Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur miðvikudaginn 2. október 2019 Mál nr. S - 99/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( K ári Ólafsson, aðstoðarsaksóknari) g egn Aðalsteini Þ. Jónssyni ( Ingi Freyr Ágústsson, lögmaður) Dómur I. Mál þetta, sem var dómtekið 13. september 2019, var höfðað með ákæru lögreglu - stjórans á höfuðborgarsvæðinu , dagsettri 12. febrúar sama ár, á hendur Aðalsteini Þ. Jóns syni, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa laugardaginn 17. júní 2017, á Secret Solstice hátíðinni í Laugardal, haft í vörslum sínum 1,88 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni. Lögreglan veitti því athygli hvar ákærði kastaði frá sér gulum hólki sem innihélt efnin er hann varð þess var að lög regla nálgaðist. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. , laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. , reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíknie fni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakar kostn - aðar. Jafnframt er krafist upptöku á 1,88 grömmum af tóbaksblönduðu kannabis efni, sam kvæmt 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. 2 II. Samkvæmt lögregluskýrslu voru þrír lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda við eftir lit á fjölmennri tónlistarhátíð aðfaranótt 17. júní 2017 í Laugardal, Reykjavík. Höfð voru afs kipti af ákærða þar sem hann var talinn hafa kastað frá sér gulum hólki að trjám við göngustíg þegar hann varð var við lögreglu. Við frekari athugun kom í ljós að um var að ræða gult gleraugnahulstur sem virtist innihalda fíkniefni. Lagt var hald á hulstri ð með efnunum. Í beinu framhaldi var rætt við ákærða á staðnum og fengin heimild til leitar á honum. Ekkert saknæmt fannst við þá leit. Í skýrslunni er nánar greint frá sam tali lög - reglu manna og ákærða við framangreind afskipti, en ágreiningur er me ðal annars uppi um hvort eða hvað ákærði sagði við lögreglumenn í þeim samskiptum. Samkvæmt efnaskýrslu tæknideildar, dags. 28. júní 2017, reyndust hin haldlögðu fíkni efni vera 1,88 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni. Með útgáfu sektar gerðar 11. á gúst 2017 var ákærða gefinn kostur á því að ljúka mál inu án dómsmeðferðar innan tímafrests, sbr. 149. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð saka mála. Ekki reyndist unnt að ljúka málinu með þeim hætti og var málinu vísað til dóm stóla með framang reindri ákæru. III. Skýrslutökur fyrir dómi: Í skýrslu ákærða fyrir dómi kom meðal annars fram að hann kannaðist við að hafa verið á fyrrgreindri tónlistarhátíð. Hann hefði verið í fylgd með fleira fólki, meðal annars þá verandi kærustu, A , B og C . Hóp urinn hefði verið að færa sig frá útisvæði að inni svæði hátíðar innar í aðdraganda afskipta lögreglu. Ákærði hefði verið á gangi við hlið A og haldið utan um hana. Ákærði hefði fundið fyrir hreyfingu hjá henni eins og einhver hefði kippt í hana. Hann hefði hins vegar ekki séð hana kasta neinu frá sér. Lög reglu menn hefðu stuttu síðar haft afskipti af honum vegna fíkniefna sem fundust. Hann hefði í fyrstu haldið að um væri að ræða mis skiln ing. Hann hefði ekki verið með nein slík efni á sér og ekki ka st að þeim frá sér. Ákærði hefði ekki áttað sig á því hvað væri rétt í þessu fyrr en ein hverju síðar, að loknum afskiptum lögreglu. A hefði þá sagt honum hið rétta, nánar tiltekið að það hefði verið hún sem hefði verið með fíkni efnin á sér og kastað þei m frá sér í umrætt skipti. Hún hefði verið smeyk við lögreglu og farið í burtu. Þá hefði hún ekki síðar gefið sig fram við lög reglu vegna málsins til þess að leiðrétta misskilninginn. 