Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur föstudaginn 29. maí 2020 Mál nr. E - 3207/2019: A (Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögmaður) gegn íslenska ríkinu (Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður) Dómur Mál þetta, sem höfðað var 25. júní 2019, var tekið til dóms að lokinni aðalmeðferð 19. maí sl. Stefnandi er A , búsettur í Tyrklandi. Stefndi er dómsmálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins, Sölvhólsgötu 7, Reykjavík. Í málinu gerir stefnandi þá kröfu að stefndi greiði honum bætur að fjárhæð 3.252.250 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 2.500.000 krónum frá 13. maí 2018 til 10. nóvember þess árs, af 2.700.000 krónum frá þeim degi til 3. janúar 20 19, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 3.002.250 krónum frá þeim degi til 10. febrúar 2019, en frá þeim degi af stefnufjárhæð til greiðsludags. Hann krefst einnig málskostnaðar eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krefs t aðallega sýknu, en til vara lækkunar kröfunnar, auk málskostnaðar. Helstu ágreiningsefni og yfirlit um málsatvik Í máli þessu er deilt um bótaskyldu stefnda vegna þvingunarráðstafana lögreglu og athafna lögreglu í tengslum við fjögur sakamál á árinu 20 18 þar sem stefnandi hafði stöðu sakbornings. Málin voru síðar öll felld niður á rannsóknarstigi. Stefnandi, sem er tyrkneskur ríkisborgari en af kúrdískum uppruna, telur afskipti lögreglu af sér almennt hafa einkennst af tungumálaörðugleikum og fordómum g agnvart múslímum. Stefndi hefur frá upphafi hafnað bótaskyldu og vísað til þess að stefnandi hafi sjálfur stuðlað að eða valdið aðgerðum lögreglu sem hafi að öllu öðru leyti verið réttlætanlegar. Með aðilum er ágreiningur um ýmis nánari atvik umræddra fjög urra mála. Í fyrsta lagi er um að ræða handtöku stefnanda kvöldið 13. maí 2018 á heimili fyrrverandi sambýliskonu í tilteknu sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu. Ágreiningslaust er að sambýliskonan hafði samband við lögreglu í tilefni af sjálfsvígshugleiði ngum 2 stefnanda en hann hafði m.a. skorið sig á kvið. Aðila greinir á um nánari atvik eftir að lögregla, þ.á m. sérsveit, mætti á staðinn og hóf afskipti af stefnanda. Einkum greinir aðila á um tildrög þess að sérsveit lögreglunnar skaut á stefnanda kúlu úr loft - eða gasstýrðu vopni í þeim tilgangi að yfirbuga stefnanda og handtaka hann. Fyrir liggur að eftir að téðri kúlu, sem samkvæmt framburði lögreglumanna er 40 mm að þvermáli og búin til úr einhvers konar plasti eða gúmmíi, var skotið á stefnanda var sp rautað yfir hann slökkviefni, hann handtekinn og farið með hann til aðhlynningar á spítala, en honum sleppt að svo búnu. Stefnandi gaf skýrslu vegna málsins 30. sama mánaðar. Við aðalmeðferð málsins gáfu þrír lögreglumenn á vettvangi skýrslu vegna þessa þá ttar málsins auk bróður stefnanda sem þó var ekki beinn sjónarvottur að atvikinu. Vegna þessa þáttar málsins hefur stefnandi vísað til þess að stefndi hafi ekki brugðist við áskorunum um að leggja upptökur af aðgerðum lögreglu fram í málinu. Í annan stað er um að ræða haldlagningu á farsíma stefnanda sama kvöld í framhaldi af því að fyrrverandi sambýliskona stefnanda hafði samband við lögreglu vegna ætlaðra hótana stefnanda um að birta af henni opinberlega persónulegar myndir sem hann geymdi í símanum. Atv ik eru á reiki, hvort sími stefnanda var geymdur í bifreið hans sjálfs eða bróður hans svo og hver afhenti lögreglunni símann þegar hún kom á vettvang að beiðni sambýliskonunnar. Stefnandi mun hafa samþykkt afritun símans 16. sama mánaðar eða sama dag og s ambýliskonan gaf skýrslu hjá lögreglu um málið. Hinn 24. sama mánaðar var tekin skýrsla af stefnanda vegna málsins og fékk hann símann afhentan að