Héraðsdómur Suðurlands Dómur þriðjudaginn 5. maí 2020 Mál nr. S - 156/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Margrét Harpa Garðarsdóttir fulltrúi ) g egn Krist ni Ólaf i Kristinss yni ( enginn ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 30. apríl sl., er höfðað með tveimur ákærum útgefnum af lögreglustjóranum á Suðurlandi, annars vegar ákæru dagsettri 21. febrúar 2020, og hins vegar ákæru dagsettri 1. apríl 2020, á hendur Kristni Ólaf i Kristinssyni, Mál nr. S - 230/2020 , sem þingfest var þann 30. apríl sl. var sameinað máli þessu, með vísan til 1. mgr. 169. gr . laga nr. 88/2008. Með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi dagsettri 21. febrúar 2020, var mál höfðað á hendu r ákærða, fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 7. október 2019, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti um Austurveg og Suðurlandsveg á Selfossi og beygt norður Biskupstungnabraut þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga, sbr. 1. mgr. 58. gr. núgildandi umferðarlaga nr. 77, 2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sak arkostnaðar. Með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi , dagsettri 1. apríl 2020, var mál höfðað á hendur ákærða, I. fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, miðvikudaginn 11. mars 2020, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti um Réttarholt og Engjaveg á Selfossi. 2 Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. sömu laga. II. fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 12. mars 2020, ekið bifreiðinni sviptur ökurétti um Fossheiði á Selfossi. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði mætti ekk i við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákær a þann 1. apríl sl. og 14. apríl sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Um málavex ti vísast til ákæruskjal a. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í báðum ákærum, eins og henni er lýst hér að framan, og þar þyki r rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði sjö sinnum áður sætt refsingu , þar af fjórum sinnum vegna aksturs sviptur ökurétti. Þann 13. ágúst 2015 var ákærða gerð sekt vegna aksturs sviptur ökurétti. Þann 5. nóvember 2016 var ákærða á ný gerð sekt meðal annars vegna aksturs sviptur ökurétti, en þá var um hegningarauka við fyrri refsingu að ræða. Þann 1. ágúst 2019 var ákærða enn gerð sekt meðal annars vegna aksturs sviptur ökurétti . Loks var ákærða þann 13. desember 2019 ge rt að sæta fangelsi í 30 daga, vegna aksturs sviptur ökurétti. Brot ákærða samkvæmt ákæru dagsettri 21. febrúar sl., er framið fyrir uppkvaðningu síðastgreinds dóms og verður ákærða því nú að hluta dæmdur hegningarauki , með vísan til 78. gr. almennra hegni ngarlaga nr. 19/1940. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 105 daga. Með vísan til dómvenju þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Í málinu liggur frammi sakarkostnaðaryfirlit þar sem tilgreindur er kostnað u r lögreglu af blóðrannsókn og sýnatöku. Þar tilgreindur kostnaður varðar ekki háttsemi 3 þá er ákært er fyrir í málinu og verður umræddur kostnað ur því ekki felldur á ákærða . Samkvæm t framansögðu greiðist sakarkostnaður úr ríkissjóði. Sólveig Ingadóttir, löglærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Kristinn Ólafur Kristinsson, sæti fangelsi í 105 daga. Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. Sólveig Ingadóttir.