Héraðsdómur Suðurlands Dómur miðvikudaginn 6. maí 2020 Mál nr. S - 158/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Margrét Harpa Garðarsdóttir fulltrúi ) g egn Elísabet u Sif Helgadótt u r ( Sigurður Sigurjónsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 30. apríl sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi þann 21. febrúar sl., á hendur Elísabetu Sif Helg a dóttu r. fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 27. ágúst 2019, á heimili sínu að , haft í vörslu sinni í sölu - og dreifingarskyni 1018,20 g af kannabislaufum og 1451,59 g af maríhúana sem lögregla fann við leit í bílskúr á heimili ákærðu umrætt sinn. Jafnframt fyrir að hafa á tímabilinu frá janúar til júlí 2019 staðið að ræktun kannabisplantna á sama stað en áður greind kannabislauf og maríhúana voru afrakstur þeirrar ræktunar. Teljast brot ákærðu varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 6 5, 1974 með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist, að ákærða verði dæmd til refsingar og til að sæta upptöku á framangreindum fíkniefnum (efnaskrá lögreglu nr. 41791) og búnaði til ólögmætrar ræktunar og meðferðar fíkniefna sbr. munaskrá lögreglu nr. 140012 samkvæmt 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 og til greiðslu alls sakarkostna ðar. Ákærð a mætti við þingfestingu málsins ásamt Sigurði Sigurjónssyni lögmanni, sem skipaður var verjandi ákærðu að hennar ósk. Ákærð a viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sek um þá háttsemi sem h enni er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játni ngar ákærð u og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning h ennar væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi 2 við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tj á sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærð a hefur gerst sek um þá háttsemi sem h enni er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærð a hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærð a ekki áður sætt refsingu . Refsing ákærð u er hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga . Að virtum atvikum máls, að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærða og þes s að hún hefur ekki áður sætt refsingu , þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærð a almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Með vísan til 6. og 7. mgr . 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, eru gerð upptæk framangreind fíkniefni og búnaður líkt og nánar greinir í dómsorði. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærð u til greiðslu alls sak arkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 84.320 kr., auk þóknunar verjanda ákærðu sem er hæfilega ákveðin 2 20 . 100 kr., að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sólveig Ingadóttir, löglærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærð a, Elísabet Sif Helgadóttir , sæti fangelsi í 60 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærð a almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Gerð eru upptæk 1018,2 g af kannabislaufum og 1451,59 g af maríhúana, sbr. efnaskrá lögreglu nr. 4179 1 . Gerður eru upptækur búnaður til ólögmætrar ræktunar og meðferðar fíkniefna, sbr. munaskrá lögreglu nr. 140012. Ákærða greiði sakarkostnað samtals 304 . 420 krónur, þar með talið þóknun skipaðs verjanda, Sigurðar Sigurjónssonar lögmanns, sem nemur 220.100 krónu m , að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sólveig Ingadóttir.