Héraðsdómur Suðurlands Dómur 26 . júní 2020 Mál nr. S - 556 /2019 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Elimar Hauksson fulltrúi ) g egn Arnis Simanovs ( Sigurður Sigurjónsson lögmaður /Suðurlandi ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var 5. desember 2019, er höfðað með tveimur ákæru m Lögreglustjórans á Suðurlandi, annars vegar ákæru dags. 2. október og hins vegar 7. nóvember 2019, á hendur A rnis Simanovs, Samkvæmt fyrri ákærunni er málið höfðað á hendur ákærða I. fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, að morgni laugardagsins 13. apríl 2019, ekið bifreiðinni suður Reykjanesbraut við Smáralind í Kópavogi, sviptur ökuréttindum. Telst brot ákærða varð a við 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. nefndra umferðarlaga. II. fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, síðdegis laugardaginn 13. júlí 2019, ekið bifreiðinni austur Suðurlandsveg um Kamba, þar sem ákærði missti stjórn á bi freiðinni með þeim afleiðingum að hún snerist á veginum og hafnaði á vegriði sem aðskilur akreinar til austurs og vesturs; því næst fyrir að hafa skömmu síðar ekið áfram austur Suðurlandsveg að hringtorgi við Hveragerði og því næst suður Þorlákshafnarveg o g heim að bænum Litla - Saurbæ í Sveitarfélaginu Ölfusi, sviptur ökuréttindum og undir ók á fyrrnefnt vegrið á Suðurlandsvegi, ekið á brott af vettvangi umferðaróhappsins án þess að grípa til viðeigandi aðgerða. 2 Teljast brot ákærða varða við 1. mgr. 10. gr., 1. mgr., sbr. 3. mgr. 45. gr. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. nefndra umferðarlaga. Þess er krafist að ákærð i verði dæmdur til ref singar og til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987 með áorðnum breytingum og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Samkvæmt seinni ákærunni er málið höfðað á hendur ákærða I. f yrir umferðarlagabrot með því að hafa, að kvöldi laugardagsins 5. október 2019, ekið bifreiðinni um Breiðumörk og Heiðmörk í Hveragerði sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis Teljast brot ákærða varða við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 45. gr. og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. nefndra umferðarlaga. II. fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 15. október 2019, ekið bifreiðinni vestur Skipholt í Reykjavík sviptur ökuréttindum . Telst brot ákærða varð a við 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. nefndra umferðarlaga. Þess er krafist að ákærð i verði dæmdur til refsingar, til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987 með áorðnum breytingum o g til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði hefur skýlaust játað sök skv. lið I í ákæru dags. 2. október 2019, sem og skv. báðum liðum ákæru dags. 7. nóvember 2019. Ákærði neitar sök skv. lið II í ákæru dags. 2. október 2019. Af hálfu ákæruvalds eru ge rðar sömu kröfur og að ofan greinir. Af hálfu ákærða er krafist sýknu af sakargiftum í lið II í ákæru dags. 2. október 2019, en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er krafist vægustu refsingar sem 3 lög leyfa vegna þeirra sakargifta sem ákærði hefu r játað. Þá er krafist málsvarnarlauna úr ríkissjóði til handa skipuðum verjanda. Aðalmeðferð fór fram 2. júní 2020 og var málið dómtekið að henni lokinni. Málavextir Vegna ákæruliðar I í ákæru 2. október 2019 og vegna beggja liða í ákæru 7. nóvember 2 019 nægir að vísa til skýlausrar játningar ákærða sem og til ákæruskjalanna. Vegna ákæruliðar II í ákæru 2. október 2019 kemur fram í frumskýrslu lögreglu að lögreglu hafi borist tilkynning um það frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra að þeirri bifrei ð sem greinir í ákæru hafi verið ekið utan í aðra bifreið á leið sinni til austur s niður Kambana. Við áreksturinn hafi ökumaður bifreiðarinnar misst stjórn á bifreiðinni og hún snúist um 180 gráður og stöðvast eftir það. Því næst hafi ökumaður bifreiðarinnar farið út úr bifreiðinni og reynt að losa framstuðarann af bifreiðinni, en það hafi ekki tekist. Hafi þá ökumaðurinn ekið af stað á móti umferð í vestur upp Kambana. Stuttu sí ðar hafi hann snúið við og ekið aftur niður Kambana í austurátt. Kom fram að tilkynnandi hafði talið ökumanninn í annarlegu ástandi. Lögregla fór á vettvang með forgangi, en meðan lögregla var á þeirri leið upplýsti Fjarskiptamiðstöðin að ökumaður umrædd rar bifreiðar hefði tekið hægri beygju út úr hringtorginu við Hveragerði og ekið áleiðis niður Þorlákshafnarveg og opnað hlið að bænum Litla Saurbæ og ekið þar heimreiðina og stöðvað þar för sína milli útihúsa. Þegar lögregla kom á vettvang hitti hún tilky nnanda sem benti lögreglu á hvar umrædd bifreið hefði verið stöðvuð og sá lögregla þar mann við hlið bifreiðarinnar og var hann að taka tösku úr bifreiðinni. Þegar lögregla kom að bifreiðinni stóð ákærði við bifreiðina og lá framstuðarinn af bifreiðinni í grasinu vinstra megin við hana. Aðspurður kvað ákærði að hann hefði rifið stuðarann af bifreiðinni, en hann hefði ekið á þar sem vegurinn hefði verið sleipur eftir rigningu og bifreiðin runnið út af veginum Ekki vildi ákær ð i segja til um hvar það hefði ve rið. Í samtali lögreglu við ákærða vaknaði grunur um að ákærði væri undir áhrifum áfengis og var honum kynnt réttarstaða og hann handtekinn vegna gruns um ölvunarakstur. Var ákærði færður í handjárn og lögreglubifreið og beðinn að blása í áfengismæli sem s ýndi jákvæða niðurstöðu. Segir í skýrslunni að á leið á lögreglustöð hafi ákærði neitað sakargiftum og sagt að vinur hans hafi verið að aka bifreiðinni. 4 Á lögreglustöð voru dregin tvö blóðsýni úr ákærða, fyrst kl. 19:06 og svo kl. 20:06. Þá gaf ákærði þva gsýni kl. 19:05. Í bifreiðinni voru opnaðar og óopnaðar áfengisumbúðir. Þá var púströr bifreiðarinnar heitt viðkomu. Við rannsókn málsins tók lögregla skýrslur af ákærða og vitnum en ekki verður sérstaklega gerð grein fyrir þeim skýrslum hér. Í matsgerð Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði, dags. 25. júlí 2019, segir að etanól í blóðsýnum hafi verið 1,42 , í hinu fyrra og 1,28 í hinu síðara, en í þvagsýni hafi verið 1,85 . Endanlegar niðurstöður sömu sýna í sömu röð hafi verið 1, 28, 1,15 og 1,70. Etanólstyrkur hafi náð hámarki í blóði fyrir kl. 19:05. Hann hafi verið um 1,5 um hálfri klukkustund fyrir fyrri blóðsýnistökuna, þ.e. um kl. 18:40. Við aðalmeðferð kom fram að engar brigður væru bornar af hálfu ákærða á niðurstöður bló ð - og þvagsýnarannsóknar og áfe n gismagn í blóði. Ekki þarf að gera frekari grein fyrir rannsókn málsins. Forsendur og niðurstaða Með framlögðum gögnum og skýlausum játningum ákærða er hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefur gerst sekur um þá háttsemi sem greinir í ákærulið I í ákæru 2. október og í báðum liðum ákæru 7. nóvember. Er háttsemin réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæruskjölum, en háttsemi ákærða skv. ákærulið I í ákæru 2. október 2019 varðar nú við 1. mgr. 58. gr. sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 sbr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Háttsemi ákærða skv. ákærulið I í ákæru 7. nóvember 2019 varðar nú við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, en háttsemi skv. ákærulið II vi ð 1. mgr. 58. gr. sbr. 1. mgr. 