D Ó M U R 27. september 2019 Mál nr. S - 559 /201 8 : Ákærandi: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Sigurður Pétur Ólafsson aðstoðarsaksóknari ) Ákærð i : Giovanni Vejerano Gonzaga ( Inga Lillý Brynjólfsdóttir lö gmaður) Dómari: Ingimundur Einarsson héraðsdómari D Ó M U R Héraðsdóms Reykjaness föstudaginn 27. september 2019 í máli nr. S - 559/2018: Ákæruvaldið (Sigurður Pétur Ólafsson aðstoðarsaksóknari) gegn Giovanni Vejerano Gonzaga ( Inga Lillý Brynjólfsdóttir l ögmaður) Mál þetta, sem þingfest var 30. apríl 2019 en dómtekið 16. september sama ár, höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 6. nóvember 2018 á hendur Giovanni Vejerano Gonzaga, kt. 000000 - 0000 , bandarískum ríkisborgara, til heimilis að 1612 June Avenue, Kaliforníu, Bandaríkjum Norður - Ameríku, - og umferðarlagabrot í Hafnarfirði með því að hafa laugardaginn 28. apríl 2018 á leið austur Reykjanesbraut, til móts við Tjarnarvelli, ekið bifreiðinni [...] með of stuttu bili á milli ökut ækja og án nægjanlegrar aðgæslu og varúðar aftan á bifreiðina [...] sem hafði stöðvað fyrir aftan bifreiðina [...] , þar sem ökumaður hennar, A , kt. 000000 - 0000 , hafði stöðvað hana út í vegarkanti til að fjarlægja bolta af akbrautinni, þannig að [...] kasta ðist á [...] , sem í sátu dætur A , þær B , kt. 000000 - 0000 og C , kt. 000000 - 0000 , þannig að önnur hvor bifreiðanna rakst utan í A með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðkúpubrot, blæðingu á heila og þurfti að gangast undir tvær aðgerðir á höfuðkúpu og heila ásamt því að hljóta fjölmörg rifbrot á rifjahylki hægra megin, loftbrjóst og blæðingar í brjósthol og lungnavef, blæðingu í lifur og hægra nýra, vanstarfsemi í heiladingli sem orsakað hefur [...] , þá hafa augnskoðanir sýnt fram á skert sjónsvið til vinstr i á vinstra auga. Þá hlaut D , kt. 000000 - 0000 , ökumaður [...] áverka á höfði og tognun og ofreynslu á hálshrygg ásamt því að allar bifreiðarnar skemmdust. Telst þetta varða við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 4. gr. og 3. mgr. 14. gr ., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006. Einkaréttarkröfur: Vegna málsins gerir Hildur Helga Kristinsdóttir, lögmaður, þá kröfu f.h. D , kt. 000000 - 0000 , hér eftir nefndur kröfuhafi, þá kröfu að ákærða verði gert að greiða kröfuhafa miskabætur að fjárhæð 1.500.000 með vöxtum samkvæmt 8. gr. vaxtalaga 3 nr. 38/2001 frá 28 apríl 2018, en síðan með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að krafan er birt tjónvaldi, til greiðsludags. Þá er þess jafnframt krafist að framangreindum tjó nvaldi verði gert að greiða kröfuhafa málskostnað að skaðlausu skv. síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti, fyrir að halda bótakröfu sinni í málinu. Vegna málsins gerir Ívar Þór Jóhannsson, lögmaður, þá kröfu f.h. A , kt. 000 000 - 0000 , hér eftir nefndur kröfuhafi, þá kröfu að ákærða verði gert að greiða kröfuhafa 8.853.835 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 6.432.684 krónum, og með 4,5% ársvöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalag a nr. 50/1993 af 2.421.148 krónum, hvort tveggja frá 28. apríl 2018 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar fyrir kærða, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 8.853.835 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess er gerð krafa um málskostnað úr hendi ákærða að mati dómsins eða þóknun við réttargæslu að mati dómsins ef kæranda verður skipaður réttargæslumaður skv. 42. gr. laga nr. 88/2008. Vegna málsins gerir Sigmundur Hanne sson, lögmaður, þá kröfu f.h. A , kt. 000000 - 0000 , og E , kt. 000000 - 0000 , f.h. ólögráða dóttur þeirra, C , kt. 000000 - 0000 , hér eftir nefndur kröfuhafi, þá kröfu að ákærða verði gert að greiða kröfuhafa 2.789.443 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. lag a um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 2.789.443 krónum frá 28. apríl 2018 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar fyrir ákærða, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 2.789 .443 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess er krafist málskostnaðar úr hendi kærða að mati dómsins eða þóknunar við réttargæslu að mati dómsins ef brotaþola verður skipaður réttargæslumaður skv. 42. gr. laga nr. 88/2008. Verði bótakröfunni vikið til úrlausnar í sérstöku einkamáli skv. 1. mgr. 175. gr. laga nr. 88/2008 er gerð krafa um málskostnað úr hendi kærða að mati dómsins. Vegna málsins gerir Arnar Ingi Ingvarsson, lögmaður, þá kröfu f.h. A , kt. 000000 - 0000 , og E , kt. 000000 - 0000 , f.h. ólögráða dóttur þeirra, B , kt. 000000 - 0000 , hér eftir nefndur kröfuhafi, þá kröfu að ákærða verði gert að greiða kröfuhafa 2.789.443 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 2.789.443 krónum frá 28. apr íl 2018 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar fyrir ákærða, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. 4 mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 2.789.443 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess er krafist málskos tnaðar úr hendi kærða að mati dómsins eða þóknunar við réttargæslu að mati dómsins ef brotaþola verður skipaður réttargæslumaður skv. 42. gr. laga nr. 88/2008. Verði bótakröfunni vikið til úrlausnar í sérstöku einkamáli skv. 1. mgr. 175. gr. laga nr. 88/20 08 er gerð krafa um Ákærði kom fyrir dóminn 22. maí 2019 og neitaði sök. Áður, nánar tiltekið í þinghaldi 3. maí 2019, hafði dómari, með vísan til 1. mgr. 175. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ákveðið a ð skilja einkaréttarkröfur málsins frá sakamálinu og víkja þeim til meðferðar fyrir dómi í sérstöku einkamáli. Sætti það engum andmælum sakflytjenda, lögmanna bótakrefjenda né lögmanns vátryggingafélags þess ökutækis er ákærði ók er slysið varð. Samkvæmt þ ví er hér aðeins til úrlausnar meint hegningar - og umferðarlagabrot ákærða. Málsatvik Samkvæmt frumskýrslu lögreglumanns, sem staddur var á bifreiðaplani við Tjarnarvelli í Hafnarfirði laugardaginn 28. apríl 2018, sá hann bifreið með hestakerru í eftirdra gi aka austur Reykjanesbraut og fram hjá tveimur bifreiðum sem hann taldi kyrrstæðar á veginum. Í sömu andrá sá hann dökkklæddan mann hlaupa í sömu átt og bifreiðinni var ekið og var hann við það að hverfa á bak við fremri kyrrstæðu bifreiðina, [...] , þega r bifreiðinni [...] var ekið aftan á aftari kyrrstæðu bifreiðina, [...] , sem við það kastaðist áfram og aftan á fremri bifreiðina, [...] . Lögreglumaðurinn ók þegar á vettvang og lá dökkklæddi maðurinn, A , í götunni við vinstra framhorn [...] og var töluver ður blóðpollur við höfuð hans. Á vettvangi var rætt við ökumann [...] , ákærða í máli þessu. Sagðist hann hafa verið á leið austur Reykjanesbraut á um það bil 85 km/klst. þegar bifreið fyrir framan bifreið hans hemlaði snögglega. Við það hafi mikið rykský myndast og hann ekki séð neitt í smástund. Hafi það orðið til þess að hann ók aftan á trukk, sem hann taldi hafa verið hvítan. Sjálfur kvaðst hann líklega hafa rotast við áreksturinn, en líknarbelgir bifreiðarinnar [...] höfðu sprungið út. Á vettvangi var einnig rætt við ökumann bifreiðarinnar [...] . Hann kvaðst hafa verið að aka eftir Reykjanesbraut til austurs þegar hann kom að bifreiðinni [...] , sem þá hafði verið stöðvuð úti í vegkanti. Á miðjum veginum hafi maður verið að sparka bolta út af veginum og því hafi hann nánast stöðvað bifreið sína á akbrautinni og sett [...] , komið á mikilli ferð og og ekið aftan á bíl hans. Við það hefði bíll hans kastast áfram og snúist. 