Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 19. nóvember 2020 Mál nr. E - 1074/2020: A (Guðmundur Njáll Guðmundsson lögmaður) gegn Íslenska ríkinu (Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður) Málsmeðferð og dómkröfur aðila Mál þetta er höfðað, með birtingu stefnu 11. febrúar 2020, af A gegn íslenska ríkinu. Málið var dómtekið eftir aðalmeðferð þess fimmtudaginn 12. nóvember 2020. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða henni 2.50 0.000 krónur með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. mars 2019 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi krefst sýk nu af kröfum stefnanda og málskostnaðar að skaðlausu. Til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og málskostnaður þá látinn niður falla. Má lið var tekið til dóms eftir aðalmeðferð þess 12. nóvember 2020. Málsatvik Aðdragandi máls þessa varðar stórfellt fíkniefnalagabrot þar sem tilraun var gerð til innflutnings á miklu magni kókaíns til Íslands. Lögreglu barst tilkynning 30. apríl 2018 um að hald hefði verið lagt á pakkasendingu á leið til Íslands sem 2 innihéldi líkast til um 2,5 kíló af kók aíni. Var maki stefnanda skráður sem viðtakandi pakkans. Fíkniefnin voru fjarlægð úr pakkningunni, en þau voru falin í grind utan um kassa sem innihélt ýmsar vörur. Fengin var heimild til að koma fyrir hlustunar - og eftirfararbúnaði í pakkningunni og var h ann síðan afhentur skráðum viðtakanda fyrir utan heimili hans og stefnanda þann 9. maí 2018. Fylgdist lögregla með afhendingunni og tók þar myndir í tengslum við rannsókn málsins, sem fékk númerið 007 - 2018 - 27730. Eftir móttöku pakkans framangreindan dag setti B maki stefnanda kassann í farangursgeymslu bifreiðar þeirra og skömmu síðar sást hann taka vörurnar úr kassanum og afhenda stefnanda. Stefnandi sást svo setja vörurnar í tösku sem hún fór með inn í húsið, en grindin varð eftir í farangursgeymslu bif reiðarinnar. Síðar sama dag óku þau að verkstæði og var bifreiðinni ekið inn á verkstæðið og hurðinni lokað á eftir, en lögregla fylgdist með ferðum þeirra. Nokkru síðar óku þau í burtu. Þrír menn voru handteknir á verkstæðinu, en stefnandi og eiginmað ur hennar voru handtekin um kl. 18:00 á Laugavegi þennan sama dag. Sakborningar í málinu nr. 007 - 2018 - 27730 voru í upphafi fimm, þar á meðal stefnandi og eiginmaður hennar, og voru allir sakborningarnir yfirheyrðir 10. maí 2018 og úrskurðaðir í gæsluvarðh ald þann sama dag. Í kjölfarið fór fram viðamikil gagnaöflun, m.a. með húsleitum og leit í bifreið stefnanda og eiginmanns hennar. Síðan fór fram rannsókn á þeim munum sem voru haldlagðir, svo sem símum og tölvum. Húsleit og leit í bifreið stefnanda fór fr am þann 11. maí 2018 en þar voru m.a. haldlagðir minnislyklar og skjöl. Einnig fór fram húsleit á verkstæðinu og á heimilum annarra sakborninga. Þá voru símasamskipti sakborninga einnig kortlögð. Stefnandi, var líkt og aðrir grunaðir sbr. framangreint, úrskurðuð í gæsluvarðhald og einangrun frá 10. maí allt til 24. maí 2018. Hinn 18. maí 2018 var stefnanda svo sleppt úr gæsluvarðhaldinu og hafði hún þá verið í haldi lögreglu í alls um níu sólarhringa. Í skýrslutöku 10. maí 2018, sagði stefnandi ástæðu þess að hún og eiginmaður hennar til þriggja og hálfs árs sem hún á eitt barn með, fóru á verkstæðið , þá að skipta hafi þurft um vatnskassa í bifreið þeirra. Kom fram hjá stefnanda að 3 starfsmaður á verkstæðinu hefði opnað vélarrýmið og sagt að það þyr fti að panta varahluti. Sagðist stefnandi ekki hafa orðið vör við að farangursrýmið væri opnað og sagði líklegt að hún hefði tekið eftir því ef svo hefði verið. Sérstaklega aðspurð kannaðist stefnandi ekki við að pakki hefði borist henni eða eiginmanni hen nar. Stefnandi benti að sögn á að hún hefði aldrei farið út úr bílnum á verkstæðinu. Þess í stað hefði hún beðið í bílnum og verið í símanum sínum á meðan B eiginmaður hennar hefði talað við einhverja aðila. Stefnandi lýsti því að hún hefði ekki tekið efti r neinu óvenjulegu inni á verkstæðinu. Þau hefðu verið þar inni í u.þ.b. 10 til 15 mínútur og svo hefðu þau ekið rakleiðis í átt að kvikmyndahúsinu þar sem þau voru handtekin skömmu síðar. Aðspurð í yfirheyrslunni kvaðst stefnandi ekki þekkja þrjá einstak linga sem lögreglan nefndi á nafn, þá C , D og E . Hún kannaðist hins vegar við að hafa komið á þetta verkstæði áður og þá í tengslum við áðurnefnda bilun í vatnskassa bifreiðar þeirra hjóna. Kannaðist stefnandi hins vegar við einhvern að nafni F í tengslum við verkstæðið. Stefnandi kannaðist ekki við að hún eða eiginmaður hennar hefðu átt von á sendingu til Íslands né að hún hefði vitað af slíkri sendingu eða tekið á móti. Í kjölfar framangreindrar skýrslutöku var farið fram á sbr. framangreint að stefnandi yrði látin sæta gæsluvarðhaldi. Í kröfu lögreglustjóra kemur fram að stefnandi hafi að mati lögreglu gefið afar ótrúverðuga frásögn hjá lögreglu og jafnframt að verulegt ósamræmi væri í framburði hennar og maka hennar. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að stefnandi væri undir rökstuddum grun um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamisferli og að hún gæti torveldað rannsókn málsins ef hún væri frjáls ferða sinna. Komst dómurinn þannig að þeirri niðurstöðu að uppfyllt væru skilyrði a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var stefnandi úrskurðuð eins og fyrr segir í gæsluvarðhald til 24. maí 2018. Úrskurðurinn var staðfestur af Landsrétti þann 14. maí 2018. Stefnandi var yfirheyrð tvisvar sinnum til viðbótar á meðan hún sætti gæsluvarðhaldi. Í skýrslutöku þann 14. maí 2018 í fangelsinu á Hólmsheiði, var hún m.a. beðin um að gera ítarlega grein fyrir því þegar hún fór með bifreið þeirra 4 hjóna á verkstæðið 9. maí 2018. Sagðist stefnandi þá sjálf hafa opnað vélarrými bifreiðarinnar. Henni var bent á misræmi í framburði hennar og starfsmanns á verkstæðinu, en starfsmaðurinn hefði greint frá því að bifreiðin hefði ekki verið í viðgerð eða vélarrými hennar opnað. Stefnandi kvaðst ekkert geta sagt um þennan framburð starfsmanns verkstæðisins, sem á þessum tíma var einn af sakborningum málsins. Í skýrslunni frá 14. maí 2018 neitaði stefnandi enn að eitthvað hefði verið í farangursrými bifreiðarinnar og enn fremur að það hefði verið opnað, en sagði á spurð hvort hún héldi að hún hefði tekið eftir því ef skottið á bílnum hefði verið opnað, þá svaraði hún því á þann veg að hún héldi það. Þá kannaðist stefnandi ekki við að hafa fengið póstsendingu þann 9. maí 2018, en sagðist ekki vita hvort eiginmaður hennar hefði fengið sendingu. Þegar stefnanda var sýnd ljósmynd af því þegar eiginmaður hennar tók við pakka í svartri grind og setti í bifreið þeirra, neitaði stefnandi að tjá sig og einnig þegar henni var sýnd mynd þar sem hún og eiginmaður hennar taka v örur í pakkanum. Var þá gert hlé á skýrslutökunni að beiðni stefnanda, svo hún gæti ráðfært sig við verjanda sinn. Að loknu hléinu, sagðist stefnandi vilja útskýra það sem fram kom á myndunum. Sagðist hún nú hafa tekið vörurnar sem voru í pakkanum og farið með inn á heimili sitt. Gat stefnandi ekki greint frá ástæðu þess að hún neitaði þessu áður. Áfram neitaði stefnandi að vita nokkuð um grindina, sem geymdi fíkniefnin, en greindi aðeins frá því að grindin hefði verið í bifreiðinni, en sagðist ekki hafa sé ð þegar hún var tekin úr farangursrými bifreiðarinnar á verkstæðinu. Þann 18. maí 2018 var stefnandi svo yfirheyrð í þriðja sinn og var þá spurð nánar um fyrri frásögn sína af tilgangi ferðar þeirra á verkstæðið . Greindi lögregla stefnanda frá því að frásögn hennar væri ekki í samræmi við frásögn starfsmanna verkstæðisins, sem sögðu að vélarrýmið hefði ekki verið opnað. Stefnandi hélt sig við fyrri framburð varðandi þetta og endurtók jafnframt að hún hefði ekkert vitað af fíkniefnunum. Stefnandi var s vo látin laus úr gæsluvarðhaldi að lokinni skýrslutökunni síðar sama dag, sex dögum áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn átti að renna út. 5 Lagt var hald á farsíma stefnanda og heimilaði hún skoðun og afritun á gögnum úr honum. Við þá skoðun fundust engin gö gn sem talin voru tengjast málinu. Einnig veitti stefnandi heimild til handa lögreglu að afla gagna og upplýsinga um viðskipti hennar við fjármálafyrirtæki og alla notkun á greiðslukortum fyrir tímabilið 9. maí 2017 til 9. maí 2018. Þau gögn sem aflað var samkvæmt þessari heimild voru ekki talin tengjast málinu og með bréfi héraðssaksóknara, 20. nóvember 2018, var stefnanda tilkynnt um ákvörðun embættisins að hætta rannsókn þess hluta málsins sem varðaði meinta þátttöku stefnanda í umræddri tilraun til fíkn iefnainnflutnings, með vísan til 4. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008. Með bréfi, dags. 14. febrúar 2019, var óskað eftir afstöðu ríkislögmanns til bótaskyldu íslenska ríkisins í framangreindu máli. Jafnframt var í bréfinu sett fram skaða - og miskabótakrafa s amtals að fjárhæð 2.542.780 kr. Í svarbréfi ríkislögmanns 17. maí 2019, var bótaskyldu ríkisins hafnað. Eiginmaður stefnanda og tveir aðrir voru með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu S - 627/2018 dæmdir til fangelsisvistar og hlaut eiginmaður stefnanda 2 ½ árs fangelsisrefsingu. Stefnandi gaf skýrslu fyrir dómi og annar þeirra lögreglumanna sem einkum önnuðust rannsókn málsins. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi telur stefnda íslenska ríkið bera hlutlæga skaðabótaábyrgð á því miskatjóni sem h ún hafi orðið fyrir vegna aðgerða lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í málinu nr. 007 - 2018 - 27730, þ.e. handtöku, gæsluvarðhalds, húsleitar og haldlagningar sem hún hafi saklaus mátt þola að ósekju og án réttlætanlegrar ástæðu. Stefnandi styður kröfu sína t il greiðslu miskabóta m.a. við 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944 og 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Telur stefnandi skilyrði 2. mgr., sbr. 1. mgr. 246. gr. laganna til skaðabóta 6 uppfyllt. Byggir hún á því að málið hafi verið fellt ni ður á hendur henni og telur stefnandi ljóst að ekki sé hægt að líta svo á að hún hafi valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem lögreglan réðist í gagnvart henni. Þá sé ekki um ósakhæfi að ræða í málinu. Stefnandi bendir sérstaklega á að ástæðan fyrir brey ttum framburði hennar við aðra skýrslutöku hafi fyrst og fremst verið sú að hún hafi verið mjög óttasleginn vegna alls málsins og sakarefnisins. Hún hafi raunverulega aldrei vitað neitt um málið og hafi verið staðföst í þeim framburði sínum. Stefnandi bend ir sérstaklega á að þó að hún hafi aðstoðað eiginmann sinn við að bera kassa inn í íbúð þeirra 9. maí 2018 hafi hún ekki haft hugmynd um að hugsanlega gæti hún hafa verið flækt inn í fíkniefnamisferli. Allt látbragð hennar þann dag og framburður hennar við skýrslutökur sýni glögglega fram á það að mati stefnanda. Viðbrögð stefnanda eftir að hafa verið handtekin og síðan hneppt saklaus í gæsluvarðhald eftir fyrstu skýrslutöku hafi því verið eðlileg þegar litið sé heildstætt á málið. Stefnandi hafi einfaldlega ekkert vitað um málið en hafi getað mögulega farið að gruna að eiginmaður hennar gæti verið viðriðinn eitthvað ólögmætt, án þess þó að hún hafi sjálf vitað neitt um slíkt með fullri vissu. Hafi stefnandi því kosið að minnast ekkert á umrædda DH L - sendingu þennan dag og láta frekar lögregluna spyrja um hana, þ.e. ef eitthvað hefði verið athugavert við þá sendingu. Enda kveðst stefnandi ekki hafa haft hugmynd um á þessu stigi málsins að umrædd sending tengdist því máli sem var í rannsókn. Þá byggi r stefnandi einnig á því að líta verði til þess að hún þurfti ekki að tjá sig vegna náinna tengsla við eiginmann sinn á grundvelli 117. gr. laga nr. 88/2008. Sá réttur hennar hafi verið ítrekaður við yfirheyrslur lögreglunnar. Þá hafi henni auk þess verið frjálst að svara ekki spurningum í yfirheyrslum sem sakborningi, sbr. 64. gr. laganna. Stefnandi byggir á því að stefndi beri hlutlæga bótaábyrgð vegna þeirra þvingunaraðgerða sem beitt var gegn henni sem saklausum borgara í málinu. Þar sem um hlutlæga re glu sé að ræða skipti ekki máli hvort um sök stefnda hafi verið 7 að ræða eða þá hvort skilyrði fyrir þvingunaraðgerðunum hafi brostið. Stefnandi hafi ítrekað sakleysi sitt á öllum stigum málsins og svo reynst á endanum vera saklaus. Stefnandi hafni því að h afa verið ósamvinnuþýð og að hafa veitt misvísandi og villandi upplýsingar. Hún hafi auk þess ekki verið að dylja slóð sína eða verið að ljúga eða reyna að gera lítið úr aðild sinni að málinu. Enda hafi aðild hennar verið engin og hún saklaus allan tímann. Stefnandi hafi eins og áður segi verið mjög hrædd og hafi getað haft ástæðu til að ætla að mögulega væri eiginmaður hennar flæktur í eitthvað ólöglegt. Hins vegar hafi hún í raun ekkert vitað um umrædda póstsendingu eða hvort hún tengdist eitthvað málinu og hafi því kosið að tjá sig ekki um hana í byrjun. Þá sé ekkert sem bendi til annars en að stefnandi hafi getað dregið þá ályktun að innihald sendingarinnar hafi verið í lagi og ekkert sem bendi til þess að hún hafi fyrirfram fengið einhverjar upplýsingar frá eiginmanni sínum um innihald sendingarinnar. Þá sé einnig byggt á því að ekkert í málinu bendi til þess eða sanni að stefnandi hafi séð eitthvað eða vitað hvað gerðist inni á verkstæðinu 9. maí 2018. Hún hafi ekki haft hugmynd um hvað hafi átt sér st að. Stefnandi krefst miskabóta vegna handtökunnar 9. maí sl., húsleitar í kjölfarið, haldlagningar eigna, þ.m.t. síma og bifreiðar og vegna gæsluvarðhalds auk einangrunar frá 10. maí sl. til og með 18. maí sl. Telur stefnandi sanngjarnar og hæfilegar mis kabætur nema 2.500.000 kr. Stefnandi byggir á því að þessar aðgerðir lögreglunnar hafi eðli málsins samkvæmt haft mjög mikil neikvæð áhrif á hana. Til að mynda hafi hún misst af keppnisferðalagi auk þess sem aðgerðirnar hafi einnig haft mjög slæm áhri f á hana andlega. Stefnandi byggir einnig á því að meðalhófs hafi ekki verið gætt í málinu gagnvart henni. Bendir stefnandi á að lögreglunni beri við meðferð og rannsókn mála að gæta meðalhófs í aðgerðum sínum. Er vísað til hinnar almennu meðalhófsreglu 1 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, meðalhófsreglu 3. mgr. 53. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 og meðalhófsreglu 2. málsl. 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. 