Héraðsdómur Suðurlands Dómur 4 . mars 2020 Mál nr. S - 61/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Elimar Hauksson fulltrúi ) g egn Gísl a Tómass yni ( Björgvin Jónsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 13. febrúar sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi þann 27. janúar sl., á hendur Gísla Tómassyni, fyrir tollalagabrot með því að hafa, í júní 2019 við innflutning á bifreiðinni , a f gerðinni Mercedes Benz G350, sem flutt var til landsins frá Svíþjóð til Þorlákshafnar með ferjunni MS Mykines, ranglega tilgreint íslenskum tollayfirvöldum um kaupverð bifreiðarinnar með því að framvísa kaupsamningi dagsettum 20. maí 2019 sem tilgreindi kaupverð bifreiðarinnar ranglega 250.000 SEK í stað hins raunverulega kaupverðs sem var 490.000 SEK í þeim tilgangi að koma sér hjá greiðslu aðflutningsgjalda samtals að fjárhæð 3.370.445 krónur. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 172. gr. tollalaga nr. 88, 2005. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Ákærði mætti við þingfestingu málsins ásamt Björgvini Jónssyni lögmanni, sem skipaður var verjandi ákærða að hans ósk. Ákærði viðurkenndi skýlaust að haf a gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 2 Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæ ru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði hefur sakaferill hans ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu . Refsing ákærða er , samkvæmt 1. mgr. 172. gr. tollalaga nr. 88/2005, hæfilega ákveðin 6.750.000 kr. í sekt til ríkissjóðs, sem ákærða ber að greiða innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæta ella fangelsi í 120 daga. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðf erð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem er þóknun skipaðs verjanda ákærða og þykir hæfilega ákveðin 500.000 kr., að teknu tilliti til virðisaukaskatts, og ferðakostnaður verjanda sem nemur 24.640 kr. Sólveig Ingadóttir, lögl ærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Gísli Tómasson , greiði 6.750.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 12 0 daga. Ákærði greiði sakarkostnað samtals 524.640 krónur, sem er þóknun skipaðs verjanda ákærða, Björgvins Jónssonar lögmanns, 500.000 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskattas og ferðakostnaður verjanda 24.640 krónur.