Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur þriðjudag 8. október 2019 Mál nr. S - 450/2019: Héraðssaksóknari Dagmar Ösp Vésteinsdóttir aðstoðarsaksóknari gegn X Unnsteinn Örn Elvarsson lögmaður Mál þetta, sem dómtekið var 12. september sl., er höfðað með ákæru útgefinni af héraðssaksóknara 23. maí 2019 á hendur X , kt. [...] , [...] , Reykjavík, fyrir kynferðisbrot gegn syni sínum, A , kt. [...] , á þáverandi heimilum ákærða á árunum 1996 2003, er A v ar fjögurra til ellefu ára gamall, með því að beita hann ofbeldi og ólögmætri nauðung þar sem hann nýtti sér yfirburði sína gagnvart drengnum og traust hans og trúnað til sín sem föður, sem hér nánar greinir: 1. Á árunum 1996 1997, að [...] í Reykjavík, í f jölda skipta káfað á kynfærum drengsins og látið hann sömuleiðis káfa á kynfærum sínum. 2. Á árunum 1997 1999, að [...] í Reykjavík, í fjölda skipta káfað á kynfærum drengsins og látið hann káfa á kynfærum sínum og í fjölda skipta haft við hann endaþarmsmök uns ákærði hafði sáðlát. 3. Á árunum 1999 2001, að [...] í Reykjavík, í eitt skipti haft við drenginn endaþarmsmök uns ákærði hafði sáðlát. 2 4. Á árunum 2001 2003, í bílskúr að [...] í Kópavogi, í fjölda skipta káfað á kynfærum drengsins og látið hann káfa á k ynfærum sínum. 5. Á ótilgreindum tíma á árunum 1996 2003, ítrekað sýnt drengnum klámfengið myndefni í tölvu, en myndefnið sýndi ýmist fullorðna einstaklinga eða börn sem voru beitt kynferðislegu ofbeldi af hálfu fullorðinna karlmanna. Eru brot samkvæmt 1 ., 2. og 4. tl. ákæru talin varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. áður 2. mgr. 200. gr. sömu laga. Brot samkvæmt 2. tl. eru jafnframt talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr . áður 194., 195. og 1. mgr. 200. gr. sömu laga. Brot samkvæmt 3. tl. eru talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. áður 194., 195. og 1. mgr. 200. gr. sömu laga. Brot samkvæmt 5. tl. eru talin varða við 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. áður 66. gr. barnaverndarlaga nr. 58/1992 fram til 1. júní 2002. Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. A f hálfu brotaþola er þess krafist að ákærða verði gert að greiða honum miskabætur að fjárhæð 3.000.000 króna auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. nóvember 2003, þar til mánuður er liðinn frá því að sakborningi var kynnt bótakrafa þessi, en dráttavaxta skv. III. kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 9. gr. sömu laga. Þá er krafist málskostnaðar. Ákærði neitar sök. Verjandi krefst þess að ákærði verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og að sakarkostnaður, þ.m . t. málsvarnarlaun, verði greiddur úr ríkissjóði. Þá krefst hann þess að skaðabótakröfu verði vísað frá dómi. Til vara er þess krafist að ákærða verði dæmd vægasta refsing er lög leyfa og að skaðabætur verði lækkaðar. I Brotaþoli mætti á lögreglustöð 20. október 2017 til þess að leggja fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. Lýsti hann atvikum þannig að faðir hans og móðir hefðu slitið samvistir þegar hann var ungur að árum og hefði hann frá fjögurra til ellefu ára aldurs farið aðra hverja helgi til föður síns. Brotaþoli kvaðst muna fremur lítið eftir árunum 1996 til 1997 er ákærði hafi búið að [...] í Reykjavík en þó muna það að ákærði 3 hefði barið hann í hnakkann og tekið hann hálstaki. Þá hafi ákærði bæði gefið br otaþola gjafir og hótað honum með hnífi í því skyni að hann segði ekki frá því kynferðisofbeldi er hann hefði beitt hann. Á árunum 1997 til 1999, þegar ákærði hafi búið á [...] , hafi ákærði brotið margvíslega gegn honum. Hafi hann hótað að drepa hann og st júpföður hans ef hann segði frá brotunum. Hann hafi barið brotaþola og nauðgað honum í endaþarm og það hefði yfirleitt endað með sáðláti ákærða. Hafi brotaþoli verið læstur inni í herbergi sínu eftir að brotin áttu sér stað. Þá hafi ákærði káfað á líkama b rotaþola og getnaðarlim meðan brotaþoli hafi verið í baði auk þess að þvinga hann til að káfa á sér. Ákærði hefði ítrekað sagt brotaþola nákvæmleg a h vernig hann ætti að drepa stjúpföður sinn, ásamt því að viðhafa niðrandi orð um móður hans og stjúpföður. Ákærði hafi síðar eignast nýjan sambúðarmaka, B , sem hann hafi síðar eignast börn með. B hafi átt dóttur fyrir sem komið hafi inn á heimilið. Ákærði hafi þá flutt með fjölskyldu sína að [...] . Brotaþoli hafi eignast hálfsystkini á árunum 1999 til 2001 en hann kvað ákærða hafa komið í veg fyrir að hann umgengist þau nema að mjög takmörkuðu leyti. Á þessum árum hafi brotin stigmagnast og ákærði lagt enn harðar að brotaþola að káfa á sér og hafi ha nn ógnað honum með riffli. Ákærði hafi búið hjá móður sinni í [...] um tíma og hafi brotaþoli horft upp á ákærða beita móður sína