8 Stefnandi telur að lögreglan hafi ekki farið að umræddum meðalhófsreglum við rannsókn málsins. Bendir stefnandi á að svo virðist sem viðbrögð hennar við margumræddri póstsendingu DHL að heimili hennar hafi ráðið miklu og í raun mestu varðandi þá ákvörðun lögreglu að halda henni áfram í gæsluvarðhaldi fram til 18. maí 2018. Stefnandi byggir á því að auðveldlega hefði verið hægt að spyrja hana strax eða að minnsta kosti mun fyrr út í umrædda sendingu þ.e. þá sérstaklega að ljósmyndir hefðu verið teknar fyrir utan heimili hennar sem sýndu DHL sendingu koma að heimilinu. Þegar stefnandi hafi loks veri ð spurð út í sendinguna og sýndar myndirnar fyrir utan heimili hennar hafi hún einfaldlega gefið lögreglunni þær skýringar sem hún gat gefið. Eins hafi hún þá útskýrt af hverju hún hefði ekki minnst á umrædda póstsendingu fyrr. Þá bendi stefnandi á að hú n hefði ekki getað komið neinum sönnunargögnum undan eða haft áhrif á vitni og mögulega samseka. Allir sem tengdust málinu hafi verið í gæsluvarðhaldi og hún hefði því ekki getið komið neinum upplýsingum til þeirra. Er byggt á því að á þessum tímapunkti a ð minnsta kosti, þ.e. 14. maí 2018, hefði lögreglan átt að sleppa stefnanda úr gæsluvarðhaldi. Komið hafi enda í ljós við skýrslutöku 18. maí 2018 að stefnandi hafði engu við skýrsluna frá 14. maí 2018 að bæta. Allt það sem hún vissi um málið hafði komið f ram á þeim tímapunkti, þ.e. 14. maí 2018. Um lagarök í málinu vísast til ákvæða laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, einkum 246. gr. og 247. gr. Þá vísast til 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 hvað varðar me ðalhóf. Einnig vísast til 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. Um lagarök að öðru leyti en hér að ofan getur vísast einkum til VII. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Um málskostnað vísast til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. einkum 130. gr. laganna. Um varnarþing vísast til 3. mgr. 9 33. gr. sömu laga. Um virðisaukaskatt á málskostnað vísast til laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi vísar til þess sem rakið er í lýsingu málsatvika að lögregla hafi fylgst með ferðum fíkniefnapakkans, eftir að heimild hafi verið veitt til að koma fyrir eftirfararbúnaði í honum. Stefnandi hafi sést, ásamt eiginmanni sínum, taka vörur úr pakkasendingunni, sem einnig hafi innihaldið fíkniefni, sem höfðu á þessum tímapunkti verið fjarlægð og gerviefnum komið fyrir í staðinn. Þá hafi stefnandi og eiginmaðurinn komið saman á bifreið sinni á verkstæðið en í farangursrý mi bifreiðarinnar hafi þá verið grindin sem innihélt gerviefnin. Þegar lögregla hafi komið inn á verkstæðið, eftir að bifreið stefnanda og eiginmanns hennar hafði verið ekið í burtu, hafði grindin verið fjarlægð úr bifreiðinni og fundist á verkstæðinu. Haf i þessi atburðarás gefið lögreglu fullt tilefni til að ætla að stefnandi væri viðriðin málið. Þegar stefnandi var handtekin hafi því verið fyrir hendi rökstuddur grunur um aðild hennar að refsiverðu broti sem sætt getur ákæru og sem fangelsisrefsing liggur við. Skilyrði 1. mgr. 90. gr. laga nr. 88/2008 um handtöku hafi því verið uppfyllt í hvívetna. Framburður stefnanda eftir handtöku hafi verið afar ótrúverðugur að mati lögreglu og ljóst að hún hafi ekki greint rétt frá málsatvikum og leynt upplýsingum þegar hún neitaði allri vitneskju um pakkann, sem fyrir hafi legið að var ekki sannleikanum samkvæm t. Í þessu sambandi bendi stefndi á að stefnandi hafi verið sérstaklega spurð að því í fyrstu skýrslutöku 10. maí 2018, hvort hún eða eiginmaður hennar hefðu átt von á sendingu til landsins. Þessu hafi stefnandi svarað á þá leið að hún hefði ekki átt von á neinni sendingu og að hún vissi ekki hvort eiginmaðurinn hefði átt von á sendingu. Á sama stað í skýrslunni hafi stefnandi verið spurð að því hvort hún hefði séð eða vitað af sendingu til eiginmannsins, sem hann hefði veitt viðtöku. Kvaðst stefnandi ekki hafa séð Samkvæmt þessu sé ljóst að stefnanda gafst strax í fyrstu skýrslutöku tilefni til að tjá sig um sendinguna sem hún vissi af, þótt lögregla hefði á þeim tíma ekki borið 10 un dir hana myndirnar sem teknar voru af henni og eiginmanni hennar að athafna sig með pakkann og vörurnar úr honum. Samkvæmt framansögðu hafi verið réttmætt og jafnframt nauðsynlegt í þágu rannsóknar málsins, sem var á frumstigi, að krefjast gæsluvarðhalds yfir stefnanda, enda talið að hún gæti torveldað rannsókn málsins með því að koma undan sönnunargögnum eða hafa áhrif á vitni eða samseka ef hún gengi laus. Þar sem rannsóknin hafi verið á frumstigi, þá hafi lögregla að sjálfsögðu ekki getað vitað hvort ei nhverjir fleiri væru viðriðnir málið en þeir sem handteknir höfðu verið 9. maí 2018. Hafi rannsóknarhagsmunir þannig gefið fullt tilefni til þess að krefjast gæsluvarðhalds yfir stefnanda, enda ljóst að framburður