3 Þessu til viðbótar bar ákærði um að hann hefði haft vitneskju um að A neytti stundum kannabisefna. Hann hefði hins vegar ekki orðið sérstaklega var við slíka neyslu hjá henni umrætt kvöld. Hún hefði hins vegar verið að reykja sígarettur. Ákærði hefði sjálfur ekki neytt kanna bisefna, hvorki umrætt kvöld né áður eða síðar, e f frá væri talið eitt skipti fyrir mörgum árum á ferðalagi hans erlendis. Almenn viðhorf ákærða til kannabis efna eða neyslu slíkra efna væru hins vegar af frjálslyndum toga. Ákærði hefði ekki verið spurður af lög reglu hvort A hefði átt eða verið með ef nin í vörslum sínum. Þá hefði hann ekki viljað koma þeim upp lýs ing um á framfæri við lögreglu vegna náinna tengsla við A á þeim tíma sem atvik áttu sér stað. Ákærði hefði ekki kannast við gler - augna hylkið sem lögreglan fann í umrætt skipti og hann hefði aldrei hand leikið hylkið. Ákærði taldi mögulegt að A ætti hylkið, án þess þó að hann gæti fullyrt það eða að hann hefði séð hana með hylkið umrætt kvöld. Þessu til skýringar tók ákærði fram að A notaði stund um sjóngler augu við lestur. Ákærði tók fram a ð hann hefði kannast við einn af lög - reglu mönn unum, sem kom að afskiptunum, frá því í barnæsku. Þegar ljóst hefði verið um þau tengsl hefðu tvær lögreglukonur tekið við og fengið að leita á honum. Hon um hefði fundist það sér kenni legt vinnu lag að kon ur leit uðu á karl manni við þær að stæður sem voru uppi. Þá kann aðist ákærði ekki við að fíkni efna leitarhundur hefði sýnt honum sér stakan áhuga um rætt kvöld í aðdraganda af skipt anna. Vitnið E , rannsóknarlögreglumaður, bar meðal annars um að hafa verið við eftirlit umrætt kvöld ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum sem voru með fíkni efna - leitarhunda. Hún og lögreglumaðurinn D hefðu gengið á móti manni sem henti frá sér hulstri. Þær hefðu sótt hulstrið, það hefði reynst vera gleraugnahulstur og innih ald þess hefði verið athugað. Í beinu fram haldi hefðu verið höfð af skipti af þeim manni sem henti hylkinu og það hefði reynst vera ákærði. Enginn annar en ákærði hefði komið til greina í því sambandi. E mundi ekki vel eftir því hvort annað fólk hefði v erið í fylgd með ákærða þegar gengið var á móti honum eða hvort önnur mann eskja hefði verið við hlið hans þegar hulstrinu var kastað. Því til skýr ingar vísaði E til langs tíma sem liðinn væri frá atvikum. Talsvert mikið af fólki hefði verið á svæð inu en ákærði hefði hins vegar virst vera í einn för þegar umrædd afskipti af honum áttu sér stað. E taldi alveg öruggt að það hefði verið ákærði sem kastaði hulstrinu þar sem hún hefði greinilega séð það gerast. Hún hefði rætt við ákærða á staðnum, skráð niðu r upp lýsingar í minnisbók og ritað frumskýrslu síðar vegna málsins. Aðspurð um beina til vitnun í gæsa löppum í skýrslu E , þar sem tiltekin ummæli voru höfð eftir ákærða á vett vangi, útskýrði hún að þau ummæli 4 væru bein orðrétt til vitnun úr hluta af s am tali við ákærða. E greindi frá því að það væri almennt verk lag hjá lög reglu að gæta að réttar stöðu sak born ings við afskipti af þessum toga en þess væri hins vegar ekki alltaf getið í frum skýrslu. Að því virtu taldi E að gætt hefði verið að rét tar stöðu sak born ings þegar rætt var við ákærða í fyrrgreint skipti. Vitnið F , lögregluvarðstjóri, gaf skýrslu