ofbeldi. Hann hafi í framhaldinu tjáð brotaþola að hann og stjúpsystir hans, C , yrðu næst ef þau segðu frá. Árin 2001 til 20 03 hafi ákærði búið á [...] í Kópavogi. Á þeim árum hafi hann farið reglulega með brotaþola út í bílskúr þar sem ákærði hafi fróað sér, káfað á brotaþola innanklæða og látið brotaþola gera slíkt hið sama við sig. Ákærði hafi í framhaldinu gefið honum gjafi r sem leynd hafi átt að ríkja yfir. Þá hafi ákærði ítrekað reynt að fá brotaþola til að káfa á stjúpsystur sinni, C , og reynt að stinga tám hennar upp í brotaþola og káfað á kynfærum hennar. Kvaðst brotaþoli telja að ákærði hefði beitt hann bæði kynferðisl egu og líkamlegu ofbeldi flestar pabbahelgar, en þær voru aðra hverja helgi. Þá hafi ákærði sýnt brotaþola klám í tölvu, ýmist af fullorðnu fólki af báðum kynjum eða börnum á aldrinum sex til tólf ára. Brotaþoli kvaðst hafa hætt umgengni við ákærða árið 2 003 og ekki umgengist hann síðan. Brotaþoli lýsti því að hann hefði sagt ömmusystur sinni, D , frá ofbeldinu tveimur til þremur árum fyrir kæruna en ekki treyst sér til að leggja fram kæru á þeim tíma. Brotaþoli lýsti því að áhrif framangreindra brota kæmu meðal annars fram í því að hann væri hræddur við að nota hnífa, honum liði illa í lokuðu rými og hann væri með 4 innilokunarkennd. Þá kvaðst hann vera hræddur við að fara í baðkar. Brotaþoli hafi leitað sér aðstoðar hjá félagsráðgjafa í Bjarkarhlíð vegna afl eiðinga ofbeldisins. Á meðal gagna málsins er greinargerð dagsett 12. janúar 2018 frá félagsráðgjafa og sérfræðingi hjá Bjarkarhlíð. Í greinargerðinni segir að brotaþoli hafi fyrst leitað til Bjarkarhlíðar 28. september 2017. Brotaþoli hafi mætt í sjö v iðtöl til ásamt því að hafa hitt lögreglukonu í nokkur skipti. Er því lýst að brotaþoli hafi lýst miklu andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi sem hann hefði sætt af hendi föður síns frá um fimm til ellefu ára aldurs. Þá hafi hann greint frá því að fa ðir hans hefði kýlt hann og sparkað í hann ásamt því að káfa á honum og nauðga honum í endaþarm. Brotaþoli hafi einnig lýst því að faðir hans hefði hótað honum með hníf og með byssu. Þá segir í greinargerðinni að í einu viðtali hafi brotaþoli komið með möp pu meðferðis með bréfum sem hann hefði sagt föður sinn hafa sent sig með heim þegar umgengni var lokið. Í bréfunum hafi ákærði lýst því sem hann var að gera honum en hafi snúið þeim verknaði upp á stjúpföður hans sem hann hefði búið hjá með móður sinni. Lo ks segir að brotaþoli hafi lýst því að hann endurupplifði ofbeldið og að hann væri enn að átta sig á þeim afleiðingum sem ætluð brot hefðu haft á hann í gegnum árin. Þá er á meðal gagna málsins vottorð heimilislæknis dagsett 20. desember 2018. Þar er að f inna sjúkraskrárgögn vegna komu brotaþola til heilsugæslunnar. Fram kemur að brotaþoli hafi leitað til heilsugæslunnar 5. janúar 2001, samkvæmt nótu læknis þann dag, vegna uppkasta og verkja í kviðarholi á tveggja vikna fresti. Skráð er að móður finnist þe tta gerast í kringum pabbahelgar. Samkvæmt nótunni vaknar grunur um sálræna þætti og skráð er að brotaþoli hafi talað um kvíða í sambandi við pabbahelgar. Samkvæmt sjúkraskrárnótu dagsettri 27. ágúst 2002 leitaði brotaþoli til læknis vegna verkja í endaþar mi en hann hafði verið með hægðatregðu öðru hverju. Fram kemur að við skoðun sjáist roði og þroti í minnst á aðrar mögulegar orsakir fyrir framangreindum einkennum. Í ko munótu dagsettri 11. nóvember 2002 er skráð að brotaþoli hafi leitað til læknis vegna höfuðverkja. Skráð er að brotaþoli fari til föður síns aðra hverja helgi og kvíði því alla vikuna. Brotaþola var vísað til sálfræðings. Sjúkraskrárgögn bera með sér að br otaþoli hafi sögu um andlega vanlíðan en hann er greindur með ódæmigerða einhverfu og skráð er að hann hafi gert alvarlega sjálfsvígstilraun. Í bráðamóttökuskrá dagsettri 18. mars 2016 er skráð að brotaþoli hafi leitað á bráðamóttöku vegna vanlíðunar. Lýst er áföllum, svo sem einelti í barnæsku ásamt 5 því að brotaþoli hafi upplýst um að hann hefði verið misnotaður í æsku af blóðföður sínum þegar hann fór í umgengni aðra hverja helgi. Á meðal gagna málsins eru örorkumöt brotaþola allt frá árinu 2009. Brotaþol i er skráður öryrki og er hann greindur með ódæmigerða einhverfu og óyrta námserfiðleika. Fram kemur í örorkumati dagsettu 14. september 2017 að skilyrði fyrir hæsta örorkustigi séu uppfyllt hjá brotaþola. Í málinu liggur fyrir yfirlýsing dagsett 5. mars 2004, undirrituð af umsjónarkennara brotaþola í [...] á þeim tíma sem yfirlýsingin var gefin, námsráðgjafa og fyrrum aðstoðarskólastjóra [...] . Því er lýst að brotaþoli hafi alla tíð þurft mikið utanumhald og hafi að meðaltali þurft að víkja honum úr kenn slustund tvisvar til þrisvar sinnum á dag. Í