95. gr. sömu umferðarlaga, sbr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði skýrði svo frá við aðalmeðferð að kunningi hans hafi komið til hans í heimsókn, en ákærði hafi þá unnið í Hafnarfirði. Kunninginn heiti kann ski A eða eitthvað svoleiðis. Þetta sé ekki vinur ákærða og hafi ákærði þarna verið að hitta mann þennan aðeins í annað sinn. A sé lettneskur eins og ákærði. Þeim þykir gaman að veiða og hafi ákveðið að fara saman til þeirrar iðju. Á leiðinni í veiðina haf i ákærði verið að fá sér bjór og hafi A ekið bifreiðinni, en A hafi verið nýkominn til landsins og þess vegna hafi A ekki alveg vitað hvernig hann ætti að keyra og það hafi verið rigning og 5 blautt. Þeir hafi verið að aka og máske hafi A ekið of hratt og þe ir verið að aka niður brekku og A hafi bremsað. Það hafi hins vegar ekki lánast og bifreiðin því tekið að snúast og lent úti í horni. Hann hafi verið mjög stressaður. Hafi ákærði farið út úr bifreiðinni og hugað að ástandi hennar og hafi þá stuðarinn verið dottinn af og ákærði tekið hann upp og sett í bifreiðina. Hafi þeir svo ekið aftur af stað. Svo hafi þeir farið á bóndabæ þar sem ákærði hafi þekkt bóndann sem sé íslenskur maður. Hafi þeir farið þangað til að sækja dekk undan jeppa í eigu ákærða. Svo hafi ákærði séð að lögreglan væri að koma. Þá hafi A falið sig hjá bóndanum og verið mjög stressaður. Svo hafi lögreglan komið og hafi ákærði strax sagt að hann hafi ekki verið að aka, en hann hafi samt verið handtekinn. Hafi ákærði tvívegis reynt að segja að hann hafi ekki verið við aksturinn, en lögreglan hafi ekki trúað honum enda með feril á þessu sviði. Lögreglan hafi ekkert leitað að A. Aðspurður kvaðst ákærði hafa setið í farþegasæti við hægri hlið ökumannsins. Nánar aðspurður um A kvaðst ákærði ekki ve ra alveg viss, en halda að hann heiti A . Hann hafi einu sinni hringt í ákærða eftir þetta atvik og hafi ákærði sagt að þeir ættu að borga saman fyrir viðgerð á bifreiðinni. Eftir það símtal hafi A látið sig hverfa og þeir hafi ekki talast við eftir það. A ðspurður kvað ákærði að brekkan sem þeir hafi ekið niður séu Kambarnir ofan Hveragerðis. Þá kvað ákærði að þegar bifreiðin hafi byrjað að snúast þá hafi verið aðrar bifreiðar þarna, hægra megin. Kvaðst ekki muna hver margar. Bifreiðin hafi þó ekki rekist u tan í aðra bifreið. Frams tuðarinn hafi dottið af bifreiðinni og hafi ákærði tekið hann og sett í bifreiðina , sennilega í skottið . Áfram hafi A ekið og ákærði verið í farþegasætinu. Þeir hafi áfram verið tveir og farið saman að sveitabænum. Aðspurður kvað ákærði að bifreiðin hafi verið á nafni vinar síns, B . Ákærði hafi verið á bifreiðinni vegna þess að hún sé í raun bifreið ákærða. Bifreiðin hafi aðeins verið skráð á nafn B. Ákærði og A hafi komið austur fyrir fjall á bifreiðinni og hafi bifreiðin verið h já ákærða í Hafnarfirði og geymd þar. Hafi bifreiðin ekki verið geymd hjá B . Ástæðan fyrir því að skrá bifreiðina á B hafi verið til að ríkið tæki ekki af honum bifreiðina, en í því hafi hann lent með jeppann sem hann hafi áður átt. Nánar aðspurður um A kvað ákærði manninn vera fremur lágvaxinn og dökkhærðan, en aðeins þykkari en ákærði sjálfur. Maður þessi sé frá Lettlandi. Þeir þekkist nánast ekki og hafi kynnst alveg óvart. A hafi látið sig hverfa þegar lögreglan hafi komið. Hafi A sagt sér eftir á að hann hafi falið sig þarna í 3 - 4 klukkutíma. Svo hafi hann gengið á 6 næsta bæ og tekið rútu í bæinn. Aðspurður kvað ákærði að bóndinn hafi ekki verið heima, eða a.m.k. ekki komið út þarna. Ákærði hafi ekki hitt þarna nokkurn mann. Ákærði kvaðst ekki hafa sag t lögreglunni á vettvangi frá því