5 A hefði sta ðið við hlið [...] þegar þetta gerðist og giskaði hann á að ca 10 metrar hafi verið milli bifreiðanna [...] og [...] þegar bifreiðinni [...] var ekið aftan á [...] . Lögreglan hafði einnig tal af ökumanni bifreiðarinnar [...] á vettvangi. Kvaðst sá hafa ve rið á leið austur Reykjanesbraut og tekið eftir gulum bolta á miðri akbrautinni. Hefðu bílar verið að sveigja fram hjá boltanum, en við það hefði hægst töluvert á umferðinni. Sagðist ökumaðurinn hafa tekið eftir því að ökumaður bifreiðar fyrir aftan hann h efði stoppað úti í vegkanti og farið úr bifreiðinni til þess að sparka boltanum út af veginum. Bifreið með hestakerru í eftirdragi á austurleið hafi þá snarhemlað með þeim afleiðingum að árekstur varð fyrir aftan hana með bifreiðunum [...] og [...] . Fram kemur í skýrslu lögreglumannsins að veður á vettvangi hafi verið gott, sól, heiðskírt og smá gola. Vegurinn hafi verið þurr, en mikil umferð, bæði til austurs og vesturs. A slasaðist lífshættulega í slysi þessu og var hann þegar fluttur á slysadeild LSH til aðhlynningar. Meðal gagna málsins er vottorð sérfræðings á endurhæfingardeild LSH, dagsett 9. september sl., en þar segir eftirfarandi um áverka A og afleiðingar A er 46 ára karlmaður, verkstjóri hjá [...] . Hann lenti í alvarlegu umferða rslysi á Reykjanesbraut þann 28.04.2018. Hann hlaut mjög alvarlega háorkuáverka, höfuðkúpubrot hægra megin, bráða subdural blæðingu vinstra megin, subarachnoidal heilablæðingar og dreifðar blæðingar á heilavef. Hann gekkst undir tvær aðgerðir á höfuðkúpu o g heila innlagnarsólarhring. Hann hlaut einnig fjölmörg rifbrot á rifjahylki hægra megin, loftbrjóst og blæðingar í brjósthol og lungnavef og einnig blæðingu í lifur og umhverfs hægra nýra. Hann lá á gjörgæsludeild LSH til 22.05.2018 og síðan á heila - og t augaskurðdeild til 20.06.2018. Hann var í endurhæfingu á legudeild Grensásdeildar til 14.01.2019 og síðan í áframhaldandi endurhæfingu á dagdeild Grensásdeildar þar sem hann er enn. [...] sem talið er tengjast heilaskaðanum. A er nú á tveimur geðrofslyfjum og fimm hormónum vegna varanlegrar vanstarfsemi í heiladingli í kjölfar slyssins. Tími, reynsla og endurtekið taugasálfræðilegt mat hefur leitt í ljós að A er með einkenni og merki um töluverðan framheilaskaða. Augnskoðanir hafa sýnt skert sjónsvið til vi nstri á vinstra auga. Rannsóknir á heyrn hafa leitt í ljós heyrnarskerðingu og notar A heyrnartæki. A kvartar um verki í hægra rifjahylki og baki, sem rekja má til slyssins. Ekki er ljóst hversu lengi A verður á dagdeild Grensáss í endurhæfingu. Slysið og afleiðingar þess hafa haft gífurleg áhrif á heilsu A Framburður fyrir dómi 6 Ákærði kvaðst fyrr um daginn hafa komið flugleiðis frá San Francisco og leigt bílaleigubíl í Keflavík. Á leiðinni til Reykjavíkur hafi hann ekið í um 20 mí nútur á eftir bifreið með hestakerru í eftirdragi. Kerran hafi verið stór og hafi hún byrgt honum sýn fyrir umferð um veginn. Gott bil hafi þó verið á milli kerrunnar og bifreiðar hans. Kvaðst hann hafa verið að teygja úr hægri handleggnum þegar mikið ryk birtist skyndilega fyrir framan bílinn og hafi það blindað hann eitt andartak. Í sömu andrá hafi hann ekið aftan á bifreið fyrir framan hann og hafi líknarbelgir sprungið út og hann misst meðvitund. Aðspurður sagðist ákærði hafa sofið í