Héraðsdómur Reykjavíkur Úrskurður föstudaginn 26. júní 2020 Mál nr. Q - 6001/2019 : A ( Jón Gunnar Zoega lögmaður) gegn B , C (Arnar Þór Stefánsson lögmaður) og D Úrskurður I. Dómkröfur o.fl.: Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 12. júní 2020, barst dóminum með bréfi skipta stjóra dánarbús E og F , dags. 21. október 2019. Sóknaraðili er A , , . Varnaraðilar eru B , , , C , , , og D , , . Skiptastjóri telur ekki ástæðu til að dánarbúið eigi aðild að ágreiningsmálinu. Endanlegar dómkröfur sóknaraðila eru þær að dánarbúinu og varnaraðilum verði gert að greiða sóknaraðila 9.250.000 krónur með dráttarvöxtum frá 1. júní 2018 til greiðslu dags. Þá kre fst sóknar aðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila að mati réttar ins. Varnaraðilarnir B og C krefjast þess að kröfum sóknar aðila á hendur þeim verði hafnað, en til vara að þær verði lækk aðar. Þá er þess krafist að kröfum sóknaraðila á hendur dánarbúi nu verði vísað frá dómi, til vara að þeim verði hafnað, en til þrautavara að þær verði lækkaðar. Í öllum til vikum er þess krafist að sóknar aðili verði dæmdur til að greiða þeim, hvorri fyrir sig, málskostnað að skaðlausu. Varnaraðilinn D hefu r ekki látið málið til sín taka fyrir dómi. II. Málsatvik: Aðilar máls þessa A , f . , B , f. , D , f. , og C , f. , eru alsystkini, þ.e. börn F heitinnar , f. , d. , og E heitins , f. , d. . Opinber skipti standa yfir á dánarbúi F og E en F sat í óskiptu búi eftir eiginmann sinn. Málefni dánarbúsins hafa áður komið til kasta dómstóla vegna ágrein ings um eignarhald á hluta fasteignarinnar að , , sbr. úr skurð Landsréttar frá 12. 2 september , í máli nr. /2019. Samkvæmt þeim úr skurði var viðurkennt að varnaraðilinn B teldist vera eigandi íbúðar ( fasta númer ) á jarðhæð í þeirri fasteign , ásamt tilheyrandi hlut deild í sameign og lóð . Um ræddur eignarhlutur var áður þinglýst eign dánar búsins . Þessu til viðbótar var til með ferðar ágreiningur milli sömu aðila o.fl., sem lauk með dómi Héraðs dóms Reykjavíkur 16. júní , í máli nr. E - /2013, þar sem varnaraðilar í þessu máli fengu hnekkt erfða gjörn ingi F , dags. 11. janúar 2013, í lifanda lífi á meðan hún sat í óski ptu búi, um ráð stöfun annarrar íbúðar og bílskúrs í sömu fasteign (fastanúmer ) til handa sóknaraðila í þessu máli. Þá var gerð breyting á þing - lýstri eignarskráningu á þeirri fast eign í janúar 2018 til samræmis við fyrrgreinda dóms - niðurstöðu. Á skiptafundi dánarbúsins 9. janúar 2019 voru af hálfu sóknaraðila lagðir fram tveir reikn ingar, annars vegar frá ehf., dags. 1. apríl 2016, að fjárhæð 3.450.000 krónur, og hins vegar frá , dags. 28. maí 2018, að fjárhæð 5.800.000 krónur, eða samtals að fjárhæð 9.250.000 krónur. Að sögn sóknaraðila mun hann hafa greitt reikningana úr eigin vasa og þeir orðið til vegna við gerða og málningar á húseign dánar - búsins. Óskaði sóknar aðili eftir því að dánarbúið endur greiddi honum fjárhæðina. Eftir framla gningu reikninganna var farið yfir greiðsluskyldu annarra erfingja og dánar búsins með tölvuskeytum og á skiptafundum 24. september 2019 og 3. og 21. októ ber sama ár. Sættir náðust ekki og vísaði skiptastjóri ágreiningnum til héraðsdóms, sbr. 122. gr. lag a nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Við aðalmeðferð málsins g af skýrslu vitnis G . III. Málsástæður og lagarök sóknaraðila: Sóknaraðili byggir á því að hann hafi verið skráður eigandi hluta fasteignarinnar að frá janúar 2013 til janúar 2018. Ha nn hafi á þeim tíma annast allt við hald fasteignarinnar og ráðist í talsverðar viðgerðir og endurbætur. Sóknaraðili hafi kraf ist greiðslu hluta kostnaðar við endurbætur