Gjaldskrá

Upplýsingar um bankareikning Héraðsdóms Norðurlands eystra.

Allar greiðslur eiga að fara inn á reikning nr. 565-26-189, kt. 661191-3419 og senda skal kvittun á una@domstolar.is.

Mikilvægt er að það komi fram á kvittununum fyrir hvað er verið að greiða.

Fyrir þingfestinguGjald
Af stefnufjárhæð frá 150.000.000 kr. og fjárhæðum umfram það250.000 kr.
Af stefnufjárhæð frá 90.000.000 kr. að 150.000.000 kr.150.000 kr.
Af stefnufjárhæð frá 30.000.000 kr. að 90.000.000 kr.90.000 kr.
Af stefnufjárhæð frá 3.000.000 kr. að 30.000.000 kr. og vegna mála þar sem krafist er viðurkenningar á réttindum og/eða skyldu 30.000 kr.
Af stefnufjárhæð allt að 3.000.000 kr. 15.000 kr.

Af tilgreindri fjárhæð í ágreiningsmáli vegna gjaldþrotaskipta og ágreiningsmálum vegna opinberra skipta á dánarbúum, opinberra skipta til fjárslita milli hjóna og sambúðarfólks og opinberra skipta til slita á félögum þar sem félagsmenn bera ótakmarkaða ábyrgð greiðist þingfestingargjald skv. a., b., c., d. og e. lið eftir því sem við á.

Þingfestingargjald er greitt fyrir sakaukasök, gagnsök, meðalgöngusök og framhaldssök.

Engin gjöld greiðast í eftirfarandi málum:     
Vinnulaunamálum, lögræðissviptingarmálum, barnsfaðernismálum, málum til véfengingar á faðerni, kjörskrármálum, gjafsóknarmálum, einkarefsimálum, forsjármálum, málum v/bráðabirgðaforsjár og farbanns barna, barnaverndarmálum og afhendingarmálum skv. lögum nr. 160/1995 (afhending barns). Félagsdómsmál, nema ritlaun (endurrit).