Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8. október 2019 Mál nr. S - 4830/2019: Héraðssaksóknari (Dagmar Ösp Vésteinsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn Ásgeiri Gíslasyni, (Jón Egilsson lögmaður) Kristínu Bjarnadóttur og (Reynir Þór Garðarsson lögmaður) Valtý Guðmundssyni (Jón Páll Hilmarsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 20. september sl. og endur upptekið og tekið til dóms á ný 3. október sl. , höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 29. ágúst 2019 á hendur ákærðu; , , , Kristínu Bjarnadóttur, kennitala , , , og Valtý Guðmundssyni, kennitala , , , fyrir eftirtalin brot framin föstudaginn 7. júní 2019: I. Gegn ákærðu öllum, fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa í útihúsi við bæinn , , haft í vörslum sínum, í sölu - og dreifingarskyni, samtals 206 kannabisplöntur, 11 1,50 g af kannabisstönglum og 823,09 g af maríhúana, og að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. 2 II. III. IV. Gegn ákærða Ásgeiri, fyrir brot gegn lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum, með því að hafa á heimili sínu að í , haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni 11,0 ml af stungulyfinu nandrolon og 7,0 ml af stungulyfinu te stosteron, sem lögregla fann við húsleit. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 2. gr., sbr. 1. mgr. 4. gr. laga um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum nr. 84/2018. V. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðsl u alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á framangreindum fíkniefnum í ákæruliðum I, [...] og [...], samtals 206 kannabisplöntur, 111,50 g af kannabisstönglum, 823,09 g af maríhúana og [...], samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Krafist er upptöku á haldlögðum stungulyfjum, skv. ákærulið IV, samtals 11,0 ml af nandrolon og 7,0 ml af testosteron, samkvæmt heimild í 4. mgr. 4. gr. laga nr. 84/2018 og með vísan til sama lagaákvæðis er þess krafist að ætlaður ágóði af sölu þessara lyfja í eigu ákærða Ásgeirs, að fjárhæð kr. 45.500 verði gerður upptækur. [...]. Jafnframt er krafist upptöku á 6 gaskútum, 36 gróðurhúsalömpum, 39 viftum, 7 vatnshitablásurum, gasofni, kolasíu, 2 gróðurtölvum, 55 straumbreytum, 4 rafmagnstöflum, 60 ljósaperum, 4 hitamælum, 8 þurrkgrindum og skilvindu (munir 489188 - 489198, 489276 og 489278, munaskrá 138188), 5 rafmagnssnúrum, 5 viftum, 3 15 kolasíum, 4 hitablásurum, þrýstijafnara, 32 gróðurhúsalömpu m, vatnshitablásara og 4 þurrkgrindum (munir 489265 - 189268 og 489271 - 489275, munaskrá 138214) sem lögregla lagði hald á í tengslum við ákærulið I, samkvæmt heimild í 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Loks er þess krafist að haldlagðir fjármunir, sem er ætlaður ágóði sölu fíkniefna, verði einnig að haldlögð bifreið af tegundinni Toyota Corolla, sem notuð var til að komast að ræktuninni í verði gerð upptæk, samkvæmt heimild í 1 tl. 1. mgr. 69. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við meðferð málsins var af hálfu ákæruvalds fallið frá þeim hluta ákæru, hvað varðar aðra ákærðu en ákærða Valtý, að ákærðu hafi haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni 823,09 g af maríhúana. Þá var þess krafist af hálfu ákæruvalds að leiðrétt yrði sú misritun í ákæru að krafist sé upptöku á fjármunum sem haldlagðir voru í eigu ákærða Ásgeirs, 525.000 krónum, en ekki haldlagningar, eins og segir í ákæru. Af hálfu ákærðu er þess krafist að þau verið dæmd til vægustu refsingar er lög leyfa og ef til þess kemur að fangelsisrefsing verði dæmd að hún verði þá skilorðsbundin. Þá samþykktu ákærðu upptökukröfur ákæruvalds utan þess að ákærði Ásgeir hafnaði kröfu um upptöku