DÓMUR 2 9 . júní 2020 Mál nr. E - 3217 /2019 Stefnandi: A ( Erling Daði Emilsson lögmaður) Stefndi: Vátryggingafélag Íslands hf. ( Jón E. Malmquist lögmaður) Dómar i : Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 2 9 . júní 2020 í máli nr. E - 3217 /2019 [A] (Erling Daði Emilsson lögmaður) gegn Vátryggingafélagi Íslands (Jón E. Malmquist lögmaður) I. Kröfur Málið sem hér um ræðir var þingfest 27 . júní 2019 en tekið til dóms 1 2 . júní sl. að lokinni aðalmeðferð. Stefnandi málsins er [A] , [...] , en stefndi er Vátryggingafélag Íslands hf., Ármúl a 3 í Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 5.043.468 kr. , ásamt 4,5% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaða bótalaga nr. 50/1993, af 2.084.200 kr. frá [...] 2015 til 3. apríl 2018 og af 4.792.641 kr. frá þeim degi til 24. júní 2018 . Þá krefst stefnandi dráttarvaxta frá 1. júlí 2018 samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 , um vexti og verðtryggingu , af 5.043.468 kr. til greiðsludags , en stefnandi breytti kröfugerð sinni um dráttarvexti við aðalmeðferð málsins að teknu tilliti til mótmæla stefnda . Loks krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda en til vara að st efnukröfur verði stórlega lækkaðar. Í báðum tilvikum gerir stefndi kröfu um málskostnað úr hendi stefnanda . II. Atvik málsin s Mál þetta verður rakið til umferðarslyss sem átti sér stað í [...] 2015 . Samkvæmt gögnum málsins , sem hafa meðal annars að geyma myndband af sjálfu slysinu, voru tildrög slyssins þau að ökumaður bifreiðarinnar [...] - 810 missti stjórn á ökutækinu í hálku og lenti framan á bifreiðinni [...] sem kom úr gagnstæðri átt. Í lögregluskýrslu, dags . [...] 201 5 , sem fyrir liggur í málinu, kemu r fram að tveir farþegar hafi slasast í árekstrinum og að bifreiðin [...] 810 hafi verið alelda þegar lögreglumenn komu á vettvang. Stefnandi var fyrstur til að koma að umferðarslysinu og bjargaði meðal annars slösuðum ökumanni bifreiðarinnar [...] - 810 út úr bifreiðinni. Fyrir dómi og í gögnum málsins lýsti stefnandi atvikum með þeim hætti að hann hefði náð slösuðum manninum undan og út úr bílnum en eldurinn h efð i magnast ótrúlega hratt og hann h efð i því þurft að draga manninn sífellt lengra frá bílnum. Maðurinn hefði verið við litla meðvitund og öskra ð á stefnanda, en auk þess rykkt einu sinni kröftuglega í hægri h önd hans . Stefnandi hefði þá fundið að það klikkaði eitthvað í öxlinni. Að sögn stefnanda voru aðstæður einnig erfiðar á slysstað. Þar hafi verið kalt og snjór en kona sem hafði verið í hinu m bílnum sem lenti í slysinu hafi ráfað um slysstaðinn í einhvers konar lostástandi og farþegi í þeim bíl hafi kvartað um að hafa ekki til finningu í fótunum og höfuð hennar hafi viljað síga ofan í bringu, þannig að stefnand i hafði miklar áhyggjur af henni. Kveðst stefnandi hafa hlaupið á milli þessa fólks og hugað að því í 40 mínútur þar til sjúkrabíll kom á staðinn. Gögn málsins ber a með sér að stefnandi hafi orðið fyrir áverka á hægri öxl þegar ökumaður bifreiðarinnar [...] - 810 rykkti í h önd hans þegar hann var að draga ha nn lengra frá bifreiðin ni . Stefnandi leitaði til Kristins Tómassonar geðlæknis í kjölfar slyssins en í læknisvott orði Kristins , dags. 15. apríl 2018, er stefnandi greindur með áfallastreituröskun. Kemur fram í vottorðinu að slysið sem stefnandi upplifði sé til þess fallið að valda hverjum þeim sem í mundi lenda verulegu uppnámi. Stefnandi hafi verið andlega niðurbrotinn í kjölfar slyssins og hafi þurft lyfjameðferð, en ljóst sé að stefnandi verði þrátt fyrir meðferð viðkvæmur með tilliti til einkenna áfallastreitu ef álag verður mikið eða önnur atvik gerast í lífi han Með tölvupósti , dags. 16. desember 2015 , var stefnda sen d tilkynning um málið . Með bréfi frá stefnda, dags. 8. janúar 2016 , hafnaði stefndi bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu ökutækisins [...] - 810 . Í bréfinu var vísað til þess að það væri aðalregla í skaðabótarétti að sá sem yrði bein t fyrir tjónsatburðinum sjálfum eða tjónsatburður bitnaði beint á gæti krafist skaðabóta úr hendi tjónvalds. Aðrir , sem yrðu óbeint fyrir tjóni, t.d. þeir sem kæmu á slysstað og aðstoðuðu við björgunarstörf , ættu hins vegar ekki rétt til skaðabóta úr hendi þess sem olli eða bæri bótaábyrgð á slysinu. Almennt væri litið svo á að slík óhöpp væru of tilviljunarkennd og fjarlæg afleiðing slyssins . Með vísan til þess og þeirra gagna sem stefnda hefðu borist teldi félagið skilyrðið um sennilega afleiðingu ekki vera uppfyllt . Stefnandi skaut ákvörðun stefnda til ú rskurðarnefndar í vátryggingamálum, sbr. málskot dags. 7. mars 2016 . Stefndi skilaði inn athugasemdum sínum við málskotið , sbr. bréf dags. 29. mars 2016 . M eð ákvörðun, dags. 26. apríl 2016, hafnaði úrskurðarnefndin því að stefnandi æ tti rétt á bótum úr ábyrgðatryggingu bifreiðarinnar [...] - 810 hjá stefnda. Vísaði nefndin þá til þess að s amkvæmt 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 skyldi sá sem bæri ábyrgð á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki bæta það tjón sem hlytist af notkun þess , enda þótt tjónið y rði ekki rakið til bilunar eða galla í tækinu eða ógætni ökumanns. Rakti úrskurðarnefndin í kjölfarið 1. mgr. 89. gr. laganna , um að skráður eða skránin garskyldur eigandi (umráðamaður) vélknúins ökutækis bæri ábyrgð á því og væri fébótaskyldur samkvæmt 88. gr. Síðan sagði í niðurstöðu nefndarinnar: Af gögnum málsins virðist mega ráða að ökumaður A hafi verið valdur að þeim árekstri sem var orsök þess a ð eldur kviknaði í bifreiðinni. Skaðabótaábyrgð annarra aðila hefur því ekki stofnast vegna þessa. Við það má miða að eldurinn í A hafi kviknað vegna notkunar hennar í skilningi ábyrgðarreglu 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga. Þá kann ökumaður A að eiga rétt á bótum fyrir líkamstjón sitt úr slysatryggingu ökumanns skv. 92. gr. laganna. Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því litið að meiðsl [stefnanda] hlutust við það að ökumaður [...] kippti í handlegg hans þegar hann hugðist draga ökumanninn út úr bifreiðinni. Það atvik sem þannig varð þess valdandi að [stefnandi] varð fyrir meiðslum var það fjarlægt notkun bifreiðarinnar að ekki verður talið að skráður eigandi [...] - 810 , sem er annar en ökumaðurinn, beri á grundvelli 1. mgr. 88. gr. umferðarlaganna skaðabótaáby rgð gagnvart [stefnanda] . Af því leiðir að [stefnandi] getur ekki átt rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu [A] hjá Í málinu liggur fyrir matsgerð sem stefnandi aflaði einhliða um afleiðingar atviksins fyrir stefnanda, sbr. matsgerð dags. 8. maí 2018. Matsgerðin var unnin af Sigurði Thorlacius lækni og Jörundi Gaukssyni lögmanni og eru helstu niðurstöður hennar þær að v aranlegur miski stefnanda sé 20 stig , þar af 8 stig vegna axlar meins og 12 stig vegna áfallastreituröskuna r . Þá var það niðurstaða matsgerðar að v aranleg örorka stefnanda væri 7% en stöðugleikatímapunktur væri 3. apríl 2018. Stefnandi gerði kröfu á hendur stefnda vegna slyssins þann 24. maí 2018 á grundvelli matsge rðarinnar og nam bótakrafan alls 5.052.605 kr. Sundurliðaðist bótakrafan þannig að 121.600 kr. voru vegna þjáningabóta, 1.963.200 kr. vegna varanlegs miska og 2.707.841 kr. vegna varanlegrar öror ku en auk þess krafðist stefnandi 259.964 kr. í vexti samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga. Stefndi hafnaði kröfunni þann 13. júní 2018 enda h e fði úrskurðarnefnd í vátryggingamálum komist að þeirri niðurstöðu að stefnandi ætti ekki rétt á bótum . Stefnandi höfðaði í kjölfarið þetta mál með stefnu sem lögð var fram í dóminum 27. júní 2019. III. Málsástæður aðila Aðild stefnda S tefnandi vísar til þess að s kráður eigandi ökutækisins [...] - 810, [B] , dóttir ökumanns ökutækisins, hafi verið með ökutækið tryggt lögboðinni ökutækjatryggingu samkvæmt ákvæðum umferðarlaga hjá stefnda á slysdegi og sé því tryggingafélaginu einu stefnt til varnar kröfum stefnanda með vísan til 44. gr. og 1. mgr. 45. gr. laga nr. 30/2004 , um vátrygginga r samninga , og niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 683/2009 frá 30. september 2009. Stefnandi byggir málsókn sína á því að stefndi beri greiðsluskyldu úr ökutækjatryggingu ökutækisins [...] - 810, þ.e. úr ábyrgðartryggingu ökutækisins eða úr slysatryggingu ökumanns Hlut læg bótaábyrgð samkvæmt 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga notkunarhugtakið Stefnandi byggir á því að tjónið sem hann varð fyrir, er hann kom fyrstur á vettvang slyssins, sinnti björgunarstörfum og dró m.a. ökumann bifreiðarinnar [...] - 810 frá brennandi bifreið , teljist til bótaskyldra afleiðinga af umferðarslysi ökutækisins og þar með til notkun ar bifreiðarinnar í umrætt sinn í skilningi 1. mgr. 88. gr. umf erðarlaga . Umferðarslysið sem slíkt sé bótaskylt samkvæmt ákvæðum umferðarlaga og því sé sá skaði s em hann sjálfur hlaut er hann kom ökumanni ökutækisins til hjálpar hluti af því tjóni sem stefnda beri að bæta á grundvelli bótaábyrgðar um ferðarlaga. Stefnandi byggir einnig á því að rekja megi tjónið sem hann varð fyrir í umrætt sinn sjálfstætt til hætt ueiginleika og notkunar ökutækisins [...] - 810 í skilningi 1. mgr. 88. gr. umf erðarlaga . Telur stefnandi að n otkunarhugtakið í fyrrgreindu ákvæði mið i st við að hin hlutlæga ábyrgð eigi að taka til tjóns sem leiðir af sérstökum hættueiginleikum ökutækisins . Samk væ mt dómum og skrifum fræðimanna sé hættan, sem sérstaklega stafar af ökutækjum, fyrst og fremst tengd hraða þeirra, vélarafli og þyngd en einnig hafi sprengi - og eldhætta tengd eldsneyti og/eða búnaði ökutækja að öðru leyti verið nefnd sem dæmi. Mikil hætta geti þ.a.l. stafað af ökutæki í kjölfar áreksturs , og tel ji st það þá vera í notkun. Þá sé ekki nauðsynlegt að tjón sé afleiðing beinnar snertingar við ökutæki svo orsakatengsl teljist vera fyrir hendi milli notkunar ökutækis og tjó ns. Stefnandi byg gir á því að það sé sömuleiðis einn af fyrirsjáanlegum hættueiginleikum ökutækja að þau geti , er þau lendi í alvarlegum árekstri, skapað ringulreið og sérl ega hættulegar kringumstæður, sérstaklega fyrir þann aðila sem lendi í því að vera fyrstur á vettvang slíks atburðar og neyðist þess vegna til að setja sjálfan sig í þær. Stefnandi telji slíkar kringumstæður vera í nánu og fyrirsjáanlegu sambandi við notkun ökutækis, og þær séu til þess fallnar að valda hverjum þeim sem í lendi verulegu uppnámi og tjóni, andlegu sem líkamlegu, ef illa fer. Vísar stefnandi einnig til hjálparskyldu 221. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem hvíldi á stefnanda umrætt sinn. Stefnandi vísar til þess að hann hafi komið að logandi bifreiðinni [...] - 810 og séð að ökumaðurinn lá illa slasaður við bifreiðina. Stefnandi hafi því gert hið eina rétta í stöðunni , sem hafi verið að koma ökumanninum til bjargar og draga hann frá bifreiðinni áður en hún varð alelda. Stefnandi áréttar að samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð sé tjónið sem hann hlaut í slysinu annars vegar tognun á hægri öxl og hins vegar áfallastreituröskun. Fyrrgreinda tjónið hafi hann hlotið við að draga ökumanninn frá logandi bifreiðinni eins og áður hafi komið fram. Síðargreinda tj ónið hafi einnig orsakast af slysinu , eins og rakið sé ítarlega í vottorði Kristins Tómassonar geðlæknis . Stefnandi hafnar þeim rökum stefnda að tjón hans hafi verið fjarlægt notkun bifreiðarinnar og orsakast af sjálfstæðum, tilviljanakenndum og utanaðkomandi atburði er ökumaðurinn kippti í öxl stefnanda þegar stefnandi var að reyna að draga hann frá brennandi bifreiðinni . Er ítrekað af hálfu stefnanda að kringumstæðurnar sem ollu tjóni hans megi einvörðungu rekja til notkunar ökutækisins [...] - 810, aksturs þess , áreksturs og hættueiginleika þess í kjölfar árekstursins. Stefnandi telur það í raun málinu óviðkom andi hverni g nákvæmlega tjónið sem hann hlaut við björgunarafrekið kom til. Hættueiginleikar bifreiðarinnar sem rekja megi til notkunar hennar, logandi eldurinn og eld - og sprengihættan af eldsneyti ökutækisins, hafi gert það að verkum að það gafst hvorki tími né ráð rúm til að athafna sig , hvað þá skipuleggja athafnir þannig að engar eða litlar líkur yrðu á tjóni af völdum björgunaraðgerðanna, svo sem vegna sjálfráðra eða ósjálfráðra viðbragða hins stórslasaða og þjáða einstaklings við björgunina eða rangrar líkamsbei tingar , svo dæmi séu nefnd. Stefnandi hafi gert allt það sem í hans valdi stóð til að forðast eldinn og forða ökumanninum frá eldinum og til að koma honum í öruggt skjól frá logandi ökutækinu. Með það markmið í huga hafi hann hins vegar slasast á hægri öxl við björgunina. Stefnandi telur að ef hættueiginleikar ökutæk i sins, hraði, vélarafl, þyngd og sérstaklega eldurinn, hefðu ekki verið til staðar hefði hann aldrei slasast með þeim hætti sem raun ber vitni. Ef eldurinn úr bifreiðinni hefði ekki verið hefði hann t.a.m. ekki þurft að draga slasaða ökumanninn frá bifreiðinni. Hann hefði þess í stað getað hlynnt að honum þar sem hann fannst fyrir , enda alkunna að aðilar sem fyrstir eru á vettvang slyss eiga að reyna að forðast