yfirlýsingunni segir að það sé mat skólans að umgengni brotaþola við föður sinn sé honum óæskileg enda sé hún gegn hans vilja. Þá er greint frá því að líðan brotaþola sé mun betri eftir að hann hætti að umgangas t föður sinn. Framangreindir aðilar komu allir fyrir dóminn og staðfestu yfirlýsinguna. Þá liggur fyrir vottorð sálfræðings dagsett 5. mars 2004 þar sem staðfest er að brotaþoli hafi komið til meðferðar í lok árs 2002 vegna tilfinningalegra erfiðleika sem hafi birst í kvíða og óróleika sem tengdust því að dvelja hjá föður sínum yfir pabbahelgar. Á meðal gagna málsins er nokkur fjöldi bréfasamskipta milli móður brotaþola og ákærða. Bréfin bera þess merki að samskipti hafi verið erfið en hér þykir ástæða ti l að rekja efni hluta þeirra stuttlega. Í bréfi frá ákærða dagsettu 27. janúar 1998 segist ákærði meðal íbúðinni minni og lætur A Þann 26. febrúar 1998 barst annað bréf frá ákærða þar sem hann bar upp áhyggjur af göngulagi brotaþola og taldi hann þurfa að fara til fótasérfræðings. Þá lýsir hann áhyggjum af því að brotaþoli þurf Þann 13. apríl 1998 barst móður brota þola bréf eftir pabbahelgi, undirritað af ákærða. Í bréfinu heldur ákærði því meðal annars fram að sambúðarmaki móður brotaþola hafi gengið í skrokk á drengnum og að drengurinn hafi lýst því að ljóti karlinn hafi káfað á Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða og vitna. 6 Ákærði hefur lýst atvikum svo að hann og móðir brotaþola, E , hafi skilið á árabilinu 1994 til 1995. Samband ákærða og brotaþola hafi alla tíð verið gott . Hafi umgengni verið háttað þannig að brotaþoli hafi komið aðra hverja helgi í umgengni til ákærða. Á meðan brotaþoli hafi verið í leikskóla hafi ákærði sótt hann í leikskólann á föstudögum þegar hann hafi verið í umgengni hjá ákærða. Hann hafi skilað bro taþola aftur í skólann næsta mánudag. Ákærði hafi síðan tekið upp sambúð með B . Brotaþoli hafi átt það til að vera lítill í sér og hafi hann átt erfitt með að vera innan um önnur börn. Umgengnin hafi síðan orðið erfiðari. Hafi brotaþoli átt það til að fá ý miss konar köst og vera með læti. Ákærði hafi búið á nokkrum stöðum í Reykjavík. Á árunum 1996 til 1997 hafi hann búið að [...] í Reykjavík, en á árunum 1997 til 1999 að [...] í Reykjavík. Í báðum tilvikum hafi verið um litlar íbúðir að ræða. Þegar brotaþo li hafi komið í umgengni hafi hann sofið í stofunni. Ákærði hafi flutt að [...] í Reykjavík og búið þar á árunum 1999 til 2001. Sú íbúð hafi verið talsvert stærri en hinar. B hafi átt dótturina C er hún hafi byrjað sambúð með ákærða. Dæmigerð helgi á þessu m tímum hafi verið þannig að ákærði og brotaþoli hafi farið út í göngutúra eða í kvikmyndahús. Á sumrin hafi þeir verið duglegir að fara í útilegur. Ákærði hafi yfirleitt verið með brotaþola og C . Síðan hafi brotaþoli hætt að vilja koma í umgengni. Hafi br otaþola ekki lynt vel við hin börnin á heimili ákærða. Á þessum tíma hafi farið af stað ágreiningur um forsjá brotaþola. Hafi móðir brotaþola viljað ein hafa forsjána. Ákærði hafi ekki verið sáttur við það en ákveðið að gefa hana eftir. Brotaþoli hafi hætt í umgengni hjá ákærða við þetta. Um leið hafi alfarið verið klippt á samskiptin þeirra á milli. Brotaþoli hafi í framhaldi verið ættleiddur af stjúpföður sínum. Hann hafi verið á aldursbilinu ellefu til tólf ára þegar þetta var. Um leið hafi verið klippt á tengsl brotaþola við hálfsystkini hans og ömmu. Ákærði kvaðst minnast þess að brotaþoli hefði oft kvartað um höfuðverk og magakvalir og verið með uppköst og kvíða. Hafi ástæðan verið sú að brotaþola hafi liðið illa innan um önnur börn á heimili ákærða. Á kærði kvaðst ekki minnast þess að brotaþoli hefði kvartað um eymsli í endaþarmi. Hafi brotaþoli verið með eymsli hafi það sjálfsagt tengst mataræði. Ákærði kvaðst aldrei hafa læst brotaþola inni, svo sem brotaþoli héldi fram í skýrslum hjá lögreglu. Brotaþ að herbergi hans verið hallað aftur. Henni hafi hins vegar aldrei verið læst. Ákærði kvaðst hafa átt skotvopn á yngri árum brotaþola. Það hafi ávallt verið læst inni í skáp. Hafi það aldrei ver ið tekið fram og ákærði aldrei hótað brotaþola með því. Ákærði kvaðst ekki hafa gefið brotaþola leikföng umfram önnur börn á heimilinu. Þá hafi ákærði ekki kallað brotaþola nöfnum eins og aumingja. Hafi hann aldrei refsað brotaþola með líkamlegu 7 ofbeldi. Á kærði kvaðst aldrei hafa átt nein samskipti við síðari eiginmann móður brotaþola Stirt hafi verið í upphafi á milli ákærða og barnsmóður hans vegna ágreiningsins um forsjána yfir brotaþola. Það megi sjá í bréfasamskiptum sem gengið hafi á milli á sínum tím a. Hafi ákærði m.a. borið upp á stjúpföður brotaþola að hann hefði gengið í skrokk á brotaþola. Það hafi verið rangar sakir af hálfu ákærða og enginn fótur verið fyrir þeim. Á