símleiðis. F mundi vel eftir atvikum og útskýrði ástæður þess. F kvaðst hafa verið við störf á umræddri tón listarhátíð ásamt fleiri lög reg lu mönnum . Hann hefði verið með fíkniefnaleitarhund með sér. Umrædd atvik hefðu verið undir lok útidagskrár hátíðarinnar og innitónleikar verið að hefjast. Lögreglu - menn hefðu mætt ákærða, fíkniefnaleitarhundur F hefði snúið við og merkt á ákærða. Það að h undurinn merkti á ákærða hefði bent til þess að fíkn i efnalykt væri af hon um og það hefði jafnframt verið vísbending um að hann væri með fíkni efni á sér eða hefði verið að hand leika fíkniefni. F hefði stöðvað för ákærða og rætt við hann. F kvaðst hins vegar ekki hafa séð hvort ákærði henti ein hverju frá sér í aðdraganda afskiptanna en athygli hans hefði að miklu leyti beinst að hund inum. F minnti að ákærði hefði verið einn á ferð í að draganda afskiptanna en gat ekki fullyrt að svo hefði verið. Hið sama var þegar F var spurður um það hvort kona hefði verið í för með ákærða. F tók hins vegar fram að hann hefði aðeins rætt við ákærða og enginn annar hefði stoppað á sama tíma og virst vera í för með honum. F tók einnig fram að ef einhver annar hefði ver ið í för með ákærða, kona eins og ákærði héldi fram, og ef við komandi kona hefði verið með fíkniefni á sér eða verið að handleika fíkniefni, en ekki ákærði, þá hefði hundurinn merkt á kon una en ekki ákærða. Hundurinn gæti hins vegar aðeins fundið lykt af einni mann eskju í einu. Ef lykt væri af tveimur manneskjum á sama tíma þá veldi hundurinn aðra þeirra sem lyktin kæmi frá og þá að jafnaði þá manneskju sem meiri lykt væri af. Vitnið D , fyrrverandi lögreglumaður, kom fyrir dóminn og stað festi að hafa v erið við störf með fíkniefnaleitarhund á umræddri tónlistarhátíð, auk lög reglu mannanna F , sem einnig var með fíkniefnaleitarhund, og E . D mundi hins vegar ekki vel eftir atvikum og gat ekki borið um afskipti lög reglu af ákærða í umrætt skipti. D vísaði til langs tíma sem væri lið inn frá atvik um. D greindi almennt frá starfs aðferðum lögreglu með fíkniefnaleitar hunda. Þá bar D um að ekkert sérstakt hefði komið upp á vaktinni sem hefði truflað hundana eða virkni þeirra við umrætt fíkniefnaeftir lit og heilsa hundanna hefði verið góð. D út skýrði að fíkni efna leitarhundur væri þjálfaður til að finna lykt af fíkniefnum og það gæti bæði verið vegna þess að maður væri með fíkniefni á sér en einnig að hann hefði með höndlað fíkni efni einhverju áðu r o.fl. 5 Vitnið A , fyrrverandi kærasta ákærða, bar um að hafa verið á um ræddri tónlistarhátíð með ákærða, B o.fl. A hefði verið í nánu sam bandi við ákærða á þessum tíma. Samband þeirra hefði varað í um fjögur ár með hléum inn á milli. A hefði á þessum tíma verið mikið með ákærða og búið hjá honum. Þá hefði A umrætt kvöld verið með kannabisefni meðferðis í gler augna hulstri. Hulstrið hefði A keypt sérstaklega til þess að geyma í því fíkniefni. A kannaðist hins vegar ekki við að nota sjóngler augu en kvaðst stundum nota sól gleraugu. Þegar A og sam ferðarfólk hennar hefðu verið að ganga frá útitónleika svæði hefði hún tekið eftir lög reglu með hund fyrir aftan sig. A hefði þá hent hulstrinu frá sér. Ákærði hefði á þeim tímapunkti staðið þétt upp við A og haldið utan um hana. Gott hefði verið á milli þeirra umrætt kvöld. A kann aðist ekki við að hafa mætt lög reglu mönnum eða að lögreglu hundur hefði sýnt henni áhuga. Hún hefði í framhaldi gengið burtu í fáti og B , vinkona hennar, hefði fylgt