Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 3. október 2019 Mál nr. S - 240/2019 : Ákæruvaldið Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari g egn Guðmund i Viðar i Ingvarss yni Dómur Mál þetta sem dómtekið var í dag, höfðaði h éraðssaksóknari hér fyrir dómi 5. sept - ember sl., á hendur Guðmundi Viðari Ingvarssyni, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt föstudagsins 2. febrúar 2018, á skemmtistaðnum Götuba rnum við Hafnarstræti 96 á Akureyri, slegið X með krepptum hnefa í andlitið þannig að X féll í gólfið og þar sem hann lá á gólfinu sparkað í andlit hans, með þeim afleiðingum að X hlaut skurð á nefi, blóðnasir, sár á enni og hægri kinn, brot á framhlið hægri miðframtannar í efri gómi sem náði inn að tannbeini, brot í bitkanti hliðarframtannar í hægri hlið neðri góms, bólgu og eymsl í kjálka og eymsl á enni og í kringum hægri augntó ft. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu X er þess krafist að ákærða verði gert að greiða honum skaðabæt ur vegna útlagðs kostnaðar að fjárhæð kr. 74.785. - auk vaxta frá 2. febrúar 2018 skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm er nægilega sannað að hann hafi framið þá háttsemi sem í ákæru greinir og varðar við þar tilgrein t refsiákvæði. Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif í þessu máli. Með tilliti til þess að hann hefur greiðlega játað sök, samþykkt bóta kröfu og lýst því að hann iðrist verknaðarins þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði, skilorðsbundið eins og greinir í dómsorði. Ákærði samþykkir bótakröfu og verður fallist á hana í samræmi við það. 2 Þá ber að dæma ákærð a til greiðs lu alls sakarkostnaðar , sem nemur 30.140 krónum samkvæmt yfirliti rannsóknara. Dóm þennan kveður upp Erlingur Sigtryggsson héraðsdómari. D Ó M S O R Ð : Ákærði , Guðmundur Viðar Ingvarsson, sæti fangelsi í fjóra mánuði, en fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði X 74.785 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 2. febrúar 2018 t il greiðsludags. Ákærði greiði 30.140 krónur í sakarkostnað.