Héraðsdómur Suðurlands Dómur 11. mars 2020 Mál nr. S - 481/2019 : Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ( Páley Borgþórsdóttir lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ) g egn Fabio Modesto ( enginn ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 13. febrúar sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum þann 27. ágúst sl., á hendur Fabio Modesto, fyrir líkamsárás með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 20. október 2018 við inngang á veitinga - og skemmtistaðnum Lundanum, Kirkjuvegi 21, Vestmannaeyjum, slegið B , ítrekuðum höggum með krepptum hnefa hægri handar í andlitið og höfuðið þannig að B í steintröppur við inn ganginn. Af árásinni hlaut B kúlu miðlægt á hægri augabrún, húðskurð þvert yfir nefkamb og húðblæðingu með mari neðan við skurðinn sem og mar undir bæði augu. (Mál nr. 319 - 2018 - 4433) Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/194 0 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Þess er krafist af hálfu B , að ákærði verði dæmdur til að greiða honum bætur samtals að fjárhæð kr. 400.000 ásamt vöxt um samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi sem var 20. október 2018 en síðan dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til geiðsludags [ sic ] . Þá er gerð krafa um að ákærði greiði lögmannskostnað. Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 10. janúar sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið 2 kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði ekki áður sætt refsingu. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Að virtum atvikum máls þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Með háttsemi sinni gagnvart brotaþola umrætt sinn hefur ákærði bak að sér bótaskyldu skv. almennum skaðabótareglum og 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í bótakröfu er krafist miskabóta skv. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 að fjárhæð kr. 400.000. Er hæfilegt að ákærði greiði brotaþola kr. 100.000 í miskabætur, með vöxtu m og dráttarvöxtum eins og nánar greinir í dómsorði, en bótakrafan var kynnt ákærða 25. janúar 2019. Þá er rétt að ákærði greiði brotaþola 119.040 kr. í málskostnað , að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Engan sakarkostnað leiddi af máli þessu. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Fabio Modesto , sæti fangelsi í 30 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. . Ákærði greiði brotaþola, B , bætur að fjárhæð kr. 100.000 ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 20 . október 2018 e n síðan dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 25. febrúar 2019 til g r eiðsludags. Ákærði greiði brotaþola 119.040 krónur í málskostnað, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sigurður G. Gíslason