Héraðsdómur Suðurlands Dómur 11. mars 2020 Mál nr. S - 721/2019 : Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ( Páley Borgþórsdóttir lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ) g egn Stojic Svetozar ( enginn) Dómur Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 13. febrúar sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum þann 28. nóvember sl., á hendur Stojic Svetozar, , fyrir líkamsárás með því að hafa að kvöldi miðvikudagsins 21. febrúar 2018 að í Vestmannaeyjum veist að A slegið hann hnefahöggum í hnakka og í andlit en af árásinni hlaut A mar á hnakka og glóðarauga á hægra auga. (Mál nr. 319 - 2018 - 693) Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta bir tingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 30. desember sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála Um málavexti vísast til ák æruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði ekki áður sætt refsingu. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Að virtum atvikum máls þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal sá hún f alla niður að liðnum 2 tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/194 0, með áorðnum breytingum. Ekkert sakarkostnaðaryfirlit hefur verið lagt fram í máli þessu, skv. 2. mgr. 234. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála , en meðal gagna málsins liggur reikningur að fjárhæð 4.404 kr. vegna læknisvottorðs sem lögregla aflaði við rannsókn málsins. Með vísan til 1. mgr. 235. gr., sbr. 1. mgr. 233. gr. framangreindra laga verður ákærða gert að greiða þennan kostnað, enda telst hann til sakarkostnaður í skilningi laganna. Sigurður G. Gísl ason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærð i , Stojic Svetozar, sæti fa ngelsi í 30 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Ákærði greiði allan sakarkostnað 4 . 404 krónur. Sigurður G. Gíslason