að A hafi ekið. Hann hafi bara sagt að hann hafi ekki sjálfur verið að aka og hafi lögreglan ekki spurt hann neitt frekar um þetta. Hafi ákærði því ekki talað neitt um A . Þá lýsti ákærði því að eftir að þeir hafi ekið ni ður Kambana og bifreiðin hafi snúist þá hafi þeir þurft að snúa við vegna þess að bifreiðin hafi snúið öfugt. Fyrst hafi þeir þannig þurft að aka ögn á móti umferðinni. Ákærði kvaðst ekki hafa getað náð neitt til A sem hafi bara slökkt á síma sínum. Hann sé á að giska fertugur. Þá kvað ákærði aðspurður að fólk sem kom aðvífandi hafi spurt hvort þeir þyrftu hjálp. Sennilega bara einn eldri maður. Ákærði kvaðst hafa sagt bóndanum á sveitabænum þetta eftir á. Vitnið lögreglumaður nr. 9929 kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og kvaðst hafa verið í frítíma sínum að aka niður Kambana og verið í síðustu beygjunni. Hafi verið á hægri akrein á um 70 kílómetra hraða. Hafi þá orðið var við bifreið sem hafi komið á eftir og fundist hún vera á fremur mikilli ferð. Hafi þetta verið græn Subaru Impreza. Þegar Subarubifreiðin hafi verið að nálgast afturhornið á bifreið vitnisins hafi vitninu fundist ökumaðurinn ekki vera með fulla stjórn og aksturinn mjög hraður. Hafi vitnið eiginlega verið kominn út úr beygjunni og hægt v el á sér. Hafi verið bifreið á eftir vitninu þannig að vitnið hafi ekki átt gott með að snögghemla. Þegar Subarubifreiðin hafi verið komin vel að vinstra framhorni bifreiðar vitnisins hafi vitnið séð að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni. Hafi vit nið snögghemlað og Subarubifreiðin farið rétt framan við vinstra framhornið á bifreið vitnisins og hafi vitnið haldið að Subarubifreiðin myndi fara út af hægra megin og hafi hún verið komin út fyrir vegöxlina og ausið mold og grjóti yfir bifreið vitnisins, en náð einhvern vegin að sveigja inn á veginn. Þar hafi Subarubifreiðin snúist, a.m.k. 360 gráður og endað á vegriðinu í öfugri akstursstefnu og runnið aðeins afturábak þannig að framstuðarinn hafi losnað frá. Hafi Subuarubifreiðin verið rétt fyrir framan bifreið vitnisins. Vitnið hafi farið út úr bifreið sinni og að Subarubifreiðinni og hafi þá ákærði stigið út úr bifreiðinni. Ákærði hafi ekki virst slasaður. Kippa af bjór hafi verið á gólfi Subarubifreiðarinnar farþega megin. Ákærði hafi sagt að það væri allt í lagi með sig. Hafi bifreiðin fyrir aftan bifreið vitnisins ekið burt þegar ljóst var að ákærði væri 7 óslasaður. Ákærði hafi svo farið að kanna framendann á bifreið sinni. Vitnið hafi sagt að hann myndi hringja á lögregluna, en ekki hafi ákærði vilja ð það og sagt það á ensku. Vitnið hafi farið inn í sína bifreið og hringt á Neyðarlínuna og fengið samband við Fjarskiptamistöð lögreglu og verið í stöðugu símasambandi við þá eftir það. Hafi ákærði sótt sér verkfæri til að taka framstuðarann af , sett hann í skottið, sest inn í bifreiðina og ekið af stað. Fyrst hafi ákærði ekið upp Kambana á móti akstursstefnu og hafi vitnið lýst þessu öllu fyrir lögreglunni í gegnum síma. Eftir um 200 metra hafi ákærði snúið við og haldið aftur niður eftir Kömbunum. Hafi v itnið ekið á eftir ákærða og hafi skottlokið á bifreið ákærða verið opið. Hafi ákærði ekið að hringtorginu við Hveragerði og þar niður Þorlákshafnarveg og beygt síðan til vinstri, sennilega fyrsta afleggjara, í átt að sveitabæjum. Hafi ákærði ekið í átt að sveitabæ eða eyðibýli þar sem skemma hafi verið skammt frá veginum. Þar hafi ákærði farið út úr bifreiðinni , opnað hliðið og ekið inn fyrir, lokað hliðinu og ekið að einhvers konar skemmu. Hafi vitnið horft þetta og séð ákærða fara út úr bifreiðinni og ve rið að bjástra eitthvað