henni. Hún hefði tekið eftir því að lög regla hefði í fram haldi haft afskipti af ákærða. A hefði hins vegar ekki viljað gefa sig fram við lög reglu til að leiðrétta að um misskilning væri að ræða varðandi ákærða og fund fíkni efnanna, hvorki um rætt kvöld né síðar . B hefði verið með son sinn með sér á hátíð inni og þau mæðginin farið heim um þetta leyti kvöldsins. A hefði hins vegar orðið eftir í Laugar dalnum. Hún hefði farið að inni tónleika svæðinu og beðið eftir ákærða en verið í vandræðum þar sem hún hefði ve rið síma - og lyklalaus. Þá bar A um að hafa verið undir talsverðum áhrifum vímu efna og í annarlegu ástandi um rætt kvöld. Hún hefði verið í neyslu fíkniefna á þessum tíma og verið búin að neyta kannabis efna fyrr um kvöldið, áður en hún kom á hátíðina. A kann aðist hins vegar ekki við að ákærði hefði neytt slíkra efna umrætt kvöld eða að hann hefði verið í fíkniefnaneyslu á þessum tíma. Það hefði hins vegar komið fyrir að ákærði hefði neytt slíkra efna með A á því fjögurra ára tíma bili sem þau voru sa man. A tók þó fram að hún hefði ekki verið að fylgjast sér staklega með neyslu ákærða umrætt kvöld en taldi mögu legt að hann hefði neytt nokk urra bjóra. Vitnið B , vinkona A , bar um að hafa fylgt syni sínum á umræddri tón listar hátíð. B hefði hitt A , ákærða o.fl. á hátíðinni. B hefði tekið eftir lög reglu en ekki séð hvort A kastaði einhverju frá sér. B hefði skilið við A á nálægu bifreiða stæði og farið heim ásamt syni sínum. A hefði komið heim til B síðar um nóttina og þá greint frá því að hafa fyrr um kvöldið kast að frá sér fíkni efnum sem hefði leitt til einhvers annars, og hún hefði virst vera mjög leið yfir því. A hefði á þess um tíma verið í fíkniefnaneyslu. Vitnið C , vinur ákærða, bar um að hafa farið á um rædda tón listar hátíð ásamt ákærða og fleira fólki. Hópurinn hefði verið um tíu til tólf manns. Þegar leið á kvöldið 6 hefði hins vegar fækkað í hópnum. C hefði verið als gáður umrætt kvöld. Þá tók hann fram að hann hefði aldrei neytt fíkniefna. Hópurinn hefði verið á leið frá úti svæ ð i og stefnt að inni svæði hátíðarinnar. C hefði tekið eftir lögreglu með hund nálgast hóp inn. Honum hefði virst lögreglan vera ágeng í sínum störf um við gangandi veg far endur. Hann hefði hins vegar ekki verið að veita lögreglunni eða hundinum sér sta ka athygli á þessum tíma. C hefði gengið hægra megin við hlið ákærða en A verið hinum megin. C hefði skyndi lega tekið eftir handar hreyfingu til hliðar í átt að and liti hans þar sem ein hverju hylki var kastað. Hann hefði hins vegar ekki veitt þessu frek ari athygli. Hann taldi úti - lokað vegna ná lægðar við ákærða á göng unni að það gæti hafa verið ákærði sem hefði kastað hylkinu. Þá taldi C að hylkið hefði komið frá kven manns hendi og dró þá ályktun að það hefði verið A sem kastaði hylkinu. Í framhal di hefði lög reglan haft afskipti af ákærða, fyrst lögreglu maður, karlkyns, en síðan hefðu tvær lög reglu konur tekið við. C hefði enga aðkomu haft að fram haldinu en frétt löngu síðar af máli ákærða í réttarkerfinu. IV. Niðurstöður: Rannsóknargögn til grundvallar ákæru eru tak mörkuð. Nánar tiltekið er þar um að ræða frumskýrslu, rann sóknar beiðni til tækni deildar, efnaskýrslu tækni deildar og muna - skýrslu. Í frumskýrslu greinir ekki að lögregla hafi gætt að réttar stöðu sak bornings, samk væmt 2. mgr. 63. gr. og 1. 