Héraðsdómur Suðurlands Dómur mánudaginn 23. m ars 2020 Mál nr. S - 686/2019 : Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ( Páley Borgþórsdóttir lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ) g egn Bryndís i Eir Ásgeirsdótt u r o g ( Páll Kristjánsson lögmaður) Guðmund i Kristján i Guðmundss y n i ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta e r höfðað með ákæru Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, 19. nóvember 2019, á hendur Bryndísi Eiri Ásgeirsdóttur, og Guðmundi Kristjáni Guðmundssyni, , yrir eftirtalin brot I. Á hendur ákærðu Bryndísi Eiri fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa mánudaginn 17. desember 2018 ekið bifreiðinni óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 23 ng/ml) austur Seljabraut í Reykjavík, við hús nr. , þar sem lögregla hafði afskipti af ákærðu og að hafa í vörslum sínum 1,56 grömm af maríhúana, sem ákærða framvísaði við afskipti lögreglu. (Mál nr. 007 - 2018 - 85621) Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14 . gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. II. Á hendur ákærðu Bryndísi Eiri fyrir vopnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn ð 9,5 cm löngu hnífsblaði, hnúajárn og rafbyssu á heimili sínu að (Mál nr. 319 - 2019 - 22) Telst brot þetta varða við b. og c. liði 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. 2 III. Á hendur ákærðu Bryndísi Eiri fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa að kvöldi miðvikudagsins 2. janúar 2019 haft í vörslum sínum 6,69 grömm af maríhúana, 0,78 grömm af tóbaksblönduðu kannabis og 0,38 grömm af sveppum sem lögregla fann við leit á henni á heimili hennar að . (Mál nr. 319 - 2019 - 34) Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. r eglugerð nr. 808/2018. IV. Á hendur ákærðu Bryndísi Eiri og Guðmundi Kristjáni fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa að kvöldi miðvikudagsins 16. janúar 2019 haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni samtals 63,39 grömm af maríhúana, 4,98 grömm a f hassi og 0,37 grömm af tóbaksblönduðu kannabis en efnin fundust við leit á heimili ákærðu að , þá er ákærðu Bryndísi Eiri gefið að sök að hafa á sama stað og sama tíma haft í vörslum sínum sverð með 49 cm löngu hnífsblaði. (Mál nr. 319 - 2019 - 221) Telst þetta varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 og a. og d. lið 2. mgr. 30. gr., s br. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. V. Á hendur ákærðu Bryndísi Eiri fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa miðvikudaginn 27. febrúar 2019 ekið bifreiðinni óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í b lóði mældist amfetamín 85 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 2,3 ng/ml) suður Engjaveg í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og að hafa í vörslum sínum 0,49 g af maríhúana og 0,50 stykki af MDMA, sem lögreglumenn fundu við leit í tösku ákærðu. (Mál nr. 007 - 2019 - 11204) Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og ákærðu Bryndísi Eiri til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. og 102. gr. laga nr. 5 0/1987. Þá er krafist upptöku á 72,13 gr. af maríhúana, 4,98 gr. af hassi, 0,50 stykki af MDMA, 1,15 gr. af tóbaksblönduðu kannabis, 0,38 gr. af sveppum, 9 töflum og 0,45 gr. af óþekktu efni, 70.500 krónum, vog, hasslóni og graskvörn s em hald var lagt á v ið rannsókn málanna, allt samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þá er þess krafist að 3 rafbyssu og sverði sem lögregla hefur lagt hald á samkvæmt 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Málið var þingfest 12. desember 2019 og