þessum tíma hafi einfaldlega verið það mikil leiðindi í gangi á milli aðila. Sum t sem hafi verið sagt hafi verið hatur af hálfu ákærða í garð stjúpföður brotaþola. Hafi ákærði jafnvel talað um kynferðislega misnotkun, sem hafi verið uppspuni af hálfu ákærða. Forsjárdeilan hafi verið ákærða erfið. Ákærði kvað brotaþola hafa farið í gre iningu eftir að upp úr samskiptum þeirra á milli hefði slitnað. Hann kvaðst aldrei hafa brotið gegn brotaþola eins og brotaþoli héldi fram. Þá hafi hann aldrei boðið honum eða öðrum börnum á heimilinu áfengi. Hann hafi ekki heldur sýnt brotaþola klámfengið myndefni þar sem ýmist fullorðnir einstaklingar eða börn hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af hálfu fullorðinna karlmanna. Ákærði kvað málið hafa haft mjög slæm áhrif á sig. Hafi hann misst vinnuna vegna þessarar kæru. Brotaþoli hefur lýst atvikum þannig að eftir að foreldrar hans hafi slitið samvistir hafi hann verið aðra hverja helgi hjá ákærða. Hafi hann farið til ákærða á föstudegi og verið þar fram á sunnudag eða mánudag. Fyrstu minningarnar um þessar pabbahelgar séu frá því að ákærði var um fjögurra ára að aldri. Minningarnar frá pabbahelgunum hafi ekki verið góðar. Í fyrstu hafi hann farið til ákærða þar sem ákærði bjó að [...] í Reykjavík. Brotaþoli hafi oftast verið einn með ákærða, en stundum hafi hálfbróðir hans, F , ver ið þar einnig. Ekki myndi ákærði þó mikið eftir bróður sínum frá þessum tíma. Á meðan ákærði bjó að [...] hafi ákærði töluvert notað áfengi. Hafi hann beitt brotaþola bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Það hafi verið á árunum 1996 til 1997. Ákærði hafi káf að á kynfærum brotaþola innanklæða. Hafi ákærði bæði snert kynfæri og rass brotaþola. Þá hafi hann látið brotaþola káfa á kynfærum ákærða. Hafi ákærða orðið sáðlát við aðfarirnar. Ákærði hafi beitt brotaþola ofbeldi og hótað honum með hnífi. Eins hafi hann beint riffli að brotaþola til að fá hann til að hlýða. Ákærði hafi síðan gefið brotaþola dót til að hann myndi ekki segja frá. Ofbeldi af hálfu ákærða hafi átt sér stað meira og minna allar þær helgar sem brotaþoli hafi verið hjá ákærða. Brotaþoli hafi sí ðan verið læstur inni í herbergi þegar hann hafi átt að fara að sofa. Sonur ákærða hafi þá verið annars staðar í íbúðinni. Brotaþoli kvaðst samt telja að sonur ákærða hefði séð eitthvað af brotum ákærða. Á þessum árum hafi brotaþoli stundum farið heim til ömmu sinnar, móður ákærða. Ákærði hafi síðan búið að [...] , en það hafi verið 8 árin 1997 til 1999. Þá hafi ákærði verið búinn að taka upp sambúð með B . Fyrir hafi B átt dótturina C . Ekki myndi brotaþoli eftir herbergjaskipaninni en brotaþoli hafi verið með sérherbergi. F , bróðir ákærða, hafi haldið áfram að koma annað hvert skipti sem brotaþoli hafi komið. Ákærði hafi haldið uppteknum hætti í brotum sínum gagnvart brotaþola. Brotin hafi hins vegar orðið grófari og ákærði meira ógnandi. Þá hafi brotin orðið t íðari. Ákærði hafi áfram káfað á kynfærum brotaþola, auk þess sem ákærði hafi reynt að káfa á kynfærum C . Eins hafi brotaþoli þurft að káfa á ákærða. Á þessum tíma hafi ákærði byrjað að hafa endaþarmsmök við brotaþola. Hafi það oft átt sér stað, í annað hv ert skipti sem brotaþoli hafi komið. Hafi ákærði stungið getnaðarlim sínum inn í rass brotaþola. Ákærði hafi fengið sáðlát við aðfarirnar. Ákærði hafi strokið getnaðarlim brotaþola og hafi ákærði látið brotaþola strjúka getnaðarlim ákærða. Brotaþoli kvaðst á þessum tíma yfirleitt hafa farið einu sinni um helgi í bað. Ákærði hafi verið inni á baði og horft á brotaþola í baðinu. Ákærði hafi í þessum heimsóknum brotaþola verið ógnandi og með hótanir. Hafi hann hótað því að ganga frá brotaþola, móður brotaþola og stjúpföður brotaþola. Ákærði hafi ógnað brotaþola með hnífi, sem og riffli. Þá hafi ákærði kallað stjúpföður brotaþola öllum illum nöfnum og sagt að hann hefði lagt hendur á brotaþola, sem ekki hafi verið rétt. Á árunum 1999 til 2001 hafi ákærði búið að [...] í Reykjavík. Brot ákærða hafi haldið áfram þar. Á því tímabili hafi ákærði í eitt skipti haft endaþarmsmök við brotaþola. Brotaþoli hafi verið með herbergi í [...] og ákærði læst brotaþola þar inni á kvöldin. Þegar þar var komið hafi yngri hálfsystk ini brotaþola, G og H, verið komin til sögunnar. Hafi brotaþoli reynt að passa þau svo að ákærði myndi ekki brjóta gegn þeim. Hafi ákærði reynt að gera það sama við þau og hann hafi gert við brotaþola. Samband ákærða og C hafi ekki verið gott á þessum tíma og hafi ákærði reynt að káfa á henni. Hafi brotaþoli reynt að komast undan brotum ákærða. Eftir veruna í [...] hafi ákærði um tíma búið heima hjá móður sinni í [...] . Hafi samband ákærða og móður hans ekki verið gott og ákærði beitt móður sína ofbeldi. Ák ærði hafi