3. mgr. 64. gr. laga nr. 88/2008 , þegar rætt va r við ákærða í umrætt skipti í Laugardal. Framburður vitnisins E , rannsóknar lögreglumanns, fyrir dómi, sem bendir fremur til hins gagn stæða, breytir því ekki að uppi er skynsamlegu r vafi um hvort gætt hafi verið að framan greindri réttarstöðu. Að því virtu verður litið framhjá meintum um mælum ákærða sem greinir í frumskýrslu við sönnunarmat dómsins. Þessu til viðbótar liggur fyrir út prentun á ósam þykktri sektar gerð lög reglu stj óra, útgefinni 11. ágúst 2017, þar sem ákærða var sem sak born ingi boðið að ljúka mál inu með sátt án dóms meðferðar. Fyrning sakar var rofin gagn vart ákærða með fyrr greindu sátta - boði, sbr. 2. málsl. 4. mgr. 82. gr. almennra hegn ingar laga nr. 19 /1940, sbr. 2. gr. laga nr. 63/1998. Við tilgreiningu á háttsemi í sektar gerð er tekið fram að fíkn i efni hafi fundist við leit á ákærða en það er í ósamræmi við gögn málsins. Einnig er lítilsháttar ósam ræmi í sektargerð í tilgreiningu á þyngd hald lag ðra fíkni efna miðað við þyngd efnanna á vog tæknideildar samkvæmt efna skýrslu. Þessu til við bótar er mis ræmi á hald lagn ingar tíma 7 á efni í rannsóknarbeiðni til tækni deildar miðað við tíma setn ingu í frum skýrslu og muna - skýrslu , og munar þar um tveimur klukkustund um. Efna skrárnúmer er hins vegar hið sama á öllum skjölunum og því ekki líkur á því að rugl ingur hafi orðið á haldlögðum fíkniefnum. Hins vegar er hér um að ræða ónákvæmni í rannsóknargögnum sem er aðfinnsluverð en hefur ekki sér sta ka þýðingu fyrir úrlausn máls ins eða varnir ákærða. Ákærði neitar sök og hefur borið um að fyrrverandi kærasta hans, A , hafi verið með efnin í vörslum sínum og kastað þeim frá sér í aðdraganda um ræddra afskipta lögreglu. Framangreindar upplýsingar komu fyrst fram hjá ákærða eftir að máli hans var vísað til dómsmeðferðar með ákæru og hefur ákærði leitt þrjú vitni því til stuðnings. A hefur með fram burði sínum fyrir dómi í raun játað á sig sök í málinu. Framburður A á sér stoð í fram burði ákærða og vitn anna B og C . Vinatengsl eru milli B og A . Hið sama á við ákærða og C . Þá eru til við bótar fyrrgreind tengsl á milli ákærða og A . Við meðferð mála af þessum toga í réttarvörslukerfinu er almennt nauð synlegt að gæta varúðar þegar sú staða er uppi í sakamáli að annar maður gefur sig fram, eftir á, og játar á sig sök sem beinist með form legum hætti að öðrum manni með réttar stöðu sak - bornings. Hið sama á við um framburð sakbornings og framburði vitna af sama toga sem ætlað er að styðja slíkan framburð, beint eða óbeint, án þess að það eigi sér sér staka stoð í öðrum gögn um máls. Almennt er hættara við því að máls grund völlur raskist með þess - um hætti þegar rannsókn lögreglu hefur verið takmörkuð, líkt og á við í máli þessu. Þessu til við bót ar þarf að gæta sér stakrar var úðar við úrlausn mála af þessum toga þegar sá sem gefur sig fram og játar sök í máli er með sögu um neyslu og meðferð ávana - og fíkni efna eða tengist á annan hátt jaðarsettum hópi í samfélaginu. Hættara er við því að mann eskja með slíkan bakgrunn standi höll um fæti í daglegu lífi og hún kunni af þeim ástæðum að vera beðin um eða henni gert að taka á sig sök rang lega. Við úrlausn málsins ber dómnum að fara eftir almenn um sönnunarreglum saka mála réttar fars en jafnframt að gæta að sannleiks reglunni sem er meginregla á framan greindu réttarsviði. Í máli því sem hér um ræðir verður ekki litið framhjá því við mat á framan greind um framburðum að sök væri að öllum lík indum fyrnd vegna meints fíkniefna laga brots A vegna þess tíma sem er liðinn, væri á annað borð lagt til grundvallar að til slíkrar sakar hefði stofn ast hjá henni í umrætt skipti í Laugardal, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 81. gr. almennra hegn ingar laga nr. 19/1940. Við mat á framburði A verður einnig lit ið til þess að hún virðist engan reka hafa gert til þess að leiðrétta hlut ákærða með því að gefa sig fram á meðan málið var til meðferðar hjá lögreglu og ákæru valdi. Hið sama á við um ákærða. 