henni lokinni. Þriðja málið lýtur að handtöku stefnanda að kvöldi 28. sama mánaðar í framhaldi af því að fy rrverandi sambýliskona stefnanda og dóttir hennar höfðu samband við lögreglu snemma kvölds með stuttu millibili. Lýsti sú síðarnefnda því að stefnandi væri ölvaður á bifreið að elta móður hennar. Stefnandi hafði einnig sjálfur samband við lögreglu um svipa ð leyti og tilkynnti að konan hefði keyrt yfir fót hans á bifreið. Það athugast að nákvæmar tímasetningar um handtöku stefnanda eru á reiki í gögnum málsins. Ágreiningslaust er að í framhaldi af tilkynningu dótturinnar var stefnandi handtekinn á heimili sí nu og færður á lögreglustöð þar sem tekin voru úr honum tvö blóðsýni í þágu rannsóknar málsins. Af hálfu stefnda er vísað til þess að samkvæmt verklagsreglum lögreglu séu tekin tvö blóðsýni af sakborningi við þær aðstæður að grunur sé um ölvunarakstur man ns sem ekki er tekinn undir stýri, enda sé ekki unnt að taka þvagsýni. Þurfi þá jafnframt nokkur 3 tími að líða á milli þess að sýni séu tekin. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar var fyrra sýnið tekið kl. 19:02 í sýnatökuherbergi en hið síðara kl. 20:02 í fangakl efa að lokinni líkamsleit. Ágreiningslaust er að stefnandi var í haldi þar til u.þ.b. kl. 21:30, þegar hann var fluttur á geðdeild. Í málinu liggja ekki fyrir myndir úr vélum lögreglu en samkvæmt endurritum af samræðum sem fram fóru milli stefnanda og lögr eglumanna í sýnatökuherbergi óskaði hann ítrekaði eftir lögmanni svo og túlki. Í herberginu mun stefnandi hafa látið orð falla um hryðjuverkasamtökin ISIS og deila aðilar um hvort þau orð hafi mátt skilja svo að stefnandi styddi samtökin. Heldur stefndi þv í fram að ekki hafi farið á milli mála að stefnandi lýsti sig fylgjandi samtökunum og er það í samræmi við framburð lögreglumanna fyrir dóminum sem viðstaddir voru í sýnatökuherberginu í umrætt sinn. Stefnandi heldur því hins vegar fram að um hafi verið að ræða misskilning sem verði rakinn til þess að hann naut hvorki aðstoðar túlks né lögmanns. Er áréttað af hans hálfu að hann styðji ekki téð samtök og sé ekki fylgjandi hryðjuverkum. Ekki er um það deilt að umrædd orðaskipti urðu til þess að málið var tilk ynnt ríkislögreglustjóra og hann lét í þýðingu þessa atriðis fyrir sakarefni málsins er ekki ástæða til að rekja þessi atvik þess frekar. Við aðalmeðferð málsins gáfu þrír lögreglumenn skýrslu vegna umræddrar handtöku, þ.á m. þeir tveir lögreglumenn sem voru með stefnanda í svokölluðu lækna - eða sýnatökuherbergi á lögreglustöðinni. Fjórða málið lýtur að handtöku stefnanda 10. nóvember 2018 í kjölfar ásakana fyrrverandi samb ýliskonu stefnanda og sonar hennar um hótanir í síma. Stefnanda hafði þá verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni í tvo mánuði með úrskurði héraðsdóms 2. júní 2018 sem staðfestur var í Landsrétti 7. sama mánaðar. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar rædd u lögreglumenn fyrst við stefnanda á heimili hans og því næst við fyrrverandi sambýliskonu stefnanda svo og aðra heimilismenn þar. Mun stefnandi hafa verið handtekinn á hjóli skammt frá heimili sínu í framhaldinu. Ætlað brot er skráð kl. 14:39 í lögreglusk ýrslu en samkvæmt dagbók lögreglu var komið með stefnanda í fangageymslu kl. 16:02. Kemur þar einnig fram að eftir að hafa verið færður í fangaklefa hafi stefnandi notað rakvélarblað, sem hann faldi, til þess að skera sig. Samkvæmt dagbók lögreglu var haft samband við lækni kl. 10:18 næsta dag og kl. 15:50 er stefnandi bókað í dagbók að farið hafi verið með stefnanda á geðdeild þar sem ekki hafi verið talin 4 ástæða til a ð nauðungarvista hann og hafi að svo búnu verið komið með stefnanda aftur gögnum málsins undirritaði stefnandi ákvörðun lögreglustjóra um nálgunarbann hinn 11. nóvember 2018 og er ekki um það deilt að á þeim tíma naut hann aðstoðar lögmanns. Skýrsla var tekin af stefnanda þremur dögum síðar og þá einnig í tengslum við ætluð brot gegn áðurgreindu nálgunarbanni. Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi aðilaskýrslu auk bróður stef nanda og sálfræðings sem hafði stefnanda til greiningar í desember 2019. Þá komu fyrir dóminn alls sex lögreglumenn sem komu að áðurgreindum sakamálum stefnanda. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir bótarétt sinn á 246. gr. laga nr. 88 /2008 um meðferð sakamála, 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og almennum reglum skaðabótaréttar um vinnuveitendaábyrgð. Hann hafnar því að hafa með einhverjum hætti sjálfur stuðlað að eða valdið áðurgreindum þvingunarráðstöfunum. Að því er varðar h andtökuna 13. maí 2018 og eftirmál hennar telur stefnandi að aðgerðir lögreglu hafi brotið gegn meðalhófi. Stefnandi hafi aðeins hótað að skaða sjálfan sig, rætt við lögreglu og komið út þegar lögregla bað hann um það. Sú aðgerð að skjóta á stefnanda með g ervikúlu, sprauta á hann slökkvivökva og handjárna hafi brotið gegn meðalhófi, sbr. 12. og 3. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008 og 2. mgr. 13. gr. laga um lögreglumenn. Þá er einnig vísað til þess að aðgerðin hafi brotið gegn reglum um valdbeitingu lögregluman na og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna og um notkun á höggskotfærum. Þá telur stefnandi flutning á sjúkrahús hafa verið rétt viðbrögð og að handtaka hafi verið óþörf. Stefnandi áréttar að stefndi beri sönnunarbyrðina fyrir því að aðgerðin hafi ekki gengið lengra en nauðsyn krafði og einnig beri að meta allan skort á sönnun honum í óhag. Er minnt á í þessu sambandi að stefndi hafi ekki brugðist við áskorun stefnanda um að leggja fram myndbandsupptökur af atvikinu. Um haldlagningu síma stefnanda er vísað til þess að engar kynferðislegar myndir hafi reynst vistaðar á símanum. Þá hafi aðgerð lögreglu verið ólögmæt af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi hafi síminn verið í bíl stefnanda sem njóti friðhelgi. Í annan stað hafi ekki verið leitað samþykkis ste fnanda fyrir afritun símans fyrr en þremur dögum eftir haldlagningu. Í þriðja lagi hafi það hægt á málinu að ekki var stofnað mál utan um 5 haldlagninguna fyrr en tveimur dögum eftir hana og í fjórða lagi hafi 11 daga haldlagning verið of löng. Að því er sn ertir atvik 28. maí 2018 vísar stefnandi til þess að stefndi hafi viðurkennt þau mistök að hafa ekki heimilað stefnanda að hafa samband við verjanda. Stefnandi mótmælir því að þetta hafi ekki valdið stefnanda réttarspjöllum og vísar til þess að í samræðum við lögreglumenn hafi stefnandi sagt ýmislegt sem notað var gegn honum síðar og hann hafi ekki skilið sakargiftir og aðgerðir lögreglu nægilega vel. Vafalaust hafi þetta orðið til þess að frelsissvipting stefnanda varð lengri en ella. Einkum er vísað til þ ess að eftir síðari blóðsýnatöku hafi stefnanda ekki verið sleppt, svo sem venjulegt teljist við slíkar aðstæður. Stefnandi vísar einnig til þess að þetta hafi valdið því að lögregla misskildi og bókaði að hann væri ISIS - liði og hann var brennimerktur sem slíkur af íslenskum stjórnvöldum. Stefnandi telur í þessu sambandi að ályktanir og bókanir lögreglu hafi ekki einkennst af hlutlægni og sannleiksskyldu, sbr. 2. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008. Sem endranær verði stefndi að bera hallann af skorti á sönnun má lsatvika. Að því er varðar handtökuna 10. nóvember 2018 telur stefnandi að skilyrði hafi ekki verið fyrir handtöku. Þá hafi handtaka ekki verið nauðsynleg enda hafi stefnandi setið heima hjá sér í rólegheitum og gefið lögreglu sjálfviljugur upplýsingar. He fði því mátt boða stefnanda í skýrslutöku næsta dag. Stefnanda hafi liðið verulega illa í fangaklefa eftir handtöku en frelsissvipting hafi varað í um sólarhring. Því er mótmælt að handtaka hafi verið nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Stefnandi byggir á því að taka hefði átt skýrslu af honum strax í kjölfar handtöku en þess í stað hafi hann verið afklæddur, dýna tekin af honum og hann látinn afskiptalaus í klefa í 17 klukkustundir. Við þessar aðstæður hefði aðkoma geðheilbrigðisstarfsfó lks verið eðlileg. Hvað framangreind fjögur sakamál varðar byggir stefnandi á því að ljóst sé að hinar undirstrikuðu þvingunaraðgerðir eigi undir viðkomandi kafla laga nr. 88/2008, sbr. 68. gr., 2. mgr. 69. gr., 1. mgr. 77. gr., 1. mgr. 78. gr., 90. gr., 1 . mgr. 93. gr. og 2. mgr. 93. gr. laganna. Stefnandi byggir á því að hann hafi ætíð verið samvinnuþýður við rannsókn málanna og ekki neitað að svara spurningum eða villt um fyrir lögreglu í skýrslutökum. Burtséð frá hinni hlutlægu bótaábyrgð byggir stefnan di einnig á því að í máli hans hafi verið brotið gegn meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og meðalhófsreglu 3. mgr. 53. gr. sakamálalaga nr. 88/2008. Þannig telur stefnandi að þvingunarráðstafanir í máli hans hafi ekki verið í nægilegu samhe ngi við hegðun hans og þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Stefnandi telur að ljóst sé að lögregla og 6 önnur stjórnvöld hafi í máli hans brotið gegn meðalhófi við val á þvingunarráðstöfunum og þannig sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi sem hafi val dið honum tjóni, sem íslenska ríkið beri ábyrgð á með vísan til almennu sakarreglunnar. Þá telur stefnandi að bein orsakatengsl séu á milli andlegs tjóns sem hann hafi orðið fyrir og hinnar bótaskyldu háttsemi sem lýst er hér að framan. Stefnandi kveður má lin hafa valdið sér verulegu hugarangri, kvíða og hræðslu undanfarið ár og haft áhrif á daglega líðan hans og fjölskyldulíf. Líta beri til þess að um umfangsmiklar aðgerðir var að ræða sem fólu í sér víðtæk inngrip í friðhelgi einkalífs stefnanda, sbr. 71 . gr. stjórnarskrárinnar og 8 gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Að síðustu telur stefnandi einnig að rétt sé að líta til þess að margþættar rannsóknaraðgerðir lögreglu báru engan árangur og öll málin voru felld niður gagnvart honum, í samræmi við framburð h ans allt frá upphafi. Þess er krafist að stefnda verði gert að greiða stefnanda vexti skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá degi aðgerðanna til mánaðar frá þeim tíma að kröfubréf stefnanda voru send ríkislögmanni, en dráttarvexti frá þeim degi. Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir kröfu sína um sýknu á því að stefnandi hafi sjálfur stuðlað að eða valdið öllum aðgerðum lögreglu, sem hafi að öðru leyti allar verið réttlætanlegar. Að því er varðar atvik 13. maí 2018 vísar stefndi til þess mats lögreglu að nauðsynlegt hafi verið að ná fljótt tökum á því ástandi sem skapast hafði og koma í veg fyrir að stefnandi næði að skaða sjálfan sig meira en orðið var, meðal annars með hugsanlegr i sjálfsíkveikju. Stefnandi hafi verið yfirbugaður á fljótvirkan og öruggan hátt, gætt hafi verið meðalhófs og vægustu og hættuminnstu aðgerð beitt. Hafa verði í huga að jafnvel þótt stefnandi hafi orðið við tilmælum lögreglu um að koma aftur út á stigapal l þá hafi hann haldið á hníf og kveikjara og verið búinn að hella yfir sig eldfimum vökva. Jafnframt var að mati stefnda heimilt að skjóta stefnanda með höggskoti, sbr. 3. mgr. 8. gr. reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingart ækja og vopna. Gætt hafi verið meðalhófs og ekki beitt meira valdi en heimilt var eins og ástandið var á vettvangi. Hafi stefnanda verið sýnd