hennar hjá lögreglu hafi ekki verið sannle ikanum samkvæmt. Þessi rangi framburður stefnanda hafi orðið þess m.a. valdandi að farið var fram á gæsluvarðhald yfir henni. Skilyrði a - liðar 1. mgr. 95. gr. sakamálalaga um gæsluvarðhald voru því uppfyllt og féllst bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsré ttur á að svo væri. Stefndi byggir á því að gætt hafi verið meðalhófs hvað varðar tímalengd gæsluvarðhaldsins. Í skýrslutökunni 14. maí 2018 hafi stefnandi í fyrstu haldið áfram að neita því að hafa séð pakkann sem um ræddi. Það hafi ekki verið fyrr en lö gregla sýndi henni myndirnar sem teknar höfðu verið af henni og eiginmanninum að eiga við pakkann og taka vörur úr honum, að hún loks viðurkenndi að hafa vitað af pakkanum. Stefnandi neitaði hins vegar vitneskju um að sendingin hefði innihaldið fíkniefni. Framburður stefnanda um ástæðu þess að þau hefðu átt erindi á verkstæðið og um það sem þar átti sér stað, hafi verið á svipaðan veg og í upphafi, þ.e. að þau hafi farið þangað vegna bilunar í kælikerfi bifreiðarinnar. Jafnframt að á verkstæðinu hafi v élarrýmið verið opnað og tiltekinn starfsmaður þar hefði, ásamt eiginmanni stefnanda, skoðað vélarrýmið. Þá hafi stefnandi endurtekið fyrri framburð sinn um að hafa ekki séð þegar farangursrými bifreiðarinnar var opnað og grindin með efnunum tekin upp. Þes si frásögn stefnanda hafi ekki þótt trúverðug í ljósi þess að fyrir lá framburður annarra um að vélarrými bifreiðarinnar hafi ekki verið opnað og að sá aðili, sem stefnandi tilgreindi, hefði 11 ekki haft kunnáttu til bílaviðgerða og ekki verið starfsmaður ver kstæðisins. Þetta hafi vakið grunsemdir lögreglu um að stefnandi vissi meira um málið en hún hafði látið uppi. Hafi það verið mat þeirra sem unnu að rannsókninni, að þáttur stefnanda væri enn ekki nægilega upplýstur og því væri ekki grundvöllur til að leys a hana úr gæsluvarðhaldi að svo stöddu. Við lok skýrslutöku 14. maí 2018 hafi stefnandi veitt lögreglu heimild til öflunar gagna og upplýsinga um viðskipti við fjármálafyrirtæki og heimild til að afla allra gagna og upplýsinga um notkun hennar á greiðsluk ortum á tilteknu tímabili fram að handtökunni. Næstu daga hafi rannsókn málsins verið í fullum gangi. Dagana 16. til 18. maí hafi farið fram skýrslutökur af vitnum og öðrum sakborningum, sem m.a. hafi miðað að því að staðreyna framburð stefnanda. Þann 18. maí hafi sími stefnanda verið rannsakaður og gögn úr honum afrituð og sama dag bifreið stefnanda og eiginmanns hennar skoðuð á sérhæfðu verkstæði í þeim tilgangi að staðreyna hvort frásögn hennar um leka frá kælikerfi væri rétt, en í ljós hafi komið smávæg ilegur leki frá vatnskassa. Eftir þriðju skýrslutökuna af stefnanda 18. maí 2018 hafi stefnanda svo verið sleppt úr gæsluvarðhaldi, sex dögum áður en gæsluvarðhaldsúrskurður yfir henni átti að renna út. Með hliðsjón af öllu framansögðu og rannsóknargögnum málsins, telur stefndi að handtaka og gæsluvarðhald yfir stefnanda hafi verið réttmætar og lögmætar þvingunarráðstafanir eins og sakir stóðu og að gæsluvarðhaldið hafi ekki staðið lengur en nauðsyn krafði vegna rannsóknarhagsmuna. Þar með hafi meðalhófs v erið gætt í hvívetna, sbr. 3. mgr. 53. gr. og 2. mgr. 97. gr. laga nr. 88/2008. Þá hafi rannsókn málsins verið hraðað eins og kostur var, sbr. síðasta málslið 2. mgr. 53. gr. sakamálalaga. Að sama skapi hafi húsleit og leit í bifreið stefnanda, sem og hald lagning bifreiðarinnar, verið lögmætar rannsóknaraðgerðir lögreglu og stefndi telur að ekki hafi verið gengið lengra en nauðsynlegt hafi verið í þágu rannsóknar málsins. Skilyrði 74. gr. um húsleit og leit í bifreiðinni hafi því verið uppfyllt, enda legið fyrir ótvírætt samþykki stefnanda til þessara aðgerða, sbr. 1. mgr. 75. gr. laga nr. 88/2008. Jafnframt hafi verið skilyrði til að haldleggja bifreiðina, enda ljóst að bifreiðin hafi haft sönnunargildi í málinu, sbr. 1. mgr. 68. gr. laga nr. 88/2008. 12 Stef ndi byggir á því að stefnandi hafi því sjálf valdið eða stuðlað að framangreindum þvingunarráðstöfunum með röngum framburði sínum hjá lögreglu, sem hafi gefið fullt tilefni til að ætla að hún ætti aðild að innflutningnum á fíkniefnunum. Þótt henni hafi sem sakborningi verið frjálst að svara ekki spurningum í yfirheyrslum lögreglu, þá hafi henni eigi að síður borið að skýra satt og rétt frá, kysi hún að svara, sbr. 2. og 3. mgr. 64. gr. laga nr. 88/2008. Það sé mat stefnda að stefnandi hafi sjálf borið ábyrg ð á því að aðgerðunum var beitt og verði að taka afleiðingum þess. Sé krafa stefnanda þannig andstæð ákvæðum sakamálalaga um hlutlæga ábyrgð, sem og öðrum ákvæðum íslensks réttar um sakarábyrgð, eins og rakið hafi verið. Beri því samkvæmt framansögðu að s ýkna stefnda af bótakröfu stefnanda. ------- Til vara krefst stefndi lækkunar á dómkröfum