8 Slíkt athafna leysi er óvenju legt í almennu tilliti. Að mati dómsins gerði A ekki full - nægjandi grein fyrir ástæð um þessa, en af framburði hennar fyrir dómi verður ráðið að hún eigi sér nokkra sögu um neyslu ávana - og fíkniefna. Þá bar A um að hafa verið undir miklum áhrif um slíkra efna umrætt kvöld í Laugardal. Að því virtu má efast um áreiðan - leika á skynjun A umrædda nótt og að framburður hennar fyrir dómi um þau atvik sé eftir því. Þessu til við bótar var ósamræmi í fram burði ákærða og A fyrir dómi um hvort A not aði sjón gleraugu og þar með hvort umrætt gle raugna hylki sem fannst og innihélt umrædd fíkni efni gæti hafa til heyrt A af þeim ástæð um. A kannaðist ekki við það fyrir dómi að notast við sjón gler augu, gagnstætt fram burði ákærða í þá veru að hún notaði stundum lesgleraugu. Þá er óumdeilt í máli nu að ákærði notar sjón gler augu. Gler - augnahylki eru almennt notuð til að geyma sjón - og sólgleraugu og slík hylki eru að jafn aði ekki í fórum annarra. Þá ber í þessu sam hengi að líta til þess að A kann aðist ekki við það fyrir dómi að hafa notað hið hald lagða gleraugnahylki undir sól gler augu. Einnig var ósamræmi í framburði vitnanna B og A um hvort A hefði komið á heimili B síðar um nótt ina, eftir um rædd lögreglu afskipti, og verið miður sín vegna fíkniefna sem A átti að hafa kast að frá sér fyr r um kvöldið. Ekkert slíkt kom bein línis fram í framburði A fyrir dómi, þó að ráða megi af framburði hennar að öðru leyti að hún kunni að hafa orðið viðskila við ákærða umrædda nótt. Þá var framburður vitnis ins C um atvik, rúmum tveimur árum eftir að þ au áttu sér stað, óvenjulega ná kvæmur, meðal annars um meinta hreyf ingu á handlegg A til hliðar, að því er virð ist í ör skamma stund, og hver gekk við hliðina á hverjum á sama tíma þegar hópurinn átti að hafa verið að ganga saman frá útisvæði í átt að i nnisvæði tón listar hátíðar innar. Að mati dóms ins var framburður C um þetta ekki nægjan lega trúverðugur þegar litið er til þess tíma sem liðinn er frá atvik um og hafandi þá einnig til hliðsjónar framburð hans um að hann hefði ekki verið að fylgjast sé rstaklega með störf um lögreglu umrætt kvöld, né heldur að hann hefði veitt því sérstaka athygli hverju var kastað til hliðar. Er hér um að ræða atriði sem ólíklegt er í almennu tilliti að maður myndi festa í minni sínu við aðstæður af þessum toga og jafnf ramt að teknu tilliti til þess að af fram burði C hafi mátt ráða að hann hefði ekki beðið sérstaklega eftir ákærða á meðan afskiptin áttu sér stað eða látið sig málið varða. Þá hefði hann í raun ekkert frétt af máli ákærða fyrr en löngu síðar. Öllu þessu t il við bótar liggur fyrir að framan greindir fram burðir sam rýmast hvorki frum skýrslu lög reglu, sem er sam - tímaheimild um atvik, né heldur fram burðum vitnanna E og F , hvort tveggja lög reglu - manna sem voru að sinna störfum sínum umrædda nótt. Þau tv ö könn uðust ekki við það 9 að ákærði hefði verið eða virst vera í fylgd með öðru fólki þegar höfð