fyllsta virðing og nærgætni, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Að því er varðar haldlagningu síma stefnanda er vísað til þess að fyrrverandi sambýliskona stefnanda eða bróðir hans hafi afhent lögreglu símann. Í ljósi atvika það kvöld hafi verið ljóst að stefnandi var ekki í ástandi til að gefa skýrslu eða veita samþykki 7 fyrir afritun símans. Ekkert hafi verið óeðli legt við afla þess samþykkis þremur dögum síðar. Stefndi vísar til 1. mgr. 69. gr. laga nr. 88/2008 um að lögreglu sé heimilt að leggja hald á muni án dómsúrskurðar og hafi aðgerð lögreglu því verið fyllilega lögmæt. Í því sambandi er jafnframt vísað til 3 . mgr. 69. gr. laganna um að stefnandi hafi getað borið haldlagninguna undir dómara. Þá telur stefndi þann tíma sem leið frá því að stefnandi veitti samþykki fyrir afritun símans þar til hann fékk símann til baka ekki óeðlilegan. Stefndi mótmælir fullyrðin gum í stefnu um að munaskýrsla hafi ekki verið gerð fyrr en 16. maí 2018, þremur dögum eftir haldlagninguna. Að því er varðar atvik 28. maí 2018 er á það fallist að réttur stefnanda til lögmannsaðstoðar hafi ekki verið virtur. Engu að síður telur stefndi að gögn málsins beri það með sér að stefnandi hafi ekki orðið fyrir réttarspjöllum af þessum sökum og séu því ekki skilyrði til skaðabóta. Stefndi leggur áherslu á að ekki hafi verið um eiginlega skýrslutöku að ræða og þá hafi lögreglumenn útskýrt fyrir s tefnanda réttarstöðu hans og hvað um var að vera. Komi fram í endurriti af myndbandsupptöku að stefnandi hafi aðspurður sagst tala ensku, en ekki skrifa hana. Hins vegar hafi hann neitað að skrifa undir blað um réttarstöðu handtekinna manna og beðið um túl k. Með hliðsjón af því að lögreglumenn höfðu átt nokkuð langt samtal á ensku við stefnanda, sem virtist ganga þokkalega framan af, þrátt fyrir að stefnandi talaði bjagaða ensku, þá hafi lögreglan mátt meta það sem svo að ekki væri þörf á túlki. Af hálfu s tefnda er því mótmælt að stefnandi hafi umrætt sinn verið látinn sæta þvingunarráðstöfunum í formi blóðsýnatöku og líkamsleitar, eins og fullyrt er í stefnu. Blóðsýnataka hafi byggst á umferðarlögum og hafi ekki þurfti úrskurð dómara til hennar. Líkamsleit hafi í reynd verið öryggisleit vegna vistunar í fangaklefa og því ekki rannsóknaraðgerð. Að því er snertir atvik 10. til 11. nóvember 2018 vísar stefndi til þess að rökstuddur grunur hafi verið um brot stefnanda sem gæti sætt ákæru. Stefnandi hafi verið undir áhrifum áfengis umrætt sinn og sjáanlega ör í skapi og hafi það því verið mat lögreglu að handtaka hans væri nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Stefndi vísar til þess að stefnandi hafi náð að fela brot af dúkahnífsblaði inni í fa ngaklefa og skorið sig í framhandleggi með því í klefanum. Hafi þetta orðið til þess að farið var með stefnanda á geðdeild, en ekki hafi verið talin ástæða til að leggja hann inn. Stefndi byggir á því að stefnandi hafi í öllum tilvikum valdið eða stuðlað a ð þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Stefndi telur að gögn málsins sýni að stefnandi 8 hafi verið afar ósamvinnuþýður við lögreglu og framburður hans oft mjög ruglingslegur, þrátt fyrir að túlkur væri viðstaddur. Í bótamáli sem þessu hljóti stefnand i að bera ábyrgð á því að hann neitaði ítrekað að fara eftir fyrirmælum lögreglu hinn 13. maí 2018. Þá beri stefnandi fulla ábyrgð á framkomu gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni, en það mál hlaut meðferð sem heimilisofbeldi hjá lögreglu. Sú framkoma st efnanda og ítrekaðar meintar hótanir hans hafi orðið til þess að nauðsynlegt var að grípa til þeirra þvingunarráðstafana sem beitt var í málunum. Til stuðnings varakröfu sinni vísar stefndi til þess að þvingunarráðstafanir sem beitt var hafi