það að hreyfa stórslasaða einstaklinga ef aðstæður leyfa. Það hafi hins vegar ekki verið í boði og því þörf á skjótum viðbrögðum stefnanda vegna hættueiginleika og notkunar ökutækisins. Að m ati stefnanda sé tjónið sem hann hlaut, er hann dró ökumanninn frá logandi bifreiðinni og ökumaðurinn togaði í öxl hans, alveg jafn tengt notkun ökutækisins og hættueiginleikum þess og ef hann hefði hlotið brunasár af sjálfum eldinum sem hann var að reyna að forðast. Akstur ökutækisins, áreksturinn og eldurinn sem geisaði úr ökutækinu í kjölfarið réðu öllu um atburðarásina og voru orsök allra aðgerða og viðbragða á vettvangi. Tjón stefnanda sé bein afleiðing þess. Með sömu rökum hafnar stefnandi því alfari ð að tjónið sem hann hlaut hafi orsakast af sjálfstæðum, tilviljanakenndum og utanaðkomandi atburði. Það get i seint talist tilviljanakennt, utanaðkomandi , hvað þá sjálfstætt , að einstaklingur, sem fyrstur kemur á vettvang umferðarslyss, þar sem aðkoman er beinlínis hræðileg, mjög alvarlega slasaðir einstaklingar í báðum bifreiðum og annað ökutækið í ljósum logum, verði fyrir tjóni, líkamlega og/eða andlega, við það að setja sjálfan sig í slíkar hættulegar, krefjandi og beinlínis ómögulegar aðstæður. Við slíkar kringumstæður, þar sem hver sekúnda skipti máli og lítið sem ekkert ráðrúm sé til umhugsunar, sé í raun fátt ef nokkuð sem geti talist sjálfstætt, tilviljanakennt og utanaðkomandi og tengist ekki hættueiginleikum ökutækisins. Bótaábyrgð samkvæm t sakarreglu ( hið rýmra notkunarhugtak 1. mgr. 91. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 ) Verði ekki fallist á að slysið og tjón stefnanda falli innan marka notkunarhugtaks 88. gr. umfer ðarlega byggir stefnandi á því að slysið og tjón hans falli augljóslega undir hið rýmra notkunarhugtak 1. mgr. 91. gr. umfl. í ljósi saknæmrar og ólögmætrar háttsemi ökumanns ökutækisins [...] - 810 sem olli slysinu og tjóni stefnanda. Tjón stefnanda falli þ.a.l. i nnan gildissviðs ábyrgðartryggingar ökutækisins [...] - 810 á grunni sakarreglunnar. Stefnandi rökstyður málsástæðu sína að þessu leyti með því að ekki sé fullt gagn að lögmæltri ábyrgðartryggingu ef hún nær einvörðungu til krafna sem reistar eru á sérreglu 88. gr. umferðarlaga en ekki til krafna sem reistar eru á almennum , ólögfestum skaðabótareglum. Þannig hafi verið talið skylt að greiða af ábyrgðartryggingu ýmsar aðrar skaðabótakröfur, sem stofnast hafi vegna tjóns af völdum ökutækis, enda þótt ekki hafi verið um að ræða notkun í merkingu 88. gr. umfl. Er þá leitast við að bæta slys sem talið er vera í svo nánum tengslum við not af bifreiðinni, þótt bifreiðin hafi ekki verið í notkun í skilningi 88. gr. umfl., að eðlilegt sé að fella tilvikið undir ábyrgða rtryggingu hennar. Að mati stefnda kemur þessi túlkun einnig heim og saman við fyrirmæli 3. mgr. 90. gr. umferðarlaga , sem og þá ráðagerð sem fel i st í sérreglu 1. mgr. 88. gr. laganna, um að sá sem ábyrgð ber á skráningarskyldu ökutæki sé bótaskyldur vegna afleiðinga ógætni eða gáleysis ökumanns hvað sem líði skilyrðum sérreglunnar fyrir ábyrgð án sakar, sbr. eftirfarandi orðalag 1. mgr. 88. gr. bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns . Með hliðsjón af öllu framansögðu byggir stefnandi á því að tjónið sem hann varð fyrir teljist til bótaskyldra afleiðinga af saknæmri og ólögmætri háttsemi ökumannsins sem orsakaði umferðarslysið. Þá byggir stefnandi á því að tjónið sem hann hlaut, sem og atburðarásin öll, teljist vera í svo nánum tengslum við not af bifreiðinni að eðlilegt sé að fella tilvikið undir ábyrgðartryggingu ökutækisins í ljósi sakar ökumannsins. Varðandi saknæma og ólögmæta háttsem i ökumannsins umrætt sinn byggir stefnandi á því að ökumaðurinn hafi ekið afar ógætilega í aðdraganda slyssins og ekki hagað akstri og hraða bifreiðarinnar eftir aðstæðum , sem voru afar erfiðar. Í raun hafi hraði og aksturslag bifreiðarinnar verið með þeim hætti, miðað við aðstæðurnar, að gáleysi ökumannsins teljist stórkostleg t. Máli sínu til stuðnings vísar stefnandi til myndbands ins af árekstrinum. Myndbandið sýni að ökumaðurinn ók bifreiðinni [...] - 810 afar ógætilega og allt of hratt miðað við aðstæður . Myndbandið sýni sömuleiðis að ökumaðurinn ók ökutækinu það hratt í aðdraganda slyssins að hann náði í raun ekkert að hægja á för þess er hann hóf tilraun til hemlunar eftir að hann varð var við ökutækið FL - F33. Þess megi geta að myndbandið sýni sömuleiði s að ökumaður ökutækisins FL - F33 hafi náð að stöðva ökutæki sitt að fullu við ystu brún akbrautarinnar áður en áreksturinn varð. Ökumaður ökutækisins [...] - 810 hafi viðhaft háttsemi sína þrátt fyrir og þvert gegn skýrum ákvæðum umferðarlaga ., svo sem 1. mgr. 4.gr., 14. gr., 19. gr. og 36. gr. Ökumaðurinn hafi því verið eigi hann fulla og óskipta sök á árekstrinum á grundvelli sakarreglunnar, sbr. einnig árekstrarreglu 89. gr. umferðarlaga . Stefnandi áréttar að sak næmur og ólögmætur akstur ökumannsins í aðdraganda slyssins sé eina orsök þess að hann neyddist til að koma ökumanninum til bjargar við hættulegar aðstæður, sem urðu til þess að hann varð fyrir tjóni. Óbeðinn erindisrekstur og sennileg afleiðing Stefnand i byggir einnig á reglum skaðabótaréttarins um óbeðinn erindisrekstur , að um hafi verið að ræða ósjálfráð viðbrögð hans til að afstýra líkamstjóni ökumannsins, sem hafi verið í yfirvofandi hættu. Með því hafi stefnandi gætt hagsmuna ökumannsins , en það hafi ökumaðurinn sjálfur ekki getað á þeirri stundu þar sem hann hafi legið alvarlega slasaður í brennandi bifreiðinni. Þá hafi háttsemi stefnanda verið forsvaranleg og í raun sjálfsögð og í samræmi við lagaskyldu og hafi ekki gengið lengra en nauðsyn bar til, svo frekara tjóni yrði afstýrt. Stefnandi telur að samkvæmt reglum skaðabótaréttarins um óbeðinn erindisrekstur eigi eigandi þeirra hagsmuna sem bjargað varð að halda erindrekanum skaðlausum frá þeim útgjöldum/tjóni, sem hann hafi orðið fyrir við erindisreksturinn. Stefnandi byggir einnig á því að ökumaðurinn hafi alfarið átt sök á þeirri stöðu sem upp var k omin með vísan til þess sem áður er rakið. Af hálfu stefnanda er því alfarið hafnað að skilyrðið um sennilega afleiðingu sé ekki uppfyllt. Viðbrögð stefnanda hafi verið til þess fallin að draga úr tjóni ökumannsins og hafi þau að því leyti verið í þágu hans og í þágu eiganda ökutækisins og tryggingafélags ökutækisins. Tjónið teljist því t il bótaskyldra afleiðinga af notkun ökutækisins og háttsemi ökumanns ökutækisins umrætt sinn. Stefnandi telur ljóst, m.a. með hliðsjón af fordæmi Hæstaréttar, að