fór aðalmeðferð fram 6. febrúar sl. og var málið dómtekið að henni lokinni. Af hálfu ákæruvalds eru gerðar þær kröfur sem að of an greinir. Ákærða Bryndís Eir hefur játað sök samkvæmt ákæruliðum I, III og V. Ákærða hefur neitað sök samkvæmt ákærulið II , sem og ákærulið IV að því er varðar sölu - og dreifingu þar tilgreindra efna en játar vörslurnar . Ákærði Guðmundur Kristján neitar sök hvað varðar sölu - og dreifingu þeirra efna sem tilgreind eru í ákærulið IV, en játar sök að öðru leyti . Ákærðu hafa fallist á allar upptökukröfur ákæruvaldsins að frátalinni kröfu um upptöku peninga að fjárhæð 70.500 kr. Af hálfu ákærðu Bryndísar Eirar er krafist sýknu a f ákærulið II í heild og ákærulið IV að því er varðar sölu - og dreifingu. Að öðru leyti er krafist vægustu refsingar er lög leyfa og að hún verði að öllu leyti skilorðsbundin. Þá er þess krafist að ökuréttarsviptingu ákærðu verði markaður eins skammur tími og hægt er. Af hálfu ákærða Guðmundar Kristjáns er krafist sýknu að því er varðar sölu og dreifingu. Að öðru leyti er krafist væ gustu refsingar sem lög heimila. Þá er af hálfu beggja ákærðu krafist að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun til skipað ra verj e nda ákærð u . Fyrir uppkvaðningu dóms var gætt 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Málavext ir Ákærða Bryndís hefur játað sök í ákæruliðum I, III og V, og vísast um málavexti til ákæruskjals. Ákæruliður II Samkvæmt frumskýrslu lögreglu , dagsettri 2. janúar 2019 , var þann 25. desember 2018 gerð húsleit á heimili ákærðu Guðmundar og Bryndísar að ] , nánar tiltekið í risíbúð , með samþykki ákærðu. Segir í skýrslunni að v ið leitina hafi fundist ætluð ólögleg vopn liggjandi á sófa í stofu íbúðarinnar . Hafi þau ekki verið falin heldur legið ofan á sófanum. níf með 9,5 cm löngu blaði , hnúajárn og rafbyssu. Hafi ákærðu kveðið vopnin í sinni eigu og þau keypt erlendis. Hafi vopnin verið haldlögð . V ið skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst ákærða Bryndís eiga hin haldlögðu vopn. Hún hafi keypt þau í Bosníu og ætlað þau til skrauts. 4 Ákæruliður IV Samkvæmt frumskýrslu lögreglu dagsettri 17. janúar 2019 var gerð húsleit að heimili ákærðu að þann 16. janúar 2019, með samþykki ákærðu. Var húsleitin gerð Guðmund i , fann megna kannabislykt stafa frá íbúðinni. Þegar lögregla kom að húsinu var ákærða Bryndís á leið frá húsinu og var hún stöðvuð og handtekin, en við l eit á henni fundust fjórir va f ningar af álpappír, sem ákærða kvað innihalda kannabis. Þá mun ákærði Guðmundur hafa framvísað lítilræði af grasi , vafið í álpappír, sem var í einum eldhússkápanna. Í framh aldinu hafi lögregl a fundið 70.500 kr. í peningaveski , hass í litlum zip - lock pokum, tvo teipaða sívalninga, vog, hasslón og graskvörn, sem allt hafi verið haldlagt. Kemur fram í skýrslunni að aðgerðir lögreglu hafi verið myndaðar á búkmyndavél og mynd skeið in vistuð. Í efnaskýrslu lögreglu nr. 39833, kemur fram að framangreindir vafningar sem fundust við líkamsleit á ákærðu Bryndísi innihéldu 3,80 grömm af maríhúana. Í efnaskýrslu lögreglu nr. 39834, kemur fram að við framangreinda húsleit hafi fundist samtals 4,98 grömm af hassi, 59 , 59 grömm af maríhúana , þar af 58,63 g pakkað í 2 pakkningar með brúnu límbandi og 0,37 af tóbaksblönduðu. Við skýrslutöku hjá lögreglu kvað ákærða Bryndís að umrædd efni sem lögregla fann við húsleitina hafi verið kannabise fni, á að giska 60 g. Hefðu þau keypt efnin nokkur saman, en ákærða vildi ekki upplýsa hverjir það væru. Kvað hún efnin hafa verið keypt í Reykjavík, en vildi ekki upplýsa hver hefði komið þeim til E yja. Aðspurð kvaðst ákærða nota efni