við bifreiðina og stuðarann. Vitnið kvaðst hafa horft á þetta þangað til lögreglan kom. Ákærði hafi verið einn í bifreiðinni allan tímann og enginn með honum, hvorki í bifreiðinni né heldur þegar komið var á leiðarenda. Kvaðst vitni ð algjörlega viss um það að ákærði hafi verið einn í bifreiðinni. Auk þess endurþekkti vitnið ákærða í dómsalnum án vafa. Aðspurður kvað vitnið að sú skemma sem ákærði hafi stöðvað við sé á að giska 100 - 150 metra frá veginum þar sem vitnið hafi numið staðar. Vitnið kvaðst hafa séð atburðarásina samfellt frá því bifreið ákærða kom aftan að bifreið vitnisins og allt þangað til lögreglan fór að bifreið ákærða eftir að akstri lauk. Kvaðst enn fremur alveg kristaltær á því að ákærði hafi verið einn í bifrei ðinni. Vitnið kvaðst sérstaklega hafa gætt þess að missa ekki sjónar á þessu vegna starfsreynslu sinnar sem lögreglumaður. Vitnið C kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og lýsti því að hafa verið á ferð með síðastgreindu vitni á leið niður Kambana umrætt sinn . Í síðustu beygjunni, á hægri akrein, hafi vitnið séð græna bifreið koma aftan að þeim vinstra megin. Hafi aksturslag hennar virst ekki í lagi og hafi vitnið sagt að þetta væri ekki í lagi og hafi þá bifreiðin byrjað að snúast á veginum. Ökumanninum hafi lánast að halda bifreiðinni á veginum, en hún hafi snúist á veginum og endað fyrir neðan bifreiðina sem vitnið var í, öfugt við akstursstefnu upp við vegrið. Hafi stuðarinn verið dottinn af grænu bifreiðinni. Maður vitnisins hafi farið út til að athuga með ökumann grænu bifreiðarinnar , en 8 vitnið orðið eftir í bifreiðinni. Maður vitnisins hafi svo komið aftur inn í bifreiðina og hringt á Neyðarlínuna og fengið samband við lögregluna á Selfossi. Svo hafi ökumaður grænu bifreiðarinnar ekið upp Kambana u.þ.b. 2 00 metra og snúið svo við og ekið niður Kamba og fram úr þeim. Hafi þau farið á eftir honum. Hafi svo grænu bifreiðinni verið ekið sem leið lá að hringtorginu við Hveragerði og þar til hægri í átt að Þorlákshöfn og svo til vinstri eftir sveitavegi og hafi þau fylgt honum þar til hann hafi verið kominn að einhverju sveitabýli og farið þar inn um hlið og eftir það út úr bifreiðinni . Hafi lögreglan komið fljótt eftir það. Vitnið fullyrti að einungis einn maður hafi verið í grænu bifreiðinni og kvaðst vitnið ha fa séð það alveg frá upphafi atburðarásarinnar. Kvaðst hún muna þetta vel og vera viss um þetta. Ökumaður hafi virst þunnhærður eldri maður, útitekinn í köflóttri skyrtu og svörtu vesti. Ekki hafi vitnið heldur séð til annars fólks en ákærða sjálfs og lögr eglu eftir að græna bifreiðin hafði numið staðar að akstri loknum. Vitnið kvað þau hafa haft sjón á grænu bifreiðinni allt frá atvikinu í Kömbunum og þangað til akstrinum lauk. Vitnið Skúli Berg Hjálmarsson kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og lýsti því að hafa verið á ferð upp K ambana umrætt sinn. Hafi séð græna bifreið aka niður Kambana í fyrstu beygjunni og hafi ökumaðurinn virst hafa misst stjórn á bifreiðinni sem hafi verið að lenda utan í vegriðinu, nánast við hlið vitnisins mjög nálægt. Vitnið hafi e kið út í kant til að athuga hvort væri í lagi með ökumanninn. Kærasta vitnisins hafi stokkið út og hringt á lögreglu. Hafi þau séð ökumanninn taka stuðarann af bifreiðinni o g setja hann inn í bifreiðina og aka síðan burt. Þau hafi séð aðra bifreið veita gr ænu bifreiðinni eftirför. Þetta hafi í raun verið í neðstu beygjunni í Kömbunum. Vitnið kvaðst hafa séð ökumann grænu bifreiðarinnar og annan mann koma úr annarri bifreið til að athuga með ökumanninn. Kvaðst ekki hafa séð annan mann í grænu bifreiðinni