skilyrðið sé uppfyllt og að greiðsluskylda úr ökutækjatryggingu ökutækisins [...] - 810 hjá stef nda vegna tjóns stefnanda sé fyrir hendi . Slysatrygging ökumanns og eiganda ökutækis samkvæmt 92. gr. umferðarlaga . Ef ekki er fallist á að bæta tjón stefnanda úr ábyrgðartryggingu ökutækisins [...] - 810 hjá stefnda á grundvelli alls framangreinds byggir stefnandi á því, með öllum sömu rökum og að framan greinir, að stefndi eigi að bæta honum tjónið úr slysatryggingu ökumanns og eiganda ökutækisins [...] - 810, er var í gildi á slysdegi. Hann hafi bjargað hagsmunum ökumannsins , sem hafi fengið þá hags muni bætta úr téðri slysatryggingu ökumanns og eiganda samkvæmt 92. gr . umferðarlaga. Þegar öllu er á botninn hvolft telur stefnandi að hann eigi að fá tjón sitt bætt úr ökutækjatryggingu ökutækisins [...] - 810 hjá stefnda, hvort sem um sé að ræða ábyrgðartryggingu eða slysatryggingu ökumanns og eiganda. Af öllum framangreindum málsástæðum, einum og sér eða saman, krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum skaðabætur eins og í dómkröfum greinir. Dómkröfur stefnanda su ndurliðast með eftirfarandi hætti: Sjúkrakostnaður s amkvæmt 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga 250.827. - kr. Þjáningabætur s amkvæmt 3. gr. skbl. 121.600 kr. Dagar án rúmlegu 64* 1.900 kr. Varanlegur miski s amkvæmt 4. gr. skbl. (20 stig) 1.963.200 kr. 8% af 10.436.500 kr. Varanleg örorka s amkvæmt 5. gr. skbl. (7%) 2.707.841 kr. Árslaun 8.524.340 kr. *4,538*7% Heildarbætur: 5.043.468 kr. Dómkröfur stefnanda eru á því byggðar að stefnd a beri að greiða stefnanda fullar skaðabæt ur vegna líkamstjóns hans og skuli skaðabætur taka mið af matsgerð Sigurðar Thorlacius læknis og Jörundar Gaukssonar lögmanns , þar sem fram komi að varanleg örorka stefnanda vegna slyssins sé 7% og varanlegur miski 20 stig. Þá hafi tímabil þjáningabóta verið metið frá slysdegi til 8. janúar 2016 og frá 19. október 2016 til 7. nóvember 2016, án rúmlegu. Stöðugleikapunktur teljist vera 3. apríl 2018. Útlagður kostnaður stefnanda vegna matsgerðar sem aflað var áður en mál var höfðað er 250.827 kr. , sbr. rei kning sem fyrir liggi . Framangreindur kostnaður tel ji st til sjúkrakostnaðar í skilningi 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga. Þjáningabætur séu reiknaðar samkvæmt ákvæði 3. gr. skaðabótalaga að teknu tilliti til þeirra verðbreytinga (vísitölubreytinga) sem um geti í 15. gr. skaðabótalaga . Bætur fyrir varanlegan miska séu reiknaðar á grundvelli 4. gr. skaðabótalaga , sbr. 15. gr. laganna. Bætur fyrir varanlega örorku séu reiknaðar á grundvelli meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, þ.e. byggt sé á tekjum stefnanda á árunum 2012 2014 samkvæmt fyrirliggjandi skattframtölum, uppreiknuðum að stöðugleikapunkti , að viðbættu 8% lífeyrissjóðsframlagi vinnuveitanda. Við útreikning kröfu sé notaður margföldunarstuðull 6. gr. skaðabótalaga. Gerð er krafa um greiðslu 4,5% vaxt a samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga vegna þjáningabóta og varanlegs miska frá tjónsdegi þann [...] 2015 til 3. apríl 2018 , þegar stöðugleikatímapunkti var náð , og einnig vegna varanlegrar örorku frá stöðugleikatímapunkti til 24. júní 2018, þegar mánuður var liðinn frá því að krafa stefnanda var send stefnda . Þá er krafist dráttarvaxta s amkvæmt 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 1. mgr. 6. gr . sömu laga, vegna allra bótaliða , frá 24. júní 2018, þegar mánuður var liðinn frá þeim degi er krafa stefnanda var send stefnda, og til greiðsludags . Málsástæður stefnda Stefndi byggir aðalkröfu sína um sýknu á því að hann sé ekki bótaskyldur gagnvart s tefnanda vegna tjónsins sem um ræðir í málinu . Stefndi telur tjónið hvorki vera bótaskylt úr ábyrgðartryggingu ökutækisins [...] - 810 né úr slysatryggingu ökumanns og eiganda ökutækisins. Stefndi mótmælir því sem stefnandi heldur fram að tjónið sem stefnand i varð fyrir er hann kom á vettvang árekstursins, sinnti einsamall björgunarstörfum og dró m.a. ökumann bifreiðarinnar [...] - 810 frá brennandi bifreiðinni, teljist til bótaskyldra afleiðinga af umferðarslysi ökutækisins [...] - 810 og þar af leiðandi notkun a r hennar umrætt sinn í skilningi 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga. Stefndi vísar til þess að s amkvæmt 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga skuli sá sem ábyrgð ber á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki ra kið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns. Stefndi byggir á því að tjón ið sem málið varðar verði ekki rakið til notkunar ökutækisins [...] - 810 í skilningi 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga og sé því ekki bótaskylt samkvæmt ákvæði umferðarlaga og úr ábyrgðartryggingu ökutækisins. Stefndi telur að til þess að tjón verði rakið til notkunar ökutækis verði að vera hægt að rekja það til hættueiginleika ökutækisins og þá verði fyrst og fremst litið til atriða sem tengjast hraða, vélarafli eða þyngd ökutæk isins. Stefndi bendir í fyrsta lagi á að meiðsli stefnanda á öxl orsökuðust af því að ökumaður bifreiðarinnar [...] - 810 kippti einu sinni kröftuglega í hægri h önd stefnanda þegar hann var að draga ökumanninn frá bifreiðinni. Þarna hafi verið um að ræða s jálfstæðan, tilviljanakenndan og utanaðkomandi atburð sem hafi ekki tengst notkun ökutækisins, akstri þess eða nokkrum öðrum áhættuatriðum sem dæmigerð sé u fyrir ökutæki enda hafi þau engu ráðið um atburðarásina. Engu skipti í þessu máli að orsök þess að s tefnandi hafi þurft að bjarga ökumanninum út úr bílnum hafi verið sú að hann lenti í árekstri . H ættueiginleikar ökutækisins hafi þannig ekki valdið líkamstjóni stefnanda heldur hafi það verið skyndilegur kippur ökumanns [...] - 810 í öxl stefnanda. Eldur í ö kutækinu hafi þannig ekki orsakað líkamstjón stefnanda. Stefndi byggir í öðru lagi á því að sú áfallastreituröskun sem stefnandi hafi orðið fyrir í framhaldi af því að hann kom að slysinu og sinnti björgunarstörfum tengist ekki notkun ökutækisins í skilningi umferðarlag a . Á fallastreituröskun stefnanda verði ekki raki n til notkun ar ökutækisins, akstur s þess eða nokk urra annarra áhæt tuatrið a . Það eitt að aðili komi að umferðarslysi og veiti aðstoð leiði ekki sjálfkrafa til þess að tjón sem hlutaðeigandi verður fyrir teljist til tjóns vegna notkunar ökutækis í skilningi umferðarlaga. Stefndi bendir á að svokallað hafi almen nt verið talið falla utan þess sem bótaskylt sé samkvæmt umferðarlögum og þar með úr ábyrgðartryggingu ökutækis. Það eigi enn frekar