fasteignarinnar, að fjárhæð 9.250.000 krónur, úr hendi dánarbúsins samkvæmt framlögðu m reikningum. Þeirri kröfu hafi verið hafnað af sumum erfingjum á skiptafundi án rökstuðnings. Um lagarök vísar sóknaraðili til almennra reglna samninga - og kröfuréttar, svo og laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá vísar sóknaraðili til XXI. kafla þeirra laga, einkum 130. gr. laganna, varðandi kröfu um greiðslu málskostnaðar. Þessu til við - bótar vísar sóknar aðili til laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og tekur fram að hann sé ekki virðis auka skattsskyldur aðili og því beri að taka tillit til þess við ákvörðun máls - kostnaðar. Málsástæður og lagarök varnaraðilanna B og C : 3 Varnaraðilar taka fram að þær telji óljóst hvort sóknaraðili beini r kröfu á hendur bróður þeirra, varnaraðilanum D . Varnaraðilar vísa til þess að í greinargerð sóknar aðila komi fram krafa um að dánar búinu og varnaraðilum , án nánari tilgreiningar, verði gert að greiða sóknaraðila 9.250.000 krónur, auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Varnar aðilar byggja á því að dánar búið eigi ekki aðild að málinu og verði því ekki úr skurðað greiðsluskylt í því. Að því virtu verði að vísa kröfum á hendur dánarbúinu frá dómi. Verði ekki fallist á að vísa kröfu á hendur búinu frá dómi verði til vara að hafna þeirri kröfu en til þrautavara að lækka hana en í því sambandi vísa varnaraðilar til eftirgreindra máls ástæðna sem varði þær sjálfar að breyttu breytanda. Varnaraðilar krefjast þess að kröfum á hendur þeim verði hafnað en því til rök - stuðn ings vísa þær til þeirrar sönnunarreglu að sá sem telji sig eiga kröfuréttindi á hendur öðrum beri sönnunarbyrði fyrir tilvist og umfangi þeirra réttinda. Þá telja þær að sóknar - aðila hafi ekki tekist að sanna þau réttindi. Varnaraðilar mótmæla réttmæti umræddra reikn inga og að þeir hafi verið greiddir af sóknaraðila og byggja þær á því að hann verði að sýna fram á hvort tveggja. Hvað varðar réttmæti reikninganna þá vísa varnaraðilar til þess að reikningurinn frá ehf. sé dagsettur 21. apríl 2017 en hann sé stimplaður af ríkisskattstjóra um endur greiðslu virðisaukaskatts 27. nóvember 2016, þ.e. fyrir útgáfudagsetningu reikn - ings ins. Á reikningnum komi fram upplýsingar um að hann sé vegna múrverks og lag - fær ingar á þaki en ekki komi fram á reikningnum frekari upplýsingar um það hvaða þak hafi verið gert við eða hvenær vinna hafi verið inn t af hendi. Hvað varðar reikning frá , dags. 28. maí 2018, þá komi fram á þeim reikningi að hann sé vegna við gerða og máln ingarvinnu utandyra á en útgefandi reikningsins hafi verið tekinn til gjald - þrotaskipta 20. febrúar 2019. Varnaraðilar vís a til þess að upplýsingar varðandi reikningana sem skýrðu betur inntak, umfang og tímasetningar á vinnu hafi borist seint og illa frá sóknaraðila við dánarbússkiptin hjá skiptastjóra. Beiðni um frekari upplýsingar hafi fyrst verið sinnt af sóknar a ðila mörgum mánuðum eftir áskorun varnaraðila, og þá með því að leggja fram tölvu skeyti frá G með Excel - skjali. Það skjal hafi verið í miklu ósam ræmi við reikningana, auk þess sem það hafi að efni til verið ein yfirlitsskýrsla um verk töku tveggja mismundandi lögaðila. Sóknaraðili hafi ekki lagt fram nein gögn um sam ein ingu umræddra lögaðila en allt að einu geti slík sameining vart leitt til sameiningar á vinnu - skýrslum þeirra, auk þess sem verkin hafi verið innt af hendi á mis munandi tíma, sbr. dag setningu reikninga. Þá liggi ekki fyrir frekari upplýsingar um deili á G eða hvernig hann tengist þeim aðilum sem gerðu reikningana. Þá komi takmarkaðar sundur lið aðar upplýsingar fram á Excel - skjalinu um einstaka vinnuþ ætti, fjárhæðir og tíma setn ingar vinnuþátta, þrátt fyrir beiðni og bókun lögmanns á skiptafundi. Þessu til við bótar skorti verulega á útlistun vinnunnar. 