flugvélinni á leið til Íslands. Vitnið D , ökumaður [...] , sagðist hafa verið að aka um Reykjanesbraut í átt til Hafnarfjarðar þegar hann sá A koma út úr bíl sem hann hafði stöðvað úti í vegkanti og var hann að sparka bolta út af veginum. Kvaðst vitnið hafa stoppað bíl sinn og sett nálgaðist fyrir aftan hann og hafi hún hægt ferðina og síðan farið fram úr bifreið hans, vinstra megin. Strax á eftir hafi ákærði ekið aftan á hans bifreið. Sérs taklega aðspurt kvaðst vitnið ekki geta fullyrt um hraða bifreiðarinnar með hestakerruna, þegar henni var ekið fram hjá bifreið hans. Þá sagðist vitnið ekki minnast þess að ryk hafi verið á veginum eða að ryk hafi þyrlast upp þegar þeirri bifreið var ekið fram úr bifreið hans. Vitnið F lögreglumaður gaf skýrslu í gegnum síma, en hann ritaði frumskýrslu í málinu. Sagðist hann hafa verið að vinna að öðru máli nálægt slysstað og hafi hann séð þegar bifreið ákærða var ekið aftan á [...] . Augnabliki áður hafði hann séð mann hlaupa eftir veginum, en sá ekki hvort hann slapp undan árekstrinum. Ekki kvaðst vitnið geta sagt til um hraða bifreiðarinnar með hestakerruna. Hins vegar sagðist vitnið ekki minnast þess að hafa séð ryk þyrlast upp þegar sú bifreið fór hjá. Vitnið G , ökumaður oftnefndrar bifreiðar með hestakerru í eftirdragi, sagðist umrætt sinn hafa verið að flytja hesta frá Keflavík. Þegar hann kom yfir hæð á Reykjanesbrautinni sagðist hann hafa séð jeppling á sömu akrein og hann ók eftir og hafi sá verið á miðri akreininni. Einnig hafi hann séð bolta og mann að sparka honum út af veginum. Vitnið taldi að jepplingurinn fyrir framan hann hafi verið á hægri ferð eða kyrrstæður og kvaðst því hafa ákveðið að fara yfir á vinstri akrein og fram úr honum. Áður hefð i hann þó hægt ferðina, gírað niður og blikkað ljósum og flautað til þess að vara við því að hann væri að aka yfir á öfugan vegarhelming. Síðan kvaðst hann hafa stoppað við hlið jepplingsins og var bifreið hans þá að hálfu leyti á öfugum vegarhelmingi. Mað urinn, sem sparkað hafði boltanum, gekk þá fyrir framan bifreið hans og jepplingsins og kinkaði kolli til hans. Vitnið kvaðst hafa verið að gera sig 7 líklegan til að halda af stað þegar slynkur kom á bíl hans, en gerði sér ekki grein fyrir hverju það sætti. Hins vegar hefði kona, sem sat í framsætinu við hlið hans, öskrað upp um leið og alls kyns drasli rigndi yfir bíl hans. Aðspurt sagðist vitnið ekki hafa veitt bifreiðinni athygli sem ekið var á eftir hestakerrunni. Þá sagðist vitnið ekki minnast þess að r yk hafi verið á veginum umrætt sin. Vitnið H var farþegi í jeppabifreið vitnisins G . Var framburður hennar í öllum meginatriðum samhljóða framburði hans um aðdraganda slyssins. Hún staðfesti og að G hefði stöðvað bifreiðina þegar hann var að aka fram úr je pplingi og yfir á öfugan vegarhelming, enda hefði maður þá verið að ljúka við að sparka bolta út af veginum fyrir framan þau. Jepplingurinn var þá einnig kyrrstæður á miðri akrein. Í þann mund sem þau voru að leggja af stað hefði alls kyns drasli rignt yfi r bíl þeirra og hvítum bíl ekið á fleygiferð á milli jeppans sem hún sat í og jepplingsins við hlið hennar. Hvíti bíllinn hefði rekist í jepplinginn sem síðan hefði kastast áfram og á manninn sem þá var fyrir framan hann. Vitnið tók fram að umrætt sinn hef ði hún skrúfað hliðarrúðuna lítillega niður, en ekki heyrt neitt bremsuhljóð við áreksturinn. Þá kvaðst hún ekki minnast þess að ryk hafi verið á veginum. Vitnið I sagðist hafa séð umferðarslysið í baksýnisspegli bifreiðar sinnar, en hann hafi verið ökum aður næstu bifreiðar á undan bifreið hins slasaða. Kvaðst hann hafa ekið bíl sínum