á hverjum degi ef hú n kæmist í þau en hún neitaði því að stunda sölu á fíkniefnum. Hvað hina haldlögðu peninga varðaði kvaðst ákærða ekki geyma peninga sína í banka og ekki nota kort. Hún hefði tekið peningana út og væru þetta launin hennar. Neitaði ákærða að hinir haldlögðu peningar væru andvirði fíkniefnasölu. Við skýrslutöku hjá lögreglu kvað ákærði Guðmundur hin haldlögðu efni vera kannabis, í kringum 50 g í tveimur pökkum. Kvað hann meðákærðu Bryndísi eiga efnin og hafi þ au ætlað að nota þau sjálf. Aðspurður kvað ákærði það rétt sem ákærða Bryndís hefði borið að hún ætti efnin með öðrum, en vildi ekki upplýsa hverjir það væru. Þá kvaðst hann ekki vita hver hefði komið efnunum til E yja. Þá neitaði ákærði því að stunda sölu á fíkniefnum. Ekki eru efni t i l að gera frekari grein fyrir rannsókn málsins. 5 Forsendur og niðurstaða Eins og að framan greinir hefur ákærða Bryndís játað sakir skv. ákæruliðum I, III og V. Eru þær sakir sannaðar með játningum hennar sem eru í samræmi við gögn málsins og er háttsemi hennar skv. þeim ákæruliðum réttilega heimfæ r ð í ákæru. Varðar háttsemi skv. ákærulið I sem lýtur að umferðarlögum nú við 1. sbr. 2. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr., umferðarlaga nr. 77/2019, sb r . hin tilgreindu ákvæði e ldri umferðarlaga. Sakir skv. V. lið sem við koma umferðarlögum varða nú við 1. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr., umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. hin tilfærðu ákvæði eldri laga. Ákærða Bryndís gaf skýrslu við aðalmeðferð og kvaðst ekki eiga þá muni sem tilgreindir eru í ákærulið II, en kvaðst að öðru leyti hafa lítið um þetta að segja. Kvaðst auk þess muna lítið eftir þessu enda hafi hún verið í mikilli neyslu á þessum tíma. Hún og ákærði Guðmundur séu fyrrverandi par og hafi verið par á þessum tíma og b úið saman. Kvaðst muna eftir þessum hlutum á heimilinu . Kvaðst ekki vita hver hafi átt þetta eða hvar þetta hafi verið keypt. Kvaðst ekki vita hver hafi flutt þetta til landsins eða hvernig þetta hafi komist á heimili hennar. Kvaðst ekki hafa átt vopn upp á punt. Kvaðst ákærða hafa hjá lögreglu játað á sig fullt af hlutum vegna þess að kærastinn hennar hafi verið á skilorði. Ákærðu voru sýndar myndir af þeim munum sem tilgreindir eru í ákærunni og kannaðist við að hafa sé ð þá áður og kvaðst muna eftir að ha fa séð þetta heima hjá sér í kössum eða skúffum. Kvaðst ekki muna eftir samtali sínu á vettvangi við lögreglu þar sem hún sagðist hafa keypt þetta í Bosníu, en kannaðist við að hafa komið til Bosníu en kvaðst ekki muna eftir að hafa keypt þar vopn. Kvaðst ekki muna eftir skýrslutöku hjá lögreglu og kvaðst ekki geta sagt til um framburð sinn þar að öðru leyti en því að hún hafi tekið á sig sakir fyrir meðákærða Guðmund. Að því er varðar sakargiftir í ákærulið IV kvað ákærða að hún og meðákærði hafi verið með gras sem þau hafi keypt saman, en þetta hafi verið ætlað til einkaneyslu. Kvaðst muna smá eftir komu lögreglu umrætt sinn. Hafi lögreglan fundið grasið sem hafi verið um 60 grömm. Kannaðist við að hafa verið á leið frá heimilinu þegar hún hafi verið stöðvuð af lögreglu en kvaðst ekki muna hver t förinni hafi verið heitið. Kvaðst ekki vilja tjá sig um hvernig fíkniefnin hafi komist til Vestmannaeyja. Aðspurð um eignarhal d á efninu kvað ákærða að hún og meðákærði hefðu átt efnið. Þau hafi ætlað að nota allt efnið sjálf. Hún og meðákærði hafi farið til Reykjavíkur og keypt efnið þar enda sé mikill verðmunur á kannabis í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Þau hafi verið í daglegri neyslu. Á heimilinu hafi bara búið hún og meðákærði. Hún og