Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2 7 . maí 2020 Mál nr. S - 1835/2020 : Héraðssaksóknari ( Anna Barbara Andradóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Veigar i Erni Helga syni ( Ómar R. Valdimarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 20. maí sl. er höfðað á hendur Veigari Erni Helgasyni , með ákæru útgefinni af Héraðssaksóknara, dagsettri 12. mars 2020, fyrir kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa laugardaginn 17. febrúar 2018, í bifreiðinni ... á ... haft samræði við A , sem þá var 13 ára gömul. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. Þe ss er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu B , vegna ólögráða dóttur hennar, A , er þess krafist að ákærða verði gert að greiða miskabætur að fjárhæð 3 . 5 00 .000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. , sbr. 4. gr . laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu , frá 16. mars 2018 þar til mánu ður er liðinn frá birtingardegi bótakröfu þe ssarar, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr. , sbr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er gerð krafa um þóknun réttargæsluma nns úr hendi ákærða. Verjandinn krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst hann málsvarnarþóknun ar. Ákærði játar sök. Með hliðsjón af þeirri játningu hans, sem samrýmist gögnum málsins, verður ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru og er háttsemi hans rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákærði er fæddur í desember 1998 . Hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiver ða háttsemi svo kunnugt sé. Ákærði hefur viðurkennt brot sín og er til þess tekið við ákvörðun refsingar. Þá er litið til ungs aldurs ákærða og þess að hann hefur samþykkt að greiða brotaþola 2 miskabætur. Með hliðsjón af þessu er refsing ákærða ákveðin f angelsi í 8 mánuði, sem fært þykir að skilorðsbinda með þeim hætti er í dómsorði greinir. Af hálfu móður, fh. brotaþola, er krafist miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 3.500.000 krónur, auk vaxta. Ákærði hefur viðurkennt bótaskyldu í málinu. Með hliðsjó n af því og atvikum málsins eru bætur hæfilega ákveðnar 1.000.000 krónur. Um vexti fer sem í dómsorði greinir. Ákærði greiði málsvarnarþóknun verjenda sem í dómsorði greinir og þóknun réttargæslumanns brotaþola . Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukas katts. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Anna Barbara Andradóttir aðstoðarsaksóknari. Símon Sigvaldason dómstjóri kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærð i, Veigar Örn Helgason , sæti fangelsi í 8 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum 3 árum frá birtingu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði B , fh. ólögráða dóttur hennar A , 1.000.000 krónur í miskabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 16. mars 2018 til 17. janúar 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Ákær ð i greiði málsvarnar þóknun skipaðs verjanda síns, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, 160.580 krónur , og réttargæsluþóknun Ingólfs Vignis Guðmundssonar lögmanns, 229.400 krónur. Símon Sigvaldason