ekki búið lengi þar. Á árunum 2001 til 2003 hafi ákærði búið að [...] í Kópavogi. Þegar þar var komið sögu hafi F, bróðir brotaþola, verið hættur að koma til ákærða. Á [...] hafi verið bílskúr sem ákærði hafi farið með brotaþola út í. Þar hafi ha nn áfram beitt brotaþola líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hafi hann áfram káfað á kynfærum brotaþola. Þegar þar var komið hafi ákærði ekki lengur haft endaþarmsmök við brotaþola. Þarna hafi ákærði hins vegar reynt að fá brotaþola til að káfa á C stjúpsystur s inni. Í nóvember 2007 hafi brotaþoli hætt að fara heim til ákærða um helgar. Hafi brotaþoli ekki getað hugsað sér að fara lengur heim til ákærða. Hann hafi hins vegar ekki sagt móður sinni ástæðuna. Hafi brotaþola verið búið að líða mjög illa lengi yfir 9 he lgunum sem hann dvaldi hjá ákærða. Sú líðan hafi stigmagnast. Brotaþoli kvað ákærða hafa sýnt sér klámfengið myndefni þar sem fullorðið fólk hefði beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Hafi það verið meira og minna frá fjögurra ára aldri brotaþola. Á meðan þei r hafi horft á efnið hafi ákærði káfað á brotaþola. Ákærði hafi sýnt brotaþola myndefnið inni í herbergi ákærða og hurðin hafi verið læst á meðan. Brotaþoli kvaðst ekki minnast þess að ákærði hefði gefið sér áfengi þegar hann hefði komið til ákærða. Brotaþ oli kvaðst hafa ákveðið að segja ömmusystur sinni frá brotum ákærða. Þá hafi brotaþoli verið um tvítugt. Brot ákærða hafi um það leyti birst brotaþola ljóslifandi. Fram að því hafi honum fundist sem brot ákærða væru gjald sem brotaþoli þyrfti að greiða. Br otaþoli hafi farið í Bjarkarhlíð áður en hann hafi lagt fram kæru. Hafi hann verið búinn að burðast með þessi brot án þess að vita hvað hann gæti gert. Í Bjarkarhlíð hafi brotaþoli verið greindur með röskun. Viðtöl þar hafi hjálpað brotaþola að glíma við a fleiðingar af verknaði ákærða. Brot ákærða hafi haft áhrif á allt líf brotaþola. Brotaþoli kvaðst búa einn í úrræði með stuðningi. Þá væri hann í atvinnu með stuðningi. Móðir brotaþola kvaðst á árinu 1996 hafa leitað í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis af há lfu ákærða. Ofbeldið hafi bæði verið líkamlegt og andlegt. Í Kvennaathvarfinu hafi hún verið í sex vikur. Leitað hafi verið sátta með henni og ákærða og í framhaldi ákveðið að brotaþoli færi til ákærða um svonefndar pabbahelgar. Þær hafi reynst brotaþola e rfiðar. Hafi hann á þeim tíma verið mjög háður móður sinni. Kvíði hafi jafnan gert vart við sig hjá brotaþola þrem til fjórum dögum fyrir þessar helgar með ákærða. Mikil vanlíðan hafi verið hjá brotaþola og sú vanlíðan hafi stigmagnast. Hafi móðirin ekki á ttað sig á því hvað væri að gerast. Myndi móðirin sérstaklega eftir einu tilviki þar sem ákærði hefði sótt brotaþola á Hlemm. Hafi móðirin látið brotaþola frá sér þar og brotaþoli farið grátandi með ákærða. Það hafi verið mjög erfitt. Eftir helgarnar hafi tekið tvo til þrjá daga að ná brotaþola aftur niður. Þá hafi þurft að taka mikið utan um brotaþola og sýna honum hlýju. Hafi starfsmenn í þeim skólum sem brotaþoli hafi verið í fundið fyrir þessum breytingum á brotaþola. Ekki hafi hún gert sér grein fyrir því hvort ákærði væri að beita brotaþola ofbeldi. Ákærði hafi drukkið mikið áfengi á sambúðartíma þeirra. Brotaþoli hafi byrjað í grunnskóla 1998. Hafi honum gengið vel til að byrja með, sérstaklega í stærðfræði og lestri. Samt hafi brotaþoli ávallt þurft stuðning og manneskju með sér. Hegðun hans í kringum pabbahelgarnar hafi orðið sífellt verri eftir því sem hann hafi orðið eldri. Hafi verið haft samband úr skólanum vegna þessa. Það hafi alltaf verið fyrir þessar helgar og hafi móðirin farið með brotaþola til læknis vegna þessarar vanlíðanar. Aldrei hafi fundist nein skýring á þessu, en vanlíðan 10 brotaþola hafi horfið um leið og hann hafi hætt að fara til föður síns, sem hafi verið á árinu 2003. Hafi móðirin verið kölluð á fund í skólanum þar sem starfsfólk skólans hafi sagt að þessum pabbahelgum yrði að ljúka. Móðurina hafi þá verið farið að gruna að eitthvað sérstakt hefði verið í gangi. Ömmusystir brotaþola lýsti því að brotaþoli hefði greint henni frá misnotkun ákærða þegar brotaþoli hefði verið sautján eða átján ára að aldri. Hann hafi í fyrstu ekki viljað ræða málið en það hafi komið síðar. Í framhaldi af því samtali hafi brotaþoli síðan lagt fram kæru í málinu. Brotaþoli hafi átt erfitt með að greina frá atvikum en hann hafi lýst því hvernig ákærði he fði strokið brotaþola og látið brotaþola strjúka sig. Hafi brotaþoli átt erfitt með að horfast í augu við atvikin. Hafi hann grátið þegar hann hafi lýst því sem fyrir hann hefði komið. B , fyrrum maki ákærða, kvaðst hafa kynnst brotaþola fljótlega eftir að hún hafi byrjað með ákærða. Hafi ákærði