við þegar tjónþoli h afi ekki orðið vitni a ð slysinu heldur komið að því. Talið hafi verið að slíkt tjón sé of fjarlægt atvi kinu, þ.e. umferðarslysinu sjálfu og afleiðingum þess. Stefndi fellst á að aðstæður á slysstað voru erfiðar , eins og stefnandi lýsi þeim sjálfur. Þannig hafi hann ekki bara þurft að draga ökumanninn úr bifreiðinni heldur hafi ökumaður og farþegi í hinni bifreiðinni jafnframt verið slasaðir. Meðal annars h afi stefnandi lýst því hvernig önnur konan sem var í bifreiðinni FL - F33 hafi ráfað um slysstaðinn í einhvers konar lostástandi og að farþegi í þeim bíl hafi kvartað um að hafa ekki tilfinningu í fótunum . Þá hafi höfuð farþegans viljað síga ofan í bringu, þannig að stefnandi hafði miklar áhyggjur af henni. Þessi atriði l eiði þó ekki til þess að áfallstreituröskun sem stefnandi hlaut í framhaldi af slysinu teljist til tjóns sem verði rakið til notkunar ökutæ kisi ns. Áfallastreituröskunin verði þannig ekki rakin til þess að stefnandi hafi verið í hættu út af notkun á ökutækinu í skilningi umferðarlaga heldur hafi það verið kringumstæður allar sem orsökuðu áfallastreituröskunina. Stefndi bendir í þessu sambandi jafnframt á lýsingu stefnanda á atburðinum en þar k omi m.a. fram að stefnandi hafi allt í einu staðið í skjóli af öðrum bílnum og horft á vettvang, þarna hafi verið tveir sjúkrabílar og lögregla og enginn sagt neitt við hann , blóðugan á h e nd i . Af lýsingu stefnanda sjálfs og vottorði geðlæknis hans megi þannig ráða að hann hafi skyndilega staðið einn utan við vettvang og slasaður á öxl án þess að það væri kannað af sjúkraflutningafólki og lögreglu á vettvangi. Áfallastreiturös kunin verði þannig ekki rakin til notkunar ökutækisins [...] - 810 eða hættueiginleika þess heldur til þeirra aðstæðna að koma á slysstað og þurfa að sinna slösuðum, meiðast á öxl og fá ekki athygli hjá sjúkraflutningamönnum og lögreglu eftir slysið. Þannig staðfest i gögn málsins að áfallastreituröskun stefnanda sé ekki að rekja til þess að hann hafi talið sig í hættu af því að það kviknaði í bifreiðinni heldur skýrist hún almennt af því hvernig aðstæður voru á slysstað, margir slasaðir og hann hafi þurft að sinna slösuðum einn í langan tíma í miklum kulda og fundist hann vera afskiptur þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Stefndi bendir á að aðstæður á slysstað get i eðli málsins verið erfiðar þeim sem koma að slysi. Það að aðstæður séu erfiðar, jafnvel ógnvekjandi , og ringulreið ríki leiði ekki sjálfkrafa til þess að tjón sem aðilar verða fyrir við slíkar aðstæður, bæði líkamlegt og andlegt tjón, falli undir að teljast bótaskylt tjón samkvæmt umferðarlögum. Eins og áður sagði verði að vera hægt að rekja tjónið til notkunar bifreiðarinnar í skilningi umferðarlaga. Þannig sé andlegt tjón sem björgunaraðilar verða fyrir ekki sjálfkrafa talið tengjast notkun bifreiðarinnar í skilningi umferðarlaga , jafnvel þó að það sé að rekja til björgunaraðgerða á slysstað og að þær aðgerðir séu eingöngu út af því að umferðarslys varð. Stefndi mótmælir því að dómur Hæstaréttar í máli nr. 426/2011 eigi við í þessu máli enda séu atvik ekki sambærileg. Í fyrsta la gi var þar ekki um umferðarslys að ræða og reyndi því ekki á ákvæði umferðarlaga. Í öðru lagi er ljóst, ef rýnt er í niðurstöðu Hæstaréttar í því máli , að þar réð úrslitum að ráðningarsamband var á milli tjónþola og Norðuráls og að tjónþoli var samstarfsma ður þess starfsmanns sem lenti undir farginu. Því er mótmælt sem stefnandi heldur fram að í ljósi at vik a málsins sé það málinu óviðkomandi hvernig nákvæmlega tjónið kom til. Það sé forsenda þess að stefndi teljist bótaskyldur að tjón verði rakið til notkun ar á ökutækinu í skilningi umferðarlaga. Þannig skiptir það máli hvernig tjón ið kom til. Bótaábyrgð samkvæmt sakarreglunni 1. mgr. 91. gr. umferðarlaga Stefndi mótmælir því að tjón stefnanda falli undir 1. mgr. 91. gr. umferðarlaga og sé bótaskylt sam kv æmt ákvæðinu en stefnandi heldur því fram að tjón hans falli undir ákvæðið í ljósi saknæmrar og ólögmætrar háttsemi ökumanns ökutækisins [...] - 810 . Stefndi bendir á að stefnandi hafi engan veginn sýnt fram á að hvaða leyti notkunarhugtak 1. mgr. 91. gr. umferðarlaga eigi að leiða til þess að tjón hans falli undir hugtakið. Því er mótmælt að saknæm háttsemi eða ólögmæti hafi áhrif á það hvernig beri að túlka notkunarhugtakið. Ákvæðið s é skýrt um að eingöngu tjón sem verði rakið til notkunar ökutækis falli undir það . A nnað sé ekki bótaskylt samkvæmt umferðarlögum eða úr ábyrgðartryggingu ökutækis. Í málinu byggir stefnandi á því að hann hafi orðið fyrir meiðslum í öxl og áfallastreituröskun. Stefndi telur það ekki nægilegt til að stofna til bótaskyldu samkvæmt 1. mgr. 91. gr. umferðarlaga að stefnandi sanni að tjónið verði rakið til notkunar á vélknúnu ökutæki . Stefnandi verði jafnframt a ð sanna að ökumaður ökutækisins [...] - 810 hafi valdið því tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti og að tjónið sé sennileg afleiðing af þeirri háttsemi. Stefndi mótmælir því að þessi skilyrði séu uppfyllt í málinu. Í fyrsta lagi hvað varðar meiðsli í öxl , þá hafi þau orsakast af því að ökumaðurinn kippti einu sinni kröftuglega í hægri h önd stefnanda þegar hann var að draga ökumanninn frá bifreiðinni. E kkert liggi fyrir í málinu um ástæðu þess að ökumaðurinn gerði það. Um sé að ræða tilviljanakenndan atburð sem ekki fól í sér saknæma eða ólögmæta háttsemi. Að því er varðar áfallastreituröskun , þá ligg i heldur ekkert fyrir um að ökumaður ökutækisins [...] - 810 hafi valdið henni með saknæmum og ólögmætum hætti. Stefndi telur að af gögnum málsins megi helst ráða að áfallastreituröskun stefnanda sé til komin eftir að hafa aðstoðað á slysstað og verið skilinn eftir afskiptalaus af björgunarliði sem kom á staðinn. Þannig verði hún ekki rakin til meintrar saknæmrar og ólögmætrar háttsemi ökumannsins sem or sakaði umferðarslysið . Ekk i séu því orsakatengsl á milli hugsanlegrar saknæmrar og ólögmætrar háttsemi ökumannsins og áfallastreituröskunar. Þá sé hvorki tjón stefnanda hvað varðar öxlina né áfallastreituröskun hans sennileg afleiðing af háttsemi ökumannsi ns. Þá er því mótmælt að ökumaður bifreiðarinnar [...] - 810 hafi valdið umferðarslysinu með saknæmum og ólögmætum hætti. Ekkert liggi fyrir um að ökumaður bifreiðarinnar hafi ekið ógætilega eða ekki hagað akstri og hraða bifreiðarinnar eftir aðstæðum. Það var hálka og ísing á veginum, eins og staðfest er í lögregluskýrslu, sem gerði það að verkum að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni. Þótt