Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur miðvikudaginn 2. október 2019 Mál nr. S - 2806/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Kristmundur Stefán Einarsson saksóknarfulltrúi) g egn Kjartan i Benjamíns syni (Garðar Steinn Ólafsson lögmaður) Dómur Mál þetta var dómtekið 24. september 2019 en það var höfðað með ákæru lög - reglu stjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. júní sama ár, á hendur Kjartani Benja - mínssyni, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir líkamsárás með því að hafa að faranótt sunnu dagsins 3. desember 2017, innandyra á veitingastaðnum Chuck Norris Grill , Lauga vegi 30 , Reykjavík, ráðist með ofbeldi á A , kt. [...] , og kýlt hann í andlit með þeim afleiðingum að [...] hlaut bólgu á vinstri kinn og brot í framtönn. Ákæruvaldið telur háttsemina varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981 . Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakar kostnaðar. Ákærði hefur játað skýlaust fyrir dómi alla þá háttsemi sem honum er gefi n að sök sam kvæmt ákæru og er játningin studd sakargögnum. Að þessu virtu eru efni til að leggja dóm á málið sam kvæmt 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð saka mála. Sam - k væmt því sem að framan greinir verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt ákæru . 2 Af hálfu ákærða var gerð athugasemd við heimfærslu til lagaákvæða í ákæru og bent á að afleiðingar af háttseminni, eins og þeim er lýst í ákæru, sbr. málsgögn, séu á því stigi að til greina komi að heimfæra háttsemina undir 1. mgr. 217. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. Af dóma framkvæmd Hæsta réttar Íslands verður ráðið að hátt semi af þessum toga hafi hjá ákæruvaldinu og dómstólum almennt verið felld undir 1. mgr. 217. gr. laga nr. 19/1940 hafi aðeins verið um að ræða los á tönnum eða brot í tönn um, án þess að þurft hafi að fjarlægja þær o.fl. Háttsemi hafi hins vegar almennt verið felld undir 1. mgr. 218. gr. sömu laga, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981, hafi tennur brotnað eða nauðsynlegt hafi verið að fjar lægja þær eða ráðast í sér staka tann - viðgerð o.fl. Heild stætt mat á líkamlegum af leiðingum og heilsu brota þola ræður því hvort refsiákvæðið á við. Vísast í þessu sam bandi meðal annars til dóma safns Hæsta réttar 1983, bls. 124, 1991, bls. 1681, 1992, bls. 2224 og Hæsta réttar mála nr. 322/1998, 149/2004, 373/2004, 218/2006, 10/2007 og 211/2008. Sam kvæmt verknaðarlýsingu í ákæru hlaut brotaþoli bólgu á vinstri kinn og brot í fram tönn. Varðandi brot í framtönn greinir í læknisvottorði Landspítala Háskólasjúkrahúss, dags. 27. desember 2017, að brotnað hafi eilítið úr vinstri fram tönn. Þessu til viðbótar greinir í sama vottorði að kvarn - ast hafi aðeins úr vinstri fram t önn hliðlægt en þetta sé lítið, en þurfi að fara með til tann - læknis. Önnur læknis fræði leg gögn liggja ekki fyrir. Af þessu verður ráðið að áverkar brotaþola hafi verið óveru legir. Að öllu framangreindu virtu þykir rétt að fallast á með ákærða að hátts emi hans varði við 1. mgr. 217. gr. laga nr. 19/1940. Brot ákærða beindist að mikilvægum verndarhagsmunum með tjóni fyrir brota - þola. Horfir það til refsiþyngingar, sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940. Sam kvæmt sakavottorði, dags. 1 2. júní 2019, hlaut ákærði skilorðsdóm [...] í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. laga nr. 19/1940. Þá hlaut ákærði blandaðan skilorðsdóm [...] í Héraðsdómi Suðurlands fyrir brot gegn 1. mgr. 259. gr. sömu laga og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Saka ferill ákærða hefur áhrif til almennrar refsi - þyngingar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940. Ákærða til málsbóta verður litið til þess að hann hefur skýlaust játað sök, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. sömu laga. M eðferð máls þessa hefur dregist hjá lögreglu og ákæru valdi af ástæðum sem eru ákærða óviðkom andi og gengur gegn málshraðareglu 2. málsl. 3. mgr. 18. gr. og 2. málsl. 2. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008. Verður litið til þess við ákvörðun refs ingar. Að öll u framan - greindu virtu þykir refsing ákærða hæfi lega ákveðin fang elsi í 30 daga, en fresta skal 3 fullnustu refs ingarinnar og falli hún niður að liðnu einu ári frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Garðars Steins Ólafssonar lög manns, 150.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, sem telst til sakarkostnaðar. Þá greiði ákærði 39.510 krónur í annan sakarkostnað, samkvæmt yfi rliti ákæruvaldsins. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Kjartan Benjamínsson, sæti fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refs ingarinnar og falli hún niður að liðnu einu ári frá uppkvaðningu d óms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Garðars Steins Ólafs - sonar lögmanns, 150.000 krónur, og 39.510 krónur í annan sakarkostnað. Daði Kristjánsson