Héraðsdómur Suðurlands Dómur 10. mars 2020 Mál nr. S - 553/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Margrét Harpa Garðarsdóttir fulltrúi ) g egn Agnar Þór Sigurðsson ( Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hrl. ) Dómur Mál þetta e r höfðað með ákæru Lögreglustjórans á Selfossi þann 2. október 2019, á hendur Agnari Þór Sigurðssyni, I . f yrir umferðarlagabrot með því að hafa, að kvöldi miðvikudagsins 8. maí 2019, ekið bifreiðinni [...] um Suðurlandsveg við verslun Olís á Selfossi án þess að hafa gild ökuréttindi. (318 - 2019 - 7046) Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. nefndra umferðarlaga. II. fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa , skömmu eftir miðnætti fimmtudaginn 23. maí 2019, í íbúðarhúsinu að A , haft í vörslu sinni í sölu og dreifingarskyni 1304,31 g af maríhúana, 575,30 g af kannabislaufum og 1700 ml af kannabisblönduðum vökva en vökvann hafði ákærði útbúið með því að sjóða k annabisefni í potti á eldavél í húsinu. Ákærði framvísaði efnunum til lögreglu umrætt sinn. (318 - 2019 - 7912) Telst brot ákærða varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65, 1974 með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14 . gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. III. fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, að kvöldi föstudagsins 28. júní 2019, ekið bifreiðinni [...] um Suðurlandsveg við Ölkelduháls í Sveitarfélaginu Ölfusi, óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa tetrahýdrókannabínóls (7,5 ng/ml í blóði) og tetrahýdrókannabínólsýru (í þvagi). (318 - 2019 - 11045) Teljast brot ákærða varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. nefndra umferðarlaga. IV. fyrir fík niefnalagabrot 2 með því að hafa, undir miðnætti föstudaginn 28. júní 2019, í kjölfar atvika er greinir í ákærulið III., í íbúðar húsinu að A , haft í vörslu sinni 157,63 g af kannabisplöntum, 8,76 g af maríhúana og 7,39 g af kannabislaufum sem lögregla fann við leit í húsinu. (318 - 2019 - 11045) Telst brot ákærða varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65, 1 974 með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987 með áorðnum breytingum, til að sæta upptöku á framangreindum fíkniefnum sbr. ákæruliði II. og IV. (efnaskrár lögreglu nr. 40925 og 41246) samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar n r. 233/2001 og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið var þingfest 7. nóvember 2019 og fór aðalmeðferð fram 11. febrúar sl. og var málið dómtekið að henni lokinni. Við upphaf aðalmeðferðar óskaði sækjandi eftir því að breyta ákæruskjali á þann veg að nið a til 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga í sama ákærulið . Af hálfu ákæruvalds eru gerðar þær kröfur sem að ofan greinir. Við þingfestingu málsins játaði ákærði sök samkvæmt fyrsta ákærulið, en neitaði sök að öðru leyti. Við upphaf aðalmeðferðar óskaði ákærði eftir því að breyta afstöðu sinni til sakarefnis á þann veg að hann játi jafnframt sök í ákæruliðum III og IV, sem og ákærulið II að öðru leyti en snýr að sölu - og dreifingu þar tilgreindra fíkniefna. Af hálfu ákærða er krafist sýknu af ákærulið II að því er varðar sölu - og dreifingu. Að öðru leyti er krafist vægustu refsingar er lög leyfa . Þá er þess krafist að allur sak arkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun til skipaðs verjanda ákærða. Ákærði gaf sjálfur skýrslu við aðalmeðferð en ekki voru teknar skýrslur af vitnum. Málavextir Ákærð i h efur játað sök í ákæruliðum I, III og I V, og vísast um má lavexti til ákæruskjals. Ákæruliður II Samkvæmt frumskýrslu lögreglu dagsettri 23. maí 2019, v oru lögreglumenn aðfaranótt þess dags staddir fyrir utan heimili ákærða að A , er þeir fundu megna kannabislykt leggja út um opnar útidyr hússins. Hafi lögreglumen n knú i ð dyra og kallað 3 inn, en enginn ansað. Hafi lögreglumenn séð í gegnum glugga hvar ákærði sat in ni í húsinu með heyrnatól á höfði og töldu því að hann heyrði ekki í þeim. Hafi lögregl umennirnir loks gengið inn í húsið og ákærði þá orðið þeirra var. Ha fi ákærði rætt við lögreglu menn á staðnum og vísað beint á fötur og poka sem innihéldu þurrkuð kannabisefni, á gólfi í stofu þar sem hann hafði áður setið. Þá hafi hann vísað lögreglu mönnum á brúnan vökva í eldhúsi sem hann kvaðst vera að vinna CBD olíu úr , en vökvinn væri unninn úr kannabislaufum og afskorningum af kannabisplöntum. Hafi ákærði verið mjög samvinnuþýður og kurteis. Tekin var skýrsla af ákærða á vettvangi þar