á 525.000 krónum. Þá gera verjendur ákærðu kröfu um málsvarnarþóknun að mati dómsins með hli ð sjón af framlögðum tímaskýrslum og að teknu til liti til virðisaukaskatts. Málið var endurupptekið 3 . október 2019 þar sem verjandi ákærða Ásgeirs óskaði eftir að leggja fram gögn, skattframtöl, reikninga og launaseðla, vegna kröfu ákæruvalds um að ákærði sæti upptöku á 525 .000 krónum. Þá var einnig af hálfu ákæruvald lagt fram nýtt yfirlit yfir sakarkostnað. Af hálfu aðila voru gerðar sömu kröfur og áður og var málið síðan dómtekið á ný. II Ákærðu hafa skýlaust játað þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í ákæru. Sannað er með játningu ákærðu og öðrum gögnum málsins að þau hafa gerst sekur um þá háttsemi sem þeim er gefin að sök og eru brot þeirra rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Farið var með málið samkvæmt ákvæðum 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð 4 sakamála og tjáði ákærandi og verjendur ákærð u sig sérstaklega um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. III Ákærði Ásgeir er fæddur árið . Samkvæmt sakavottorði hefur hann þrisvar verið dæmdur til refsingar, seinast árið 2012 vegna brots gegn lögum um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og vopnalögum nr. 16/1998 og dæmdur í 10 mánaða fangelsi skilorðsbundið í þrjú ár. Ákærði stóðst skilorð dómsins og hefur hann því ekki áhrif við ákvörðun refsingar nú, sbr. 61. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða Kristín er fædd árið . Samkvæmt sakavottorði hefur hún ekki verið dæmd til refsingar. Ákærði Valtýr er fæddur árið . Samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki verið dæmdur til refsingar. Við ákvörðun refsingar ákærðu er til refsimildunar litið til framangreinds og skýlausrar játningar ákærðu fyrir dóm i , sbr. 8. töluliður 1. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940 . Til refsiþyngingar er litið til alvarleika brotsins, og er þá litið til þess magns efnis og plantna sem ákært er fyrir, til þess að verkið er unnið í félagi , sbr. 2 . mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940 , og t il þess að um þaulskipulagðan verknað er að ræða. Þykir refsing ákærða Ásgeirs hæfilega ákveðin fangelsi í 8 mánuði en frestað skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Til frádráttar dæmdri refsingu , ef til afplánunar kemur, kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti vegna málsins , sbr. 76. gr. laga nr. 19/194 0 , frá 8 . - 19. júní 2019, með fullri dagatölu. Þ á þ ykir refsing ákærðu Kristínar hæfilega ákveðin fangelsi í 8 mánuði , en ákærða Valtýs fangelsi í 10 mánuði, en f resta ð skal fullnustu refsingar þeirra beggja og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærðu almennt skilorð 57. g r. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Krafa ákæruvalds um að ákærða Ásgeir i verði gert að sæta upptöku á 525.000 krónum er byggð á 1. mgr. 69. gr. b. laga nr. 19/1940. Samkvæmt ákvæðinu má gera upptæk verðmæti, að hluta eða í heild, sem tilhey ra einstaklingi sem gerst hefur sekur um brot sem er til þess fallið að hafa í för með sér verulegan ávinning og um er að ræða brot sem varðað getur að minnsta kosti 6 ára fangelsi. Í greinargerð með ákvæðinu kemur fram að á grundvelli þess, að greindum sk ilyrðum uppfylltum , megi gera upptæk verðmæti sem tilheyra viðkomandi, nema hann sýni fram á að þeirra hafi verið aflað með 5 lögmætum hætti. Sé því gert ráð fyrir fráviki frá meginreglunni um sönnunarbyrði ákæruvaldsins við þessar aðstæður. Brot samkvæmt l ö gum nr. 65/1974 varða allt að 6 ára fangelsi, sbr. 5. g r . laganna , og er því síðara skilyrðið 1. mgr. 69. gr. b. uppfyllt. Þá er það mat dómsins að ætla megi að