4 Allt framangreint dragi úr réttmæti reikninganna þannig að ótækt sé að leggja þá til gr undvallar úrlausn málsins á þann veg að þeir geti stutt við þá málsástæðu sóknaraðila að hann eigi kröfurétt á hendur varnaraðilum. Þegar af þeirri ástæðu verði að hafna kröf - um hans í málinu. Þessu til viðbótar, og sem sjálfstætt leiði til höfnunar á kröf um sóknar - aðila, sé sú staðreynd að sóknaraðili hafi ekki enn, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir varnar - aðila á skiptafundum og með tölvuskeytum, lagt fram millifærslukvittanir eða önnur sönn unar gögn um að reikningarnir hafi verið greiddir. Varna raðilar skori enn á sóknar - aðila að leggja fram slíkar kvittanir eða önnur sönnunargögn um greiðslu en geri hann það ekki verði að leggja til grundvallar að reikningarnir hafi ekki verið greiddir. Að framan greindu virtu og saman tekið sé með öllu ó sannað að sóknaraðili hafi greitt reikn - ingana og þegar af þeirri ástæðu verði að hafna kröfum hans í málinu. Til vara byggja varnaraðilar á því að lækka verði fjárkröfu sóknaraðila þar sem varnar aðilum verði í allra mesta lagi gert að greiða fjórðung kröfunnar hver jum fyrir sig, sem erfingj um fjórðungs hlut ar af hreinni eign dánarbúsins , og því verði sóknaraðili að bera fjórð ung kröf unnar sjálfur. Þá sé af hálfu varnar aðila sjálfstætt krafist lækkunar á fjár kröfu sóknaraðila þar sem umfang kröf unnar sé ósannað en því til stuðnings vísa varnar aðilar til þess sem áður greinir varðandi aðal kröfu þeirra. Þessu til viðbótar byggja varnar aðilar á því til stuðnings lækkunarkröfu að komi til þess að dánarbúið verði dæmt greiðslu skylt, þ rátt fyrir að njóta ekki aðildar að málinu, þá verði að lækka kröfu sóknar - aðila á hendur búinu af sömu ástæðu. Varðandi málskostnaðarkröfu, þá taka varnaraðilar fram að sú krafa þeirra sé sett fram óháð úrslitum málsins. Um lagarök vísa varnaraðilar t il meginreglna kröfuréttar um sönnun á réttmæti kröfu réttinda. Þá vísa varnaraðilar til 2. mgr. 131. gr. laga nr. 20/1991, sbr. XXI. kafla laga nr. 91/1991 varðandi málskostnaðarkröfu. IV. Um formhlið málsins: Sóknaraðili gerði upphaflega kröfu um að m álinu yrði vísað frá dómi og rök - studdi lögmaður hans þá kröfu nánar við málflutning við aðalmeðferð en féll síðar frá kröfunni í sama þinghaldi og taldi rétt að efnisleg niðurstaða fengist í málið. Í máli fyrrgreinds lög manns um formhlið málsins kom fram að hann teldi að dánar búið ætti að eiga aðild að mál inu þar sem sóknaraðili hefði krafið dánarbúið um greiðslu hinna um - þrættu reikninga. Að því virtu væri eðlilegt að dánar búið tæki til varna en ekki þeir erfingjar sem hefðu gert athugasemdir v ið reikn ingana. Einnig væri ranglega tekið fram í bréfi skiptastjóra til dóms ins að bróðir sóknar aðila, varnar aðilinn D , ætti aðild að ágrein ing num. Það ætti ekki við rök að styðjast. Sóknaraðili teldi hins vegar rétt, úr því sem komið væri, að beina kröfum einnig að D . Þá væru ekki efni til að breyta orðalagi 5 upphaflegrar varakröfu sóknar aðila, eins og hún væri orðuð í greinargerð, sbr. umfjöllun hér síðar, þrátt fyrir áskorun lögmanns varnaraðilanna B og C í þá veru. Að beiðni dómsins fjallaði lögmaður varnaraðilanna B og C um form hlið máls ins, til viðbótar umfjöllun um efni þess, með tilliti til mögu legrar frá vísunar málsins af sjálfsdáðum. Í máli lögmannsins kom fram að hann teldi að skil greiningu dómsins á aðild málsins væri ekki áfátt, eins