en kvaðst þó ekki geta fullyrt hvort þar hafi verið farþegi. Vitnið kvaðst ekki hafa séð hvort grænu bifreiðinni hafi verið ekið upp Kamba fyrst áður en hún hafi haldið áfram áleiðis til Hveragerðis. Vitnið lögreglumaður nr. 1822 kom fyrir dóminn við aðalmeð ferð og skýrði frá því að tilkynning hafi borist um umferðaróhapp í Kömbum þar sem bifreið hafi snúist. Hafi lögregla farið af stað, en á leið á vettvang hafi borist upplýsingar um að bifreiðin væri farin af vettvangi og hafi verið ekið niður Ölfusið frá h ringtorginu við Hveragerði og að bænum Litla Saurbæ. Hafi lögregla ekið að Litla Saurbæ og lögreg l umaðurinn sem var með vitninu í lögreglubifreiðinni farið úr bifreiðinni og hlaupið yfir tún að 9 bæn um, vegna þess að þeir hafi komið öfugu megin að, en vitnið snúið við og komið svo réttu megin að bænum. Þegar að var komið hafi ákærði staðið við bifreiðina og verið að brasa við framstuðarans sem hafi verið í skotti bifreiðarinnar. Hafi þeir rætt við ákærða og í þeim samræðum hafi vaknað grunur um ölvunarakstur og ákærði því færður í lögreglubifreiðina og fenginn til að blása í öndunarsýnamæli og hafi komið jákvæð niðurstaða. Hafi ákærði í framhaldinu verið handtekinn og færður á lögreglustöð og í blóðsýnatöku. Aðspurður kvað vitnið að enginn annar hafi verið sjá anlegur þegar komið var að ákærða við bifreiðina. Lögreglumennirnir hafi þó hitt tilkynnanda sem hafi haft ákærða í augsýn en ekki viljað fara alveg að. Vitnið hafi komið þar sem tilkynnandi hafi verið og hafi sjónlína þaðan og til ákærða og bifreiðar hans . Vitnið kvað ákærða hafa verið viðræðuhæfan og hafi verið talað við hann. Lögregla hafi talað ensku við hann, en hann hafi ekki skilið til fulls. Hann hafi þó skilið að lögregla væri komin vegna umferðaróhapps. Hafi réttarstaða verið kynnt á ensku og ísle nsku. Vitnið kvað að ákærði hafi ekkert talað um að hann hafi ekki sjálfur verið að aka, eftir því sem vitnið myndi til. Þarna séu útihús, en ekki hafi verið skoðað í þau. Aðspurður vegna frumskýrslu kvað vitnið rétt að ákærði hafi tjáð sig um það á leið á lögreglustöð að hann hafi ekki ekið sjálfur, heldur hafi vinur hans verið að aka bifreiðinni. Vitnið lögreglumaður nr. h1396 kom fyrir dóm við aðalmeðferð og skýrði frá því að tilkynning hafi borist um bifreið sem hafi ekið utan í vegrið í Kömbum og snúið svo við, ekið á móti umferð og svo aftur niður Kam ba. Hafi tilkynnandi verið á eftir bifreiðinni. Hafi lögregla farið af stað til að mæta honum. Vitnið hafi verið í lög reglubifreið sem hafi komið á vettvang, en þá hafi fyrri lögreglubifreiðin verið komin. Þetta hafi verið við sveitabæ og hafi tilkynnandi verið skammt frá. Vitnið kvaðst ekki hafa rætt við tilkynnanda nema til að vita hvaða leið ætti að fara. Tilkynnandinn kvaðst hafa elt ökumanninn úr Kömbunum. Þar sem vitnið hafi hitt tilkynnanda hafi sést í bifreið ákærða. Hafi bifreiðin sést mjög vel , ásamt ákærða og lögreglumönnunum. Ekki hafi verið sjáanlegir aðrir þarna en ákærði, lögreglumennirnir og tilkynnendur. V itnið kvaðst ekki muna til að hafa rætt við ákærða á vettvangi eða að hafa heyrt viðræður við hann, umfram það að ákærði hafi beðið um að poki og taska sem þarna hafi verið yrðu sett í skott hennar. Ákærði hafi tjáð sig á einhverskonar blöndu af ensku og í slensku. Kvaðst vitnið ekki muna frekari 10 samskipti við ákærða á vettvangi. Vitnið hafi tekið myndir af bifreiðinni á vettvangi. Vitnið hafi þreifað á púströri bifreiðarinnar, sem hafi verið heitt. Vitnið lögreglumaður nr. h1453 gaf skýrslu gegnum síma vi ð aðalmeðferð og skýrði frá því að tilkynnt hafi verið um aðila sem hafi ekið niður Kamba, lent