brot það sem ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir sé, með hlið sj ón af tegund efna og magi, til þess fallið að verulegan ávinning í för með sér fyrir ákærða. Það efni sem tilgreint er í ákæru var haldlagt og liggur ekkert fyrir um að ákærði Ásgeir hafi fengið greiðslur vegna þátttöku sinnar í brotinu. Ákærði lagði fyrir dóminn gögn sem sýna fram á að hann hefur á undanförnum árum aflað tekna með lögmætum hætti. Liggur ekki annað fyrir en að fjármunir þeir sem krafist er haldlagningar á að stafi frá þeim. Í ljósi þess er kröfu ákæruvalds um að ákærði sæti upptöku á 525.00 0 krónum hafnað. Ákærðu sæti upptöku á fíkniefnum, munum, fjármunum og bifreið að öðru leyti eins og nánar er rakið í dómsorði , með vísan til þeirra lagaákvæða sem tilgreind eru í ákæru. Ákærði Ásgeir greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Jóns Egilssonar lö gmanns, 1.500.000 krónur. Einnig greiði ákærði 100.196 krónur í sakarkostnað samkvæmt framlögðu yfirlit i ákæruvalds. Ákærða Kristín greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Reynis Þórs Garðarssonar lögmanns, 950.000 krónur. Einnig greiði ákærða 100.196 krónur í sakarkostnað samkvæmt framlögðu yfirlit i ákæruvalds. Ákærði Valtýr greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Jóns Páls Hilmarssonar lögmanns, 1.250.000 krónur. Einnig greiði ákærði 100.196 krónur í sakarkostnað samkvæmt framlögðu yfirlit i ákæruvalds. Við ákvö rðun þóknunar verjanda ákærðu hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts , vinnu lögmanna á rannsóknarstigi og eftir atvikum aksturskostnaður . Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Dagmar Ösp Vésteinsdóttir aðstoðarsaksóknari. Dóm þennan kveður upp Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari . Dómsorð: Ákærði, Ásgeir Gíslason, sæti fangelsi í 8 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almenn ra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga 6 nr. 22/1955. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem ákærði hefur setið í frá 8 . - 19. júní 2019, með fullri dagatölu. Ákærða, Kristín Bjarnadóttir, sæti fangelsi í 8 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarin nar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærð a almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði, Valtýr Guðmundsson, sæti fangelsi í 1 0 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærðu, Ásgeir, Kristín og Valtýr sæti upptöku á 206 kannabisplöntum og 111,50 g af kannabisstönglum, 6 gaskútum, 36 gróðurhúsalömpum, 39 viftum, 7 vatnshitablásurum, gasofni, kolasíu, 2 gróðurtölvum, 55 straumbreytum, 4 rafmagnstöflum, 60 ljósaperum, 4 hi tamælum, 8 þurrkgrindum og skilvindu (munir 489188 - 489198, 489276 og 489278, munaskrá 138188), 5 rafmagnssnúrum, 5 viftum, 15 kolasíum, 4 hitablásurum, þrýstijafnara, 32 gróðurhúsalömpum, vatnshitablásara og 4 þurrkgrindum (munir 489265 - 189268 og 489271 - 48 9275, munaskrá 138214) og bifreiðinni af tegundinni Toyota Corolla. Ákærði Valtýr sæti upptöku á 823,09 g af maríhúana. Ákærði Ásgeir sæti upptöku á 11,0 ml af nandrolon og 7,0 ml af testosteron og 45.000 krónum. Kröfu ákæruvalds um að ákærða Ásgeir i verði gert að sæta haldlagningu á 525.000 krónum er hafnað. Ákærði Ásgeir greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Jóns Egilssonar lögmanns, 1.500.000 krónur og 100.196 krónur í sakarkostnað. Ákærða Kristín greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Reynis Þórs G arðarssonar lögmanns 950.000 krónur og 100.196 krónur í sakarkostnað. Ákærði Valtýr greiði þóknun skipaðs verjanda síns , Jóns Páls Hilmarssonar lögmanns 1.250.000 krónur og 100.196 krónur í sakarkostnað. Sigríður Elsa Kjartansdóttir.