og málið hefði borið að frá skipta stjóra, og aðildin væri í sam ræmi við 64. gr. og 122. gr. laga nr. 20/1991 þegar ákvæðin væru skýrð saman. Í gögnum málsins kæmi fram að skiptastjóri hefði leitast við að jafna ágre ining aðila án þess að það bæri árangur. Í framhaldi hefði skiptastjóri beint ágrein ingnum til héraðs - dóms, sbr. 2. mgr. 64. gr. laga nr. 20/1991. Þá væri skil grein ing á aðild málsins í samræmi við 3. mgr. 122. gr. laganna, erf inginn og meintur kröfuh afi, A , hefði haft kröf una uppi við dánar bússkiptin og hann teldist því vera sóknaraðili málsins. Þá geti ýmist dánarbúið eða sá sem andmælir kröf unni verið varnaraðili en hið síðar nefnda geti átt við um varnar - aðilana B og C . D , sem hafi stöðu varnara ðila í málinu, hefði hins vegar ekki and mælt kröfunni með skýrum eða endan legum hætti þegar ágreiningur var uppi hjá skipta stjóra. Þá hefði hann ekki and mælt kröfunni fyrir dómi. Að því virtu geti varnaraðilinn D ekki talist vera aðili að mál inu í sk ilningi 3. mgr. 122. gr. laga nr. 20/1991. Þessu til viðbótar gerði lög maðurinn athuga semd við þá kröfu gerð sóknar aðila að krafist væri greiðslu til - tekinnar fjárhæðar í stað þess að krafist væri viðurkenningar á því að sóknar aðili ætti kröfu rétt í d ánarbúið sem næmi tiltekinni fjárhæð, sbr. orðalag 3. mgr. 122. gr. laga nr. 20/1991. Allt að einu, og ef sóknaraðili féllist ekki á að breyta kröfu gerðinni, þá hefði dóm urinn svigrúm til að leitast við að dæma um kröfuna efnislega til samræmis við fyrr - greint orða lag laga ákvæðis ins þar sem í málum af þessum toga væri jafnan leitast við að leysa efnis lega úr ágreiningi aðila, ef þess væri kostur, í stað þess að beita ströngum form kröfum einkamálaréttarfars og vísa máli frá dómi. V. Niðurstöður: Með bréfi skiptastjóra 21. október 2019 var ágreiningi aðila vísað til dómsins á grundvelli 2. mgr. 64. gr. og 122. gr. laga nr. 20/1991. Þá greinir í bréfinu að skiptastjóri hafi talið að ekki væru efni til þess að búið ætti aðild að ágrein ingnum. Um er að ræða inn byrðis ágreining milli erfingja, eða sumra erfingja, um fjárkröfu sóknaraðila á hendur búinu, eða viðurkenningu á slíkri kröfu. Í gögnum málsins liggur fyrir að erfingjar taka ábyrgð á skuldum búsins, sbr. 2. mgr. 53. gr. laga nr. 20/1991. A ð þessu virtu og með vísan til 3. mgr. 122. gr. sömu laga er ekki nauðsynlegt að dánarbúið eigi aðild að málinu fyrir dómi. Í því ljósi og þar sem dánarbúið á ekki aðild að málinu verður fallist á kröfu varnar aðilanna B og C um að vísa kröfum sóknaraðila á hendur dánar búinu frá dómi. Varnaraðilinn D hefur ekki látið málið til sín taka fyrir dómi að öðru leyti en því að hann 6 hefur upplýst að hann telji að aðilar eigi að leitast við að jafna ágrein inginn með samkomulagi utan réttar og að hann ætli ekki að bera ábyrgð á máls kostnaði vegna með - ferðar málsins fyrir dómi. Einnig verður ráðið af gögnum máls ins að varnar aðilinn D hafi við með ferð umrædds ágrein ings hjá skiptastjóra ekki mótmælt kröfum sóknar aðila með skýrum eða endanlegum hætti. Þá hefur hann ekki haft uppi and mæli við kröfum hans fyrir dómi. Þessu til viðbótar liggur fyrir að sóknar aðili hefur gert athugasemd við meðferð málsins fyrir dómi um að skipta stjóri hafi til greint varnar aðilann D sem aðila að þeim ágreiningi sem uppi er í málinu. Að þessu virtu eru ekki uppfyllt skilyrði sam kvæmt 3. mgr. 122. gr. laga nr. 20/1991 um aðild D að málinu varnarmegin og verður kröfum sóknaraðila á hendur honum vísað frá dómi af sjálfs dáðum. Kröfu gerð sóknaraðila um greiðslu að til tekinni fjárhæð úr hendi varnar aðilanna B og C samrýmist sam kvæmt orðanna hljóðan