ekið sé varlega geti það alltaf gerst að ökumaður missi stjórn á bifreið í hálku. Stefndi mótmælir því að ökumaðu rinn hafi brotið gegn nánar tilgreindum ákvæðum umferðarlaga , eins og haldið er fram í stefnu , eða að brot á þeim ákvæðum eigi að leiða til þess að umstefnt tjón stefnanda sé bótaskylt samkvæmt 91. gr. umferðarlaga. Óbeðinn erindrekstur og sennileg afle iðing Stefndi mótmælir því að stefndi sé bótaskyldur á grundvelli reglna skaðabótaréttarins um óbeðinn erindrekstur. Stefndi byggir á því að sú almenn a skylda sem hvílir á mönnum að koma öðrum til aðstoðar leiði ekki til þess að sá sem hjálpað er verði ska ðabótaskyldur gagnvart þeim sem kemur til aðstoðar ef hann verður fyrir tjóni við björgunarstö rf. Ólögfestar reglur skaðabótaréttar um óbeðinn erindrekstur og neyðarrétt get i ekki leitt til þess að á ökumann bifreiðarinnar [...] - 810 eða stefnda verði lögð skaðabótaábyrgð ve gna tjóns stefnanda. Skaðabótaábyrgð verði ekki lögð á þann sem bjargað er úr háska eða á þá hagsmuni sem björgunaraðgerðir beinast að nema sá hinn sami hafi vísvitandi eða af stórfelldu gáleysi stofnað til þeirra aðstæðn, er tjón björgun armanns verður rakið til, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 497/2002 . Stefndi byggir á því að ekkert liggi fyrir um að ökumaður bifreiðarinnar [...] - 810 hafi valdið slysinu vísvitandi eða af stórfelldu gáleysi. Eins og áður er rakið þá virðist ökumaðurinn einfaldlega missa stjórn á ökutækinu í hálku án þess að sýna af sér ásetning eða stórfellt gáleysi. Því er mótmælt að ökumaðurinn hafi sýnt af sér gáleysi í umrætt sinn. Af hálfu stefnda er einnig bent á að jafnvel þó að bótaskylda sé byggð á reglum um óbeðinn erindrekstur þá verði skilyrði 1. mgr. 88. gr. og 91. gr. umferðarlaga um að tjón verði rakið til notkunar vélknúins ökutækis að vera uppfyllt. Þótt ökumaður bifreiðarinnar væri bótaskyldur gagnvart stefnanda á grundvelli regln a um óbeðinn erindrekstur þá þyrfti að vera unnt að rekja hið bótaskylda til notkunar bifreiðarinnar í skilningi umferðarlaga til þess að umrædd ákvæði laganna ættu við. S tefnandi hafi , sem fyrr segir , ekki sýnt fram á það í málinu að tjón ið sé að rekja ti l notkunar bifreiðarinnar í skilningi umferðarlaga . Stefndi telur það engu breyta um mögulega bótaskyldu stefnda úr ábyrgðartryggingu ökutækisins að stefnandi hafi við björgunarstörf mögulega dregið úr líkamstjóni ökumannsins. Því er mótmælt að reglur sk aðabótaréttar leiði til þess að aðili sem með aðgerðum sínum dregur úr tjóni hjá öðrum aðila fái þá sitt tjón bætt. Slysatrygging ökumanns og eiganda ökutækis samkvæmt 92. gr. umferðarlaga Stefndi mótmælir því að tjón stefnanda falli undir slysatryggingu ökumanns og eiganda ökutækisins [...] - 810 hjá stefnda og að stefndi eigi að bæta tjónið úr þeirri tryggingu. Stefndi byggir á því að meint tjón stefnanda falli ekki undir slysatryggingu ökumanns og eiganda ökutækisins [...] - 810 samkvæmt 92. gr. umferðarla ga. Vísar stefndi þá til þess að t ryggingin bæti eingöngu tjón sem ökumaður verð i fyrir við stjórn ökutækis, enda verði slysið rakið til notkunar ökutækis í merkingu 88. gr. umferðarlaga. Stefnandi hafi ekki verið ökumaður bifreiðarinnar og falli því ekki undir gildissvið ákvæðisins. Þá er kveðið á um það í 3. mgr. 92. gr. að vátryggingartaki sem slasast sem farþegi í eigin ökutæki eða af völdum þess skuli eiga rétt til bóta úr ábyrgðartryggingu. Ljóst sé að stefnandi falli ekki undir ákvæði 3. mg r. 92. gr. Stefndi telur sig mega ráða af stefnu að stefnandi byggi á því að hann hafi bjargað hagsmunum ökumannsins sem h af i fengið þá hagsmuni bætta úr slysatryggingu ökumanns og eiganda samkvæmt 92. gr. umferðarlaga. Þó að stefnandi hafi með aðgerðum sí num dregið úr líkamstjóni stefnanda telur stefndi það ekki leiða til þess að meint tjón hans falli undir 92. gr. umferðarlaga. Ákvæðið sé mjög skýrt um að það gildi eingöngu um ökumann og vátryggingartaka. Þá sé skilyrði um að tjón stefnanda sé sennileg afleiðing af umferðarslysinu ekki uppfyllt í málinu. Það sé ekki sennileg afleiðing af því að koma að slysi og veita aðstoð að meiðast á öxl þar sem kippt er í öxlina eða fá áfallastreituröskun. Verði ekki fallist á sýknukröfu er varakrafan byggð á sömu málsástæðum og röksemdum og aðalkrafa. Að auki er byggt á því að samkvæmt ákvæðum skaðabótalaga , sbr. 2. mgr. 3. gr., 4. mgr. 4. gr. og 4. mgr. 5. gr. ber i að draga frá skaðabótakröfu tilteknar greiðslur frá þriðja manni. Stefndi byggir á því að allar grei ðslur sem stefnandi hefur fengið eða á rétt á frá þriðja manni beri að draga frá skaðabótakröfu stefnanda í málinu. Stefnandi ber i sönnunarbyrðina fyrir því að hann eigi ekki rétt á greiðslum frá þriðja manni sem kveðið er á um í fyrrnefndum ákvæðum skaðab ótalaga. Stefndi bendir á að tjón stefnanda sé tvenns konar . A nnars vegar sé um að ræða meiðsli á öxl og hins vegar áfallastreituröskun. Jafnvel þótt að komist yrði að þeirri niðurstöðu að annað atriðið sé að rekja til notkunar ökutækis í skilningi umferðarlaga og sé bótaskylt úr ábyrgðartryggingu ökutækis [...] - 810 eða úr slysatryggingu ökumanns þá leiðir það ekki sjá lfkrafa til þess að bæði atriðin séu bótaskyld samkvæmt ákvæðum umferðarlag a. IV. Niðurstaða Dómkrafa stefnanda í máli þessu byggist á því að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna umferðarslyssins í 2015 sem stefnda beri að greiða honum fullar skaðabætur fyr ir. Í málinu er ágreiningslaust að stefnandi hafi orðið fyrir axlarmeiðslum á vettvangi slyssins 2015 við það að koma slösuðum ökumanni annarrar bifreiðarinnar til bjargar og hlotið áfallastreituröskun vegna þess sem hann upplifði á slysstað. Í málinu er hins vegar deilt um hvort bótaábyrgð stefnda samkvæmt ákvæði 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 , sem í gildi voru þegar atvik málsins áttu sér stað , taki til tjón s ins sem felst í axlarmeiðslum stefnanda og áfallastreituröskun hans. Stefnandi hefur kosið að haga málatilbúnaði sínum með þeim hætti að beina kröfum sínum einvörðungu að stefnda í málinu. Byggist sú tilhögun á ákvæði 1. mgr. 44. gr. laga nr. 30/2004, um vátrygginga r samninga. Samkvæmt því ákvæði getur tjónþoli krafist bóta beint frá vátryggingafélagi ef vátrygging tekur til tjóns vátryggðs vegna skaðabótaábyrgðar sem hann ber . Í því sambandi hefur stefnandi vísað til þess að ökutækið [...] - 810 hafi verið tryggt ökutækjatryggingu hjá stefnda í samræmi við lögbundna skyldu til slík r a r vátryggingar , sbr. 1. mgr. 91. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Með vísan til þessa lögbundna fyrirkomulags ábyrgðartryggingarinnar gerir dómurinn ekki athugasemdir við það að að stefnanda sé stefnt einum til varnar í máli þessu þrátt fyrir að stefn andi hafi ekki lagt fram skilmála eða sambærilegar upplýsingar um vátrygginguna sem krafa hans byggist á. Að þessari tilhögun málatilbúnaðarins , með vísan til 44. gr. laga nr. 30/2004 , verður þó vikið aftur síðar í tengslum við málsástæður stefnanda um óbe ðinn erindisrekstur og það að slysatrygging ökumanns [...] - 810 taki til tjóns hans. Sem fyrr segir telur stefnandi að stefnda beri að greiða honum bætur úr ábyrgðartryggingu ökutækisins [...] - 810 þar sem tjónið verði rakið til notkunar ökutækisins. Vísar stefnandi að því leyti til 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga, en samkvæmt því ákvæði skal sá sem ábyrgð ber á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ök umanns. Þegar tekin er afstaða til þess hvort 1. mgr. 88. gr. geti átt við um mál stefnanda verður að líta til þess hvernig ákvæði ð hefur verið túlkað í dómaframkvæmd. Af þeirri túlkun leiðir að einstaklingur á ekki rétt til bóta á grundvelli ákvæðisins n ema tjón hans verði rakið til notkunar bifreiðar, sérstaks búnaðar hennar eða að öðru leyti eiginleika hennar sem vélknúins ökutækis, sbr. dóm Hæstaréttar frá 31. mars 2015 í máli nr. 671/2014 og þá dóma sem þar er vitnað til. Við úrlausn þess hvort axlarmeiðsl stefnanda verði raki n til notkunar ökutækis í skilningi 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga verður einnig að horfa til almennra reglna skaðabótaréttarins um orsak a samhengi og sennilega afleiðingu. Verður þá jafnframt að hafa í huga að stefnandi ber , í samræmi við almennar reglur skaðabótaréttarins , sönnunarbyrði fyrir því að tjónið sem bótakrafa hans í málinu byggist á verði rakið til notkunar bifreiðar . Á það einnig við þegar fleiri orsakir en ein koma til greina , rétt eins og í þessu máli. Að mati dó msins felst í þeirri kröfu að stefnandi verður að leiða lík u r að því að notkun bifreiðarinnar hafi verið svo afgerandi þáttur í því að hann slasaðist að sanngjarnt sé að tengja tjónið við hlutlæga ábyrgðarreglu 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga. Í ljósi framangreindra sjónarmiða um sönnun ar byrði og orsakasamhengi telur dómurinn ekki unnt að leggja til grundvallar að umferðarslysið [...] 2015 sé meginorsökin fyrir axlarmeiðslum stefnanda , jafnvel þótt sýnt væri að hann hefði sloppið við meiðslin ef hann he fði ekki verið á vettvangi slyssins. Hvað það varðar telur dómurinn ekki unnt að horfa fram hjá þeim atvikum komu til í kjölfar slyssins á vettvangi og stefnandi rekur líkamstjón sitt til. Þannig hefur stefnandi sjálfur lýst því fyrir dómi að axlarmeiðsl h ans verði rakin til þess að slasaður farþegi sem hann var að hjálpa á slysstað rykkti í öxl hans. Með vísan til 1. mgr. 50. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, hefur yfirlýsing aðila um þetta atriði verulegt sönnunargildi og verður hún því lögð til grundvallar. Samkvæmt gögnum málsins og skýrslu stefn an da fyrir dómi verður því að telja í ljós leitt að axlarmeiðsli stefnanda urðu í kjölfar þess að slasaður einstaklingur sem stefnandi var að huga að rykkti fast í öxl hans. Getur dómurinn því ekki fall ist á að líkamstjón stefnanda , sem lýtur að tognun á hægri öxl og viðvarandi verkjum í kjölfarið , verði rakið til notkunar bifreiðar í skilningi 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga. Að mati dómsins verður að telja að það að annar einstaklingur hafi rykkt í öxl stefnanda í kjölfar umferðarslys s sé það fjarlæg og ósennileg afleiðing af umferðarslysi að ekki séu efni til að rekja tjón stefnanda til notkunar ökutækis í skilningi 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga. Rétt er að taka fram að ekki hefur áhrif á þessa niðurstö ðu þótt í matsgerð Sigurðar Thorlaciusar læknis og Jörundar Gaukssonar lögmanns, dags. 8. maí 2018, komi fram það álit að matsmenn telji vera orsakatengsl milli slyssins [...] 2015 og núverandi einkenn a stefnanda frá hægri öxl og áfallastreituröskun ar hans . Er þá litið til þess að stefnandi hefur aflað þessarar matsgerðar einhliða án aðkomu stefnda og er sönnunargildi hennar því takmarkað , að því marki sem stefndi hefur mótmælt niðurstöðum hennar. Í ljósi niðurstöðu dómsins um að ekki verði fallist á málat ilbúnað stefnanda með vísan til 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga verður að leysa úr þeirri málsástæðu stefnanda að stefnda beri allt að einu að greiða honum bætur úr ábyrgðartryggingu ökutækisins [...] - 810 þar sem sá sem ók ökutækinu þennan dag hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi. Hefur stefnandi þá vísað til þess að skráður eða skráningarskyldur eigandi ökutækis beri bótaábyrgð á því eftir almennum skaðabótareglum, sbr. 3. mgr. 90. gr. umferð arlaga nr. 50/1987. Dómurinn telur sömu sjónarmið um orsakatengsl og sönnun leiða til þess að ekki verði heldu r fallist á bótakröfu stefnanda á hendur stefnda með vísan til þeirrar málsástæðu að tjón hans falli innan gildissvið s ábyrgðartryggingar ökutæki sins [...] - 810 vegna hugsanlegrar saknæmrar og ólögmætrar háttsemi ökumanns ins sem var undir stýri [...] 2015 . Að mati dómsins eiga hér við sams konar sjónarmi ð og dómurinn hefur áður rakið um tengsl axlarmeiðslanna við notkun ökutækisins . Samkvæmt því er það niðurstaða dómsins að þessi tileknu meiðsli séu of fjarlæg og ósennileg afleiðing af háttsemi ökumannsins til þess að bótaskylda úr ábyrgðartryggingunni komi til greina . Þá telur dómurinn stefnanda heldur ekki hafa sýnt fram á það með þeim gögnum sem h ann lagði fyrir dóminn að ökumaður bifreiðarinnar [...] - 810 hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi , svo sem þessi hluti málatilbúnaðar hans byggist á. Þótt stefnandi hafi í þessu skyni lagt fram myndband af slysinu verður ekki ráðið af myndbandinu né öðrum gögnum málsins að ökumaðurinn hafi ekið of hratt eða ógætilega, eða hvað hafi valdið því að hann missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór yfir á öfugan vegarhelmi ng. Í málatilbúnaði stefnanda e r einnig byggt á því að hluti af varanlegum miska hans verði rakinn til áfallastreituröskunar á vettvangi slyssins [...] 2015, auk þess sem varanleg örorka hans vegna áfallastreituröskunarinnar sé 7%. Vísar stefnandi um það til áðurnefndrar matsgerðar Sigu rðar Thorlaciusar og Jörundar Gaukssonar . Stefndi mótmælir því ekki að stefnandi hafi orðið fyrir áfallastreituröskun en , rétt eins og um axlarmeiðsl i stefnanda , mótmælir stefndi því að orsakatengsl séu á milli slyssins [...] 