stefnanda. Varakrafan er sett fram ef dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að hin hlutlæga regla 246. gr. sakamálalaga eigi við, þrátt fyrir það sem rakið hafi verið . Dómkrafa stefnanda er að mati stefnda of há. Þær þvingunarráðstafanir sem lögregla beitti hafi verið nauðsynlegar í þágu rannsóknar málsins á frumstigi þess og til að tryggja að sönnunargögnum yrði ekki spillt. Stefndi telur, miðað við það sem fyrir haf i legið í málinu, að stefnandi hafi í það minnsta stuðlað að því að hún var handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald og beri því að lækka bætur til hennar með vísan til 2. mgr. 246. gr. laganna. Dæmdar bætur verði að taka mið af framangreindum aðstæðum í má linu, auk þess sem bæturnar verði að endurspegla eðlilegt tjón stefnanda með hliðsjón af dómaframkvæmd í sambærilegum málum. Í því sambandi bendir stefndi á að ekki hafi verið lögð fram nein gögn sem sýni fram á tjón stefnanda, hvað þá að sýnt hafi verið f ram á orsakatengsl í málinu. Dugi þar ekki fullyrðingar í stefnu um að 13 bera hallann af því að engin gögn hafi verið lögð fram af hennar hálfu um meintar afleiðingar aðgerða l ögreglu. Miskabótakrafan sé af hálfu stefnanda ekki byggð á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, enda eigi ákvæðið að mati stefnda ekki heldur við í málinu. Engu að síður áréttar stefndi, að engri sök hafi verið fyrir að fara hjá starfsmönnum stefnda og sak næmisskilyrði ákvæðisins því ekki uppfyllt. Krafa stefnda um málskostnað er studd við XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 130. gr. Niðurstaða Stefnandi krefst í máli þessu miskabóta vegna gæsluvarðhalds sem hún sætti frá 10. til 18. maí 2018. Hún var handtekin miðvikudaginn 9. maí 2018 og úrskurðuð í gæsluvarðhald frá fimmtudeginum 10. maí 2018 til fimmtudagsins 24. maí 2018 og var því svipt frelsi í um níu sólarhringa. Stefnandi var leyst úr haldi 18. maí 2018 eftir þrjár skýrslutök ur af henni hjá lögreglu, þá síðustu þann dag. Hún sætti einangrun meðan á gæsluvarðhaldi hennar stóð. Ekkert gerðist síðan sýnilega í máli stefnanda fyrr en með bréfi dagsettu 20. nóvember 2018, þar sem Héraðssaksóknari tilkynnti stefnanda að rannsókn mál sins sem snúið hefði að henni hefði verið hætt. Hún hefði því ekki lengur stöðu sakbornings. Krafa stefnanda er byggð á 5. gr. 67. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944 og 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008, sbr. áður 1. mgr. 228. gr. sömu laga. Samkvæmt lagaákvæð inu á maður, sem borinn hefur verið sökum í sakamáli, rétt til bóta úr hendi stefnda ef mál hans er fellt niður eða hann hefur verið sýknaður með endanlegum dómi, án þess að það hafi verið gert vegna þess að hann var talinn ósakhæfur. Í 2. mgr. ákvæðisins er tekið fram að dæma skuli bætur vegna aðgerða samkvæmt IX. til XIV. kafla laganna ef skilyrði fyrstu málsgreinar eru fyrir hendi. Þar er þó einnig tekið fram að fella megi niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðu m sem krafa hans er reist á. 14 Eins og að framan greinir var handtaka stefnanda á sínum tíma tengd rannsókn lögreglu á því sem talið var þá, og reyndist svo vera, stórfelldur innflutningur á sterkum fíkniefnum. Ágreiningslaust er að stefnandi var grunuð um aðild að málinu og ekki er heldur gerður ágreiningur um lögmæti handtöku hennar. Þá verður ekki gerð athugasemd við það nú að lagaskilyrði voru jafnframt fyrir því að hneppa stefnanda í gæsluvarðhald og einangrunarvist enda var úrskurður héraðsdóms í þá ve ru staðfestur af Landsrétti í máli nr. 412/2018, mánudaginn 14. maí 2018. Í fyrstu skýrslutöku af stefnanda fimmtudaginn 10. maí 2018 kannaðist hún ekki við að hún og eiginmaður hennar hefðu móttekið pakka á heimili þeirra eða að þau ættu von á pakka. Ein nig hélt hún því fram að tilefni þess að hún og eiginmaður hennar fóru á bifreiðinni á bifreiðaverkstæði, þar sem óumdeilt er að afhending á ætluðum fíkniefnum fór fram, hafi eingöngu verið það að fá vatnskassa bifreiðarinnar viðgerðan. Að sögn lögregluman ns sem rannsakaði málið og kom fyrir dóm var ekkert rætt um bilaðan vatnskassa eða aðrar viðgerðir þegar bifreiðin og stefnandi voru á verkstæðinu, a.m.k. ekki þannig að það yrði greint á upptökum lögreglu. Í málinu er hins vegar ágreiningslaust að eiginm aður stefnanda fékk sendan pakka frá útlöndum, sem innihélt meint fíkniefni, sótti hann og fór með á heimili sitt og stefnanda. Stefnandi og eiginmaður hennar tóku úr sendingunni pakka sem mun hafa innihaldið barnaföt og aðrar barnavörur, en þau áttu þá vo n á barni. Stefnandi þvertók þannig fyrir alla vitneskju í málinu fyrst þegar tekin var skýrsla af henni og einnig framan af skýrslutöku mánudaginn 14. maí 2018. Það var ekki fyrr en stefnandi var í þeirri skýrslutöku upplýst um afdráttarlausa vitneskju