sem hann kvaðst eiga umrædd efni, á að giska 10 20 k g . Aðspurður kvaðst ákærði hyggjast vinna CBD olíu úr efnunum, og væri hún til einkanota. Í efnaskýrslu lögreglu nr. 40925 , kemur fram að á heimili ákærða hafi fundist maríhúana kannabisefni fínmulið efni 11,17 g, maríhúana kannabisefni lauf og skunkar, fínmulið samtals 1.293,14 g, kannabislauf kannabisefni skrælnuð lauf og mulningur 575,3 g og kannabisblandaður vökvi 1.700 ml. Samkvæmt matsgerð rannsóknarstofu í l y fja og eiturefnafræði voru fimm sýni send þangað til greiningar. Eitt sýnið var grænt duft, 1,245 g að þyngd og var magn tetrahýdrókannabínóls í sýninu 117 mg/g. Þrjú sýni voru grænt mulið plöntuefni, 1,078 g , 1,053 g og 1,528 g að þyngd og var magn tetrahýdrókannabínóls í þeim á bilinu 25 - 40 mg/g. Eitt sýnist var 97 ml af grænbrúnum , ótærum vökva og var magn tetrahýdrókannabínóls í því sýni <1 mg/g. Ekki er þörf á að gera frekari grein fyrir rannsókn málsins. Forsendur og niðurstaða Ákærði skýrði svo frá við aðalmeðferð að þau kannabisefni sem hafi fundist á heimili hans hafi veri ð afklippur og drasl sem hann hafi fengið gefins. Hafi vinur hans í Reykjavík gefið honum þetta, en þetta hafi verið afgangur sem hafi verið klippt af áður en marihuana færi í sölu. Þetta hafi bara verið drasl og hafi ákærði ætlað sér að nota þetta til að sjóða úr þessu kannabisolíu, eða CBD olíu. Ekki kvaðst ákærði vilja gefa upp frá hverjum hann hefði fengið þetta. Maður þessi hafi spurt sig hvort hann vildi fá svona og hann gæti þá útvegað það. Hafi ákærði játað því enda væri hvergi hægt að fá svona hérl endis og hafi maðurinn bjargað ákærða um þetta. Hafi svo ákærði sótt þetta til Reykjavíkur og verið að sjóða þetta og reyna að búa til þessa olíu sem hann myndi svo 4 nota sjálfur. Hann hafi ekki greitt fyrir þetta. Aðspurður kvaðst ákærði ekki vita hve miki ð hann hafi fengið, enda hafi hann ekki vigtað það, en þetta hafi verið bara í svörtum ruslapoka. Gæti hafa verið 2 - 3 kíló, jafnvel 4 kíló. Þetta hafi verið lauf og drasl og mold með því. Hafi ákærði tekið þetta og sigtað og hreinsað . Svo sjóði hann þetta og sé svo látið gufa upp af því, en stundum sé blandað í þetta alkóhóli eða etanóli. Sé vatnið látið gufa upp og svo olían tekin og henni dreypt t.d. undir tunguna. Hann hafi í raun ekki verið búinn að búa til olíuna heldur bara verið að sjóða þetta. Í soð ningunni hafi verið vatn og plöntuleifar. Svona dropar séu notaðir úti um allan heim. Kvaðst ákærði hafa ætlað að nota olíuna, sem úr þessu kæmi, við verkjum. Hann hafi verið slæmur í baki frá unga aldri og verið á verkjalyfjum. Eftir að móðir ákærða dó ár ið 2018 hafi hann misst sig aðeins í rugli, en verið búinn að snúa baki við því og aðeins notað þetta við verkjum. Tvo til þrjá dropa í senn, stundum ekkert og stundum 2 - 3 dropar tvisvar á dag. Þetta vinni á verkjum. Aðspurður kvaðst ákærði ekki muna nákvæ mlega hve löngu áður hann hafi fengið þetta, á að giska viku fyrir þetta. Soðningin sem haldlögð hafi verið hafi verið fyrsta soðningin úr þessu. Hitt efnið hafi hann ætlað að hantéra á sama hátt og allt til eigin nota. Kvaðst ekki hafa vitað það sérstakle ga hve lengi þetta myndi duga honum , en þetta hefði ábyggilega dugað að minnsta kosti eitt ár. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa gert þetta áður. Þá lýsti ákærði því að daginn áður hafi komið 2 lögreglumenn til sín og hafi ákærði sagt honum hvað væri á seyði og hafi lögreglumaðurinn sagt að hann léti það eiga sig. Þau hafi farið, en svo hafi lögregla aftur komið daginn eftir. Þá lýsti ákærði því að þau efni sem tiltekin eru í ákærulið IV séu hluti þeirra efna sem hann hafi fengið frá hinum ónefnda manni í Reykjavík. Þessi efni hafi jafnframt verið á heimilinu þegar þeir atburðir gerðust sem lýst er í ákærulið II , en þau hafi þá ekki verið tekin. Eins og að framan greinir hefur ákærði játað skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er ge f in a ð sök í ákæruliðum I, III og IV. Að mati dómsins eru engin efni til að véfengja játningar ákærða um þessar sakargiftir og teljast þær vera sannaðar, til samræmis við ofangreinda breytingu á ákærulið III. Er háttsemi ákærða réttilega heimfærð til refsiákvæð a í þessum ákæru liðum , en háttsemi skv. ákærulið I varðar nú við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. hin tilfærðu ákvæði eldri umferðarlaga nr. 50/1987. Þá varðar h áttsemi ákærða í ákærulið III nú við 1. mgr. 5 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. hin tilfærðu ákvæði eldri umferðarlaga