ekki nægjanlega áskilnaði 3. mgr. 122. gr. laga nr. 20/1991 um leyfilega kröfu gerð sem unnt er að hafa uppi í máli af þessum toga, sem með réttu ætti að vera hvort krafa erfingja eða kröfuhafa verði viðurkennd við opinber skipti. Allt að einu verður að skilja mála tilbúnað sóknar aðila með þeim hætti að í raun sé krafist viður kenn - ingar á fjár kröfu hans við búskiptin, þ.e. að hann eigi kröfurétt sem nemi þeirri fjárhæð, og mun d óm urinn leitast við að leysa efnislega úr mál inu á þeim grundvelli. Þá ber einnig í þessu samhengi að taka tillit til þess að fyrir dómi kom fram að það væri vilji sóknar - aðila og framan greindra varnar aðila, sem hafa látið málið til sín taka fyrir dóm i, að efnis - leg niður staða fengist í það svo unnt yrði að halda áfram með hin opin beru skipti dánar - bús ins. Það er meginregla í fjármunarétti að sá aðili sem staðhæfir að hann eigi kröfu rétt á hendur öðrum aðila verður að sanna að hann eigi slíka kröfu og hið sama á við um um fang slíkrar kröfu. Sóknaraðili hefur lagt fram afrit af tveimur reikningum. Er annars vegar um að ræða reikning útgefinn af ehf., dags. 21. apríl 2017, að fjárhæð 3.450.000 krónur með virðisaukaskatti. Hins vegar er um að ræða reikning út gef inn af , dags. 28. maí 2018, að fjárhæð 5.800.000 krónur með virðis aukaskatti. Hvor ugur reikninganna ber með sér áritun um að þeir hafi verið greiddir. Þá hefur sóknar aðili ekki lagt fram greiðslu - og millifærslukvittanir sem sýna fram á eða gera sennilegt að reikn - ingarnir hafi verið greiddir. Vitnið G taldi líklegt að reikn ingarnir hefðu verið greiddir en hann gat hins vegar ekki staðfest að svo hefði verið. Að framangreindu virtu er það mat dómsins að það sé ósannað að reik n ingarnir hafi verið greiddir. Hvað varðar réttmæti reikninganna, þá er sundurliðun þeirra verulega áfátt. Upp lýsingar skortir á reikning frá ehf. um það hvort um sé að ræða verk við fasteignina að . Þá samrýmast reikningarnir ekki nægjanlega Exc el - yfirliti sem vitnið G tók saman að beiðni sóknaraðila um ætlaðar framkvæmdir við umrædda fast eign, og ekki liggur heldur fyrir með skýrum hætti hvort þær fjárhæðir sem til greindar eru á yfirlitinu miðast við lokið eða ólokið verk. Einnig dregur það úr gildi fyrr greinds reiknings ehf. að hann er 7 stimplaður með auðkenni frá ríkis skatt stjóra um endur greiðslu virðisaukaskatts 27. nóvember 2016 þrátt fyrir að útgáfu dagsetn ing reikn ingsins sé um fimm mánuðum síðar, þ.e. 21. apríl 2017. Er það mat dómsins að fyrr greind sóknargögn séu svo ófullkomin að ekki verði á þeim byggt í málinu. Að öllu framan greindu virtu verður að hafna kröfum sóknaraðila á hendur varnaraðilunum B og C . Eftir niðurstöðum málsins og í samræmi við 2. mgr. 131. gr. laga nr. 20/1991, sbr. 1. og 2. mgr. 130. gr. og 2. mgr. 132. gr. laga nr. 91/1991, verður sóknaraðila gert að greiða varnar aðilunum B og C málskostnað sem þykir hæfi lega ákveðinn 300.000 krónur til hvorrar þeirra um sig. Við ákvörðun málskostnaðar hefur verið tekið tillit til virðis auka skatts. Af hálfu sóknaraðila flutti málið Jón Gunnar Zoega lögmaður. Af hálfu varnar - aðilanna B og C flutti málið Arnar Þór Stefánsson lögmaðu r. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan . Dómarinn tók við með ferð málsins 2 . mars 2020 en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. Úrskurðarorð : Kröfum sóknaraðila, A , á hendur dánarbúi E og F er vísað frá dómi. Kröfum sóknaraðila á hendur D er vísað frá dómi af sjálfsdáðum. Kröfum sóknaraðila á hendur varnaraðilunum B og C , er hafnað. Sóknaraðili greiði 300.000 krónur til hvors varnaraðila fyrir sig, B og C . Daði Kristjánsson