2015 og áfallastreiturösku nari nnar . Að því leyti sem bótakrafa stefnanda byggist á því að hann hafi orðið fyrir áfallastreituröskun á vettvangi slyssins [...] 2015 þá leiðir það af 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 að sá sem ber bótaábyrgð á líkamstjóni skal greiða skaðabætur. Tekur sú skylda meðal annars til greiðslu bóta fyrir miska og örorku, þ.e. varanlegan missi eða skerðingu á getu til að afla vinnutekn a, ef líkamstjón hefur varanlegar afleiðingar . Ljóst er þegar horft er til umfjöllunar um hugtak ið er varð að skaðabótalögum nr. 50/1993 að með því er ekki einungis átt við meiðsli eða líkamsspjöll sem verða vegna slysa, heldur einnig annað heilsutjón , þar með talið geðræn t tjón . Samkvæmt því telur dómurinn ótvírætt að tjón stefnanda sem lýsir sér í áfallastreituröskun hans fall i undir líkamstjón í skilningi skaðabótalaga sem og umferðarlaga nr. 50/1987, að því marki sem ákvæði síðarnefndu laganna verða skýrð til samræmis við ákvæði skaðabótalaga. Dómurinn dregur ekki í vafa þá frásögn stefnand a að hann hafi orðið fyrir afar þungbærri lífsreynslu við aðkomu sína og veru á vettvangi slyssins sem um ræðir í máli þessu , þar sem hann aðstoðaði slasaða einn síns liðs um langa hríð og við erfiðar aðstæður . Ágreini ngsefnið fyrir dóminum er hins vegar hvort áfallastreituröskun hans verði rakin til notkunar bifreiðar í skilningi 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og jafnframt hvort röskunin verði talin sennileg afleiðing af þeirri notkun . Í því felst að leysa þa rf úr því hvert sé umfang hinnar lögbundnu bótaábyrgðar sem fylgir notkun ökutækis. Þegar leyst er úr því álita e fni hvort stefnandi geti átt rétt úr bótum úr ábyrgðartryggingu stefnda vegna varanlegs miska í formi áfallastreituröskunar verður ekki hjá þv í litið að það hefur verið talið leiða af meginreglum skaðabótaréttar að einungis sá sem með beinum hætti verður fyrir tjóni vegna bótaskylds atburðar , svo sem umferðarslyss , er talinn eiga rétt til greiðslu skaðabóta. Í því felst að almennt hefur ekki verið viðurkenndur réttur til bóta til einstaklinga sem rekja tjón sitt til andlegs áfalls í kjölfar þess að þeir voru vitni að slysi eða annarri bótaskyldri háttsemi, nema sýnt þyki að atburðurinn sem þeir urðu vitni að hafi valdið þei m sérstaklega alvarlegum geðrænum erfiðleikum. Hefur hið síðastnefnda einkum verið talið eiga við þegar einstaklingur verður vitni að banaslysi náins aðstandanda eða var sjálfur í verulegri hættu vegna tjónsatburðar. Af gögnum þess máls sem hér er til úrl ausnar verður ekki séð að stefnandi hafi þekkt til þeirra einstaklinga sem slösuðust í umferðarslysinu og hann liðsinnti á vettvangi. Upplýsingar í gögnum málsins um aðkomu á slysstað eru einnig takmarkaðar og byggja st í reynd einungis á frásögnum í lögreg luskýrslu [...] 2015 og afriti úr dagbók lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sem prentað var 12. júní 2019. Í lögregluskýrslunni kemur fram að bifreiðin [...] - 810 hafi verið í ljósum logum þegar komið var á vettvang. Af aðilaskýrslu stefnanda verður hins vegar ekki annað ráðið en að stefnandi hefði þegar náð hinum slasaða ökumanni úr bílnum þegar bál gaus upp frá logandi ökutækinu og rúður sprungu með þeim afle iðingum að glerbrot flugu út um allt , en þá hafi stefnandi ákveðið að draga ökumanninn enn lengra frá ökutækinu. Með vísan til þessara gagna málsins og skýrslu stefnanda telur dómurinn ekki unnt að leggja til grundvallar að stefnandi hafi verið sjálfur í s líkri hættu á vettvangi að rétt sé að rekja áfallastreituröskun hans til notkunar bifreiðar eða, eftir atvikum, saknæmrar og ólögmætrar háttsemi ökumannsins. Eins og áður er rakið telur dómurinn stefnanda ekki hafa sýnt fram á slíka háttsemi ökumannsins . Stefnandi hefur einnig byggt á því að hann eigi rétt til greiðslu bóta með vísan til reglna skaðabótaréttarins um óbeðinn erindisrekstur . Hefur stefnandi þá skírskotað til þess að hann hafi gætt hagsmuna ökumannsins sem hafi á þeirri stundu sjálfur ekki ge tað það þar sem hann lá alvarlega slasaður í brennandi bifreiðinni. Byggist málsástæða stefnanda að þessu leyti á því að samkvæmt reglum skaðabótaréttarins um óbeðinn erindisrekstur skuli eigandi þeirra hagsmuna sem bjargað varð halda erindrekanum skaðlausum frá þeim útgjöldum/tjóni, sem hann hefur orðið fyrir við erindisreksturinn. Ef ekki verður fallist á að bæta tjón stefnanda úr ábyrgðartryggingu ökutækisins [...] - 810 hjá stefnda á gru ndvelli alls fram angreinds byggir stefnandi á því, með öllum sömu rökum og að fram an greinir, að stefndi eigi að bæta honum tjónið úr slysatryggingu ökumanns og eiganda ökutækisins [...] - 810 . Hvað þessa málsástæðu varðar telur dómurinn ekki útilokað að ei nstaklingur sem slasast við að sinna björgunaraðgerðum geti átt bótakröfu á hendur þeim sem hann bjargar, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, á grundvelli reglna skaðabótaréttarins um óbeðinn erindisrekstur. Í máli þessu háttar hins vegar svo til að stefnand i hefur ákveðið að beina bótakröfu sinni einungis á hendur stefnda með vísan til 44. gr. laga nr. 30/2004, um vátrygginga r samninga. Samkvæmt ákvæðinu er slík kröfugerð þó háð þeirri forsendu að vátrygging taki til tjóns vátryggðs vegna skaðabótaábyrgðar se m hann ber. Í máli þessu hefur ekki verið sýnt fram á af hálfu stefnanda hvort og þá með hvaða hætti vátryggingar vegna bifreiðarinnar [...] - 810 hjá stefnda taki til hugsanlegrar skaðabótaábyrgðar á ökumanns grundvelli reglna um óbeðinn erindisrekstu r, enda liggja ekki fyrir upplýsingar um slíkar tryggingar í málinu. Þá verður heldur ekki séð með hvaða hætti slysatrygging ökumanns bifreiðarinnar taki til atvika málsins miðað við málsgrundvöll stefnanda. Verður af þeim sökum ekki séð með hvaða hætti st efndi geti borið greiðsluskyldu gagnvart stefnanda á grundvelli reglna um óbeðinn erindisrekstur eða úr slysatryggingu. Mál s ástæðum stefnanda sem byggjast á þessum sjónarmiðum er því hafnað þegar af þeirri ástæðu. Í samræmi við framangreint er stefndi sýk naður af kröfum stefnanda í máli þessu. Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 og dómvenju í sambærilegum málum telur dómurinn rétt að málskostnaður falli niður. Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari kveður upp þennan dóm. Dómsorð: Stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., er sýknaður af kröfu stefnanda, [...] . Málskostnaður fellur niður . Kjartan Bjarni Björgvinsson