meðákærði 6 hafi sjálf flutt efnið til Vestmannaeyja. Aðspurð um neyslu á þessum tíma kvaðst ákærða ekki geta sagt til um daglegan grammafjölda. Þetta efni hafi ekki verið mikið fyrir þau tvö. Kvað st hafa geta reykt upp undir 9 grömm á dag. Þetta hefði kannski getað dugað í svona 3 vikur. Aðspurð um grammavog á heimilinu kvaðst ákærða hafa vigtað sjálf þau efni sem hún hafi neytt. Kvörn sem hafi verið á heimilinu hafi verið til að mylja efnið fyrir neyslu. Aðspurð kvað ákærða að hún hafi neitað lögreglu um heimild til að skoða síma sinn vegna þess að henni þyki sími vera mjög persónuleg t einkamál og hún kæri sig ekki um að einhverjir lögreglumenn séu að skoða af henni myndir og myndbönd. Aðspurð kvað ákærða að hún og meðákærði hafi ekki verið að selja fíkniefni eða dreifa þeim. Þau hafi heldur ekki verið að afhenda öðru fólki efni. Það hafi komið fyrir að fólk hafi komið og fengið hjá þeim. Aðspurð um fé sem haldlagt var kvað ákærða að þetta hafi ver ið launin hennar. Hún hafi gert kröfu um að fá féð afhent, en því hafi ekki verið sinnt. Þá gerði ákærða grein fyrir stöðu sinni og kvaðst hafa verið án vímuefna í 11 mánuði og haf a snúið blaðinu algerlega við. Hún hafi lokið fullri meðferð og sé í vinnu og sé í stuðningi í eftirmeðferð sem hún mæti vikulega í. Hún fari á AA fundi eins oft og hún geti og sé með trúnaðarmann. Hún hafi farið sporahring og sé að fara annan. Aðspurð um þátt meðákærða kvað ákærða að hann hafi líka verið í mikilli neyslu á þess um tíma. Hann hafi heldur ekki verið að selja eða dreifa fíkniefnum. Peningarnir stafi ekki frá sölu fíkniefna. Aðspurð um þann framburð sinn hjá lögreglu að þau hafi verið nokkur saman sem hafi keypt efnin kvaðst ákærða ekki muna eftir því. Aðspurð kvað ákærða að það hafi ekki verið fleira fólk sem hafi átt að fá þetta efni í hendur. Kvaðst ekki geta gefið Þegar hún sé handtekin þá segi hún yfirleitt lögreglu það sem hún telji að best muni duga til að hún verði látin laus sem fyrst. Kvaðst ekki geta skýrt framburð sinn hjá lögreglu um að hún vigti alltaf 0,15 g frá til að nota sjálf í hverja jónu og kvaðst standa við að hún notaði hálft gramm í hverja jónu. Þá kvað st ákærða ekki hafa skýringu á því hvers vegna hún hafi ekki vitað nákvæmlega rétta upphæð á haldlagða fénu, en hún taki venjulega út peninga þar sem henni betra að nota seðla en kort. Sennilega hafi hún nefnt upphæðina sem hún hafi tekið út, en verið búin að eyða mismuninum. Hinir haldlögðu peningar séu ekki afrakstur fíkniefnasölu. Kvaðst ekki muna eftir þeim framburði að hafa átt eftir að láta annað fólk fá sinn hluta efnanna. Ákærða kvaðst hafa borið hjá lögreglu að 7 meðákærði hafi ekki átt efnin þar sem hann hafi verið á skilorði og þess vegna hafi hún viljað taka efnin ein á sig. Kvaðst ekki muna þann framburð sinn að vel sé skiljanlegt að hún væri grunuð um sölu og dreifingu þar sem þetta væri svo mikið magn, en þætti sá framburður mjög skrítinn. Ákæ rði Guðmundur gaf skýrslu við aðalmeðferð og kvaðst muna að lögregla hafi komið á heimilið og tekið eitthvað smá gras og vopnin í ákærulið II. Aðspurður um hver hafi átt vopnin kvaðst ákærði ekki vilja tjá sig um þennan ákærulið. Kom þó fram hjá honum að h ann hafi ekki vitað hvort ákærða Bryndís hafi átt vopnin. Kannaðist við framburð sinn hjá lögreglu um að ákærða Bryndís hafi átt þessa muni, en vildi ekki tjá sig um hann. Að því er varðar ákærulið IV kvaðst ákærði hafa reykt kannabis daglega á þessum tím a og það mikið af því. Hann hafi þurft á þessum efnum að halda á þeim tíma. Kvaðst halda að um 50 grömm hafi fundist við húsleitina. Kvaðst hafa átt þetta og hafa verið að nota þetta. Hann hafi