á litlum hraða vegna boltans sem var á veginum. Ekki taldi hann að jeppinn með hestakerruna í eftirdragi hafi verið á miklum hraða, en sagðist hafa séð hann þegar hann var a ð komast yfir á öfugan vegarhelming. Vitnið J kvaðst umrætt sinn hafa ekið eftir Reykjanesbraut í átt til Reykjavíkur. Fyrir framan hann, ca í 150 til 200 metra fjarlægð, hafi verið jeppi með stóra hestakerru í eftirdragi. Sjálft sagðist vitnið hafa verið á háum bíl, en þó hafi hann ekki séð bíla fyrir framan hestakerruna, hvorki þann sem var kyrrstæður á akreininni né þann sem var úti í kanti. Vitnið sagði að jeppinn með kerruna hefði fyrst farið rólega yfir óbrotna línu, en síðan sveigt yfir á öfugan vega rhelming. Ekki sagðist vitnið telja að beygjan hefði verið mjúk, en þó hefði kerran ekki sveiflast við hana. Aðspurt kvaðst vitnið ekki hafa orðið vart við að jeppinn bremsaði áður en honum var beygt yfir á öfugan vegarhelming. Þá kvaðst vitnið ekki minnas t þess að ryk hefði þyrlast upp þegar jeppanum var beygt. Fram kom loks í máli vitnisins að akstursskilyrði hafi verið fullkomin, sól og þurrt. Vitnið K lögreglufulltrúi staðfesti fyrirliggjandi skýrslur sínar, þar á meðal skýrslu um skoðun á stjórntölvu fyrir líknarbelgi bifreiðarinnar [...] . Hann sagði að 8 stjórntölvan hefði verið send til Bandaríkjanna til aflestrar og skýrslan unnin úr þeim gögnum sem þaðan bárust. Vitnið L læknir staðfesti framangreint vottorð sitt og taldi líkamlegt og vitsmunalegt á stand hins slasaða slíkt að hann væri ekki fær um að gefa skýrslu hér fyrir dómi. Ekki er þörf á að rekja framburð annarra vitna sem gáfu skýrslu fyrir dóminum. Niðurstaða Eins og áður er komið fram neitar ákærði sök . Krefst hann aðallega sýknu, en til v ara vægustu refsingar sem lög framast leyfa. Í báðum tilvikum er þess krafist að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. Meðal gagna málsins er skýrsla frá Gnostika ehf., en það fyrirtæki annaðist bíltæknirannsókn á [...] að beiðni lögreglunnar. Samkvæmt skýrslunni fundust engar vísbendingar um bilun eða óeðlilegt ástand í búnaði bifreiðarinnar í aðdraganda slyssins að öðru leyti en því að loftþrýstingur í hjólbörðum var fullmikill og verulegar líkur á að rásfesta og stöðugleiki bifreiðarinnar ha fi verið nokkuð skert af þeim sökum. Einnig fylgir málinu skýrsla tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um skoðun á stjórntölvu fyrir líknarbelgi bifreiðarinnar, en eins og fram kom í skýrslu K lögreglufulltrúa fyrir dómi var stjórntölvan send til Bandaríkjanna til aflestrar. Er skýrslan unnin úr þeim gögnum, sem jafnframt fylgja skýrslunni. Fram kemur þar að í aðdraganda árekstursins hafi hraði [...] aukist úr 91 í 101 km/klst. Þá segir srannsókn kom í ljós að að bifreiðinni var ekið undan brekku í aðdraganda slyssins. Það útskýrir aukningu í hraða og snúningshraða ásamt minnkun inngjafar (Throttle) á sama tíma og inngjafarpedali er í óbreyttri stöðu. Samkvæmt EDR skýrslunni greip ökumaðu r bifreiðarinnar ekki til neinna stjórntaka í aðdraganda árekstursins. Hann hvorki beygði né hemlaði og fótur hans var á inngjafarpedala þar til árekstur varð. Ökumaðurinn var með öryggisbeltið spennt við aksturinn. Draga mætti þá ályktun út frá ofangreind u að ökumaður hafi annað hvort verið sofandi við stýrið eða ekki með hugann við aksturinn Samkvæmt ákæru byggir ákæruvaldið á því að ákærði hafi ekið bifreiðinni [...] með of stuttu bili á milli ökutækja og án nægjanlegrar aðgæslu og varúðar þegar hann ók bifreiðinni aftan á bifreiðina [...] með þeim afleiðingum sem að framan er lýst. Fyrir dómi kvaðst ákærði hafa ekið á eftir bifreið með hestakerru