verið með brotaþola aðra hverja helgi. Samband þeirra hafi verið fínt og hún ekki orðið vitni að ofbeldi af hálfu ákærða til að byrja með. Síðar á sambúðartímanum hafi ákærði beitt alls konar ofbeldi, sérstaklega í orðum. Hafi ákærði sagt brotaþola aumingja og vesaling. Hafi það einkum verið þegar ákærði hafi verið undir áhrifum áfengis, sem hafi verið oft. Hegðun ákærða hafi síðan færst yfir í líkamlegt ofbeldi. Hafi hann t.a.m. tekið fast í hönd brotaþola þannig að brotaþoli hafi verið með marbletti eftir. Hafi hann neytt aflsmunar. Þá hafi hann átt það til að stinga tám upp í munn brotaþola og hafi hann gert það við fleiri á heimilinu en brotaþola. Brotaþoli hafi verið læstur inni í herbergi. Hafi ákærði gert það o g B einnig. Það hafi þó ekki verið oft og þá um miðjan dag. Hafi brotaþoli verið vælinn og viðkvæmur og farið í taugarnar á ákærða og B . Ákærði hafi verið með skotvopn á heimilinu og hafi hann átt það til að ógna B með því. Þá hafi hann verið drukkinn. Sam band B og brotaþola hafi verið gott í upphafi en brotaþoli hafi síðan orðið viðkvæmari og viðkvæmari. Hafi hún ekki vitað ástæðu þess. Það hafi komið fyrir að B væri í vinnu þegar brotaþoli hefði komið. Hafi ákærði þá verið einn með brotaþola og C . F hafi sjaldan komið á heimilið. Ekki myndi B sérstaklega eftir því að ákærði hefði verið að gefa börnunum gjafir. B kvaðst ekki hafa orðið vör við kynferðislegt ofbeldi af hálfu ákærða gagnvart börnunum á heimilinu en hún hefði orðið vör við að ákærði væri að horfa á klám inni í herbergi. Hafi hún oftast verið með honum þegar það hafi verið. Ekki hafi hún haft vitneskj u um að hann hefði horft á klám með börnunum. C , uppeldisdóttir ákærða, kvaðst hafa verið sex ára að aldri er hún hefði kynnst ákærða. Þá hafi móðir hennar flutt inn til ákærða á [...] . Brotaþola hafi hún kynnst í 11 framhaldi. Samband hennar og brotaþola h afi verið erfitt. Hafi þau rifist og slegist. Brotaþoli hafi verið með sérherbergi á [...] . Samband ákærða og brotaþola hafi stundum verið gott. Brotaþoli hafi komið aðra hverja helgi í umgengni og hafi honum liðið illa í umgengninni en C þá ekkert velt fy rir sér ástæðum þess. C myndi eftir tilvikum þar sem ákærði hefði troðið tám upp í brotaþola. Þá hafi ákærði yfirleitt verið undir áhrifum áfengis, sem hafi verið oft á þessum tíma. Hafi hann haft niðrandi orð um brotaþola eins og að hann væri aumingi. Hún hafi oft séð ákærða rassskella brotaþola og loka hann inni í herbergi. C kvaðst muna eftir því að ákærði hefði eitt sinn gefið henni áfengi að drekka. Það hafi verið í sumarbústað. Ekki myndi C eftir því að hafa orðið vitni að kynferðislegu ofbeldi af hál fu ákærða í garð brotaþola eða að brotaþoli hefði verið látinn strjúka hana. Ákærði hafi oft verið ölvaður úti í bílskúr á [...] . C kvaðst hafa orðið vitni að því einu sinni að ákærði hefði horft á klám með brotaþola. Þá hafi hún og brotaþoli setið sitt á hvoru læri ákærða. Atvikið hafi átt sér stað í svokölluðu tölvuherbergi á heimili þeirra. F hafi sjaldan verið á heimili ákærða. I , sonur ákærða, lýsti því að hann byggi á heimili ákærða. Þar liði honum vel. Ætti hann góð samskipti við systkini sín og fað ir hans væri góður við hann. G , dóttir ákærða, kvaðst hafa verið fimm ára þegar brotaþoli hefði hætt að koma á heimili ákærða. Myndi hún ekki mikið eftir brotaþola. Ekki myndi hún eftir því að hafa séð ákærða brjóta gegn brotaþola á sínum tíma. H , sonur ákærða, lýsti því að ákærði hefði alla tíð verið mjög hjálplegur maður. Ekki myndi vitnið eftir brotaþola og þar með ekki því að hafa orðið vitni að því að ákærði hefði á nokkurn hátt brotið gegn brotaþola á meðan brotaþoli hefði komið í umgengni. F , sonur ákærða, kvaðst hafa verið í umgengni hjá ákærða föður sínum á árunum 1996 til 2003. Það hafi verið á sama tíma og brotaþoli hafi verið í umgengni. Aldrei hafi vitnið orðið þess áskynja að ákærði hefði brotið kynferðislega gegn brotaþola. Þá mynd i vitnið ekki eftir því að ákærði hefði verið að sýna börnunum klámfengið myndefni. Ákærði hafi stundum verið undir áhrifum áfengis á heimili sínu. Móðir ákærða kvaðst ekki hafa getað merkt annað en að samband ákærða og brotaþola hefði verið gott á meðan brotaþoli hefði verið í umgengni hjá ákærða. F , sonur ákærða, hafi yfirleitt verið í umgengni hjá ákærða á sama tíma og brotaþoli. Brotaþoli hafi verið sérstakt barn og yfirleitt ekki tekið þátt í leik þegar önnur börn hafi verið á heimilinu líka. Hafi han n þolað önnur börn illa. Brotaþoli hafi sótt í ákærða eins og önnur börn ákærða. 