lö greglu um að hún hefði vitað af móttöku pakkans, og m.a. tekið úr honum vörur auk þess að hafa farið með eiginmanni sínum á verkstæðið sama dag með grindina sem var utan um pakkann og meint fíkniefni voru geymd í, að hún kannaðist við pakkann og betur við atvik málsins. Þá hefur verið upplýst og staðfest með skýrslu lögreglu fyrir dómi að einn ákærðu í málinu hafi heimsótt stefnanda um tveimur dögum áður en sendingin kom á heimilið. Stefnandi kannaðist við að viðkomandi hefði 15 komið á heimili hennar þegar hú n var ein 7. maí og kvaðst þekkja hann sem F . Stefnandi mundi ekki eftir því um hvað þau hefðu rætt umrætt sinn og kvaðst ekki vilja segja einhverja vitleysu um þann fund. Sami F var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í því máli sem höfðað var síðar, s br. dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S - 627/2018. Fjórum dögum eftir gæsluvarðhald, þ.e. eftir að helgin leið og að sögn rannsakanda fyrir dómi m.a vegna úrvinnslu á rannsóknargögnum málsins, var á mánudeginum aftur tekin skýrsla af stefnanda. Þar vi ldi hún í fyrstu engu breyta eða bæta við framburð sinn og gaf í raun með einbeittum hætti rangan framburð sem fyrr. Eftir að hafa verið sýnd gögn, þ.e. ljósmyndaskýrsla, sem dró bersýnilega úr trúverðugleika framburðar hennar, breytti stefnandi hins vegar framburði sínum. Það gerði hún þó ekki fyrr en eftir að hafa neitað enn á ný því sem hún var spurð um, þvert á rannsóknargögn sem henni voru þá sýnd. Eftir að hafa ráðfært sig við verjanda kannaðist hún hins vegar við að hafa tekið muni úr pakka sem eigin maður hennar hefði sótt á DHL og rétt henni. Hún kannaðist nú við að grindin hefði verið skilin eftir í bifreiðinni en síðan verið farin úr henni eftir verkstæðisheimsóknina án þess að hún hefði tekið eftir því. Þá kvaðst hún nú vita að eiginmaður hennar h efði farið að hitta vin sin skömmu fyrir atburði málsins, en þeirri vitneskju hafði hún neitað fyrr í skýrslutökunni. Í þriðju og síðustu skýrslutöku lögreglu af stefnanda, föstudaginn 18. maí 2018, verður að fallast á með stefnanda að ekkert nýtt haf i í raun komið fram. Ekkert í skýrslunni bendir þannig til þess að nýjar upplýsingar hafi komið inn í málið eða önnur atriði sem réttæti það að stefnandi væri höfð í haldi til þess dags. Stefnandi var látin laus síðar þennan dag. Í lok skýrslutöku 10. maí heimilaði stefnandi lögreglu að afrita farsíma hennar og afla tiltekinna gagna frá símafyrirtækjum og þá heimilaði hún 14. maí að lögregla kannaði bankaviðskipti hennar. Stefnandi hélt og hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu í málinu. 16 ------- Eins og r akið hefur verið sætti stefnandi handtöku og síðan gæsluvarðhaldi í einangrun í alls níu sólarhringa, sbr. XIV. kafla laga nr. 88/2008, en fram kom við munnlegan málflutning að tímalengd gæsluvarðhaldsins væri óumdeild. Bótaábyrgð samkvæmt 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 er hlutlæg og verður réttur stefnanda til bóta ekki skertur þótt fullt tilefni hafi verið til aðgerða lögreglu gagnvart henni og öll lagaskilyrði fyrir þeim uppfyllt. Ágreiningslaust er að mál gegn stefnanda var fellt niður. Stefnandi á þ ví rétt á bótum nema því verði slegið föstu að hún hafi valdið eða stuðlað að rannsóknaraðgerðum, sbr. 2. málslið 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008. Ágreiningslaust er í málinu að stefnandi sagði ósatt í fyrstu skýrslutöku málsins, en hún hefur haldið því fram að það hafi einkum verið vegna ótta um að eiginmaður hennar og verðandi barnsfaðir væri hugsanlega tengdur einhverjum lögbrotum. Dómurinn telur það ekki réttlæta rangan framburð hennar og framgöngu hjá lögreglu. Af atvikum málsins, eins og þau liggja fyrir dómnum, staðfestum upplýsingum um samskipti stefnanda við annan þeirra sem dæmdur var fyrir brotið tveimur dögum fyrir handtöku stefnanda og sa kborninga, og röngum framburði stefnanda hjá lögreglu, sem í ljósi rannsóknargagna hlaut með réttu að vekja grunsemdir um að stefnandi gæti verið viðriðin málið, verður að fallast á með stefnda að stefnandi hafi sjálf orðið þess valdandi að full ástæða var til að halda henni fanginni fyrstu daga rannsóknarinnar vegna rannsóknarhagsmuna. Á það ótvírætt að mati dómsins við um tímann frá handtöku og þar til skýrsla var tekin af stefnanda 14. maí 2018. Ekki verður fallist á að það dragi úr sök stefnanda í þes sum efnum eða geti haft áhrif á niðurstöðu málsins að lögregla hafi getað sýnt henni tilvísaða ljósmyndaskýrslu fyrr en gert var. Með því er því í raun haldið fram að þá hefði stefnandi séð sæng sína útreidda mun fyrr og þá eftir atvikum greint rétt og sam viskusamlega frá. Því hefði ekki þurft að koma til gæslu eftir það. 17 Stefnandi bjó frá fyrsta degi yfir þeirri vitneskju sem nauðsynleg var fyrir rannsókn málsins og leiddi