átt þetta einn. Kvaðst minna að hann hafi komið efnunum til Ve stmannaeyja. Efnin hafi verið í skúffu í svefnherbergi hans og meðákærðu. Aðspurður hvort ákærði hafi verið búinn að nota eitthvað af þessu kvaðst ákærði ekki muna það , en hann hafi reykt alla daga. Ákærða voru sýndar myndir af efnunum innpökkuðum í tvo sí valninga og kannaðist við þá. Kvaðst hafa tekið af þessu og lokað því aftur með límbandi. Það sé hentugt að geyma þetta innpakkað. Á þessum tíma hafi hann reykt um 2 - 3 grömm á dag. Neitaði ákærði því alveg að hafa verið að selja eða dreifa fíkniefnum. Um f é sem lagt var hald á kvað ákærði það hafa verið peninga þeirra meðákærðu Bryndísar en þau hafi bæði verið skjólstæðingar Félagsmálastofnunar og átt lítið af peningum. Þarna hafi líka fundist grammavog og hann hafi átt hana. Þá lýsti ákærði því að hafa ve rið án vímuefna meginhluta síðasta árs, en hann sé nú í afplánun. Þá kannaðist ákærði ekki við að meðákærða hafi stundað sölu og dreifingu fík n iefna. Nánar aðspurður um efnin kvað ákærði að þau hafi átt þessi efni eða notað þau saman hann og meðákærða B ryndís. Hann hafi sótt þetta stuttu áður til Reykjavíkur. Kvaðst halda að þau hafi kannski tekið tvívegis úr sívalningunum og pakkað efninu aftur inn. Aðspurður um framburð sinn hjá lögreglu um að hafa átt efnið með fleirum kvað ákærði að það hafi alveg komið fyrir að þau hafi keypt efni með fleirum. Kvaðst ekki muna hvor t það hafi verið þannig í þetta sinn. Kannaðist við þann framburð 8 sinn hjá lögreglu að þau hafi keypt efnið með tveimur vinum í þetta sinn og sagði aðspurður að það gæti passað. Vitnið A lögreglumaður kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því varða ndi ákærulið II að þegar lögregla hafi verið stödd á heimilinu í öðrum erindagjörð um hafi sést vopn í sófanum. Það hafi verið þessi vopn. Hafi verið rætt við bæði ákærðu og hafi ákærða Bryndís sagst eiga munina og hafa keypt þá erlendis, nánar tiltekið í Bosníu og komið með þá til landsins. Þetta hafi átt að vera skraut að hennar sögn . - hnífur, hnúajárn og lítið sam ú ræjasverð sem hafi farist fyrir að taka. Ákærði Guðmundur hafi sagt að vasaljósið hafi þau fengið að gjöf, en hann hafi a.ö.l. tekið undir að þetta hafi verið keypt erlendis. Vitnið B lögreglumaður gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og skýrði frá því varðandi ákærulið II að þegar komið hafi verið í húsleit til ákærðu umrætt - hnífur og rafbyssa. Hafi ákærða Bryndís sagst eiga þessi vopn og hafa keypt þau í Bosníu. Hafi hún sagt þetta á vettvangi, en ákærði Guðmundur hafi fyrst sagst eiga þetta. Hafi ákærða sagt að ákærði Guðmundur hafi verið með henni þegar hún hafi keypt þett a, en að hún ætti þetta. Ekki hafi verið neitt hik á ákærðu Bryndísi við þessar yfirlýsingar. Vitnið C lögreglumaður gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og skýrði frá því varðandi ákærulið IV að vitnið hafi komið á heimili ákærðu til að birt ákærða Gu ðmundi einhvern pappír og fundi þá megna kannabislykt. Hafi vitnið tilkynnt um þetta og hafi svo verið farið á vettvang og húsráðendur gefið heimild til leitar. Við leitina hafi fundist í svefnherbergi fíkniefni. Hafi þetta verið 2 innpakkaðir sívalningar. Á ákærðu Bryndísi hafi líka fundist nokkrir neysluskammtar. Kvaðst vitnið ekki muna vel hvort ákærðu hafi gengist við því á vettvangi að eiga efnin. Aðspurður hvort eitthvað hafi bent til fíknief n asölu kvaðst vitnið telja magnið hafa verið nokkuð ríflegt til eigin neyslu. Jafnframt hafi það bent til sölu að ákærða Bryndís hafi verið með 4 neysluskammta á sér þegar hún hafi verið handtekin á leið frá heimilinu. Kvaðst ekki muna hvort þarna