Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 3. október 2019 Mál nr. S - 3793/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Sonja Hjördís Berndsen saksóknarfulltrúi ) g egn Karel Atl a Ólafs syni (Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 25. september sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 27. ágúst 2019, á hendur Karel Atla Ólafssyni, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 24. október 2017, ekið bifreiðinni [...] svipt ur ökurétti um bifreiðastæði Mjölnis við Flugvallarveg í Reykjavík , uns lögreglan stöðvaði aksturinn. Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 10 0. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sitt . Sannað er me ð játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfær t til refsiákvæð is í ákæru. 2 Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 20. ágúst 2019 , á ákærði að baki nokkuð langan sakaferil. Ákærði var dæmdur í 4 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 4. sbr. 6. gr. laga um ávana og fíkniefni nr. 65/1974, með Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. júní 2018. Það brot sem ákærði er nú sakfelldur fyrir, var framið f yrir uppkvaðningu dómsins og verður ákærða því nú dæmdur hegningarauki, samkvæmt ákvæðum 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 77. gr. sömu laga. Ákærði gekkst undir sekt fyrir að aka sviptur ökurétti með lögreglustjórasátt 3. október 201 4 og a ftur með lögreglustjórasátt 23. október 2015. Við ákvörðun refsingar verður þannig við það miðað ákærði gerist nú í þriðja sinn sekur um að aka sviptur ökurétti. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða ekki áhrif í máli þessu. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni málsins, dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 84.320 krónur, að meðtöldum virði saukaskatti . Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sonja Hjördís Berndsen aðstoðarsaksóknari. Harpa Sólveig Björnsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Karel Atli Ólafsson, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar , 84.320 krónur . Harpa Sólveig Björnsdóttir