Héraðsdómur Suðurlands Dómur 11. mars 2020 Mál nr. S - 661/2019 : Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ( Páley Borgþórsdóttir lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ) g egn Grétar i Þór Þórs syni ( Aníta Óðinsdóttir lögmaður) Dómur Mál þetta, sem þingfest var 12. desember sl. og dómtekið fimmtudaginn 13. febrúar sl. , er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum þann 13. nóvember sl., á hendur Grétari Þór Þórssyni, I. fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot með því að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 29. maí 2019 heimildarlaust tekið og notað bifreiðina sem stóð við íbúðarhús að A Vestmannaeyjum, ekið henni útaf bifreiðastæði við húsið utan í timbur grindverk við A og á steypt grindverk vi ð B , ekið sem leið lá austur Vestmannabraut og austur Heimagötu og þar ekið utan í bifreiðina sem lagt var við götuna við hús númer , aftur án þess að nema staðar eða tilkynna um tjónið, ekið áleiðis suður Helgafellsbraut og lagt bifreiðinni í bifre iðastæði við sjúkrahús Vestmannaeyja, sviptur ökuréttindum og ófær um að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa áfengis (vínandamagn í blóði mældist 3,05 ), yfirgefið bifreiðina og gengið áleiðis heim til sín þar sem lögregla hafði afskipti af honum. (Mál nr. 319 - 2019 - 2105) Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum og 1. og 2. mgr. 10. gr., 1. mgr., sbr. 3. mgr. 45. gr., 48. gr. sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákær ði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga. Ákærði kom fyrir dóminn þann 13. febrúar sl., ásamt Anítu Óðinsdóttur lögma nni , sem skipuð var verjandi ákæ rða að hans ósk. Ákærði viðurkenndi skýlaust 2 að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm va r farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Í ákæru er tilgreind einkaréttarkrafa C . Við fyrirtöku málsins þann 13 . febrúar sl., hafnaði ákærði framkominni bótakröfu og var henni, með vísan til 1. mgr. 175. gr. laga nr. 88/2008, vikið til meðferðar í sérstöku einkamáli, númer E - /2020. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða , þó þannig að þar tilgreind umferðarlagabrot varða nú við 1. mgr. 14. gr., 1. mgr., sbr., 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr. , allt sbr. 1. mgr. 95. gr. núgildandi umferðarlag a nr. 77/2019 . Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði fjórum sinnum áður sætt refsingu. Þann 9. september 2009, þegar ákærði var sextán ára, var ákærða gerð sekt meðal annars vegna ölvunarakst urs. Þann 10. janúar 2013, var ákærða gerð sekt vegna fíkniefnalagabrots. Þann 17. október 2013, var ákærða gerð sekt meðal annars vegna aksturs undir áhrifum áfengis og fíkniefna og hann sviptur ökurétti. Þann 3. mars 2017 var ákærði fundinn sekur um umfe rðarlagabrot, þar á meðal ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna, fíkniefnalagabrot og brot gegn lögreglulögum, og honum gert að sæta fangelsi í 30 daga, en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Var ákærða þá jafnfra mt gerð se kt og hann sviptur ökurétti í fimm ár. Að framansögðu virtu er ölvunaraksturbrot ákærða nú ítrekað öðru sinni. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga. Að virtum atvikum máls og að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærða, þykir rétt að fresta fullnustu 30 daga af refsin g unni og skal sá hluti hennar f alla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Með vísan til 4. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , skal ákærði jafnframt greiða 1 6 0 .000 krónur í sekt til ríkissjóðs, innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, en sæta ella fangelsi í 1 2 daga. Með vís an til 99. og 101. gr. , þó einkum 3. mgr. 99. gr. núgildandi umferðarlaga nr. 77 / 2019 , ber að svipta ákærð a ökurétti ævilangt. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkv æmt yfirliti 3 lögreglu samtals 124.261 kr. auk þóknunar skipaðs verjanda ákærða sem er hæfilega ákveðin 126.480 kr., að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærð i , Grétar Þór Þórsson , sæti fangelsi í 60 daga , en fresta skal fullnustu 30 daga refsingarinnar og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Ákærð i greiði jafn framt, 160.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 12 daga. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði greiði sakarkostnað samtals 250 . 741 krónu, þar af þóknun skipaðs verjanda, Anítu Óðinsdó ttur lögmanns, 126.480 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sigurður G. Gíslason