í um 20 mínútur fyrir slysið. Hafi kerran verið stór og byrgt honum sýn fyrir umferð um veginn. Þó sagði hann að gott bil hefði verið á milli kerrunnar og bifreiðar hans. Skyndilega hafi 9 mikið ryk birst fyrir framan bifreiðina og hafi það blindað hann eitt andartak og valdið því að hann ók aftan á bifreið fyrir framan hann. Í skýrslu sem lögreglan ritaði á vettvangi er haft eftir ákærða að mikið rykský hafi myndast á veginum þegar bifreiðin með hestakerruna snögghemlaði. Ekkert þeirra vitna sem gáfu skýrslu fyrir dómi og sáu áreksturinn kannaðist hins vegar við að ryk hafi verið á veginum eða að rykský hafi myndast í þann mund þegar jeppanum með hestakerruna var ekið framhjá bifreiðinni sem var kyrrstæð á akreininni og beygt yfir á öfugan vegarhelming. Sömu vitni báru um að þeirri bifreið hefði heldur ekki verið ekið á miklum hraða þegar he nni var ekið yfir óbrotna veglínu og á öfugan vegarhelming. Samkvæmt frumskýrslu lögreglunnar og vætti þeirra sem gáfu skýrslu fyrir dómi var veður gott, sól, heiðskírt og smá gola þegar slysið varð. Þá var vegurinn þurr. Í skýrslu tæknideildar lögreglunn ar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að lögreglan hafi mælt hæð og breidd umræddrar hestakerru. Reyndist hún 230 sm á hæð og 238 sm á breidd. Samkvæmt vætti J , sem ók á eftir jeppanum með hestakerruna í eftirdragi í um 150 til 200 metra fjarlægð, sá hann hvo rki bifreiðina sem hafði stöðvað á akreininni né þá sem hafði numið staðar úti í vegkanti, þótt hann æki þá háum bíl. Ljóst þykir því að ákærði, sem ók litlum bíl í umrætt sinn, af gerðinni KIA RIO, næst á eftir hestakerrunni, gat tæpast séð nokkuð til umf erðar eða aðstæðna að öðru leyti á veginum fyrir framan kerruna, enda sagði hann sjálfur að kerran hefði verið stór og byrgt honum sýn fyrir umferð um veginn. Við þær aðstæður bar ákærða að gæta sérstakrar aðgæslu og varúðar og gæta þess að hafa nægilegt b il á milli ökutækja þannig að hann gæti í tíma brugðist við aðstæðum eins og hér háttaði til. Að áliti dómsins, byggt á framburði þeirra vitna sem gáfu skýrslu fyrir dóminum, svo og þeim gögnum sem fyrir liggja, gætti ákærði þessa ekki og sýndi með því af sér gáleysi í skilningi 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Er háttsemi hans rétt lýst í ákæru og eru brot hans þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi. Ákærði er fæddur í [...] árið [...] . Hann er bandarískur ríkisborgari og hefur ekki áður gerst sekur um refsverða háttsemi svo vitað sé. Með hliðsjón af dómaframkvæmd í málum sem þessum ákveðst hæfileg refsing hans fangelsi í þrjá mánuði, sem bundin skal skilorði eins og í dómsorði greinir. Þá verður ákærði með vísan til 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006, sviptur ökurétti í 12 mánuði frá birtingu dómsins að telja. Í samræmi við úrslit málsins og með hliðsjón af 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður ákærða gert að greiða allan sakarkostnað málsins, en þar 10 er um að ræða sakarkostnað lögreglu, 574.694 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 1.235.350 krónur, að virðisaukaskatti meðtöldum. Ingimundur Einarsson héraðsdómari kvað upp dóminn. D ó m s o r ð: Ákærði, Giovanni Vejerano Gonzaga, sæti fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá birti ngu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorði 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði er sviptur ökurétti í 12 mánuði frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins, samtals 1.810.044 krónur, þar af 1.235.350 krón ur í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns. Ingimundur Einarsson