að lokum til þess að hún var látin laus. Hún kaus hins vegar að greina rangt frá o g ber ein ábyrgð á þeim framburði. Aukinheldur verður ekki loku fyrir það skotið að einhvern tíma hafi tekið að vinna úr rannsóknargögnum málsins, eins og rannsakandi hélt fram fyrir dómi. Þá geta heildarhagsmunir rannsóknar undir vissum kringumstæðum rétt lætt það að beðið sé með að kynna sakborningum tiltekin rannsóknargögn. Eins og að framan greinir verður hins vegar ekki séð af gögnum málsins að bráðnauðsynlegt hafi verið að halda stefnanda áfram í einangrunarvist eftir breyttan framburð hennar 14. maí. Þannig verður ekki séð að nein tengsl hafi verið á milli stefnanda og annarrar sendingar af fíkniefnum sem upplýsingar lágu fyrir um og var á endanum ákært fyrir og sakfellt í framangreindum dómi. Þar verður vitaskuld ekki byggt á getgátum eða órökstuddum líkum vegna þeirrar sendingar sem stefnandi hafði vafalaust einhverja tengingu við, sbr. framangreint. Burtséð frá raunverulegri nauðsyn þess að halda stefnanda lengur vegna rannsóknarhagsmuna, sem í raun skiptir ekki sköpum við úrlausn þess ágreinings se m hér er til úrslausnar, hefur ekki verið gerð fullnægjandi grein fyrir því í málinu hvað það hafi verið í fari eða framburði stefnanda sem hafi kallað á lengri einangrunarvist, eða mikilvægi þess að fá í hendur rannsóknargögn sem átti eftir að afla. Ótvír ætt er að stefndi ber sönnunarbyrði fyrir því að stefnandi hafi valdið eða stuðlað að rannsóknaraðgerðum gagnvart sér þannig að firrt geti hana rétti til bóta. Í máli þessu hefur stefndi ekki axlað þá sönnunarbyrði enda er hann vart í færum til þess miðað við framlögð gögn málsins. Með vísan til framangreinds verður á það fallist að gæsluvarðhaldsvist stefnanda eftir skýrslutöku af henni 14. maí 2018 til föstudagsins 18. maí 2018, þ.e. í fjóra sólarhringa, hafi verið ólögmæt og bakað stefnda bótaskyldu. ------- Burtséð frá því hvort líta beri yfirhöfuð til slíkra þátta þegar tekin er ákvörðun um fjárhæð bóta í málum sem þessum, þar sem bótaskylda er reist á 1. og 2. mgr. 18 246. gr. laga nr. 88/2008, liggur fyrir, að mati dómsins, að engar aðgerðir réttarv örsluaðila hafi verið slíkar í þessu máli að þær hafi valdið stefnanda óþarfa miska eða tjóni umfram það sem óhjákvæmilega hlýst jafnan af aðgerðum sem þessum og ekki er deilt um. Ekki er gerð krafa vegna fjártjóns heldur einvörðungu krafist miskabóta. E ngin gögn hafa verið lögð fram sem staðreyna hvaða áhrif framangreind atvik og hin bótaskylda háttsemi hafði á stefnanda, utan þeirrar skýrslu sem stefnandi sjálf gaf fyrir dómi. Hún kvaðst hafa verið undir miklu álagi og málið hefði reynst henni mjög erfi tt. Þá hafi hún haft áhyggjur af áhrifum málsins á heilsu þá ófædds barns hennar og eiginmanns hennar, þ.e. vegna þess álags sem á henni hvíldi. Hún hafi ekki heldur vitað hvaða aðilar í nærumhverfi hennar vissu af málinu, og það hafi valdið henni hugarang ri. Stefnandi hefur vísað til fleiri atriða sem ástæðulaust er að rekja hér. Þar sem engum öðrum gögnum er til að dreifa, sbr. framangreint, um áhrif handtöku og einangrunarvistunar í fangelsi á hag og heilsu stefnanda verða bætur dæmdar að álitum með hli ðsjón af dómaframkvæmd og framangreindum sjónarmiðum, en jafnframt verður litið til málsatvika í heild. Þykja bætur hæfilegar 300.000 krónur. Það athugist að engin grein er gerð fyrir því á hvaða grundvelli fjárhæð stefnukröfu málsins er byggð eða það röks tutt í stefnu málsins eða málflutningi fyrir dómi hvers vegna rétt sé að mati stefnanda að dæma í málinu mun hærri bætur en tíðkast hefur til þessa í sambærilegum málum. Með vísan til málsatvika verður litið svo á að í ákvörðun bóta fyrir gæsluvarðhald og einangrun sé innifalinn þáttur sem varðar aðrar rannsóknaraðgerðir lögreglu og ekki ástæða til sérstakrar umfjöllunar um þann þátt málsins. Til viðbótar höfuðstól ber stefnda að greiða stefnanda í samræmi við kröfu hennar dráttarvexti skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. mars 2019 til greiðsludags, en þann dag var liðinn mánuður frá dagsetningu kröfubréfs. 19 Stefnandi nýtur gjafsóknar í málinu samkvæmt gjafsóknarleyfi, útgefnu 8. október 2019, og eru því ekki efni til að dæma stefnda til greiðslu málskostnaðar. Verður hann felldur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar sem telst, miðað við umfang málsins og rekstur þess, hæfilega ákveðinn 750.000 kró nur. Af hálfu stefnanda flutti málið Guðmundur Njáll Guðmundsson lögmaður og af hálfu stefnda Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, A , 300.000 krónur auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. mars 2019 til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin þóknun lögmanns hennar, 750.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Lárentsínus Kristjánsson (sign.)