hafi fundist vigtar og þvíumlíkt. Vitnið kvaðst ekki hafa komið að r annsókn málsins. Vitnið D lögreglumaður gaf skýrslu við aðalmeðferð og skýrði frá því aðspurður varðandi ákærulið II að hann myndi ekki hvort ákærða Bryndís hafi verið undir áhrifum þegar hún hafi gefið skýrslu. Ekki séu teknar skýrslur af fólki nema það sé í 9 ástandi til þess og ekki mjög vímað. Varðandi ákærulið IV kvaðst vitnið hafa komið að húsleitinni, en þar hafi fundist kannabisefni, milli 60 og 70 grömm að því vitnið minnti. Þar hafi líka fundist áhöld til dreifingar og neyslu og peningar sem hafi verið taldir afrakstur fíkniefnasölu. Efnin hafi fundist í tvei m ur pökkum í skáp í svefnherbergi. Kvaðst ekki muna til þess að á vettvangi hafi einhver kannast við að eiga efnið. Vitnið kvaðst telja að efnin hafi átt að fara í sölu og dreifingu, e n þetta hafi talsvert magn og meira en almennt mætti ætla til einkaneyslu. Þá hafi þarna verið vog sem bendi til sölu, rúmlega 70.000 kr. í reiðufé sem gæti verið afrakstur fíkniefnasölu. Þá hafi ákærða Bryndís verið með 4 innpakkaða söluskammta þegar hún hafi verið handtekin á leið frá húsinu. Það sé meira en ætla megi til einkaneyslu á einu kvöldi. Þá hafi ákærðu neitað lögreg l u um heimild til að skoða símana þeirra, en það bendi til þess að í símanum hefði mátt finna vísbendingar um fíkniefnasölu. Aðspur ður kvaðst vitnið þekkja vel til ákærðu beggja og hafa haft af þeim afskipti nokkrum sinnum. Um það hafi verið orðrómur , sem borist hafi til lögreglu, að þau væru í sölu og dreifingu fíkniefna. Vitninu fannst þær upplýsingar sem heimildarmenn lögreglu hefð u veitt um þetta vera trúverðugar. Ekki hafi verið reynt að fá úrskurð dómara til að fá aðgang að símanum, enda þjóni það ekki tilgangi ef eigandi símans láti ekki í té PIN númer símans , en þetta geti þó verið mismunandi eftir tegundum símtækja. Ekki hafi verið farið í að kanna fjármál ákærðu og bankareikninga. Vitnið E lögreglumaður gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og skýrði frá því varðandi ákærulið IV að hafa komið í húsleitina þetta sinn. Þegar þeir hafi verið að koma að heimilinu hafi þeir séð ákærðu Bryndísi vera að ganga burt frá húsinu og hafi vitnið farið á eftir henni og handtekið hana. Á vettvangi hafi auk lögreglu og ákærðu beggja verið F . Þau hafi öll verið handtekin og hafi húsráðendur heimilað leit. Við leitina hafi fundist fíkniefni. Í fórum ákærðu Bryndísar hafi ver i ð 4 álpakkningar, sem í hafi verið um eitt gramm af kannabis. Efnin á heimilinu hafi verið kannabis eða , kannabisblandað tóbak og hass. Efni í sívalningum hafi fundist í svefnherbergi. Kvaðst vitnið ekki muna hvort einhver hafi á vettvangi gen g ist við því að eiga efnin. Vitnið kvaðst telja efnin hafa verið til sölu að virtu magni þeirra, auk þess að ákærða Bryndís hafi verið með efnin á sé r í 4 ætluðum sölupakkningum. Margsinnis hafi lögreglu borist um það upplýsinga r að ákærðu stunduðu dreifingu og sölu fíkniefna. Auk þess hafi fundist vog á heimilinu til að vigta fíkniefni niður í sölueiningar. Jafnframt hafi fundist þarna peningar, að því er vitnið minnti um kr. 70.000. 