12 Fyrir dóminn komu fyrrum umsjónarkennari brotaþola í [...] , fyrrum námsráðgjafi við skólann og fyrrum aðstoðarskólastjóri. Staðfestu þau að hafa í sameiningu staðið að yfirlýs ingu varðandi brotaþola sem gefin var út 5. mars 2004. Fram kom í vætti þeirra að brotaþoli hefði sýnt verulega breytta hegðun eftir að hann hætti umgengni við ákærða, föður sinn. Þær helgar sem brotaþoli hafi farið í umgengni hafi valdið mikilli spennu og vanlíðan hjá brotaþola. Mynstrið hafi verið það að dagarnir fyrir þessar helgar hafi orðið verri. Hafi brotaþoli ekki viljað fara til föður síns. Ekki myndu vitnin eftir því að hafa gefið út viðlíka vottorð í öðrum tilvikum. Ekki hafi í annan tíma verið g efið út vottorð þar sem mælt hefði verið með því að barn hætti að umgangast foreldri sitt. Fyrir dóminn kom sálfræðingur sem staðfesti vottorð sitt frá 5. mars 2004 vegna brotaþola. Þá kom fyrir dóminn félagsráðgjafi sem tók viðtöl við brotaþola við komu í Bjarkarhlíð og ritað hefur greinargerð vegna þeirra viðtala dagsetta 12. janúar 2018. Í vætti félagsráðgjafans kom fram að brotaþoli hefði komið í nokkur viðtöl þar sem hann hefði greint frá ofbeldi af hálfu ákærða þegar brotaþoli var á aldursbilinu fimm til ellefu ára. Brotaþoli hafi opnað sig meir og meir eftir því sem viðtölin hafi orðið fleiri. Hann hafi greint frá miklu ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu. Fram hefði komið að ákærði hefði nauðgað brotaþola. Hann hafi ekki gert grein fyrir því af hverj u hann hefði ekki lagt fram kæru fyrr en raun bar vitni. Hann hafi þó talað um að verknaðurinn hefði verið búinn að þjaka sig lengi og honum hefði liðið illa lengi. Kvaðst félagsráðgjafinn telja að brotaþoli hefði sennilega áttað sig æ betur á því hvað vær i að trufla hann. Hann hafi átt mjög erfitt með að lýsa ofbeldinu af hálfu ákærða og notað bendingar fremur en orð. Fram hafi komið að ákærði hefði einnig hótað brotaþola með hnífi og skotvopni. Brotaþoli hafi sýnt töluverð einkenni áfallastreituröskunar. Fyrir hafi legið að brotaþoli væri greindur með ódæmigerða einhverfu og kvíðaröskun. Af þeim ástæðum hafi félagsráðgjafinn þurft að fara öðru vísi að honum en öðrum viðmælendum. Hann hafi verið einlægur í viðtölum. Heilsugæslulæknir sem annaðist brotaþola á hans yngri árum lýsti því að brotaþoli hefði komið nokkuð oft á heilsugæslustöð þegar hann var yngri. Hafi það einkum tengst líkamlegum umkvörtunum. Hann hafi lýst uppköstum, verk í kviðarholi og kvíða fyrir þeim helgum sem hann hafi þurft að vera hjá f öður sínum. Eins hafi hann komið vegna verks í endaþarmi. Það hafi verið skoðað og ekki verið um skurð eða sár að ræða. Hann hafi fengið endaþarmskrem vegna þessa. Erfitt sé að segja til um orsakir þessa verkjar. Gillinæð hafi ekki verið lýst sem ástæðu ve rkjarins, enda væri hún ekki algeng hjá börnum. Brotaþoli hafi virkað einlægur í samskiptum og ekki virst ýkja eða ljúga til um veikindi sín. 13 Barnalæknir, sem annaðist brotaþola frá því að hann var sjö ára, gerði grein fyrir því að brotaþoli hefði verið sendur til hans vegna seinþroska og sérkennilegrar hegðunar. Síðar hafi brotaþoli farið í greiningarviðtöl þar sem hann hafi verið greindur með ódæmigerða ei nhverfu. Slík einhverfa væri þannig að hegðun viðkomandi væri ódæmigerð á ákveðnum sviðum. Brotaþoli hafi síðast komið til læknisins 2013. Skynhugsun brotaþola væri þannig að hann vantaði það að geta lesið í aðstæður. Hann hafi ekki verið greindur með sein þroska en sýni því takmarkaðan skilning hvað sé að gerast í kringum hann. Ekki sé ástæða til að efast um minningar brotaþola. Niðurstaða Ákærða er gefið að sök kynferðisbrot gegn syni sínum, brotaþola í máli þessu, á þáverandi heimilum ákærða á árunum 1996 til 2003, þegar brotaþoli var 4 til 11 ára gamall. Ákærða er gefið að sök að hafa beitt brotaþola ofbeldi og ólögmætri nauðung þar sem hann nýtti sér yfirburði sína gagnvart drengnum og braut gegn trausti hans og trúnaði með því að káfa í fjöld a skipta á kynfærum hans og láta hann sömuleiðis káfa á kynfærum sínum. Auk þess hafi ákærði í fjölda skipta haft við brotaþola endaþarmsmök uns ákærði hafði sáðlát og hann hafi sýnt brotaþola klámfengið myndefni í tölvu þar sem myndefnið sýndi ýmist fullo rðna einstaklinga eða börn sem beitt voru kynferðislegu ofbeldi af hálfu fullorðinna karlmanna. Í ákæru eru brotin talin varða við 1. mgr. 194. gr. laga nr. 19/1940, og 1. og 2. mgr. 202. gr. sömu laga, sem og 209. gr. laganna og 3. mgr. 99. gr. laga nr. 8 0/2002. Ákærði neitar sök. Kveður hann framburð brotaþola rangan og tilhæfulausan. Ákærði hafi aldrei brotið gegn brotaþola með þeim hætti er í ákæru greinir. Brotaþoli kom fyrir dóminn og gaf þar skýrslu. Lýsti hann brotum ákærða. Framburður brotaþola fy rir dóminum var nokkuð á sama veg og þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu. Ekki var innbyrðis ósamræmi um mikilvægustu atriðin. Var brotaþoli einlægur og trúverðugur í frásögn sinni. Barnalæknir er annast hefur brotaþola frá unga aldri telur ekki ástæðu til að efast um minningar brotaþola. Ákærði hefur hins vegar verið ótrúverðugur í framburði sínum. Er það mat í fyrsta lagi byggt á því að ákærði hefur viðurkennt að hafa sent bréf til móður brotaþola, þegar forsjárdeila var í gangi um brotaþola, þar sem ák ærði staðhæfði að þáverandi fósturfaðir brotaþola hefði brotið kynferðislega gegn honum. Eins staðhæfði ákærði í bréfunum að fósturfaðirinn hefði beitt brotaþola öðru ofbeldi. Ákærði lýsti því hér fyrir dóminum að engin stoð hefði verið fyrir þessum fullyr ðingum og þær verið alfarið rangar. Samkvæmt 14 þessu skirrist ákærði ekki við að greina rangt frá þjóni það hagsmunum hans. Þá er til þess að líta að ákærði hefur alfarið synjað fyrir það að hafa sýnt brotaþola klámfengið myndefni. Brotaþoli hefur staðhæft a nnað, og fær sá framburður hans stoð í framburði uppeldisdóttur ákærða, C , sem staðhæfði það sama, auk þess sem fyrrum maki ákærða, B , lýsti því að ákærði hefði verið að horfa á klám í íbúð þeirra. Næst er, við mat á trúverðugleika ákærða, til þess að líta að ákærði hefur synjað fyrir að hafa verið með skotvopn á heimilinu sem hann hafi handleikið í samskiptum við brotaþola. Framburð brotaþola í þá veru styðja uppeldisdóttir ákærða og fyrrum maki, sem lýsa hinu sama. Eins hefur ákærði synjað fyrir að hafa l æst eða lokað brotaþola inni þegar brotaþoli var í umgengni. Það fer gegn samhljóða framburði uppeldisdóttur ákærða og fyrrum maka, sem styðja framburð brotaþola að þessu leyti. Til þess er að líta að á meðal gagna málsins er yfirlýsing, sem ákærði og fyrr um maki hans hafa undirritað, þar sem því er lýst að brotaþola líði vel á heimili ákærða. Fyrrum maki ákærða kveður yfirlýsinguna ranga. Fer hún einnig gegn gögnum um vanlíðan brotaþola á þessum tíma. Framburður móður brotaþola styður framburð brotaþola, s em og yfirlýsing fyrrum kennara og stjórnenda [...] sem hafa staðhæft að pabbahelgar hafi valdið mikilli vanlíðan hjá brotaþola. Styður allt þetta staðhæfingar brotaþola, en gerir framburð ákærða um leið ótrúverðugan. Þegar til þeirra atriða er litið sem h ér hefur verið gerð grein fyrir verður trúverðugur framburður brotaþola lagður til grundvallar niðurstöðu. Samkvæmt því er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi brotið gegn brotaþola svo sem í ákæru greinir. Brot ákærða voru framin í einni brotasamfe llu á árabilinu 1996 til 2003 og því um áframhaldandi röð brota að ræða. Voru þau ekki fyrnd er rannsókn vegna þeirra hófst hjá lögreglu. Verður ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru og er háttsemi hans þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Á kærði er fæddur í ma í 1961. Sakaferill hans hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar. Brot ákærða voru alvarleg og beindust að mikilverðum hagsmunum. Beitti hann barnungan son sinn kynferðislegu ofbeldi árum sama. Voru brotin framin í skjóli trúnaðartrausts sem ríkti á milli ákæ rða og brotaþola. Á ákærði sér engar málsbætur. Með hliðsjón af því er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sjö ár . Af hálfu brotaþola er krafist skaðabóta að fjárhæð 3.000.000 króna auk vaxta. Í bótakröfunni er vísað til þess að brot ákærða hafi haf t mikil áhrif á líf brotaþola og valdið honum miklum miska. Um bótagrundvöll er vísað til 26. gr. laga nr. 50/1993. Ákærði hefur með saknæmri og ólögmætri háttsemi sinni valdið brotaþola miskatjóni. Með vísan 15 til brota ákærða, sem voru alvarleg og stóðu yf ir í allt að sjö ár, og þeirra afleiðinga sem þau hafa haft á líf brotaþola, eru miskabætur hæfilega ákveðnar 3.000.000 króna. Um vexti fer sem í dómsorði greinir. Hefur þá verið tekið tillit til þess að réttargæslumaður breytti vaxtatímabili við munnlegan málflutning þannig að upphaf vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 miðist við 30. nóvember 2003. Ákærði greiði sakarkostnað samkvæmt yfirliti og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola, sem nánar greinir í dómsorði. Við ákvörðun málsvarnarlauna og þóknunar réttargæslumanns hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts . Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Dagmar Ösp Vésteinsdóttir aðstoðarsaksóknari. Símon Sigvaldason héraðsdómari kveður upp þennan dóm. D ó m s o r ð : Ákærði, X , sæti fangelsi í sjö ár. Ákærði greiði A 3.000.000 króna í miskabætur, ásamt vöxtum samkv æmt 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 30. nóvember 2003 til 25. júní 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 3.688.013 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Unnstein s Arnar Elvarssonar lögmanns, 2.608.650 krónur og þóknun réttargæslumanns brotaþola Elvu Daggar Ásudóttur Kristinsdóttur, 980.840 krónur. Símon Sigvaldason