nr. 50/1987. Þá hefur ákærði játað vörslur á öllum þeim efnum sem lýst er í ákærulið II og allan þann ákærulið réttan, að því frátöldu að hann neitar því að vörslurna r hafi verið í sölu - og dreifingarskyni, eins og áður er rakið. Ber því að leysa úr því hvort sannað sé að ákærði hafi haft efni þessi í vörslum sínum í sölu og dre i fingarskyni. Um er að ræða talsvert magn og umfram það sem algengast er að telja megi ætla ð til einkanota. Á þessu hefur ákærði hins vegar gefið þær skýringar að um sé að ræða efni sem honum hafi verið gefið í einu lagi og sé afskurður og afklippur sem orðið hafi til við kannabisræktun í söluskyni, en sem sé ekki söluvara. Hefur ákærði lýst því að öll þessi efni hafi hann ætlað til a ð búa til úr þeim olíu, sem hann hafi svo ætlað sér að nota sjálfur, einkum til verkjastillingar. Ekki kemur fram í gögnum málsins að neitt sérstakt gefi vísbendingar um að ákærði hafi staðið í sölu fíkniefna. Þanni g liggur ekkert fyrir um að hjá honum hafi fundist söluumbúðir, vigt, sölu - eða skulda listar eða annað slíkt. Þá liggur ekkert fyrir um að lögreglu hafi borist vísbendingar eða upplýsingar um að ákærði væri sölumaður slíkra efna. Þá liggur ekkert fyrir um að kannað hafi verið með fjármál ákærða eða símasamskipti hans við ætlaða kaupendur slíkra efna , sem hefði þó getað skipt máli við mat á þessu. Með hliðsjón af ofansögðu þykir varhugavert að telja hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft téð efni í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni og verður því ákærði sýknaður af þeim sakargiftum, en sakfelldur að öðru leyti fyrir vörslur efnanna. Háttsemi ákærða er réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru hvað þennan lið varðar. Ákærði hefur skv. frama nsögðu unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði tvívegis áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Þann 10. október 2008 var honum gerð fésekt að fjárhæð kr. 160.000 fyrir ölvunarakstur með viðurlagaákvörðun og var jafnframt svi ptur ökurétti í 18 mánuði. Þá gekkst ákærði undir lögreglustjórasátt þann 2. júlí 2019 að fjárhæð kr. 196.000 fyrir ávana - og fíkniefnabrot. Vegna lögreglustjórasáttarinnar ber nú að ákveða refsingu ákærða með hliðsjón af 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en jafnframt er refsing ákærða ákveðin með hliðsjón af 77. gr. sömu laga. Þykir hæfilegt að ákærði sæti fangelsi í 2 mánuði, en fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal refsingin falla niður að liðnum 2 árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 6 Þá ber jafnframt skv. 1. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. áður hin tilfærðu ákvæði í eldri umferðarlögum nr. 50/1987, að svipta ákærða ökurétti í 12 mánuði frá birtingu dómsins að telja. Samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65 / 1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 ber að gera upptæk öll fíkniefni sem tiltekin eru í ákæru og nánar greinir í dómsorði. Með vísun til 235. gr. laga um meðferð sa kamála nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar. Er þannig rétt að ákærði greiði kostnað skv. sakarkostnaðaryfirlitum, annars vegar kr. 388.539 vegna rannsóknar á haldlögðum fíkniefnum skv. ákærulið II og hins vegar kr. 96.961 vegna blóðt öku og rannsóknar á sýnum vegna umferðarlagabrots skv. ákærulið III. Með hliðsjón af niðurstöðu varðandi ákærulið II þykir rétt að gera ákærða að greiða helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, sem alls eru ákv e ð in kr. 421.600 að virðisaukaskatti meðtöldum , auk helmings aksturskostnaðar lögmannsins sem alls er kr. 13.200 , en hinn helmingur málsvarnarlauna og aksturskostnaðar verjandans greiðist úr ríkissjóði. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan . D Ó M S O R Ð : Ákærði, Agnar Þór Sigurðsson, sæti fangelsi í 2 mánuði. Fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum 2 árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði er sviptur ökurétti í 12 mánuði frá birtingu dómsins. Ákærði sæti upptöku á 1304,31 g r. af maríhúana, 575,30 g r. af kannabislaufum og 1700 ml . af kannabisblönduðum vökva , sem og 157,63 g r. af kannabisplöntum, 8,76 g r. af maríhúana og 7,39 g r. af kannabislaufum . Ákærði greiði sakarkostnað, alls kr. 702.900, þ.m.t. helmingur málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, sem alls eru kr. 421.600 að meðtöldum virðisaukaskatti og einnig þ.m.t. helmingur ferðakostnaðar lögmannsins sem alls er kr. 13.20 0 . Sigurður G. Gíslason