás samkvæmt 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, húsbrot, þjófnað og eignaspjöll og honum gert að sæta fangelsi í 10 mánuði, en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið. Var þá enn dæmt upp skilorð eldri dóms. Þann 29. janúar sama ár var ákærði fundinn sekur um þjófnað og honum dæmdur hegningarauki við síðastgreindan dóm, en honum ekki gerð sérstök refsing. Þann 7. nóvemb er 2016 var ákærði meðal annars fundinn sekur um þjófnað. Enn var eldri skilorðsdómur dæmdur upp og ákærða gert að sæta fangelsi í 12 mánuði, en hluta refsingarinnar var frestað skilorðsbundið. Loks var ákærði þann 3. júní 2019 meðal annars fundinn sekur u m líkamsárás samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra 22 hegningarlaga nr. 19/1940, húsbrot og hótanir. Enn var eldri skilorðsdómur dæmdur upp og ákærða gert að sæta fangelsi í 18 mánuði. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða ekki áhrif við ákvörðun refsingar í mál i þessu. Ákærði hefur samkvæmt framansögðu verið fundinn sekur um eftirtalin brot framin 14. mars 2019: Brot gegn valdstjórninni samkvæmt 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. fyrsta tölulið ákæru dags. 29. ágúst 2019. Eignas pjöll samkvæmt 1. mgr. 257. gr. áðurnefndra laga, sbr. þriðja tölulið áðurnefndrar ákæru, líkamsásárs samkvæmt 1. mgr. 217. og hótanir samkvæmt 233. gr. margnefndra hegningarlaga, sbr. III. lið ákæru dags. 2. október 2019. Þá hefur ákærði einnig verið fund inn sekur um fjársvik samkvæmt 248. gr. almennra hegningarlag nr. 19/1940, á tímabilinu 26. maí til 13. júní 2018, sbr. I. og II. lið ákæru frá 2. október 2019. Eins og að framan greinir var ákærði sýknaður af eignaspjöllum, sbr. annan tölulið ákæru dags. 29. ágúst 2019. Með brotum sínum nú hefur ákærði rofið skilorð dóms frá 7. nóvember 2016, en líkt og að framan greinir hefur refsingin þegar verið dæmd upp. Þá eru brot ákærða framin fyrir uppkvaðning dómsins frá 3. júní 2019 og verður ákærða því nú dæmdur hegningarauki, með vísan til 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að virtum sakaferli ákærða verður ákvörðun refsingar hans ákveðin með hliðsjón af ákvæðum 1. mgr. 71. og 72. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þykir refsing ákæ rða hæfilega ákveðin 10 mánaða fangelsi. Upptökukrafa Með vísan til 1. töluliðar 1. mgr. 69. gr. a. almennrar hegningarlaga nr. 19/1940, ber að gera upptækan vasahníf af gerðinni Kongsberg, sbr. munaskrá lögreglu nr. 484266. Sakarkostnaður Með vísan til 1. mgr. 235. gr., sbr. 1. mgr. 233. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, greiði ákærði útlagðan sakarkostnað samkvæmt yfirliti héraðssaksóknara, þ.e. vegna ritunar áverkavottorðs 37.600 krónur, sbr. III. ákæruliðar ákæru dags. 3. október 2019. Samkvæmt 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008, greiði ákærði þóknun skipaðs fyrrum verjanda síns, Jónínu Guðmundsdóttur lögmanns, vegna vinnu við mál þetta frá 9. september til 2. desember 2019, sem þykir hæfilega ákveðin 387.260 krónur að teknu 23 till iti til virðisaukaskatts, og ferðakostnað lögmannsins samtals að fjárhæð 9.900 krónur. Ákærði greiði einnig þóknun skipaðs verjanda síns, Jónasar Arnar Jónassonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 1.599.972 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts o g ferðakostnað verjanda samtals að fjárhæð 38.940 krónur. Einkaréttarkrafa, III. liður ákæru, dags. 2. október 2019 Brotaþoli, K , gerir kröfu í málinu um bætur fyrir miska að fjárhæð 800.000 krónur auk vaxta og málskostnaðar að teknu tilliti til virði saukaskatts, eins og nánar greinir í ákæru. Vísar brotaþoli til þess að ákærði beri ábyrgð samkvæmt almennu sakarreglunni í máli þessu vegna saknæmrar háttsemi sinnar og vísað er til þeirra afleiðinga sem af henni hlutust, sbr. og 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í munnlegum málflutningi vísaði lögmaður brotaþola til b - liðar áðurgreindar lagagreinar vegna hinnar ólögmætu meingerðar af hálfu ákærða. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir líkamsárás gagnvart brotaþola samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennrar hegn ingarlaga nr. 19/1940, með þeim afleiðingum sem í ákæru greinir og fyrir hótanir með því að hafa ógnað brotaþola með hnífi, sbr. 233. gr. sömu laga. Samkvæmt því og með vísan til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og með hliðsjón af framlögðum rannsóknargög num um áverka brotaþola, eru miskabætur brotaþola til handa ákveðnar 200.000 krónur. Vextir af bótafjárhæð skulu reiknast samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 14. mars 2019 til 10. nóvember sama ár, en þann dag var mánuður liðinn frá birtingu bótakröfunnar. Frá þeim tíma til greiðsludags ber fjárhæðin dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001. Þá greiði ákærði þóknun lögmanns brotaþola við að koma kröfu sinni á framfæri og fylgja henni eftir fyrir d ómi sem þykir hæfilega ákveðin 337.280 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Ragnheiður Thorlacius héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 10 mánuði. Ákærði greiði brotaþola, K , kt. 120183 - 3549, 200.000 krónur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 14. mars 2019 til 10. nóvember sama ár, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá 24 þeim degi ti l greiðsludags. Ákærði greiði brotaþola málskostnað, 337.280 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Ákærði greiði sakarkostnað, samtals 2.073.672 krónur, þar með talið þóknun fyrrum verjanda síns, Jónínu Guðmundsdóttur lögmanns, að fjárhæð 387.260 k rónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts og ferðakostnað lögmannsins samtals að fjárhæð 9.900 krónum, sem og þóknun skipaðs verjanda síns, Jónasar Arnar Jónassonar lögmanns, að fjárhæð 1.599.972 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts og ferðakostn að verjanda samtals að fjárhæð 38.940 krónur. Upptækur er gerður vasahnífur af gerðinni Kongsberg, sbr. munaskrá lögreglu nr. 484266. Ragnheiður Thorlacius.