Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 3. október 2019 Mál nr. S - 3791/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari g egn Qlirim Selimi Bjarni Þór Sigurbjörnsson lögmaður Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 19. september 2019 , á hendur Qlirim Selimi, [...] , fyrir eftirtalin hegningar - og umferðarlagabrot: I. Umferðarlagabrot og skjalafals með því að hafa, mánudaginn 17. júní 2019, ekið bifreiðinni [...] án gildra ökuréttinda og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist 1,1 ng/ml af tetrahýdrókannabínól), austur Bús taðaveg í Reykjavík, uns aksturinn var stöðvaður skömmu síðar af lögreglu, og í framhaldi af því framvísað grunnfölsuðu ökuskírteini nr. [...] , í sínu eigin nafni, er lögregla hafði afskipti af ákærða umrætt sinn. Teljast brot þessi varða við 1. mgr., sbr . 2. mgr., 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50/1987 og 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Umferðarlagabrot með því að hafa, föstudaginn 28. júní 2019, ekið bifreiðinni [...] án gildra ökuréttinda og óh æfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist 2,0 ng/ml af tetrahýdrókannabínól) um Kalkofnsveg í Reykjavík, uns aksturinn var stöðvaður skömmu síðar af lögreglu. Teljast brot þessi varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr., 4 5. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50/1987. 2 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem h onum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] 1999. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 20. ágúst 2019, hefur ákærða ekki áður verið gerð refsing . Við ákvörðun refsingar nú er litið til hreins sakaferils ákærða , ung s aldur s hans á verknaðarstundu, auk greiðrar játningar hans í málinu. Þá greindi ákærði frá því að hann ætti ungt barn, væri kominn í fasta vinnu og hefði látið af neyslu vímuefna. H orfir framangreint til refsimildunar . Með hliðsjón af sakarefni þessa máls , dómvenju og ákvæðum 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 45 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnu m tveimur ár um frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti í 14 mánuði frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Bjarna Þórs Sigurbjörnssonar, lögmanns, 147.560 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 164.671 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristín Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari fyrir Kristmund Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknara . Björg V algeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Qlirim Selimi, sæti fangelsi í 45 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnu m tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 3 Ákærði er sviptur ökurétti í 1 4 mánuði frá uppkvaðningu dómsins að telja. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Bjarna Þórs Sigurbjörnssonar lögmanns, 147.560 krónur og 164.671 krónur í annan sakarkostnað. Björg Valgeirsdóttir (sign.)