10 Í ákærulið II er ákærðu Bryndísi gefið að sö k vopnalagabrot eins og þar greinir nánar. Með framburði ákærðu sjálfrar, framburði meðákærða Guðmundar, framburðum lögreglumanna sem komu á vettvang umrætt sinn, sem og með hliðsjón af rannsóknargögnum, þ. á m. upptökum úr búkmyndavél lögreglu, er sannað og hafið yfir skynsamlegan vafa að umræddir munir voru á sameiginlegu heimili ákærðu Bryndísar og ákærða Guðmundar. Samkvæmt ákæru er sakarefnið að hafa haft umrædda muni í vörslum sínum, en hvorki er ákært fyrir eignarhaldið sem slíkt né heldur fyrir innf lutninginn. Skiptir að mati dómsins engu fyrir úrlausn málsins hvort ákærða Bryndís eða meðákærði Guðmundur , eða þau saman, taldist eiga umrædda muni. Með því að munirnir voru með vitund og vilja ákærðu Bryndísar á heimilinu verður að líta svo á að hún hafi haft vörslur munanna í skilningi 2. mgr. 30. mgr. vopnalaga nr. 16/1998 og gildir einu hvort hún hafði vörslurnar ein eða með öðrum. Er þannig hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærða hefur gerst sek um þann verknað sem henni er gefinn að sök í þessum ákærulið, að því frátöldu að hvergi er þess getið í vopnalögum að bannaðar séu vörslur á geta að hnífsblaðið var styttra en 12 sentimetrar sbr. a lið 2. mgr. 30. gr. laga nr. 16/1998. Verður því ákærð a ekki sakfelld fyrir vörslur á Er háttsemi ákærðu réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákærunni. Í ákærulið nr. IV er ákærðu báðum gefin að sök fíkniefnabrot eins og þar er nánar lýst. Hafa þau gengist við vörslum á téðum efnum og ekki gert athug a semdir við magn eða tegund fíkniefnanna, en neita því bæði að efnin hafi verið ætluð til dreifingar og sölu. Við rannsókn málsins sk ýrð i ákærð a Bryndís frá því, án þess að hafa verið spurð að því sérstaklega, að hún ætt i umrædd fíkniefni með öðrum, en vild i ekki upplýsa hverjir það væru. Hafi verið nokkur saman sem hafi keypt efnin, en bar samt að hún ætti þetta. Tók ákærða Bryndís sér staklega fram við skýrslugjöfina hjá lögreglu að hún ætlaði Aðspurð um fjármögnun ítrekaði ákærða að þau hafi nokkur staðið að kaupunum. Tók ákær ð a Bryndís fram að það sem hafi verið pakkað hafi ekki verið fyrir hana, en að hún hafi fengið sérstaklega 8 grömm fyrir sig. Hún hafi átt að koma hluta til annara. Ekki er að merkja það á upptöku af skýrslutökunum hjá lögreglu að ákærð a hafi verið undir áhrifum eða illa fyrir kölluð á annan hátt þegar skýrslurnar voru teknar. Ekki v ild i ákærð a Bryndís hins vegar kannast við framangreindan framburð fyrir dómi, en kváðu þau þá bæði að efnin væru aðeins ætluð þeim sjálfum. Raunar var 11 það þó svo við aðalmeðferð að ákærða Bryndís kvaðst lítið muna eftir þessu öllu saman þar sem hún hefði verið í mikilli neyslu á þessum tíma. Að mati dómsins var framburður þeirra beggja fyrir dómi um þetta ótrúverðugur og hikandi, en jafnframt kannaðist ákærði Guðmundur við það aðspurður, við aðalmeðferðina, að verið gæti að þau hefðu átt þetta efni með öðr um. Þá þykir ekki sennilegur framburður ákærða Guðmundar um að hann hafi ítrekað tekið af efnunum til neyslu að virtum rækilegum umbúðum um þau. Með hliðsjón af ofan sögðu þykir vera hafið yfir skynsamlegan vafa að a.m.k. hluti þess kannabisefnis sem var í umræddum sívalningum hafi verið ætlað til afhendingar öðrum og getur það ekki talist vera vörslur til eigin neyslu. Verða ákærðu því sakfelld skv. þessum ákærulið og er háttsemin réttilega heimfærð til refsiákvæða. Hafa ákærðu þannig unnið sér til re fsingar. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði Guðmundur margsinnis hlotið refsingar, eða 13 sinnum, fyrir ýmis brot, síðast 27. október 2017 þegar hann var dæmdur í 150.000 kr. fésekt fyrir ávana - og fíkniefnabrot og vopnalagabrot. Þann 16. desember 2017 fék k ákærði 60.000 kr. fésekt fyrir ávana - og fíkniefnabrot, en þann 16. desember 2016 var ákærði dæmdur í 16 mánaða fangelsi, þar af 13 mánuði skilorðsbundið í 2 ár, fyrir umferðarlagabrot. Var skilorðstíminn þannig li ð i nn er ákærði framdi brot sitt nú. Að ö ðru leyti er óþarft að rekja sakaferil ákærða. Ákærða Bryndís hefur tvívegis áður hlotið refsingar. Þann 24. júní 2013 var henni gerð 150.000 kr. fésekt fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og ávana - og fíkniefnabrot, en jafnframt var hún svipt ökurétti í 12 mánuði. Þessi sekt hefur ekki ítrekunaráhrif nú. Þá var ákærða dæmd til greiðslu 560.000 kr. fésektar þann 22. maí 2019 fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna, sviptingar akstur og önnur umferðarlaganbrot, auk fíkniefnabrota. Var ákæ r ða jafnframt svipt ökurétti í 2 ár. Ber við ákvörðun refsingar ákærðu Bryndísar að líta til 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 vegna þessa dóms, auk 77. gr. sömu laga. Er hæfileg refsing ákærða Guðmundar ákveðin fangelsi í 45 daga, en vegna sakafer ils hans kemur ekki til álita að skilorðsbinda refsinguna. Hæfileg refsing ákærðu Bryndísar er ákveðin fangelsi í 60 daga, en rétt er að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum 2 árum haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá ber að svipta ák æ rðu ökurétti í 16 mánuði frá 4. júní 2021, skv. 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. áður þau ákvæði sem vísað er til í ákæru. 12 Í ákæru er krafist upptöku á munum, fíkniefnum og peningu m . Rétt er að öll fíkniefni sem þar eru tilgreind verði gerð upptæk , sem og vog, hasslón og graskvörn m eð vísun til hinna tilgreindu ákvæða . Þá ber að gera upptæk hnúajárn, rafbyssu, og sverð samkvæmt þeim ákvæðum sem vísað er til í ákæru. Um peninga sem krafist er uppt öku á er það að segja að á þeim hafa ákærðu gefið þær skýringar að um sé að ræða framfærslufé frá félagsmálayfirvöldum og hafa vísað til gagna um úttekt á fé ú r banka. Að mati dómsins er ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að fé þetta sé ávinningur af sölu á vana - og fíkniefna og verður féð ekki gert upptækt. Þá ber að dæma ákærðu bæði til greiðslu sakarkostnaðar sbr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þannig greiði ákærða Bryndís kr. 377.798 vegna kostnaðar við blóðtökur og blóðsýnarannsóknir vegna ákæruliða nr. I og V. Þá ber ákærðu Bryndísi að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Páls Kristjánssonar lögmanns, kr. 505.920 að meðtöldum virðisaukaskatti ásamt aksturskostnaði lögmannsins kr. 26.400. Þannig greiði ákærða Bryndís alls kr. 910.118 í sakarkostnað. Varðandi ákærða Guðmund er ekki til að dreifa öðrum sakarkostnaði en málsvarnarlaunum verjanda hans, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, sem alls eru ákveðin kr. 41 5.524 að meðtöldum vi rðisaukaskatti, auk aksturskostnaðar hans kr. 12.100. Ber ákærða Guðmundi að greiða þennan kostnað. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan . D Ó M S O R Ð : Ákærða , Bryndís Eir Ásgeirsdóttir, sæti fangelsi í 60 daga. Fresta ber fullnustu r efsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum 2 árum haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða Bryndís er svipt ökurétti í 16 mánuði frá 4. júní 2021. Ákærði, G uðmundur Kristján Guðmundsson, sæti fangelsi í 45 daga. Upptæk eru 72,13 gr. af maríhúana, 4,98 gr. af hassi, 0,50 stykki af MDMA, 1,15 gr. af tóbaksblönduðu kannabis, 0,38 gr. af sveppum, 9 töflum og 0,45 gr. af óþekktu efni, vog, hasslón og graskvörn . Þá eru gerð upptæk hnúajárn, rafbyss a og sverð . Ákærða Bry ndís greiði sakarkostnað alls kr. 910.118, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Páls Kristjánssonar lögmanns, kr. 505.920 að meðtöldum virðisaukaskatti og einnig þ.m.t. aksturskostnað ur verjandans, kr. 26.400. 13 Ákærði Guðmundur greiði sakarkostnað alls kr. 427.624, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, kr. 415.524 og einnig þ.m.t. aksturskostnaður verjandans, kr. 12.100. Sigurður G. Gíslason