Héraðsdómur Austurlands Dómur 27. september 2019 Mál nr. S - 66/2019 : Lögreglustjórinn á Austurlandi Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari g egn Aníta Jónsdóttir Stefán Þór Eyjólfsson lögmaður Mál þetta, sem dómtekið var 25. s eptember 2019 er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi á hendur Freyju Anítu Jónsdóttur, kennitala , , ; ,, fyrir umferðarlagabrot á Fljótsdalshéraði, með því að hafa seinnipart fimmtudagsins 2. maí 2019 ekið bifreiðinni , svipt ökurétti og óhæf um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði ákærðu mældist amfetamín 275 ng/ml og tetr ahýdrókannabínól 0,5 ng/ml), sunnan megin á bifreiðaplani við verslunina Bónus á Egilsstöðum, þar sem lögreglan stöðvaði aksturinn. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a og 1. mgr., 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. breytingarlög. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. breytingarlög. Skipaður verjandi ákærðu, Stefán Þór Eyjólfsson lögmaður, krefst fyrir hennar hönd vægustu refsingar sem lög leyfa. I. Fyrir dómi hefur ákærð a skýlaust viðurkennt sakargiftir, líkt og þeim er lýst í ákæru. Með játningu ákærð u , sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, sem og rannsóknargögnum lögreglu, þ. m. t. matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði og hreyfimynd um , er nægjanlega sannað að h ún hafi gerst sek um þá háttsemi sem lýst er í ákæru , en b rot hennar er u þar og réttilega heimfærð til laga . 2 Að ofangreindu virtu verður ákærð a sakfelld fyrir þá háttsemi sem h enni er gefin að sök . Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr . heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. II. Ákærða, sem er árs, á að baki nokkurn sakarferil sem áhrif hefur í máli þessu. Ákærða var með sektargerð lögreglustjóra, þann 2. febrúar 2015, gert að greiða sekt til ríkissjóðs vegna fíkniefnaksturs, en jafnframt var hún svipt ökurétti í 24 mánuði. Þá var ákærðu með viðurlagaákvörðun, þann 1. febrúar 2016 , gert að greiða sekt til ríkissjóðs fyrir þjófnaðarbrot. Þann 23. mars 2017 var ákærða dæmd , fyrir þjófnaðarbrot , í 30 daga fangelsi , sem skilorðsbundið var til tveggja ára, . Þá var ákærða þann 11. september sama ár dæmd í 45 daga fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, en refsingin var skilorðsbundin til tveggja ár. Þ ann 5. desember 2018 var ákærða dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnaðarbrot og umferðarlagabrota, þ. á m. fíkniefnaakstur, en að auki var hún þá svipt ökurétti í þrjú ár. Þá var ákærða þann 21. j úní 2019 dæmd í 30 daga fangelsi fyrir fíkniefnaakstur, og var þá jafnframt svipt ökurétti ævilangt, en brotið framdi hún 3. janúar nefnt ár. Loks var ákærða með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þann 28. j úní sl. dæmd fyrir hlutdeild í stórfelldu fíkniefnalagabroti , en einnig fyrir vör sl ur á smáræði af hassi og tóbaksblönduðu kannabisefni, en brot ákærðu var talið varða við 173. g r. a almennra hegningarlaga með síðari breytingu, sbr. 22. g r. sömu laga og m.a. 2. g r. sbr. 5. g r. og 6. gr. laga nr. 65/1974 . Vegna þessa síðast nefnda brots var ákærða dæmd í fimm mánaða fangelsi , og þá með hliðsjón af 78. g r. hegningarlaganna , en í ljó si þess hversu hlutdeil hennar var lítil og skýlausrar játningar var fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár, sbr. ákvæði 57. g r. laga nr. 19/1940. Í máli þessu hefur ákærða enn verið sakfelld fyrir umferðarlagabrot, þ. á m. fíkniefnaaks tur. Ber að ákvarða refsingu ákærðu m.a. með hliðsjón af lýstum sakaferli , en einnig ákvæðum 60. g r. sbr. s br. 78. g r. hegningarlaganna. Eftir atvikum þykir rétt að láta skilorðsdóminn frá 28. júní sl . haldast, en dæma ákærða sér í lagi til refsingar í þes su máli . Að þessu virtu og í ljósi hegningaraukaáhrifa þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi, sem ekki eru efni til að skilorðsbinda . 3 Með vísan til 101. og 102. gr. umferðarlaga ber að svipta ákærðu ökurétti. Hún hefur endurtekið gerst sek um fíkniefnaakstur og verð ur því hin ævilanga ökuréttarsviptin g áréttuð og þá frá birtingu dóms þessa að telja. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber að dæma ákærðu til að greiða allan sakarkostnað, en samkvæmt yfirliti lögreglustjóra nemur kostnaður hans samtals 142.838 krónu r . Að auki skal ákærða greiða þókn un skipaðs verjanda síns , 260.400 krónur , að meðtöldum virðisaukaskatti. Með málið fór af hálfu ákæruvalds Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Freyja Aníta Jónsdóttir , sæti fangelsi í 30 daga. Ákærða er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði 402.238 krónur í sakarkostnað , þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Þórs Eyjólfssonar lögmanns, 260.400 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti.