Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 25. maí 2020 Mál nr. S - 2525/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Sindr a Jóns syni ( Trausti Ágúst Hermannsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 7. apríl 2020, á hendur Sindra Jónssyni, Hraunbæ 142, Reykjavík, fyrir eftirtalin umferðarlagabrot , með því að hafa: 1. Þriðjudaginn 8. október 2019 ekið bifreiðinni DT476 sviptur ökurétti austur Hraunbæ í Reykjavík. 2. Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 ekið bifreiðinni DT476 sviptur ökurétti um Hraunbæ í Reykjavík, við Bónus. Teljast brot í báðum liðum varða við 1. mg r. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 2 Ákærði hefur skýlaus t játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæð is í ákæru. Ákærði er fæddur í júní 1989 . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dag settu 31. mars 2020, gekkst ákærði undir greiðslu sektar með lögreglustjórasátt 1. október 2012, fyrir hraðakstur og akstur sviptur ökuréttindum. Hann var síðan dæmdur í 30 daga fangelsi með dómi 28. september 2016, meðal annars fyrir akstur sviptur ökurét tindum. Þá var hann dæmdur í 60 daga fangelsi 25. janúar 2017, fyrir akstur undir áhrifum áfengis og akstur sviptur ökuréttindum. Loks var hann dæmdur í 90 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára með dómi 23. janúar 2019, fyrir vörslur fíkniefna. Me ð brotum þeim sem ákærði er sakfelldur fyrir nú rauf hann skilorð síðastgreinda dóms ins og verður refsing samkvæmt honum því dæmd upp og refsing ákveðin í einu lagi, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar er við það miðað að ákærði hafi nú í fimmta sinn verið fundinn sekur um að ak stur sviptur ökuréttindum . Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls, dómvenju sem og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuð i . Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns , að meðtöldum virðisaukaskatti , svo sem í dómsorði greinir . Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigrún I . Guðnadóttir aðstoðarsaksóknari. Símon Sigvaldason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Sindri Jónsson , sæti fangelsi í 6 mánuði. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, 91.760 krónur . Símon Sigvaldason