verið nauðsy nlegar til að koma í veg fyrir frekari brot og/eða til að tryggja að sönnunargögnum yrði ekki spillt. Miðað við þær aðstæður sem voru fyrir hendi í málunum og þá staðreynd að fyrrverandi sambýliskona, sem var kærandi í málunum, hafi verið afar óttaslegin v egna ítrekaðs ónæðis af hálfu stefnanda, þá sé það mat stefnda að stefnandi hafi í það minnsta stuðlað að því að aðgerðirnar gegn honum urðu með þeim hætti sem raun ber vitni og því beri að lækka bætur til hans með vísan til 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/20 08. Að öðru leyti er vísað til þess að bætur eigi að endurspegla eðlilegt tjón og ekki hafi verið lögð fram nein gögn sem sýni fram á að aðgerðir lögreglu hafi leitt til tiltekins tjóns. Bágt andlegt ástand stefnanda megi fyrst og fremst rekja til sambúðar slita og annarra atvika áður en kom til aðgerða lögreglu. Að því er varðar áskorun stefnanda um framlagningu á myndbandsupptökum er vísað til þess að lögmenn aðila hafi skoðað upptökurnar og fyrir liggi sameiginleg skýrsla þeirra um þær. Atvik málsins telj ist að öðru leyti að fullu upplýst með skýrslum fyrir dómi. Niðurstaða A Að því er varðar atvik málsins kvöldið 13. maí 2018 liggur fyrir að lögregla var kölluð að heimili fyrrverandi sambýliskonu stefnanda eftir tilkynningu frá henni. Segir í stefnu að stefnandi hafi verið búinn að skera sig á kvið og læsa sig inni á baðherbergi þegar lögreglu bar að garði. Þá ber gögnin málsins og framburði fyrir dómi saman um að þegar lögregla kom á staðinn hafi stefnandi verið æstur, blóðugur og búinn að hella yfir si g eldfimu efni. Einnig kom fram að stefnandi hafði skorið sig með dúkahníf í viðurvist lögreglumanna sem reyndu að ræða við hann og hótaði hann að kveikja í sér. Máttu lögreglumenn því allt eins gera ráð fyrir því að stefnandi væri vopnaður. Eins og 9 aðstæð um var háttað í umrætt sinn telur dómari engan vafa ríkja um að lögreglumönnum, þ.á m. sérsveitarmönnum, var heimilt að beita stefnanda valdi til þess að tryggja öryggi hans og annarra og afstýra því hættuástandi sem hegðun hans olli. Ekki er á það fallis t að sú aðgerð að skjóta 40 mm þar til gerðri kúlu að stefnanda hafi verið úr hófi eða verði með einhverjum hætti virt lögreglumönnum til sakar, hvorki með vísan til reglna lögreglunnar um valdbeitingu né almenns saknæmismælikvarða. Ekki er um það deilt að eftir handtöku var stefnandi fluttur á geðdeild og honum sleppt að lokinni aðhlynningu án frekari eftirmála af hálfu lögreglu. Var sá tími sem stefnandi taldist handtekinn þar af leiðandi skammur. Að mati dómara verður handtaka stefnanda í umrætt sinn og valdbeiting henni tengd alfarið rakin til stórháskalegrar háttsemi stefnanda sjálfs. Vegna þessara atvika á stefnandi því hvorki rétt á bótum samkvæmt 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 2. gr. laga nr. 17/2018, sakarreglunni né 26. gr. skaðabótalaga n r. 50/1993. B Að því er snertir haldlagningu á síma stefnanda 13. maí 2018 liggur fyrir að athafnir lögreglu byggðust á grun um að stefnandi hygðist nota myndir af fyrrverandi sambýliskonu sinni, sem hugsanlega voru geymdar í símanum, í refsiverðum tilgang i. Hvað sem þessu líður, svo og þeim vafa sem uppi er um það hvernig síminn komst nákvæmlega í hendur lögreglu, er ekki komin fram viðhlítandi sönnun fyrir því að stefnandi hafi valdið eða stuðlað að þessari aðgerð lögreglu, sem fellur undir IX. kafla laga nr. 88/2008. Þá telur dómari að nokkuð langur tími hafi liðið frá því að hald var lagt á símann þar til stefnandi fékk hann afhentan til baka, eða 11 dagar. Er þá litið til þess að stefnandi veitti samþykki fyrir afritun símans og greiddi þannig fyrir afr itun hans. Dómurinn fellst á að stefnandi eigi rétt á einhverjum miska samkvæmt 