Héraðsdómur Suðurlands Dómur 11. mars 2020 Mál nr. S - 720/2019 : Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ( Páley Borgþórsdóttir lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ) g egn Piotr Antoni Sokól ( enginn ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 13. febrúar sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum þann 28. nóvember sl., á hendur Piotr Antoni Sokól, fyrir líkamsárás með því að hafa síðdegis sunnudaginn 6. maí 2018 að í Vestmannaeyjum veist að B slegið hann hnefahöggi í vinstri vanga svo hann féll í gólfið og þá sparkað í hann en af árásinni hlaut B bólgu yfir vinstra kinnbeini og mar undir vinstra auga (Mál nr . 319 - 2018 - 1754) Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 29. desember sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Um mála vexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákæ rði einu sinni áður sætt refsingu . Þann 10. janúar 2018 var ákærði fundinn sekur um líkamsárás og honum gert að sæta fangelsi í tvo mánuði, en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið til tveggja 2 ára. Með broti því sem lýst er í ákæru hefur ákær ði rofið skilorð framan greinds dóms og ber að dæma upp framangreinda refsingu og ákveða refsingu í einu lagi sbr. 60. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 90 daga. Að virtum sakaferli ákærða þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 13 . 212 kr. Sigurð ur G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærð i , Piotr Antoni Sokól , sæti fa ngelsi í 90 daga . Ákærði greiði allan sakarkostnað 13.212 krónur. Sigurður G. Gíslason