voru afskipti af hon um. Að öllu framan greindu virtu, og að teknu tilliti til inn byrðis tengsla ákærða og vitn anna A , B og C , er það mat dóms ins að fram b urðir þeirra byggi ekki á nægjan lega traust um grundvelli og verða þeir ekki lagðir til grund vallar úr lausn málsins, sbr. 115. og 126. gr. laga nr. 88/2008. Í máli þessu liggur fyrir að vitnið E bar um það fyrir dómi að hún hefði greini lega séð mann kasta frá sér hlut og strax hefði verið athugað hverju kastað var. Það hefði reynst vera gleraugnahylki er innihélt fíkniefni sem lagt var hald á. Hefði þetta leitt til þess að höfð voru afskipti af manni í beinu framhaldi sem reyndist vera ákærði. E var a lveg viss um að það væri ákærði sem hefði kastað hylkinu og var framburður hennar um þetta í megin atriðum nægjanlega skýr, að teknu till iti til þess tíma sem er liðinn frá atvikum. Þá er fram burður E studdur fram burði vitnisins F fyrir dómi, sem einnig var í meginatriðum skýr, að teknu tilliti þess tíma sem liðinn er frá atvikum. F bar um það að fíkniefna leitar hundur undir hans stjórn hefði snúið við og merkt á ákærða þegar umrædd afskipti áttu sér stað. Þá kom skýrt fram í vætti F að það að hundurinn hefði merkt á ákærða benti til þess að hann hefði verið með fíkni efni á sér eða verið að handleika slík efni stuttu áður en lögregla hafði afskipti af honum. Einnig liggur fyrir að vitnið D bar um að þeir tveir fíkni efna leitar hundar, sem voru not aðir umrætt kvöld, hefðu verið við góða heilsu og ekkert sér stakt hefði truflað notagildi þeirra. Þá ber að líta til þess að fíkniefna leitar hundar lögreglunnar hafa hlotið sérstaka þjálfun í að finna lykt af fíkni - efnum og gefa stjórn anda merki um það þega r það á við. Þegar allt framangreint er virt heildsætt þykir, gegn neitun ákærða, komin fram lögfull sönnun fyrir því að hann hafi umrætt kvöld verið með 1,88 grömm af tóbaks blönduðu kannabis efni í vörslum sínum, sem hald var lagt á, eins og greinir í ák æru. Verður ákærði því sak felldur fyrir fíkniefna - lagabrot eins og því er lýst í ákæru og er það rétt fært til laga ákvæða. Ákærði hefur ekki áður gerst brot legur við refsilög, sbr. sakavottorð frá 7. febrúar 2019. Að því virtu þykir hæfilegt að dæma ha nn til greiðslu sektar til ríkis sjóðs að fjár - hæð 58.000 krónur en hann sæti ella fangelsi í fjóra daga greiðist sektin ekki innan fjög - urra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Þá verður með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglu g erðar nr. 233/2001 fallist á kröfu ákæru valds ins um upp töku á 1,88 grömm um af tóbaksblönduðu kannabisefni, sbr. efnaskrárnúmer 35272. Málsvarnar laun skipaðs verjanda ákærða, Inga Freys Ágústssonar lög manns, vegna starfa hans fyrir dómi, verða láti n ráðast af tíma skýrslu hans, samtals 344.447 10 krónur, að með töld um virðisaukaskatti. Annan sakarkostnað leiddi ekki af meðferð máls - ins. Í ljósi úr slita þess verður ákærða gert að greiða framangreindan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti máli ð Kári Ólafsson aðstoðarsaksóknari . Af hálfu ákærða flutti málið skipaður verjandi hans, Ingi Freyr Ágústsson lögmaður . Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Aðalsteinn Þ. Jónsson, greiði 58.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms þessa en sæti ella fangelsi í fjóra daga. Gerð eru upptæk 1,88 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Inga Freys Ágústssonar lögmanns, 344.447 krónur. Daði Kristjánsson