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 vegna téðrar rannsóknaraðgerðar, en stefnandi hefur ekki uppi fjárkröfu af þessu tilefni. C Svo sem áður greinir var stefnandi handtekinn 28. maí 2018 í framhaldi af því að dóttir fyrrum sambýliskonu stefnanda hafði haft samband við lögreglu og tilkynnt að stefnandi væri ölvaður á bifreið að elta móður hennar. Var stefnandi handtekinn á heimili sínu í framhaldi af tilkynningunni, meðal annars ve gna gruns um ölvunarakstur, og færður á lögreglustöð. Á það verður fallist með stefnda að eins og atvikum var háttað hafi verið nægilegt tilefni fyrir lögreglu að færa stefnanda á lögreglustöð til blóðrannsóknar. Hvað 10 sem þessu líður er ekkert komið fram u m að stefnandi hafi valdið eða stuðlað að handtökunni með einhverjum hætti. Á hann því rétt á bótum vegna handtökunnar samkvæmt reglu 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 enda er ekki deilt um að málið var síðar fellt niður. Við mat á fjárhæð bóta verður að horfa til þess að stefnanda var haldið í nokkurn tíma á lögreglustöðinni, þ.á m. var stefnandi hafður í haldi í fangaklefa í u.þ.b. einn og hálfan klukkutíma eftir að töku síðara blóðsýnis lauk án þess að fram hafi komið viðhlítandi skýringar af hálfu stef nda á nauðsyn þeirrar vistunar. Eins og ástandi stefnanda var háttað í umrætt sinn verður lögreglu hins vegar ekki gefið sjálfstætt að sök að hafa gert leit á stefnanda áður en hann var vistaður í fangaklefa. Fyrir liggur viðurkenning stefnda á því að mis tök hafi orðið við meðferð máls stefnanda í umrætt sinn með því að ítrekuðum beiðnum hans um aðstoð lögmanns og túlks var ekki sinnt, þó þannig að stefndi vísar til þess að stefnandi virðist, þrátt fyrir allt, hafa haft nægilega kunnáttu í ensku til að ræð a við lögreglumenn og átta sig sakargiftum. Þá mótmælir stefndi því að stefnandi hafi orðið fyrir réttarspjöllum vegna skorts á lögmannsaðstoð. Að mati dómsins verður að horfa til þess að réttur handtekins manns til lögmannsaðstoðar heyrir til grundvallar réttinda hans, sbr. 2. mgr. 28. gr. laga nr. 88/2008 og c - lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þótt ekki hafi verið um að ræða formlega skýrslutöku af stefnanda er enginn vafi á því að lögreglumönnum bar að bregðast við ítrekuðum óskum hans þar að lútandi. Þá telur dómurinn að brot lögreglu hafi verið þeim mun alvarlegra að um var að ræða erlendan mann með skerta burði til samskipta og skilnings á þeim aðstæðum sem uppi voru. Var því í reynd einnig vegið að rétti stefnanda til réttlátrar málsmeðf erðar samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 8. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995 og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Samkvæmt ítrekuðum fordæmum Hæstaréttar er litið svo á að brot gegn grundvallarréttindum man na jafngildi meingerð gegn frelsi, friði eða persónu manns í skilningi 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Athugast í því sambandi að stefndi hefur ekki sýnt fram á að afleiðingar téðs brots fyrir hagsmuni stefnanda hafi í reynd verið engar, svo sem átti við í dómi Hæstaréttar 28. febrúar 2013 í máli nr. 534/2012. Á stefnandi því rétt á miskabótum vegna téðra mistaka lögreglu samkvæmt 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993. Hins vegar verður mistökum lögreglu við að bregðast við beiðni stefnanda um 11 túlk ekki jafnað ti l meingerðar þannig að stefnandi eigi rétt á bótum af þeim sökum samkvæmt téðri lagagrein. Þá hafnar dómurinn því að tilkynning lögreglumanna til ríkislögreglustjóra um hugsanlega hættu af stefnanda í framhaldi af ummælum stefnanda í samræðum við lögreglum enn í umrætt sinn verði metin þeim til sakar eða geti með öðrum hætti leitt til bótaskyldu stefnda. D Áður eru rakin atvik í