í árekstri, ekið upp Kambana á móti umferð og svo aftur niður eftir. Hafi vitnið og annar lögreglumaður farið af stað og hitt á ökumanninn við Litla Saurbæ þar sem hann hafi farið út úr bifreiðinni. Hafi vitnið stokkið út úr bifreiðinni við Litla S aurbæ og talað við manninn sem hafi verið búinn að taka framstuðarann af bifreiðinni. Hafi maðurinn sagt að bifreiðin hafi runnið til í rigningunni og ekið utan í. Hafi vitnið spurt manninn hvort hann hafi verið að aka og maðurinn bara yppt öxlum. Svo hafi komið þarna fleiri lögreglumenn að og hafi ákærði eftir það verið handtekinn. Samskipti við manninn hafi farið fram á ensku og hafi gengið ágætlega. Sér hafi fundist m aðurinn skilja sig og hafi maðurinn útskýrt fyrir sér að hann hafi runnið til í rigningunni og svo hafi hann ekki sagt mikið meira. Ekki hafi maðurinn , þ.e. ákærði, minnst á eða bent á neina aðra manneskju þarna. Vitnið hafi ekki séð þarna nálægt neinn ann an mann. Ákærði hafi svo verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Vitnið mundi ekki hvort ákærði hafi rætt þetta eitthvað á leið á lögreglustöð. Vitnið kvaðst hafa hitt tilkynnendur og minnti að þaðan sem þeir voru hafi sést í bifreið ákærða. Aðspurður um hve langt það hafi verið kvaðst vitnið halda að það geti hafa verið 100 - 200 metrar. Vitnin lögreglumaður nr. 9929 og C hafa þannig bæði lýst því einarðlega og án nokkurs vafa að ákærði hafi verið einn í bifreiðinni þegar óhappið varð í Köm bunum umræt t sinn, en þau hafa jafn framt lýst því að hafa haft augun á bifreiðinni allt frá því atviki og allt þangað til akstrinum lauk við Litla Saurbæ. Hafa þau bæði fullyrt að ákærði hafi verið einn í bifreiðinni allan tímann. Samkvæmt framburði annarra lögreglum anna stenst það að þau hafi haft sjónlínu á bifreið ákærða allan tímann og það líka eftir að akstrinum lauk. Þau hefðu þannig átt að sjá annan mann en einungis ákærða koma út úr bifreiðinni ef framburður ákærða væri réttur. Ekkert vitni hefur getað staðfes t eða borið um að annar maður hafi verið í bifreiðinni með ákærða. Við aðalmeðferð var lögð fram lögregluskýrsla sem tekin var af A 26. maí sl. Þar ber hann að ákærði hafi sótt umrædda bifreið heim til sín á Selfossi umræddan dag og hafi þá verið með honum maður að nafni D og hafi B séð D aka bifreiðinni þegar þeir fóru. Þá hafi ákærði sagt sér frá óhappinu daginn eftir og að D hafi ekið. Framburður B í skýrslu þessari er í ósamræmi við framburð ákærða, bæði um það hvert á að vera nafn 11 þess manns sem á að hafa verið með ákærða, sem og um það að bifreiðin hafi verið geymd hjá A en ákærði kvaðst hafa komið frá höfuðborgarsvæðinu og að bifreiðin hafi ekki verið sótt neitt annað. Verður ekki byggt á lögregluskýrslu þessari við úrlausn málsin s, en ekki var óskað eftir að leiða mann þennan fyrir dóminn. Fram hafa verið lagðar 2 l jósmyndir úr eftirlitsmyndavél við hringtorgið á þjóðvegi 1 við Hveragerði. Eru þær myndir teknar 13. júlí 2019 kl. 18:19:44.503 og 18:19:45.079. Má þar sjá umrædda bi freið aka gegnum hringtorgið og er skottlokið opi ð til hálfs og verður ekki betur séð en að upp úr skottinu standi stuðari af bifreið. Þá verður ekki betur séð en að ökumaðurinn sé einn í bifreiðinni. Þá hefur ekkert vitni borið um að hafa orðið vart við nokkurn annan mann en ákærða í bifreiðinni og ekki heldur við Litla Saurbæ eftir að akstrinum lauk, en ákærði minntist ekkert á mann þennan á vettvangi, en það var ekki fyrr en á leið á lögreglustöð sem hann kvað vin sinn hafa verið að aka. Þá er framburðu r ákærða um mann þennan brotagjarn og ó trúverðugur. Með hliðsjón af öllu framansögðu er hafið yfir skynsamlegan