tengslum við handtöku stefnanda 10. nóvember 2018 og eru þau að mestu ágreiningslaus. Í málinu verður að leggja til grundvallar að á þessu tímamarki hafi nálgunarbanni stefnanda gagnvart fyrrverandi sambýliskonu hans verið lokið. Ekki er fram komið með óyggjandi hætti, gegn mótmælum stefnanda, að hann hafi í reynd hótað fyrrverandi sambýliskonu sinni og syni hennar eða brotið gegn áðu rgreindu nálgunarbanni meðan á því stóð. Gildir þá einu þótt í úrskurði héraðsdóms 15. nóvember 2018, þar sem stefnandi var að nýju látinn sæta nálgunarbanni, sé því slegið föstu að rökstuddur grunur sé um refsiverða háttsemi stefnanda að þessu leyti. Þótt dómurinn telji að gild ástæða hafi verið til afskipta lögreglu af stefnanda í umrætt sinn, meðal annars vegna þeirra atvika sem á undan höfðu gengið, jafngildir það ekki því að stefnandi hafi valdið eða stuðlað að handtökunni. Þá er haldlaus sú málsás tæða stefnda að handtaka stefnanda við þessar aðstæður hafi mátt helgast af því að koma hafi átt í veg fyrir áframhaldandi brot, enda bar þá lögreglu að leiða stefnanda án undandráttar fyrir dómara, krefjast gæsluvarðhalds á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 og að því búnu gefa tafarlaust út ákæru. Af gögnum málsins verður ráðið að stefnandi hafi verið í haldi lögreglu í u.þ.b. 24 klst. og fyrst tekin af honum stutt skýrsla undir lok gæslunnar. Jafnvel þótt fallist verði á að ölvun stefna nda og framkoma hans í haldi lögreglu, meðal annars sú háttsemi hans að vera með hnífsblað innan klæða og skera sig í upphandleggi, hafi tafið fyrir skýrslutöku telur dómurinn þennan tíma verulega úr hófi miðað þær sakargiftir sem hér var um að ræða. Þá te lur dómurinn að ekki hafi komið fram viðhlítandi skýringar á því hvers vegna ekki var aflað aðstoðar geðheilbrigðisstarfsfólks fyrr en að því er virðist eftir tæplega 20 klst. gæslu hjá lögreglu. Í málinu verður að telja sannað að stefnandi hafi verið lát inn dvelja í u.þ.b. 17 klst. í fangaklefa klæðalaus, án dýnu og án þess að fá viðhlítandi aðhlynningu. Fólst í þessu harðræði lögreglu ólögmæt meingerð gagnvart frelsi og persónu stefnanda 12 samkvæmt 26. gr. laga nr. 50/1993 og 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2 008, sem varðar stefnda sjálfstætt bótaskyldu. Samkvæmt öllu framangreindu verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnanda miskabætur sem þykja hæfilega ákveðnar 500.000 krónur. Er þá að stærstum hluta litið til ómannúðlegrar meðferðar lögreglu á stefnanda 10. til 11. nóvember 2018. Með vísan til 2. málsliðar 9. gr. laga nr. 38/2001 dæmast dráttarvextir frá dómsuppsögu. Það athugast að við aðalmeðferð málsins kom fram að fyrirliggjandi skýrslu sálfræðings hafi verið aflað beinlínis í tengslum við mál þetta og þá í þeim tilgangi að staðreyna miska stefnanda. Telst kostnaður vegna öflunar skýrslunnar því til málskostnaðar samkvæmt g - lið 1. mgr. 129. gr. laga nr. 91/1991 en ekki tjóns stefnanda samkvæmt framangreindu. Stefnandi nýtur gjafsóknar samkvæmt leyfi útgefnu 21. desember 2018 og greiðist allur gjafsóknarkostnaður hans þar af leiðandi úr ríkissjóði, þ.á m. þóknun lögmanns stefnanda, Auðar Tinnu Aðalbjarnardóttur, sem þykir hæfilega ákveðin 2.157.600 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Með hlið sjón af aðild málsins til varnar verður málskostnaður ekki dæmdur. Af hálfu stefnanda flutti málið Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður. Skúli Magnússon héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, A , 500.000 krónur í miskabætur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá uppsö gu dóms þessa. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun lögmanns hans, Auðar Tinnu Aðalbjarnardóttur, að fjárhæð 2.157.600 krónur. Skúli Magnússon