vafa, gegn framburði ákærða, að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum lið ákæru. Er háttsemin réttilega he imfærð til refsiákvæða í ákærunni, en háttsemin varðar nú við 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr. , sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Samkvæmt framansögðu hefur ákærði unnið sér til refsingar. Sakaferill ákærða er á sviði umferðarlaganrota, en hann hófst með því að 9. desember 2009 var ákærða gert að greiða fésekt kr. 160.000 fyrir ölvunarakstur og sviptur ökurétti í 24 mánuði. Þann 9. janúar 2014 var ákærða gerð fésekt kr. 245.000 fyrir akstu r án gildra ökuréttinda og ölvunarakstur, en jafnframt var hann sviptur ökurétti í 4 ár. Þann 19. maí 2014 var ákærði dæmdur í 30 daga fangelsi og til greiðslu fésektar kr. 60.000 fyrir akstur sviptur ökurétti og ölvunarakstur og var jafnframt sviptur ökur étti ævilangt. Þann 30. september 2014 var ákærði dæmdur í 15 daga fangelsi fyrir sviptingarakstur og ölvunarakstur og var dómurinn hegningarauki. Jafnframt var ævilöng ökuréttarsvipting ákærða áréttuð. Þann 3. september 2015 var ákærði dæmdur í 60 daga fa ngelsi og til greiðslu 100.000 kr. fésektar og var ævilöng ökuréttarsvipting áréttuð. Þann 10. maí 2017 var ákærði dæmdur í 4 mánaða fangelsi fyrir sviptingarakstur og ölvunarakstur og var ævilöng ökuréttarsvipting áréttuð. Þann 19. maí 2017 var ákærði dæm dur í 3 mánaða fangelsi fyrir sviptingarakstur og 12 ölvunarakstur og ævilöng ökuréttarsvipting áréttuð. Ekki er þess getið að um hegningarauka hafi verið að ræða , en brotið var þó allt að einu framið áður en dómur gekk þann 10. maí 2017 . Þann 19. september 2 017 var ákærði dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir sviptingarakstur og ölvunarakstur og var jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Var dómurinn hegningarauki. Þá var ákærði dæmdur þann 9. október 2018 í 6 mánaða fangelsi fyrir sviptingarakstur og ölvunarakstur o g sviptur ökurétti ævilangt. Loks var ákærði dæmdur þann 30. apríl 2019 í 8 mánaða fangelsi fyrir sviptingarakstur og ölvunarakstur og var ævilöng ökuréttarsvipting ákærða enn áréttuð. Við ákvörðun refsingar ákærða nú ber að líta til 77. gr. almennra heg ningarlaga nr. 19/1940, sem og 78. gr. laganna vegna brots 13. apríl 2019, sbr. dóm frá 30. apríl 2019. Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir að hafa í 4 aðgreind skipti ekið bifreið sviptur ökurétti og jafnframt að hafa í 2 þeirra tilfella gerst sekur u m ölvunarakstur svo að varðar við efri mörk viðeigandi ákvæða umferðarlaga, auk annarra umferðarlagabrota. Eru brot ákærða margítrekuð. Er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði og kemur ekki til álita að skilorðsbinda hana að neinu leyti. Þá ber að árétta ævilanga ö kuréttarsviptingu ákærða, sbr. þau ákvæði sem vitnað er til í ákærum, sbr. nú 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Samkvæmt 235. gr. laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar. Samkvæmt yfirlitum er ú tlagður kostnaður vegna sýnatöku og vegna rannsóknar á sýnum samtals kr. 167.063 og ber ákærða að greiða hann. Þá ber ákærða jafnframt að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sigurðar Sigurjónssonar lögmanns, kr. 412.920 að teknu tilliti til virðis aukaskatts. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Arnis Simanovs, sæti fangelsi í 18 mánuði. Áréttuð er ævilöng ökuréttarsvipting ákærða. Ákærði greiði allan sakarkostnað, alls kr. 579.983, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sigurðar Sigurjónssonar lögmanns, kr. 412.920 að virðisaukaskatti meðtöldum. Sigurður G. Gíslason